Alþýðublaðið - 07.12.1976, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Síða 5
VETTVANGUR 5 5S^JTjÞriðjudagur 7. desember 1976 Listdanssýning í Þjóðleikhúsinu: 1 ólalj 6s í dimmnm desembermániiði Ég setti eitt sinn i bland með öðrum orð- um, linur um islenzka dansflokkinn og nem- endur Listdansskóla Þjóðleikhússins og virðist hafa verið ákaf- lega glaður. Ég er enn glaðari i dag, þegar ég hripa þakklætisorð til allra þeirra sem tóku þátt i listdanssýning- unni sl. fimmtudag, og átti að sýna aftur á föstudag og siðan slútt. Auðvitað kann ég engin skil á göldrum þeim notuðum við rekstur eins þjóðleikhúss en hefði gaman að vita af hverju flokkurinn fær ekki að draga til sin á- horfendur eins og þeir endast að koma. Eins og móttökur voru á fimmtudagskvöld, svo og öll „stemning” eins og það heitir á leikhús- máli eða hugblær eða hvað viljum við kalla það, yrðu sýningar mun fleiri en tvær. Islenzki dansflokkurinn hefur starfað i hálft fjórða ár og nýtur nú styrks frá þingi og stjórn til að létta starfið og þar með viðurkenningarogi dilk dreginn með öðrum þeim sem fremja list á Islandi. Það eina sem á skorti var reynslan, að dansa fyrir áhorf- endur. Sú reynsla fæst ekki með þvi að hlaupa á svið svona sturidum af þvi þaö vantar spor i myndina. Reynsla fæst ekki heldur með nemendasýningu tvisvar á ári eða varla það. Nú þarf að hamra járnið meðan heitt er, skapa dönsurunum að- stöðu, styðja þá til dáða, ljá þeim skjól til náms og þak yfir svið, en æ, hvað þarf ekki að gera á þessu landi bak við tungl ogstjörnur? Hérbiða söngvarar i löngum röðum og óperuhús er svo gamall draumur, að menn eru að gleyma honum. Vont er að nefna til heiðurs dansara, en ekki verður gerð nein tilraun til að dæma, heldur bara fullyrða að ég naut hverrar minútu, stúlkurnar allar hver annarri betri, og karldansarar athygli verðir. I fyrsta verkefninu, svitu Ur Svanavatninu, 2. þætti, komufram Auður Bjarnadóttir og gestur kvöldsins, Per Arthur Segerström og var mikiö yndi að sjá þau tvö. Það var eins og þau bæru mikið traust hvort til annars, virtust þekkja leikni hvors annars og kannski tak- mörk. Gott samspil. Þá langar mig að nefna ólöfu Bjarnleifsdótturog ungan dans- ara Einar Svein Þórðarson og ákaflega varð ég hrifinn af rússneskum dans sem þær dönsuðu Helga Bernard, Kristin Björnsdóttir, Birgitta Heide, Nanna ólafsdóttir og Ingibjörg- Björnsdóttir. Helga er glæsileg- urdansari. Ásdis Magnúsdóttir og örn Guðmundsson dönsuðu vel dans eftir Natalie UR LEIKHUSINU Konjus, Styttur bæjarins við tónlist Spilverks þjóðanna. Þá var atriði úr Gosbrunninum i Bakchisarai, svita og þriðja þætti Svanavatnsins og sýning- unni lauk með Les Sylphides. Auk nemenda Listdansskóla Þjóðleikhússins, voru virkjaðir til spora, leikararnir Harald G. Haralds og Sigmundur örn Arngrimssonog tek ég ofan hatt minn fyrir þeim. Nýr ballettmeistari er nú starfandi hjá Þjóðleikhúsinu, Natalie Konjus og á hún að baki langan feril og litrikan. Þegar linnulaust lófatak, þakklátra og glaðra áhorfenda, fyllti salinn, og aðstandendur tóku við, saknaði ég þess, að ekki skyldi vera „lifandi” mús- ikúr gryfjúnni.Það var „triste” aðheyra músikina alla af glym- skratta. Leikmynd var eftir Sigurjón Jóhannsson, litil en smekkleg, og ákaflega voru búningarnir hans fallegir, svo skrautlegir og honum mjög til sóma. í dimmum mánuði, var þessi sýning eins og jólaljós. 6. des 1976 Jónas Jónasson Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á 15 ára afmæli Auglýsingastofunnar h.f.: Leiðarvísir að þj óðf élagi Ein af áhrifameiri auglýsing- Alþjóðlegt samstarf um i Reykjavikurborg kann að vera á hliðum strætisvagnanna. En hvað ætli slik auglýsing kosti. Samkvæmt heimildum i kynningarbæklingi Auglýsinga- stofunnar hf. (Gisli B. Björnsson) kostarþað 353.625 krónur að hafa auglýsingu, 50 sm á hæð og 250 sm á lengd á 75 vögnum i heilan mánuð. Þessu til viðbótar kemur svo kostnaður af gerð auglýsing- arinnar og silkiprentun hennar á plastfilmur, sem limdar eru á vagnana. 1 bæklingnum Advertising in Iceiandsem gefinn er út á ensku má finna margvislegar upp- lýsingar um islenzkt þjóðfélag (neyzluþjóðfélag) og leiðir til að koma vöru og þjónustu á fram- færi við islenzka kaupendur. Birtar eru upplagstölur dag- blaðanna, nokkurra timarita og skýrt frá auglýsingaverði, getið möguleika og verðs i útvarpi og sjónvarpi og stiklað á helztu öðrum leiðum, svo sem útiaug- lýsinga, eins og greint hefur verið frá. Þó eru ekki nefndar aug- lýsingar i tengslum við iþrótta- leiki, hvorki á búningum leik- manna né auglýsingaspjöldum við leikvelli. Þá er i sérstökum kafla fjallað um sérkenni islenzks markaðar og nefnd 11 sérstök atriði, sem vert er fyrir erlenda framleið- endureða auglýsendur að átta sig á. Svo sem eins og kaupgetu námsfólks og þess kaupæðis sem stundum gripur um sig i fylgd verðbólguóttans. Auk fyrrgreinds bæklings hefur Auglýsingastofan gefið út vandaðan kynningarbækling um starfsemi stofunnar, en um þess- ar mundir eru 15 ár liöin frá stofnun hennar. Sá bæklingur er prentaður á ensku og islenzku og sýnir margvisleg verkefni stofunnar, þar sem greint er nafn auglýsanda, hvað auglýst var, birtingarstað og stund. 1 ritinu, sem nefnist Augiýsing- ar i 15 árer gerð grein fyrir þvi i hver ju starfsemi auglýsingastofu er fólgin og hvað vinnst með þvi að skipta við slik fyrirtæki. Útgáfa þessara bæklinga tveggja stendur einnig i sam- bandi við „skref sem Auglýsinga- stofan hf. hefur stigið”, en á þessu ári var stofnað hliðarfyrir- tæki til að annast gerð sjónvarps- auglýsinga, SÝN hf„ — og Aug- lýsingastofan hf. hefur gerzt aðili að norrænu sambandi aug- lýsingastofa,Scan Viking, og einnig alþjóðlegu sambandi aug- lýsingastofa, AAAI (Affiliated Advertising Agencies Inter- national). Aðild að þessum samtökum gerir stofunni kleift að njóta sam- starfs, fyrirgreiðslu og upp- lýsinga um auglýsingastarfsemi og markaðsmál i helztu viðskiptalöndum okkar. Núverandi stjórn Auglýsinga- stofunnar skipa: Gisli B. Björns- son, Halldór Guðmundsson og Guðjón Eggertsson. Hjá stofunni starfa nú 14 manns og fjöldi þeirra hefur starfað þar i mörg ár. —BS r V. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 íslenzku neyzlu- Auglýsingastofan hf. gerftist aftili aft Scan Viking, sem er keftja aug- lýsingastofa á Noröuriöndunum. Myndin sýnir undirritun samningsins. Á myndinni eru tal- ift frá vinstri: Carl Gunnar Thor, Sviþjóö, Halidór Guftmundsson, lslandi, Gisli B. Björnsson, ís- landi, Knud Kanstrup, Dan- mörku, Matti Viherjuuri, Finn- landi, Arto Liinaa, Finnlandi, Matti Larres, Finniandi, og Sverre Sunde Noregi. Starfsfólk Auglýsingastofunnar hf. í nóv. 1976: Talið frá vinstri: Guðjón Eggerts- son, Gerður Ragnarsdóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Hildur Steinþórsdóttir, Ásta H. Lúðviksdóttir, Halldór Guðmundsson, Gunnar Snæland, Hjálmtýr Heiðdal, Fanney Valgarðsdóttir, Þóra Baldu sdóttir, óli örn Andreassen, Gisli B. Björnsson, Anna Margrét Björnsdóttir, Jón Baldvinsson, Pétur Behrens.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.