Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 3. desember 1976 tlaffd Benedikt Gröndal, einn af fulltrúum Alþýöuflokksins á þingi Aiþjóöasambands jafnaöarmanna. Hinir nýju leiötogar Alþjóöasambands jafnaöarmanna á tali á þinginu. Til vinstri er Willy Brandt hinn nýi forseti og til hægri Bernt Carlsson, hinn nýi framkvæmdarstjóri. Blaðamennirnir sögðu, að það hefði rikt vinsamlegt skipulags- leysi á fyrstu fundum Alþjóðasambands jafnaðarmanna i Genf Allt gerðist þetta i hinni ný- byggðu höll alþjóða vinnumála- sambandsins, ILO, i Genf í Sviss, einni af miðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á hinum fögru hæöum I suðurhluta borgarinnar, þar sem byggðin og vatnið mynda gull- fagurt umhverfi og fjallsýn er á Benedikt Gröndal: ekki marga beina fylgismenn inn- an þeirra lengur. Sambandið var endurvakið eftir siðustu styrjöld I Frankfurt, og hefur starfað slöan við takmarkaðan oröstý. Þetta er ekki samband á borð við þau, sem kommúnistar hafa haft, þar sem miðstjórnarvald gefur aðildarflokkum fyrirskipanir um stefnu og aðgerðir. Þetta er sam- band jafnaöarmannaflokka og annarra náskyldra, sem ekkí get- ur bundið neinn þeirra, en sam- hugsa svipað og jafnaðarmenn, þótt aöstæður þeirra væru eitt- hvað ólikar Vestur-Evrópu. 1 þessum efnum þótti alþjóðasam- bandinu framhjá sér gengið, og sumir flokkar, eins og sá brezki, voru litt hrifnir af þvi að vera ekki meðjsvo og að ef til vill yröi alþjóðasambandið flutt burt frá London. Þetta er baksviö þeirra sviptinga, sem hafa átt sér staö I alþjóöasambandi jafnaðar- lærá þessa list af þeim og skyldi ekki standa á móttökum. 1 fundarsal lendir Islenzki full- trúinn á milli Lettlands og Irlands af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Lettinn á heima i Svi- þjóð og talar sænsku (auk rúss- nesku og lettnesku), en þar sitja flóttamenn frá Eystrasaltslönd- um. Þeir halda enn við jafnaðar- mannaflokkum og góðu sambandi við heimalönd sln, sem Rússar eru óðum að byggja frá þeim. Þaö Jafnaðarmenn hefja nýja sókn fyrir siðustu helgi. Þetta var rétt, salurinn stór og mikill fjöldi manna viðs vegar úr heiminum saman kominn. Það var oft kliður i salnum, þvi að margir höfðu mörgu að hvisla að mörgum, og kunningjar úr ólikum heimshornum hittust. Svo barði forseti i borðið og bað um hljóð, en samræður skyldu menn hafa uppi utan salarins. Þetta var Francois Mitterand, leiðtogi franskra jafnaðarmanna, sem i bandalagi við kommún- ista komst nærri þvi að verða forseti Frakk- lands, og margir telja að muni hafa það næst. Hann er ekki sviprikur á myndum, en við per- sónulega sýn og kynni er hann allur annar. Hann er sterkur persónuleiki, harður af sér, ljúfur i * samræðum. Það skýrist af hverju hann er sá for- ingi, sem hann er. □CONGRESS D76 björtum dögum einstök — meö Mont Blanc I öndvegi, hærra en himnarlki, að þvi er virðist. Alþjóðasamband jafnaðar- manna er samtök lýðræðis- sinnaðra sóstalista um viða ver- öld, enda þótt Vestur-Evrópa sé hinn sterki kjarni, enda er stefn- an þar upprunnin. í byrjun þess- arar ráðstefnú voru 56 flokkar tengdir við samtökin, en 38 fastir meðlimir. Þessir flokkar höfðu um 8 milljónir flokksmanna og um 80 milljónir atkvæða I síðustu kosningum. I 19 löndum voru jafnaöarmenn við völd, þannig að um 250 milljónir manna lutu stjórn þessara flokka. A þinginu fjölgaöi enn félögum. Fastir meðlimir urðu flokkar I Diminikanska lýðveldinu, Norður-írlandi, I Senegal, Costa Rica og á Indlandi. Takmarkaða aöild fengu flokkar jafnaðar- manna á Kýpur, tveir flokkar I Venezuela, ný samtök I Banda- rlkjunum og flokkur I Paraguy. Merkast við hina nýju aðild var þátttaka Senegal, sem er I Vest- ur-Afríku, þetta var fyrsti jafnaðarmannaflokkur hinnar svörtu Afrlku, sem gekk 1 sam- tökin.og var sjón að sjá, þegar sú samþykkt haföi verið gerð. Dyr opnuðust á salnum og inn þusti dansflokkur skrautklæddra sene- gala, sem börðu háværar trumb- ur, sungu og dönsuðu af gleði. Vilýfulltrúaborð sátu þó virðulega klæddir fulltrúar, þeirra á meðal Leopold Senghor, sjálfur forseti Senegal. Hann var I eina tlð þekktur þingmaöur á franska þinginu I Paris, þegar nýlendurn- ar voru taldar hluti af meginland- inu. Hann er skáld gott, og má kalla hann Hannes Hafstein Vest- ur-Afriku. Alþjóðasamband jafnaðar- manna rekur sögu sina meira en öld aftur I tlmann til tima sjálfs Karls Marx, enda þótt hann eigi einar krafta þeirra og bætir sam- bandið milli þeirra. Sérstaklega hefur sambandið unnið aö baráttu fyrir frelsun þeirra lýðræðis- jafnaðarmanna, sem sætt hafa ofbeldi og fangelsunum, og eru Chile, Spánn, Portúgal og Indland land glögg dæmi um það. Alþjóðasambandið hefur lengi setið I London og látið fara lltið fyrir sér í hóflegu húsnæði enskra úthverfa, og hefur ekki sýnt dug til stórræða. Forseti þess um ára- bil hefur verið austurríkismaður- inn Bruni Pitterman sem hefur verið sjúkur og ekki getað gegnt hlutverki sinu. Framkvæmda- stjóri hefur verið annar geð- þekkur austurrikismaður Hans Janascheck ■ Undanfarin ár hafa jafnaöar- menn verið mjög áhrifamiklir I rlkisstjórnum Vestur-Evrópu norðanverðrar, þótt siðustu kosningar hafi sýnt nokkurt fráhvarf frá þvi. Þetta hefur leitt til samstöðu milli jafnaðar- manna á Norðurlöndum og I Þýzkalandi og raunar Austurriki llka. Nú er veraldarsagan ekki aðeins sköpuð af stefnum heldur öllu frekar af persónum. Og svo hefir viljað til, aö Willy Brandt dvaldist árum saman I útlegð I Noregi og Svlþjóð og er gegnsósa norrænn krati, sem talar full- komna norsku. Og Bruno Kreysky hinn farsæli forsætisráð- herra Austurrikis, er gyðingur, sem var landflótta i Sviþjóö. Hann talar við okkur Norður- landamenn á ágætri sænsku. Þessi hópur jafnaðarmanna hefur tekið saman höndum um að efla starf hreyfingarinnar, sér- staklega samtök við þriðja heim- inn. Palme, Brandt og Kreisky hafa átt hlut að mikilli hjálp viö Portúgal og fundum i Caracas og Mexico City til að ná samböndum við stjórnmálaflokka I hinni lat- nesku Ameriku, ef þeir virtust manna. Kvöldið fyrir ráðstefnuna I Genf var haldinn sögulegur for- mannafundur, þar sem menn hleyptu af dampi. En eftir þaö var málið leyst. Átökin bárust ekki inná ráðstefnuna sjálfa, og þar var Willy Brandt einum rómi kosinnforsetisamtakanna. Linnti ekki hamingjuóskum og stuðningsheitum alla ráöstefn- una, enda mun enginn jafnaðar- maður I dag njóta svo aimennra vinsælda og trausts sem hann. Nær þetta til landa þriðja heims- ins, sem einmitt skiptir höfuð- máli. Nú voru kosnir 14 varafor- setar, og eru þeirra á meðal heimsþekktir menn eins og Mitt- erand Kreisky, Harold Wilson, Oluf Palme, Mario Soares og fleiri. Þarna er úrvala lið til taks. Ráðstefnunni i ILO höllinni hélt áfram, og var rætt um hugsjóna- mál jafnaðarmanna eftir aðal- ræðu hins nýja forseta, um nýtt efnahagsjafnvægi I heiminum, um friðvæðingarstefnuna og Helsir.ki, um lýðræðissósíalima og mannréttindi I heiminum I dag og um ástandið I þriðja heimin- um. Ræöurnar segja þátttakendum mikið, en kynni við hina ýmsu forustumenn miklu meira. Fyrir þá, sem fara tiltölulega sjaldan á þessi þing eða önnur slík, er þetta áhrifameira en ella væri. Það er til dæmis gaman að setj- ast niður á stórum kllkufundi og heilsa manninum til vinstri við sig, sem enginn mundi taka eftir á gangi eftir Austurstræti.en reynist þó vera sá heimsfrægi foringi krata á Möltu, Dom Mintoff.sá sem kreisti stórveldin til að borga riflega. Ég var ekki lengi að segja honum, aö nú væri mikið rætt á tslandi, hvað við ætt- um aö kreista út úr Amerlkönum fyrir Keflavik. Hann hló og bauö þegar upp á það að Islendingar kæmu I heimsókn til Möltu til að eru einnig til flóttamannaflokkar frá öðrum Austur-Evrópurlkjum, og hafa þeir „ráðgefandi aðild” að alþjóðasambandinu. Irarnir hinu megin eru annar handleggur. Þeir eru að ýmsu leyti llkari okkur (og ef til vill skyldari) en Norðurlandamenn. Auðvitað heitir einn þeirra Njáll Græni (Niall Green) og þeir kannast við leikrit Jónasar Árna- sonar, en eru ekki vissir um, hvers konar fugl sá höfundur er. En þeim þykir vænt um«að heyra, að aðalleikarinn Gunnar Eyjólfs- son, hafi verið krati og flutt á flokksþingi okkar tillögu um stuðning við landhelgismál Ira. Þegar þeir heyra, að formaður Alþýðuflokksins hafi sent þessa samþykkt til forsætisráðherra Eire, hlæja þeir og segja, að honum hafi vafalaust brugðið að fá stuðningssamþykkt frá kröt- um! Það kann að koma á óvart, að fyriraftan sæti íslands var hópur af Bandarlkjamönnum. Þar hefur jafnaðarstefnan aldrei notið álits undir þvi nafni (en kallast t.d. New Deal eða Fair Deal). Hins vegar hafa alltaf verið til samtök amerikumanna, flestra Gyðinga, sem hallast að lýðræðissóslal- isma og þau hafa átt nokkra merka borgarstjóra. Fyrir framan sitja Bretar, hið volduga Labour Party. Þeir eru yfirleitt leiðinda durgar, eins og klipptir út úr einhverjum nútlma Gilbert og Sullival óperettum, sjálfur Wilson meðtalinn. Þó mæltist þeim oft vel. Wilson er stór i sniðum( enda fékk hann silfurbakka til heiðurs), og myndarkerla að nafni Judith Hart gekk við staf i stólinn og flutti eina beztu ræöu þingsins. Þegar litið er lengra út um sal- inn ber við myndarlegan hóp út- laga frá Chile, sem eru eftirlæti alþjóðasambandsins, siðan Frá sögulegu þingi Alþjóöasambands jafnaðarmanna í Genf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.