Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIB Föstudagur 3. desember 1976 S&£S" Félag einstæöra foreldra efnir til sins árlega jólabasars að Hallveigarstöðum laugardaginn 4. desember og hefst hann kl. 2. Fjáröflunarnefnd FEF hefur undirbúiö basarinn og verður þar margt girnilegt til gjafa og eigu á boðstólum. Þar verðar seldar kökur, tertubotnar, formkökur og smákökur sem félagsmenn hafa bakað f hóp- vinnu. Seldar verða tusku- dúkkur sem eftirsóttar eru jafn- an á jólamörkuðum FEF, tuskufiskar og prjónaðir bangsar, sprellihestar, litagraf- ikmyndir eftir barnateikn- ingum, púðar, glæsileg hekluð teppi, tizkuprjónavesti á börn, peysur og sokkaplögg og svo mætti lengi telja. Þá verða iþróttatreflar og jólakort FEF seld á markaðnum, og er þó fátt eitt nefnt sem þarna verður. Allur ágóöi rennur i Húsbygg ingarsjóð FEF og þvi meira sem inn kemurþvi hraðar munu ganga viðgerðir á Skeljanesi 6, þar sem neyðarhúsnæðifer senn aö taka til starfa. Erfólk hvatt tilað koma, gera góð kaup og styrkja verðugt málefni. Aðventukaffi og basar Vestfirðingafélagsins - í safnaðarheimili Bústaðakirkju Mörg átthagafélög i Reykjavik hafa slikan kaffidag árlega. Þar mæla sér mót vinir og kunningjar úr átthögunum, sem annars sjást sjaldan og fá sér kaffi saman. Börn koma með foreldrum sinum, afa og ömmu, þar er ekkert kynslóðabil. Þessir dagar hafa verið mjög vinsælir. Vest- firðingafélagið hefur ekki haft slikan kaffidag fyrr, en vildi nú gefa Vestfirðingum kost á að hitt- ast i safnaðarheimili Bústaða- kirkjukl.3 á sunnudaginn kemur, 5.des. og fá sér góðar veitingar, sem verða á boðstólum. Félagið býður Vestfirðingum 67 ára og eldri, sem vildu og gætu komið, og væntir þess að yngri kynslóðin fylgi þeim þangað eða mæti þeim þar, sem allra fjöl- mennastir. Smá basar verður einnig þar, sem góðir munir fást fyrir litinn pening. Ef vinir eða félagsmenn vilja gefa kökur eða basarmuni tali þeir við einhvern úr stjórn félags- ins sem fyrst. Basar Félags einstæðra foreldra kisa, V Mðla. Sven Aage Madsen í Norræna húsinu Þessa dagan dvelst danski rit- höfundurinn Svend Age Madsen hér á landi f boði Norræna húss- ins. Hann er hingað boöinn í til- efni af hinni árlegu kynningu á bókum frá Norðurlöndunum, en laugardaginn 4. desember kl. 16.00 veröa kynntar bækur frá Noregi og Danmörku f Norræna húsinu. Svend Age Madsen mun þá sjálfur fjalla um og lesa upp úr bók sinni „Tugt og utugt f mell- emtiden”, en hún er talin einn helsti bókmenntaviðburður árs- ins I Danmörku. Þriðjudaginn 7. desember kl. 20.30 mun Svend Age Madsen fjalla ftarlegar um rithöfunaferil sinn og bókmenntaviðhorf sitt, I Norræna húsinu á vegum þess og Rithöfundasambands íslands. Svend Age Madsen er aöeins 37 ára gamall og hóf rithöfundaferil sinn 1962. Þegar frá upphafi þótti hann með bestu rithöfundum Dana, og hann hefur alltaf fengið mikið lof gagnrýnenda. Eftir hann hafa komið út tiu skáldsög- ur, tvö smásagnasöfn, ein barna- bók og eitt leikrit. Auk þess hefur hann samið tilraunaleikrit fyrir sviö og sjónvarp. Af þessu má helst nefna skáldsöguna „Sæt verden er til”, en fyrir hana var honum veitt verðlaun dönsku Akademiunnar, og skáldsöguna „Dage med Diam”, sem er með einkar sérstaka og skemmtilega uppbyggingu. Tilraunaskáldverk Svend Age Madsen hafa lengi þótt með þvi athyglisverðasta á þessu sviði i Danmörku, en siðasta bók hans virðist einnig hafa náð hylli almennings. „Tugt og utugt i mellemtiden” er þegar komin út i öðru upplagi, en auk þess hefur hún hiotið verðlann dagblaöa- gagnrýnenda i Danmörku og verður annaö framlag Dana til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Með þessari bók hefur Svend Age Madsen tekist að brúa bilið milli tilraunabókmennta og lesenda. Það verður ánægjulegt að kynnast Svend Age Madsen bæði fyrir islenzka rithöfunda og fslendinga almennt. Bókmenntakynn- ing að Kjarvals- stöðum Fjórða bókmenntakynning Rit- höfundasambands íslands og Kjarvalsstaða verður sunnudag- inn 5. desember á Kjarvals- stöðum kl. 4 siðdegis. . Þar munu lesa úr verkum sfnum: Liney Jóhannesdóttir, Sigvaldi Hjálmarsson, Þorgeir Þorgeirs- son og Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Fara í náms- og kynn- isferð til Danmerkur - halda kökubazar til að fá upp í ferðakostnaðinn Næstkomandi laugardag halda nemendur i Þroskaþjálfaskóla tslands kökubasar til eflingar feröasjóði nemendafélagsins. Námstimi i Þroskaþjálfaskól- anum er nú 3 ár og afráðið er að nemar fari I náms- og kynningar- för til Danmerkur áður en þeir ljúka fullnaðarprófi. Með þroskaleikföng I likingu við þessa einföldu raðmynd er unniö aö kennslu þroskaheftra. Málefni þroskaheftra og velferö þeirra mun vera komin i betra horf I nágrannalöndum okkar. Mikilvægt er að islenzkir þroska- þjálfar eigi þess kost að kynnast stefnumótun og starfsemi vegna vangefinna þar sem málefni þeirra eru komin enn betur á veg en hér á landi. Nemendafélagið fjármagnar á eigin spýtur námsferðina til Danmerkur i vor. Til þess að standa straum af ferðakostnaðin- um verður haldinn kökubasar næsta laugardag i húsakynnum dagheimilisins að Lyngási, Safa- mýri 5 og hefst kl. 14.00. Það er von nemendafélags Þroskaþjálfa skólans að sem flestir borgarbúa sjái sér fært að styðja framtakiö og leggja leið sina að Lyngási á laugardaginn kemur og kaupa sér kökur. Jólakaffi Hringsins Komist i jólaskap og drekkið eftirmið- dagskaffið hjá Hringskonum að hótel Borg, sunnudaginn 5. des. kl. 3. Þar verður einnig á boðstólum: Skemmtilegur jólavarningur, jólakort Hringsins, jólaplattar Hringsins, skyndi- happadrætti með fjölda góðra vinninga, m.a. ferð til Kaupmannahafnar. Kvenféiagið Hringurinn. Minnst full- veldisdags Finna 6. des. Fullveldisdagúr Finna er 6. desember nk. Af því tilefni efnir Finnlandsvinafélagiö Suomi til fagnaöar i Norræna húsinu á mánudagskvöldiö kl. 20.30 Avarp flytur formaöur félags- ins, Barbro Þóröarson og aöal- ræöu kvöldsins Ragnhildur Helgadóttir, forseti islandsdeild- ar Noröurlandaráös. Þá koma gestir frá Finnlandi álenzkir visnasöngvarar, Pia- Gunn Ancar og Borje Lang. Þau eru hér gestir félagsins og Nor- rænahússins og syngja viö undir- leik Carls Billich. Sýning veröur á finnskum skartgripum, sem stúlkur frá Karon-samtökunum kynna. Einn- ig veröa sýndar finnskar borö- skreytingar og ofin veggteppi. i hléi er kaffi fram borið og finnsk terta, og aö loknum dag- skráratriöum snædd létt máltið og leikin tonlist af plötum. HORHID Skrifið eða hringið í síma 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.