Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 16
Hrauneyjarfossvirkjun: Eðlilegt og sjálfsagt framhald eða HURÐARAS UM ÖXL ÍS- LENZKRA SKATTÞEGNA? Svo sem komið hefur fram i fréttum Alþýðu- blaðsins, hefur stjórn Landsvirkjunar sótt um leyfi til virkjunar Tungnaár við Hrauneyj- arfoss. En samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 37 frá 16. april 1971, er Landsvirkjun heimilt að reisa raforkuver i Tungnaá við Hrauneyj- arfoss ásamt aðalorku- veitum. I viðtali viö ráöuneytisstjóra iönaöarráöuneytisins, Arna Snævarr i gær, kom fram, aö beiöni stjórnar Landsvirkjunar liggur nú til afgreiöslu i iðnaöar- ráöuneytinu. Bárust ráöuneytinu slöustu gögn Landsvirkjunar á miövikudag, en þaö voru útboös- gögn. Sagðist Arni ekki geta sagt fyr- ir úm á þessu stigi málsins hven- ær afstaða yröi tekin til umsókn- arinnar, en þaö myndi taka ein- hvern tima aö lita yfir gögnin hjá ráöuneytinu. I viðtali viö Halldór Jónatans- son aöstoöarframkvæmdastjóra Landsvirkjunar, sem birtist i blaðinu 24. nóvember s.l. kom fram aö hann 1 viötali viö Halldór Jónatans- son aöstoöarframkvæmdastjóra Landsvirkjunar, sem birtist I blaðinu 24. nóvember s.l., kom frám að hann teldi mjög brýnt aö fljótt yröi tekin afstaða til um- sóknar Landsvirkjunar ef ná ætti þvi markmiði sem stefnt væri aö, aö virkjunin komist i gagniö áriö 1981, en þá væri gert ráö fyrir aö núverandi orkúkerfi Landsvirkj- unar og Sigölduvirkjun yröu'- full- nýtt. „Eðlilegt og sjálf- sagt framhald” Hinn fyrirhugaöi virkjunar- staður er I Tungnaá á Holta- mannaafrétti um 5 kilómetra neöan við Sigölduvirkjun sem nú er aö komast . á lokastig. Veröi virkjunin reist mun auk Tungnár mifciií hluti af rennsli Köldukvlslar og Þórisóss nýtast I virkjuninni vegna Þórisvatns- miölunar sem þegar er I notkun. Æ, AÐRENN5LISS KU ROU R tOOO.rr i3"- FRÁRENNSUSSKUROUR IIOOflL STÖOVARHÚS HRAUNEYJAFOSSVIRKJUN LANGSKL>RÐUR I VATNSVEGI Þverskuröur af virkjunarsvæöinu viö Hrauneyjarfoss. 1 frumdrögum að virkjun Tungnar viö Hrauneyjarfoss seg- ir m.a. „Frá hagnýtu og tækni- legu sjónarmiöi er virkjun viö Hrauneyjarfoss eölilegt og sjálf- sagt framhald á nýtingu vatnsafls á vatnasviöi Tungnár og Köldu- kvlslar..” I sömu drögum er virkjunartil- högun lýst á þann veg, að Tungná veröi stiflúö um 1.5 km. ofan viö Hrauneyjarfoss og veröur vatn- inu siöan veitt um skurö yfir Fossöldu aö inntaksvirki á norö- urbrún öldunnar. Þaöan veröi slöan fallplpur aö stöövarhúsi við brekkurætur. Frá stöövarhúsinu er frá- rennslisskuröur niöur I Sporð- öldukvlsl sem fellur til Tungnár viö ármót Köldukvlslár. Fallhæö virkjunarinnar verður 88 metrar og er ráögert að þær þrjár túrbin- ur sem I henni veröa muni fram- leiða 210 MW. Til samanburöar má geta þess aö Kröfluvirkjun, nái hún einhverntíma að skila fullum afköstum, á aö framleiöa 60 MW. 3ja km. stífla 1 gögnum Landsvirkjunar er gert ráö fyrir tæplega 3ja km. langri, lágri jaröstiflu yfir Tungná um 1.5 km fyrir ofan Hrauneyjarfoss og SSA hraunið þaöan. 1 farvegi Tungnár veröa flóögáttir meö lokum, en venju- legt vatnsborö lónsins veröur 425 metra yfir sjvarmáli. 1 tenglum viö flóögáttir I far- vegi Tungnar er skuröinntak til varnar þvl aö Isrek berist inn I skurðinn.Skuröurinnveröurum 1 kílómetri á lengd, botnbreidd 19 metrar og venjulegt vatnsdýpt 15 metrar. 1 milljón rúmmetrar af jarðvegi Aörennslisskurðurinn endar i steinsteyptu inntaks mannvirki meö tilheyrandi lokum og ristum. Þaðan veröa 3 fallpípur aö stööv- arhúsi, sem veröur mikiö niöur- grafiö. Lengd stöövarhúss veröur 70 metrar, breidd þess 24 metrar og hæð rúmir 38 metrar. Eins og áöur sagöi er ráögert aö I þvl veröi þrjár túrbinur sem hver um sig getur framleitt 70 MW af raf- orku. Frá stöðvarhúsi verður 1.1 kíló- metra langur frárennslisskuröur niöur I Sporööldukvísl, en frá enda hans verður frárennslið eftir Sporööldukvlsl um 2.5 kilómetra vegalengd til Tungnár. Miðaö viö aö botnbreidd skurö- arins veröi 30-36 metrar og vatns- dýpt við mesta rennsli 4 metrar, er gert ráð fyrir aö magn þess jaröefnis sem flytja þurfi er skurðurinn veröur grafinn veröi um 1 milljón rúmmetrar. Um orkuflutningsvirki er það að segja aö spennar veröa viö stöövarhúsiö og linur þaöan I tengivirki á brekkubrúninni vest- an viö inntakið. Þaöan veröa há- spennullnur aö Sigölduvirkjun og væntanlega vestur I Hvalfjörð. Umhverfisáhrif 1 frumdrögum Landsvirkjunar aö virkjuninni segir, aö meö virkjuninni veröi Tungnaveitt úr farvegi sinum á um 6 kílómetra kafla. Þó muni flóövatn fara niö- ur farveginn en væntanlega veröi hann vatnslftill lengst af. Þá muni mannvirki setja sinn svip á landslagiö en mesta breyt- ingin frá náttúrulegu umhverfi verði lóniö ofan stíflunnar. Þaö nái þó ekki yfir miklu stærra svæöi en áin fer nú yfir i flóðum, en venjulegt vatnsborö lónsins veröi 425 metrar yfir sjávarmáli. Þá segir I drögum Landsvirkj- unar, að meö virkjuninni verði miklar breytingar á vatnsboröi Sporööldulvislar frá þvi sem nú er. En náttúrulegt rennsli kvisl- arinnar er um 1 rúmmetri á sek, en mesta rennslu um virkjunina verður 280rúmm./sek. Af þessum sökum mun vatnsboröshækkun kvislarinnar við skuröendann veröa um 3,5 metrar og myndast þar um 0,3 ferkm. uppistaöa. Skömmu neöar I kvíslinni verður álíka uppistaöa en nær Tungna mun farvegurinn vafalaust graf- ast meira og minna. Um gróöurfar á virkjunarsvæö- inu segir I drögum Landsvirkjun- ar, að gróiö land á lónstæöinu sé um 1,3 ferkm. en aö ööru leyti sé þar gróðurlaust hraun, melar og blautar áreyrar. Þá segir að vatnsvegir aö stöövarhúsi séu um gróðurlausa mela. Frá rennslisskuröurinn er aftur á móti um algróiö land, og veröur þaö mikiö rask á byggingartlma envaranleg landspjöll þurfa ekki að vera önnur en sjálfur skuröur- inn. Landnytjar á virkjunarsvæöinu munu ekki vera aörar en sumar- beit, er það óbyggt og er ekki kunnugtum sögulegar minjar eöa fornleifar á þessum slóðum. Um sérstaklega athyglisveröa staði fyrir ferðamenn er ekki um að ræöa utan Hrauneyjarfoss, en fossinn og gljúfrin ofan hans og neðan veröa óskert af virkjunar- framkvæmdum, en fossinn verö- ur löngum vantslltill. Þess má aö lokum geta, aö til greina kemur aö auka afl virkj- unaririnar I framtiöinni meö þvi aö bæta viö einni vélasamstæöu og veröur ef til vill gert ráö fyrir þvi að einhverju leyti i inntaki og stöövarhúsi. —GEK Þetta módel aöstöövarhúsinu viö Hrauneyjarfossvirkjun geröi Þorsteinn Kristinsson samkvæmt frumdrögum af stöövarhúsinu og I samræmi viö honnun mannvirkja sem unnin voru af ráöunautum Landsvirkjunar,verkfræöifyrirtækjunum Harza Engineering Companyog Verkfræöi skrifstofu Siguröar Thoroddsen. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 alþýöu blaðió HLERAÐ: Að meöal hins margrómaða jafnréttis hjá SÍS séu sérstök kostakjör sem sumir njóta viö inn- kaup á margvislegum vör- um, einkum framleiöslu- vörum.Þessir ,,sumir”eru aö sögn helztu forkólfar og forstööumenn Sambands- ins — og vildarkjörin ná ekki langt niður á við. o FRÉTT: Að rikisstjórnin hafi frestað að gefa landsmönnum i full- veldisgjöf nýja verð- hækkun á brýnustu lifs- nauðsynjum en vilji biöa með ákvörðun um bú- vöruverðhækkunina þar til þingi ASt er lokið. Ott- ast stjórnin að slik hækk- un kynni að efla pólitiska einingu fulltrúa launa- fólks. o SÉÐ: Aö borgardómari hefur sýknaö ritstjóra Þjóðviljans af kröfu aö- standenda Varins lands um ómerkingu 31 ummæla, sem birtust I blaöinu. 37 önnur ummæli voru hins vegar dæmd ómerk. Venja er aö flest ummæli fáist dæmd ómerk telji kærandi æru sinni misboöið en þaö er afar sjaldgæft aö synjaö sé ómerkingarkröfu. o SÉÐ: Að Byggingaþjón- usta Arkitektafélags Is- lands heldur þessa dagana kynningarkvöld fyrir hús- byggjendur I húsnæöi A.I. aö Grensásvegi. Fræöslu- erindi eru flutt á hverju kvöldi og spurningum svarað, en þar er Hka aö finna margháttaöar upp- lýsingar fyrir húsbyggj- endur. Verst er aö fólk úti á landi getur ekkinotfært sér þetta, og væri athugandi fyrir sjónvarpiö aö láta gera röö fræöslumynda- flokka fyrir húsbyggjend- ur, sem grundvallaöir væru á erindum þessum. Slikir Islenzkir fræösluþættir yröu án efa ekki dýrir aö gerö. o SÉÐ: Þannig llta auglýs- ingar um fundi frimúrara- reglúnnar út I Morgunblaö- inu. Þetta er auglýsing um fundarboð. Fyrst kemur nafn stúkunnar. Þá talna- röð. Fyrstu fjórir stafirnir merkja ártaliö, en tlmatal frímúrara hefst 4000 árum fyrir Krists burö. 5976 er þvi ártaliö. Næst kemur talan 12, sem er mánuöur- inn og þvl næst dagsetning- in, 2. Sem sagt, 2. desem- ber. Loks tlminn, klukkan sjö siödegis. Um róm- versku tölurnar I neöri lín- unni er okkur ókunnugt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.