Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR/MENNING Föstudagur 3. desember 1976 ð£|^iö> Augliti til auglitis: Islenzku þáftíákendurnir á sýningu þessari eru Oskar Magnússon, Agúst Petersen, Hringur Jóhannesson, Tryggvi Olafsson og Hildur Hákonar- dóttir. Frá Noregi Bard Breivik, Svein Rönning, Arvid Pettersen, Björn Ransve, frá Finnlandi: Ernst Mether-Borg- ström, Matti Kujasalo, Jorma Haytala, Markku Keranen, Andreas Alariesto, frá Dan- mörku: Svend Wiig Hansen, Erik Hagens, Palle Nielsen, Lene Adler Petersen, Alfred Madsen, frá Sviþjóö: Birger Jonasson, Petter Zenneström, Jan Hafström, K-G Nilson, Claes Jurander og Lars Kleen. Að sögn Bjargar Þorsteins- dóttur var það Sviinn Steffan Culberg sem valdi myndirnar á þessa norrænu farandsýningu og hefur hann komið tvær ferðir SAMNORRÆN FARANDSYN- ING MYNDLISTARMANNA sýningar, en hér er um að ræða farandsýningu, sem eftir dvölina i Stokkhólmi fer til Oslóar, þaðan til Bergen, þá til Helsinki og loks til Kaupmanna- hafnar. Hvað íslandi við- kemur, er hugmyndin að sýna í Reykjavík um mitt næsta ár, ef ráðherra- f undur sá sem nú er hald- inn í Helsinki veitir f jár- - hingað til lands i þeim erinda- gjörðum. Listamennirnir fá greidda leigu fyrir myndir sinar, 2000 krónur sænskar, en slikt telzt nánast til tiðinda þegar myndlistarmenn eru annars vegar, þvi venjulega er þakklætið eitt og hlýtt handtak látið nægja fyrir þátttöku þeirra i sýningum, þótt aðrir listamenn fái greitt fyrir sfna þátttöku. Þess má geta hér, að farið var með til Sviþjóðar 1/2 tonn af rauðamöl úr Rauðhólum og 10 bárujárnsplötur og var þetta notað til skreytinga á sýning- unni i Stokkhólmi. Voru járn- plöturnar ýmist nýjar, málaðar i dæmigerðum islenzkum þak- litum eða veðraðarog ryðgaðar. En i fyrradag hringdi Steffan Culberg til Bjargar og kvað illt i efni. Rauðamölinni hefði verið stolið. —hm Dagana 19. nóvember til 19. desember stendur yfir sýning á verkum 25 norrænna myndlistar- manna, 5 frá hverju landi. Hér er um samtimaverk að ræða og ber sýningin nafnið Augliti til auglitis. Norræna myndlistarsam- bandið sér um skipu- lagningu þessarar munum í það fyrirtæki, en í samtali við Björgu Þorsteinsdóttur ritara Félags íslenzkra mynd- listarmanna, sagði hún, að líkiega myndu ráð- herrarnir veita þetta fé, þar sem sýning á íslandi hefði verið skiiyrði fyrir f járstuðningi þegar það mál bar fyrst á góma. Basar til styrktar sundlaug á Hlíðar- dalsskóla Um áraraöir hefur þaö verið venja hjá lúðrasveitinni Svan að halda tvenna stóra tónleika á starfsári sinu. Þá fyrri yfir vetrartimann, þá seinni að vori. Tónleikar þessir hafa notið vin- sælda meðal áheyrenda þar sem gefinn er kostur á öllu fjöl- breyttara efnisvali en venjan er á tónleikum hérlendis. Svanur hefur nú á að skipa tæp- lega 40 híjóöfæraleikurum, suma á fremsta sviði i sinni grein. Að áliti hljómsveitarmeðlima hefur hljómsveitin sjaldan verið fram- bærilegri. Fyrri tónleikar Svans verða næstkomandi laugardag kl. 14 i Háskólabiói. Einleik með hljóm- sveitinni leikur mjög efnilegur flautuleikari, nýkominn heim frá námi I London, Guðrfður Valva Gisladóttir. —AB Fyrri tón- leikar Svans- ins á laugardaginn Aðventistar halda basar til' styrktar sundlaugarsjóði aö Hliðardalsskóla næstkomandi sunnudag. Að venju verður á bas- arnum margt góðra muna, auk úrvals af brauði og kökum. Fjöl- menni er venjulega á basar sem þessum og ætti fólk að mæta timanlega vilji það ná út beztum munum. Basarinn hefst klukkan 2 að Ingólfsstræti 19. —AB SKAGALEIKFLOKKURINN SÝNIR I ÞJÓÐ- LEIKHÚSINU PUNTILA OG MATTA Það er ekki á hverjum degi, sem áhugaleikfélög sýna verk sin á sviði Þjóðleikhússins en á mánudagskvöldið kemur mun Skagaleikflokkurinn á Akranesi sýna þar leikrit Bertolt Brechts Puntila bóndi og Matti vinnu- maður”, sem flokkurinn hefur sýnt á Akranesi og viðar siðustu vikur i leikstjórn Guðmundar Magnússonar leikara. Skömmu eftir frumsýningu leikritsins- hélt Guðmundur utan til Paris- ar, þar sem hann hefur verið við nám. Þar varð hann fyrir þvi slysi að falla niður af 5. hæð i húsi og slasaðist mjög alvar- lega. Það hefur orðið að samráði forráðamanna Þjóöleikhússins og Skagaleikflokksins að hafa eina sýningu á Puntila og Matta á Stóra sviði Þjóðleikhússins og gefa allir aðilar þar vinnu sina petta kvöld bæði starfsfólk og leikarar Skagaleikflokksins og það starfsfólk Þjóðleikhússins, sem kemur við sögu vegna sýn- ingarinnar. Allur ágóði af sýningunni rennur til Guömund- ar Magnússonar til greiðslu á lækniskostnaði vegna slyssins. Sýningin á Puntila og Matta hefst kl. 20 á mánudagskvöldiö og eru aðgöngumiðar seldir I miöasölu Þjóðleikhússins eins og á aðrar sýningar hússins. Leikritið „Puntila og Matti” er meðal vinsælustu leikrita Bertolt Brechts. Það var leikið i Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum viö góðar undirtektir og fóru þá Róbert Arnfinnsson og Erlingur Gislason með aðal- hlutverkin. I sýningu Skagaleik- flokksins lejkur Anton Ottesen Púntila bónaí og Þorvaldur Þorvaldsson Matta vinnumann. Vaka Haraldsdóttir leikur Evu, dóttur Púntila. Sendiráðsfull- trúinn er leikinn af Jóni Þ. Leifssyni, fjórar kærustur Pún- tila leika þær Hrönn Eggerts- dóttir, Kristjana Asgeirsdóttir, Kristrún Valtýsdóttir og Guð- rún Kristjánsdóttir. Gerður Rafnsdóttir leikur Lænu matráöskonu og Kristin Ingólfs- dóttir Finnu, stofustúlku. Alls koma milli 20 og 30 leikarar fram i sýningunni. Tækni/Vísindi Árlegar sveiflur líffræðinnar Þráttfyrir að ikornaungarnir væru hafðir i búri þar sem hitastigi var haldið sem næst eðlilegum likamshita þeirra, sem kom i veg fyrir að þeir gætu lagst I dvala á eðlilegan hátt léttust þeir og átu lítið sem ekkert yfir „veturinn”, Færð voru fleiri og haldbetri rök fyrir „liffræðiklukku” kanadisku ikomanna. Ikorna- ungar fæddust i tilraunaher- berginu... Þetta sannar aö „liffræði- klukkan” er erfðaeiginleiki, en ekki neitt sem innrætt er eftir fæðingu. ....ikornaungar þessir höfðu aldrei á h'fsferli sinum lifað viö eðlilegar náttúrlegar að- stæður. Þrátt fyrir það lögð- ust þeir til dvala á „réttum” tima. r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.