Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER
260. tbl. — 1976 — 57. árg.
Áskriftar-
síminn er
14-900
Bílaflutningaskipið:
Verður ekkert
af kaupum?
Svo sem komið hefur fram i
fréttum undanfarið, hafa
islenzkir bifreiðainnflytjendur
verið að þreifa fyrir sér um kaup
á bilaflutningaskipi frá Frakk-
landi.
Astæða innflytjenda fyrir þess-
um kaupum mun meðal annars
vera sú, að þeir eru óánægðir með
þá fyrirgreiðslu sem Eimskipa-
félagið hefur veitt i þessum efn-
um. Telja þeir að Eimskip hafi
ekkert gert til að auðvelda bila-
flutninga og benda á að félagið á
ekkert skip þar sem hægt er að
aka bifreiðum beint um borð.
Ef af þessum kaupum verður,
getur það haft hinar alvarlegustu
afleiðingar i för með sér fyrir
rekstur Eimskipafélagsins. Sér-
staklega ef haft er i huga að
Eimskip er nú að reisa stórt hús
þar sem áætlað er að bilar þeir
sem félagið flytur til landsins
verði ryðvarðir.
Væntanlegir kaupendur skips-
ins hafa boðið Eimskipafélaginu
að eiga hlut i hinu nýja skipi, með
vissum skilyrðum, en Eimskip
mun hafa hafnað þvi boöi.
Alþýðublaðið innti Þóri Jóns-
son, framkvæmdastjóra Sveins
Egilssonar h.f. eftir hvað liði
væntanlegum skipakaupum, og
sagði Þórir málið enn óljóst, en
það myndi væntanlega skýrast i
næstu viku.
—GEK
Samtökin á Vestfjörðum-
vilja hefja viðræður
Karvel Pálmason, alþingis-
maður, hefur ritað Benedikt
Gröndal, formanni Alþýðu-
flokksins, bréf, þar sem hann á
formlegan hátt gerir grein fyrir
ályktun, sem samþykkt var á
fundi Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna að Núpi 19. sept-
ember s.l.
Fyrrnefnd ályktun felur með-
al annars i sér, að Samtökin á
Vestfjörðum vilja fá úr þvi
skorið hvort Alþýðuflokkurinn
sem heild eða i einstökum kjör-
dæmum sé reiðubúinn til sam-
starfs við Samtökin i næstu
kosningum. Fjórir menn voru
skipaðir i nefnd af hálfu Sam-
takanna til að kanna þetta mál.
í áðurnefndu bréfi Karvels
Pálmasonar er látin i ljós sú
ósk, ,,að viðræður geti átt sér
stað.” —AG
Bólusetning gegn heilahimnubólgu:
Ekkert bóluefni
fyrir áramót
„Það má heita öruggt, að við
fáum ekki bóluefni gegn heila-
himnubólgu fyrr en eftir áramót,
sagði Skiíli Johnsen borgarlæknir,
þegar Alþýðublaðið hafði sam-
band við hann i gær.
Bóluefnið kemur hingað frá
Sviþjóð, sagði borgarlæknir enn-
fremur, en þangað kemur það frá
Frakklandi, svo það eru nokkrir
snúningar við þetta. En sem
stendur verður ekkert bóluefni
afgreitt úr verksmiðjunum fyrr
en eftir áramót.
Ekki kvaðst borgarlæknir vita
ástæðuna fyrir þvi að svo illa
gengi að fá bóluefnið hingað. Að
visu væri eitthvað litilsháttar um
heilahimnubólgu bæði í Sviþjóð
og Noregi, og væri bólusetning
hafin i báðum löndunum i ein-
hverjum mæli. Þó gæti allt eins
verið að framleiðsla efnisins
gengi svo hægt fyrir sig, að ekki
væri unnt að anna eftirspurn.
Aðspurður um hugsanleg eftir-
köst bólusetningar, sagði borgar-
laeknir að þau væru engin. Bólu-
setningin væri talin algerlega
hættulaus og án allra fylgikvilla
og þvi hefði verið ákveðið að nota
efnið hér, þó það gagnaði ekki
gegn B-stofni heilahimnubólgu.
Um endingartima bóluefnisins
er ekkert hægt að fullyrða, þar
sem það er svo nýtt af nálinni. En
rannsóknir sem hafa verið gerðar
i þessu sambandi hafa sýnt að
eftirtvö árfrá bólusetningu hefur
ekki orðið mótefnafall i blóði,
sagði borgarlæknir að lokum.
—JSS
Rökþrot og þögn-
in tekur við
t hugum flestra tslendinga
er Kröfluvirkjun einhver
undarlegasta framkvæmd,
sem ráðizt hefur verið í. Eng-
inn hefur dregið i efa nauðsyn
þess að bæta ástand raforku-
mála á Norðurlandi, en þeir
eru færri sem skilja hvers
vegna virkjun Kröflu var
ákveðin.
Allt Kröflumálið hefur verið
með eindæmum, eða frá því að
byrjað var að kaupa vélar og
tæki, gera teikningar, rann-
sóknir og undirbúa virkjunina.
Sá þáttur hefur fengið að
liggja á milli hluta að undan-
förnu.enda erfitt að henda
reiður á staðreyndum. Það er
hins vegar full ástæða til að
rifja upp og rekja undirbúning
verksins.
Visindamenn og
stjórnmálamenn.
Það er löngu vitað að flestir
af færustu visindamönnum
þessarar þjóðar hafa verið
óánægðir með allar rann-
sóknir og visindalegan undir-
búning verksins. Margir
þeirra hafa látið álit sitt i ljós
opinberlega og talið ástæðu til
að endurskoða allar forsendur
verksins.A þessa menn hefur
ekki verið hlustað. Að visu
hefur þjóðin heyrt orð þeirra
og tekið mark á þeim, en það
hafa stjórnmálamennirnir
ekki gert.
Embættismenn, sem hafa
fengið það verkefni að vera
ráðgjafar stjórnmálamann-
anna, hafa vafalaust unnið sitt
verk eftir beztu samvizku.
Þeir hafa kannski átt erfitt um
vik að gagnrýna hvernig að
hefur verið staðið, en einn
þeirra hefur þó kveðið upp úr
um það, að breyta þurfi verk-
áætlun.
Hvað hefur gerzt?
Það fer ekki á milli mála, að
framkvæmdir við Kröflu-
virkjun verða knúðar áfram af
stjórnmálalegu aflisem enginn
virðistráða við.Lýsterfratiá
visindalegar niðurstöður og
skoðanir mætustu manna.
Verkið skal vinna hvað sem
tautar og raular.
Forsenda virkjunarinnar er
nægt gufuafl. Þvi fer viðs
fjarri að nokkur vissa hafi
verið fyrir hendi um áð þetta
gufuafl fengist, þegar menn
flengdust af stað til að fjár-
festa milljarða króna. Rann-
sóknir voru alls ófullnægjandi,
eins og nú hefur komið i ljós.
Ofan á þetta bætist hætta á
gosi, stöðugir jarðskjálftar,
tæring i borholum, hreyfing á
móbergshellu, sem enginn
veit hvaða áhrif hefur, og
skemmdir á borholum af þess-
um sökum. Eiginleikar guf-
Krafla
og
Alþingi
unnar hafa ekki verið rann-
sakaðir, og engin vissa er
fengin fyrir þvi, að hún nýtist
sem skyldi i þeim i verflum,
sem keyptir hafa verið.
Gufuaflið, sem fyrir
hendi er!
Það hefur verið viðurkennt,
að enn hefur ekki fengizt nema
brot af þvi gufuafli, sem
nauðsynlegt er til að knýja
hverflana. Þó er nú unnið af
fullum krafti við að koma
hverfli tvö fyrir, eimsvala,
'spennum og nauðsynlegum
fylgihlutum.
Ekkert tillit hefur verið tek-
iðtilbreytinga,sem orðið hafa
á virkjunarsvæðinu og valdið
geta verulegum töfum og
mjög auknum kostnaði við
gerð virkjunarinnar. Ekkert
tillit hefur verið tekið til
þeirra óvissuþátta sem hverj-
um manni er ljósir. Alþýðu-
blaðið hefur margoft hvatt til
þess, að nú yrði staðnæmzt og
allar forsendur virkjunarinn-
ar endurmetnar. 1 þessu felast
ekki árásir á einstaklinga,
sem að verkinu hafa unnið,
heldur sjálfsögð kráfa um
heilbrigð og eðlileg vinnu-
brögð.
Krafla á Alþingi
Einn af þingmönnum Al-
þýðuflokksins ræddi Kröflu-
málið utan dagskrár fyrir
skömmu. Þingforseti lét hon-
um i té 5 minútur til að gera
grein fyrir máli sinu, en þing-
maður Alþýðubandalagsins
fékk 45 minútur til að ræða
landhelgismálið utan dag-
skrár á sama degi.
Enginn þingmaður, utan
iðnaðarráðherra, sá ástæðu til
að segja skoðun sina á málinu.
Þó er vitað, að nokkrir þing-
menn i öllum flokkum hafa
hina mestu skömm á þvi
hvernig þjösnazt hefur verið
áfram i þessu máli. En flokks-
bræður þeirrp eiga sæti i
Kröflunefnd, og þess vegna er
þagað þunnu hljóði. — Við
Kröflu er verið að ráðskazt
með milljarða af þjóðarfé, en
samsæri þagnarinnar blivur.
Samtryggingin er i góðu lagi.
— En hver verður „söku-
dólgurinn” ef illa fer. A þvi er
enginn vafi: „Það hefur verið
farið að ráðum visindamanna
i þessu máli,” segja stjórn-
málamennirnnir. Þar með
hafa „sökudólgarni^” verið
leiddir fram.
Alþingi tslendinga sér ekki
ástæðu til að fjalla um þetta
mál. Það er skammarlegt og
auðvitað óskynsamlegt! Getur
verið að menn séu svo ræki-
lega bundnir á flokksklafann.
að þeir bara stingi samvizku
sinni ofan i poka og hnýti fyrir,
sjái ekki og heyri ekki þegar
öll rök leiða að þvi að hrapaleg
mistök hafi orðið og af-
leiðingar þeirra geti orðið
geigvænlegar, ef ekki verði
gripið i taumana áður en
lengra verður haldið.
—AG
Rðtstjórn Sföumúla II
Sfmi