Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 5
SJJ&“; Föstudagur 3. desember 1976 VETTVANGUR 5 Habitat ráðstefnan í Vancouver i' Kanada: Landið sé notað í þágu þjóðfélagsheildarinnar Endurskoða þarf reglur um land- eignir og landnytjar á íslandi v.---:----------------------/ Oft vill brenna viö aö óhóflegt verö er sett á réttindi til orkuvirkj- unar, og má í þvf sambandi minna á kröfur eigenda Svartsengis fyrir heitavatnsréttindi jaröarinnar. Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir ráðstefnu um búsetu mannsins á jörðinni, á s.l. vori. bessi ráðstefna, sem haldin var i Vancouver i Canada nefndist Habitat. Fulltrúar rösklega 120 þjóða sóttu þessa ráðstefnu, en hin islenzka rikisstjórn sá, þvi miöur, ekki ástæðu til að senda fulltrúa þangað. Viðtækar samþykktir, sem allir fulltrúarsamþykktu einum rómi, voru gerðar á ráðstefn- unni. Sérstök ástæða er til að rekja nokkuð kaflann um landiö, sem ráðstefnan lét frá sér fara, og snertir yfirráð hverrar þjóðar á landi sinu gögnum þess og gæð- um. 1 inngangsorðunum er m.a. þetta að finna: „Félagslegt réttlæti, endur- nýjun byggða og borga og fram- þróun, sem eru skilyrði fyrir mannsæmandi húsnæði og heilsusamlegur umhverfi fólks- ins, nást þvi aðeins að landið sé notað i þágu þjóðfélagsheildar- jnnar. Þvi ber að hafa i huga: 1) Landið er takmörkuð auðlind og meðferð þess á að vera háð opinberu eftirliti eða stjórn i þágu alþjóðar. 2) Breytingar frá landnotum, sérstaklega frá landbúnaði til þéttbýlis, eiga að vera háðar opinberu eftirliti alþjóðar-opin- beru eftirliti og reglum. 3) överðugan hagnað, sem myndastaf þvi að land hækkar i verði vegna breyttra landsnota, vegna opinberra framkvæmda, eða ákvarðana eða vegna al- menns vaxtar samfélagsins, skulu opinberir aðilar — þjóð- félagið, geta endurheimt, nema aðstæðurkalliá annað, svo sem breytta eignaraðild eða upp- töku lands. 4) Timabundinni eða varan- legri þjóðareign skal beita þegar nauðsynlegt er að tryggja, stjórna og vernda land, sem þar fyrir vöxt þéttbýlis- svæða. Einnig til framkvæmda á'almennum umbótum i borgum og sveitum, til að tryggja al- menna þróun hagkvæma þjóð- félaginu. 5) Eignarréttarformi liðins tima ber að breyta til samræmis við sibreytilegar þarfir þjóö- félagsins, svo að það sé hagstætt þjóðf élagsheildinni’ ’. íslenzkar aöstæður Þegar islenzkar aðstæður eru skoðaðar i ljósi þess, sem hér er greint að framan, kemur bert fram, að við erum i engu undan- þegnir þörfinni á að endurskoða reglur, sem hingað til hafa gilt um landeignir og landnytjar okkar. Alþýðuflokkurinn hefur nú enn flutt frumvarp um þetta n auðsynjamál —að þjóðin sjálf eignist sitt land með gögnum og gæðum, mað þeim fyrirvara i nokkrum liðum, sem eðlilegur verður að teljast. Verða ástæður fyrir þvi hér enn raktar: Lifsháttabreyting þjóðar- innar úr næstum eingöngu dreifðri byggð, sem lifði af land- búnaði nær einvörðungu og til þéttbýlismyndunar, sem hlýtur að búa við aðra atvinnuvegi, beinlinis kallar á endurskoðun svokallaðs eignarréttar á land- inu til samræmis við breytingar á búsetu landsmanna. Aldrei hafur verið ljósara en á siðustu timum — einkum eftir lok siðustu heimsstyrjaldar með öllum þeim lifsvenjubreyt- ingum, sem orðið hafa, aö við erum að komast i hreinar ógöngur, ef ekki verður i taum- ana tekið. Það er óhugnanleg staðreynd, að fram til þessa hefur sú regla verið rikjandi, að einstakir — örfáir landsmanna, gætu eignað sér meginhluta landsins og gildir næstum einu, hvort eru byggðir eða óbyggðir. Þetta hefur skipt landsmönnum, sem vissulega hafa annað þarfara að gera og hugsa, i tvær næstum f jandsamlegar fylkingar. Annarsvegar eru hundraðshöfö- ingjarnir, sem telja sig eiga landið, hinsvegar landleys- ingjarnir, sem hvergi eiga raunverulega stað, þegar frá er tekinn blettur undir hús og hibýli af skornum skammti þó. NU mun auðvitað einhver segja, að það sé ekki eða þurfi ekki aö vera neitt sérstakt keppikefli fyrir þéttbýlisfólk, aö eiga stórar lendur, en þá rök- semd má vitanlega nota um hina aðra sem hlut eiga að máli. Undantekning er vitanlega bújörð, sem ætlað er að brauð- fæða búendur. Allt um þetta er þó langur vegur milli þess að eiga á þann hátt geta valtað og skaltað með „eignina” að geðþótta, eða hafa óskoraðan rétt til að nytja landið sér til lifsframfæris. Það er einmitt hér, sem þjóð- félagiösjálft þarf að koma til og hafa hemil á margskonar vanda, sem búsetubreytingin hefur valdið. I fyrsta lagi er sú eindæma verðröskun, sem orðið hefur á þvi landi, sem er i næsta nágrenni þéttbýlissvæðanna. Þar hefur þrifizt allkonar brask og gifurleg verðhækkun orðið á landi og athafnasvæðum, sem þéttbýlið þarfnast. Þá sögu er ekki þörf að rekja, svo alkunn er hún. I annan stað er full ástæða til að minna á það okurverð, sem sett er á réttindi til allskonar orkuvirkjunar, eða beinlinis að settur sé þröskuldur i fram- kvæmdir, eins og dæmi eru til. t þriðja lagi má nefna ýmis- konar hlunnindi, sem ganga kaupum og sölum og jafnvel landsmönnum sjálfum frá þeim bægt, svosem uppskátt er orðið um veiðirétt i fjölmörgum ám , landsins. 1 fjórða lagi er okurverð, sem þéttbýlismenn verða að sæta, ef þá fýsir að reisa sér sumar- bústað úti i sveitum landsins, til þess að halda þó sambandinu við fósturjörðina utan við ys og þvarg þéttbýlisins einhvern tima ársins. Loks er full ástæða til að minna á meinbægni við umferð um landið sjálft, sem viða er iðkuð. Nú má segja, að það sé á eng- an háttóeðlilegt, að þeir bændur sem vilja eiga og nýta bújarðir sinar hafi til þess fullan rétt, með þeim takmörkunum þó, sem þjóðfélagið kann að setja ef almannaheill kynni að kref jast. Engum hefur vist til hugar komið að afnema slikt. Hitt er svo annað mál, hversu hagfellt það er fyrir bændur, þegar kyn- slóðaskipti verða. Þess eru mýmörg dæmi, að þar sem mörg systkini eru á heimili og foreldrar — annað eða bæði falla frá — kemur það i hlut eins þeirra að leysa út arfahluta hinna, oft með ærnum kostnaði. Þetta hefur mörgum bóndanum orðið æfilangur fjötur um fót og hamlað hans möguleikum til sómasamlegs framfæris. Væri hinsvegar um að ræða arfgengan búseturétt eftir við- unandi reglum, gjörbreyttist þetta viðhorf. Við tölum og skrifum um byggðastefnu, og margir lita svo á að hún sé einhver „pat- entlausn”. En hvilik er sú byggðarstefna, sem fram kem- ur i þvi, að umtalsverður fjöldi bænda, sem af einhverjum ástæðum bregða búi á eignar- jörðum, og halda samt dauða- haldi i eignarréttinn, þó það kosti að jörðin verði að fara i eyði! Ef til vill er káfað eitthvað og krafsað úr hlunnindum jarðar- innar árlega, ef til vill ekki, eða hlunnindi eru seld undan bú- jörðinni og gjarnan i hendur braskara! Þetta er Vitanlega alger rang- hverfa á framkvæmd eignar- réttarins, þó kalla megi löglega eins og er. 011 þessi mál eru engan veg- inn einföld, og það þarf að vinna að þeim á skipulegan hátt, svo öllum megi bezt gegna. Frum- hugmyndir i sibreytilegu þjóð- félagi þurfa einnig allajafna að vera i endurskoðun af og til, eftir þvi sem tímanna rás bendir til að breytinga þurfi. En aðalatriði er það, aö menn komi sér saman um, að við eigum öll þetta land, og vilj- um að það verði ræktað og nytj- að með framtiðina i huga. Svo er ekki nú. En þaö er vissulega timabært að hefjast þegar handa. til þess að undirbyggja hina fornu og nýju og sjálfsögðu kröfu: tslanó fyrir tslendinga — alia. -- OS Veröröskun á landi I nágrenni þéttbýiissvæða hefur oröiö mikii. Sem dæmi má nefna hina frægu jörö Urdráttur úr helztu ályktunum Fiskiþings 35. Fiskiþingi lauk laugar- daginn 27. nóv. Afgreidd voru frá þinginu 24. mál., sem þar voru til umræðu. Mörg þessara mála vörðuðu starfsemi Fiskifélagsins en önnur sjávarútveginn og fisk- vinnsluna almennt. Hér verða stuttlega rakin þau helztu þeirra.: t öryggismálum lagði þingið til að kannaður væri f jöldi gúmbáta, sem framleiddir hefðu verið fyrir 1960- — hjá strandstöðvum landssimans væru allar tilkynningar, sem vörðuðu sjófarendur og þær send- ar út frá strandstöðvum, a.m.k., tvisvar á sólarhring- — settar séu reglur um búnað skipa, sem veiða bræðslufisk- — haldiö verði áfram athug- unum á þvi, hvernig draga megi úr hálku á stálþilfari- — stööugleikaprófanir skipa verði auknar- — keypt verði þyrla, sem geti athafnað sig kyrrstæð yfir skip- um- — reykskynjarar verði settir um borð i öll skip- — endurskoðað verði örbylgju- kerfið allt i kringum landið- — smábátar séu málaðir rauö- gulum lit (orangerauðum) á borðstokk eða stýrishúsi og þeim verði skylt að hafa radarspegil- Um nýtingu sjávarafurðagerði þingið þá samþykkt helzta, aö gerðar væru gagngerðar breyt- ingar á sildar- og loðnuverk- smiðjum landsmanna, svo að þær gætu nýtt betur þann bræðslufisk sem til þeirra berst. Þaö virtist ljóst af skýrslu Þorsteins Gisla- sonar, varafiskimálastjóra, sem dvaldi i Noregi og Danmörku hálfan mánuð á s.l. sumri við að kynna sér rekstur- og fyrir- komulag sildar- og loðnuverk- smiðja i þeim löndum, að þar væru verksmiðjur betur búnar tæknilega og nýting þar af leið- andi betri en hér gerðist. Þingið taldi, að þetta mætti ekki svo til ganga, þar sem loðnuafúrðir mjöl og lýsi, væruað verða mikilvægur þáttur i þjóðarframleiðslunni. Um stjórnun fiskveiða sam- þykkti þingið þa ályktun, að sóknin i þorskinn yrði sem mest að hægt væri, takmörkuð með aukinni sókn i aðrar fisktegundir, sem ekki væru fullnýttar eða van- nýttar. Starfandi er milliþinga- nefnd Fiskiþings i þessu mikils- verða máli svo var einnig á siöast liðnu ári og taldi þingið störf hennar hafaborið góðan árangur og framléngdi þvi starfstima hennar. Um nýtingu vannýttra fisktegunda samþykkti þingið að leggja til að sumarloðnuveiðar væru auknar, haldið væri áfram tilraunum með veiðar á djúp rækju, kolmunna, spærlingi og skelfiski og ýmsum djúpfiskum. Athugað væri, hvort loðnutroll fvrir minni báta hentaði hér, svo sem reynzt hefði i Kanada, þar sem sérstakt smabáta troll fyrir uppsjávarfisk hefði reynzt vel. Ef skarkolaveiði væri aukin sem fiskifræðingar teldu óhætt, þá væri að lata smærri oárum eftir meginhluta þeirra veiða. Leita bæri álits Fiskideilda á viðkom- andi stöðum áður en dragnóta- leyfi væru veitt á hinum ýmsu kolasvæðum. Sjávarútvegsráö- herra var sérstaklega þökkuð hans framganga i framan- greindum málum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.