Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. desember 1976 ; Allende var myrtur. Þá er sterkur krataflokkur í Kanada (The New Democratic Party) sem stjórnar nokkrum vestur- fylkjum, og verður næsta þing alþjóðasambandsins haldið i Vancouver. Siðan þarf að koma viða við. Það er bezt að sleppa viljandi úr þessari upptalningu öllum Norðurlandamönnum, af þvi að þeir eru þekktir á íslandi, en voru þarna vel mættir, allir nema Anker Jörgensen, sem var að bjarga þjóðarskútu sinni úr enn einni verkfallskreppunni. Það er ljóta ástandiði Danmörku,en ætli það verði betra hér á landi fram eftir næsta ári? Hver veit nema Geir ætti að láta sér vaxa skegg eins og Anker? Ég getekkidregið dul á, að hafi einn maður, sem ég ekki áður þekkti, haft meiri og betri áhrif á mig en aðrir á þessu þingi, þá var það Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels. Hógværð og mann- lega velvild hef ég sjaldan fundið svo sterka hjá stjórnmálamanni — en jafnframt skýrleik og dipló- matiska hugsun i ræðu sem af bar. Hann hefur ekki hinn óstöðv- andi lífsþrótt Ben Gurions, né hina ótrúlegu þrautseigju á bak við kvenlegan karakter Goldu Meyer, en mér fannst hann jafn- ingi þeirra beggja. Israelitar eru þjóð i raunum, sem bregzt við raunum sinum, og ættum við Islendingar að taka þá um margt til fyrirmyndar — við sem erum þjóð i raunum, sembregztekkivið raunum slnum og höfum um c by men and peoples by peoples is unknown. for a world in which the development of the individual personality Tákn þingsins árabil haft sviplausa forustu mið- að við Ben Gurion, Goldu Meyer, og Rabin. Þýzkir jafnaðarmenn hafa, siöan þeir samþykktu Bad Godes- berg stefnuskrána og hurfu frá hefðbundnum marxisma, verið einn stærsti og eru nú án efa áhrifamesti jafnaðarmanna- flokkur heims. Willy Brandt er þar enn formaður og hann setti fyrrverandi Bretiands. Harold Wilson, forsætisráöherra Oiof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Sviþjóðar. Bruni Kreisky, kanslari Austur- rikis. lýðræðis og stöðva sókn einræðis- kommúnisma. Ég gæti talið ýmsa fleiri jafn- aðarmenn, sem eru frásagnar- verðir, stóra og smáa, en verð að láta hér við sitja, Þó vil ég geta þess, að kvennasamtök jafnaðar- manna héldu þing á undan þessu, og gerð þar ýmsar samþykktir. Konurnar okkar hér heima eru með dugmestu deildum flokksins, en geta enn ekki sent þátttak- endur á slik mót, þótt það verði vonandi i næstu framtið. Formaður alþjóðasamtaka kvenna (sem nú eftir lagabreyt- ingar fær sæti i stjórn alþjóða- sambandsins) er glæsileg, belgisk kona, sem heitir Iréne Pétry, og hún hopar ekki fyrir neinum karlkurfi i umræðu, ef á reynir. Viljandi hef ég rætt um persón- ur frekar en málefni i þessari grein, af þvi að það er forvitni- legra, og málefnin skila sér smám saman á einn eða annan hátt. Samþykktirnar hafa sin áhrif um allan heim eins og þeim er ætlað að gera. Ég ræddi fyrr um áform Norðurlandanna og Þýzkalands um að endurvekja alþjóðasam- bandið. Það fór allt eftir áætlun á fundum þingsins, þrátt fyrir nokkra sviptivindi á lokuðum fundum á undan. Willy Brandt varkosinn forseti án andstöðu, og varaforsetar voru kjörnir marg- ir, auk þess heil hjörð af heiðurs- forsetum af leiðtogum fyrri kynslóða. Svo var kosinn aöalrit- ari Sviinn Bengt Carlsson, sem □GONGRESS svip á allt þetta þing. Hann stendur undir þvi, og þvi meir sem maður sér til hans, þvi meiri virðingu fær maður fyrir honum. A löngum kvöldfundi, þegar klukkan var yfir niu og fundir höfðu staðið frá þrjú, hlustaði hann af einlægni og þolinmæði á raunir undirokaðra jafnaöar- manna i Paraguy, Dominikanska lýðveldinu, Argentinu og fleiri fjarlægum stöðum. Þegar óþolin- móðir fulltrúar, sem þurftu að komast i kvöldverðarboð, töldu þetta „óþinglegt”, sagði Willy, að stjórnarmenn væru ekki of góðir til að lofa þeim að tala, sem komnir væru um langan veg til að leita aðstoðar hjá félögum sinum, jafnaðarmönnum, gegn einveldi, ofriki og kúgun i heimalöndum sinum. Það er þetta mannúðlega viðhorf, sem framar öllu öðru gerir Willy Brandt svo dáðan sem raun ber vitni. Ekki get ég sagt, að ég hafi haft tækifæri til að kynnast Mario Soares, forsætisráðherra Portúgals, þótt um stutt samtöl væri að ræða. Hins vegar ber hann með sér svip foringja, að visu dálitið i átt við erkiengla gamallar listar, en það hlýtur að búa i honum harka, eins og hann barði portúgölsku kommúnistana niður og hefur leikið valdataflið siðan. Annars er Portúgal glöggt dæmi um nýja samstöðu jafn- aðarmanna á alþjóðlegum vett- vangi, þvi Soares hlaut geysi- mikla aðstoð frá flokksbræðrum I álfunni. Það felst ekki I þessari stefnu að nein þjóð sé að seilast til áhrifa hjá annarri. Fjármunir koma yfirleitt frá verkalýðs- hreyfingunni (nema á Islandi). Þeim fylgir engin skuldbinding, aðeins von um að auka svið Leopold Senghor, forseti Senegal, tók sæti á þinginu sem fulltrúi Jafnaðarmanna i Senegai. Jafnaðarmenn i Senegal eru fyrstir Afrikubúa til að ganga i Alþjóöasamband jafnaðarmanna. hefur verið utnarikisfulltrúi sænska flokksins. Hann sagði i ræðu sinni, að hann mundi stefna að fjórum markmiðumj 1) Að gera alþjóðasambandiö virkara i samböndum milli jafn- aðarmannaflokka. Marfo Soares, forsætisráðherra Portúgals. 2) Að koma á fót miðstöð fyrir rannsóknir, upplýsingar og skráningu. 3) Að auka verulega samstarf við flokka þriðja heimsins, og 4) Að auka stuðning við jafn- aðarmenn, sem ofsóttir eru i heimalöndum sinum, t.d. Chile. Ekki verður dregið i efa, að þetta alþjóöaþing jafnaðarmanna i Genf markar timamót. Undir stjórn Willy Brandts mun hefjast nýtt timabil, og Bengt Carlsson mun stýra þróttmikilli skrifstofu til að styðja við bak forsetans til stórræða. Vera má, að skrifstofan verði flutt frá London til að gefa henni nýtt lif, þótt það sé engan veginn vist. Meginverkefnið framundan er að ná sambandi við þriðja heiminn og auka áhrif lýðræðis- legrar jafnaðarstefnu þar. Flest- ar hinna nýfrjálsu þjóða hafa trú á sósialisma langt umfram kapitalisma sem stjórrikerfi, en margar þeirra skilja ekkl til hlit- ar muninn á lýðræðislegum sósialisma eða einræðiskerfi kommúnismans. Takist þessi sókn hins nýskapaða alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, getur það styrkt lýðræði til mikilla muna og hindrað einræði og ofbeldi i aö ná yfirtökum yfir öllu mannkyni á næstu áratugum. Benedikt Griindal. og Francois Mitterand, leiðtogi franskra sósialista.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.