Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 11
sbs* Föstudagur 3. desember 1976 UTLOWP 11 Brezka Ijónið f kröggum: ERLEND LAN MUNU AUKA AHRIF BANDA- RÍKJANNA A EFNAHAGSSTEFNU BRETA Stóra-Bretland var einu sinni eitt af mestu iðnrikjum heims og eitt af sterkustu aðilum á gjaldeyrismarkaði heimsins. Um þessar mundir er staðan önnur i þeim herbúðum, þvi að Bretland er mjög hrjáð af kreppu þeirri sem plagað hefur Vesturlönd að undan- förnu. krata, en stjórnin sú hafði á prjónunum áætlun um ýmsar umbætur i landbúnaðarmálum, meðal annars uppskiptingu landsvæða i eigu stóreigna- manna og fleira i þá áttina. þessar ráðagerðir köfnuðu i fæð ingu og er talið aö það sem aðal- lega hafi orðið til þess hafi verið þrýstingur frá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum vegna umsóknar um lán úr sjóðnum sem Chile-- stjórn lagði þar inn á sama tima. Þegar Allende-stjórnin var viö völd i Chile, var mjög þrengt að fyrirgreiðslum varð- andi lán úr AG og komst þá lánsupphæðin niður i 80 milljón- ir dollara — liklega vegna þess James Callaghan heldur um stjórnvöl bresku þjóöarskútunnar sem stendur. Erfiðleikar I efnahagsmálum landsins gætu þó orðið tii þess aðhann yrði að láta stjórnina í hendur öðrum. Bresk stjórnvöid hafa sóttum lánupp á 14 milljarða dollara til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og einnig til Bandarikjanna. Bret- land verður þvi liklega fyrst i röðinni af vestrænum iðnrikjum til þess að lenda i aðstöðu, sem beinlinis neyðir stjórnvöld að hlýða ábendingum um aðgerðir i gjaldeyrismálum landsins, en fá i staðinn lán til þess að bjarga efnahagnum. Ef fer sem horfir, mun Italia liklega fylgja á eftir mjög fljótlega. Þróunin bendir eindregið til þess að vaxandi ameriskra áhrifa gæti i pólitisku og efna- hagslegu lifi Bretlandi, sérstak- lega þegar þess er gætt að Bandarikin leggja langstærsta skerfinn af öllum löndum til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AG) og hafa neitunarvald i öll- um ákvörðunum sjóðsins. Hingað til hafa aðilar hins al- þjóðlega peningamarkaðar látið nægja að hafa strangt eftirlit með þeim lánþegum sem til- heyra „þróunarlöndunum”. Hins vegar hefur AG hert mjög eftirlitmeð innflutningi og opin- berum gjöldum i löndum eins og Argentinu, Suður-Kóreu og Zaire á siðustu árum. Fyrir ári siðan sameinuðust margir bandariskir bankar i einkaeigu um það að bjóöast til þess að veita stjórn Perú nokkra aðstoð, en þó með þvi skilyrði að hin vinstri sinnaöa stjórn sem þá sat i landinu, breytti um stefnu (gagnvart Bandarikjun- um væntanlega). A siðasta áratug var við völd i Chile stjórn kristilegra demó- að Allende visaði ýmsum kröf- um sjóðsins um eftirlit með innanrikismálum Chile alger- lega á bug. Herforingjastjórnin sem nú situr i Chile er hins veg- ar mun samvinnuþýðari við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og nemur lán sjóðsins til hennar alls um 2.5 milljörðum dala. Nú eru svo Bretland og ttalia komin á vergang, sem liklega hefði þótt heldur ótrúlegt fyrir fáeinum árum. Þar með munu áhrif Bandarikjamanna á innanrikismál nánustu banda- lagsþjóða þeirra i NATO fara vaxandi. Þróun stjórnmála i löndum þessum hefur undanfar- ið valdið talsverðum áhyggjum hjá ráðamönnum vestra, en sér- staklega hafa þeir þó lýst áhyggjum vegna þróunar mála á ttaliu. Það þykir mörgum það frem- ur kaldhæðnislegt, að Bretar skuli nú þurfa að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þar sem að stofnun sjóðsins árið 1944 hafi einmitt orðið upphafið að erfiðleikum Breta á efna- hagssviðinu. Um leið og sjóður- inn varstofnaður, var enda doll- arinn gerður að aðalviðmið- unargjaldmiðli heimsins i stað breska pundsins, og sjóðurinn skyldi sjá um að jafna út allar sveiflur er kynnu að koma i gjaldeyrismálum heimsins. Nú hafa hinar 130 aðildarþjóð- ir sjóðsins lagt i hann samtals um 21.2 milljarða dollara, enúr honum geta þær svo fengið lán sem nemur allt að 145% af framlagi þeirra. Hins vegar hefur stjórn sjóðsins heimild til að setja hverjum umsækjanaa um lán strangar reglur, sér- staklega ef um er að ræða gaml- an skuldunaut sjóðsins. Neitunarvald Banda- rikjanna Til þess að hljóta samþykki, þarf tillaga um lán úr Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að hljóta 85% atkvæða stjórnarfulltrúa, en tala þeirra er svo i réttu hlut- falli við framlag hvers lands til sjóðsins. Bandarikin leggja fram 20% af heildarfjármagni til hans og hafa neitunarvald i öllum ákvörðunum varðandi fjármagnið og áhrifavald á setningu skilyrða og reglna vegna lána úr sjóðnum. Skilyrðum þessum er ætlað að tryggja örugga endurgreiðslu lánanna og einnig það að reyna að sjá til þess að lánin geri það gagn sem þeim er ætlað. BeiðniBreta um 3.9 milljarða dollara lán frá sjóðnum, auk 10 milljarða láns frá Banda- rikjunum, Þýskalandi og öðrum stórum viðskiptaaðilum, mun fylla lánskvóta Breta. En það sem ef til vill er þýðingarmeira að skoða i þessu sambandi, er að Bretar verða liklega til- neyddir að láta Alþjóða gjald- eyrissjóðinn stjórna efnahags- málum sinum óbeint — en sú staða gætisvohaft i för með sér pólitiska kreppu á Bretlands- eyjum, klofning Verkamanna- flokksins, fall rikisstjórnar- innar og fleira. Lánamálin i brennipunkti Umræðan um lánsskilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og viðskipti Breta við hann er þegar orðið höfuðmál stjórn- málabaráttunnar i Bretlandi. Væntanlega munu umræður enn harðna innan skamms tima, þegarfulltrúarsjóðsinskoma til Lundúna til að fjalla um við- skiptin við breska aðila. James Callaghan og fygirrennari hans i embætti, Harold Wilson, hafa báðir hall- ast að þvi að beina efnahags- stefnu' rikisstjórnarinnar inn á svipaðar brautir og ihaldsmenn hafa á sinni stefnuskrá — aö veita fjármagni til stórra og smárra einkafyrirtækja: að reyna að hressa upp á einka- framtakið. Þetta er liklega gert i þeim tilgangi að reyna að friða lánadrottnana i vestri. A siðasta ári stóð Wilson til dæm- isaðþviaðveita dótturfyrirtæki ’bandariska stórfyrirtækisins Chrysler i Bretlandi lán og gjaldfresti á skuldum fyrirtæk- isins. Callaghan hefur varið mikl- um tima til þess að reyna að fá Alþýðusambandið breska til þess að taka upp „ábyrga stefnu” i kjaramálum, að hafa hemil á kauphækkunum (tak- marka þær við 4.5% á ári). n Callaghan hefur sagt að á næstu þremur árum verði út- gjöld á f járlögum rikisins skorin talsvert niður, en félagar i Verkamannaflokknum eru hins vegar alls ekki á eitt sáttir um afstöðu til þeirrar yfirlýsingar. Stjórn Verkamannaflokksins hefur þannig sætt vaxandi gagnrýni vinstri arms flokksins og alþýðusamtakanna, og hefur meðal annars verið bent á að- stoð stjórnarinnar við einka- reksturinn sem einna ámælis- verðustu efnahagsaðgerðina. Þrátt fyrir að forysta alþýðu- samtakanna hafi tekið vel i þau tilmæli stjórnarinnar að halda aftur af kaupkröfum, þá hefur hún lýst áhyggjum sinum varð- andi framtiðarþróun i efna- hagsmálum i Bretlandi. Er einkum nefnt, að rikisstjórnin kunni að gripa á næstunni til niðurskurðar á einhverjum stórum útgjaldaliðum rikisins, svo sem að draga úr framlögum til sjúkratrygginga, Vinstrisveiflan A árlegu þingi Verkamanna- flokksins i október visaði vinstri armurflokksins algerlega á bug hugmyndum Callaghans um niðurskurð opinberra útgjalda. Talsmenn vinstri manna vildu taka öðru visi á vandamálum Breta, til dæmis að auka fram- lög til samfélagslegra verkefna og þjóðnýta bankana. Alan Fisher, leiðtogi samtaka opinberra starfsmanna, sagði: „Ég vil taka upp stefnu í efna- hagsmálum sem stiar okkur frá umheiminum”. Þar átti hann einkum við það, að herða að mun eftirlit með innflutningi og innleiða frjálsari samninga um kaup og kjör en tiðkast hefur til þessa. Járnfrúin Margaret Tatcher, leiðtogi íhaldsflokksins, hefur notfært sér erfiðleika stjórn- valda I Bretlandi til þess að herða enn áróður fyrir nýjum kosningum og íhaldsstjórn. Gjaldkeri Verkamanna- flokksins og einn af leiðtogum vinstri armsins, Norman Atkin- son, sagði við sama tækifæri: „Við munum aldrei geta upp- fyllt allar kröfur þeirra sem sækjast nú eftir að lána okkur peninga”. Vinstri menn segja að hug- mynd þeirra um aukið aðhald i innflutningi myndi leiða til mun hagstæðari jöfnuðs i vöruskipt- um Breta við önnur lönd. Þeir segja lika, að þjóðnýta beri banka og tryggir.gafélög með auknar fjárfestingar i fram- leiðslunni i huga (nýjar verk- smiðjur o.s.frv.) Einnig þurfi hert eftirlit með óarðbærum gróðafyrirtækjum og stöðva eigi þann straum fjármagns sem nú er frá Bretlandi. Margaret Tatcher, leiðtogi Ihaldsflokksins, hefur haldið mjög á lofti stefnu i efnahags- málum, sem stangast algerlega á við hugmyndir vinstri sinna i Verkamannaflokknum. Hún tal- ar mikið um aukinn niðurskurð opinberra útgjalda og skal sá niðurskurður einnig ná til ým- issa útgjalda rikisins vegna samfélagslegra þarfa. Hún hef- ur hamrað mjög á þvi undanfar- ið, að flokkurinn verði að búa sig undir kosningar á næstunni og visar þá gjarnan til þess klofnings sem sjáanlegur er i röðum Verkamannaflokksins. Astandið i Bretlandi varðar hagsmuni Bandarikjanna ekki litið, þar sem þesslensk fyrir- tæki hafa fjárfest á Bretlands- eyjum fyrir 14 milljarða dollara og árlegur útflutningur Banda- rikjamanna til Bretlands nemur 4.5 milljörðum dollara. Þegar ákvörðun verður tekin um það, hvaða skilyrði beri að setja Bretum, vegna lántöku úr Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, þá standa embættis- og stjórn- málamenn sjóðsins og Banda- rikjanna frammi fyrir tveimur möguleikum: annað hvort að ganga hreint til verks og lýsa yfir stuðningi við stefnu ihalds- samari arms Verkamanna- flokksins undir forystu Callag- hans forsætisráðherra, eða að auka enn þrýsting á breytingar á fjárhagsáætlun rikisins, auk- inn niðurskurð opinberra gjalda o.s.frv. Þessi valkostur kynni hins vegar að kljúfa Verka- mannaflokkinn enn meira en orðið er og það gæti svo leitt til þess að thaldsflokkurinn kæm- ist i rfkisstjórn á nýjan leik. Vist er um það að hugsanleg rikisstjórn thaldsflokksins myndi siður en svo vera erfiður ljár i þúfu fyrir Bandarikja- menn. Hins vegar vita þeir það, að slik rikisstjórn myndi auka væringar á vinnumarkaðnum i Bretlandi meira en orðið er og þar myndi fljótlega loga allt i verkföllum og vinnudeilum. Þvi er það, að margir álita að aðeins Verkamannaflokkurinn sé þess megnugur að lappa upp á efna- hag Bretlands á þessari stundu og samtimis halda aftur af kjarakröfum verkalýðshreyf- ingarinnar og vinstri sinna i flokknum. Sumir stjórnmálamenn i Bandarikjunum, þar á meðal Henry Kissinger, vilja lita á lausn efnahagsvanda Breta i ljósi framtiðarþróunar i land- inu. Þeir hafa lýst áhyggjum sinum vegna hugmynda um að rjúfa Bretland að einhverju leyti úr sambandi við alþjóða- verslun og-vöruskipti — eins og vinstri arraur Verkamanna- flokksins hefur sett á oddinn. Þetta segja þeir muni hafa ill á- hrif á eininguna i aiþjóða- versluninni og einnig að það gæti leitt til þess að margar lok- aðar verslunarblokkir myndist i heiminum. Þetta hafi gerst á árunum á milli heimsstyrjald- anna og leitt til siðari heims- styrjaldarinnar. (Byggt á grein eftir banda- riska tjlaðamannainn Peter Wiley, en liann hefur sérhæft sig i vandamáluni í alþjóðasam- skiptnm á efnahagssviðinu og hefur skrifað mikið um þau KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Sim i 7 1200 — 7 4201 %C<' £ ^ "'Q POSTSENDUM TRULOFUNARHRINGA JtotMimcs TLriisson l.uigiiurgi 30 íé'imi 10 200 Dúnn Síðumúla 23 /ími 84100 i Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Oðmstoig Simai 25322 og 10322 Birgir Thorberg malarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — uti og inni — gerum upp gomul husgbgn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.