Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 6
6 FBÉTTIB Þriðjudagur 7. desember 1976 bla^fð' Raftækjaverzlun bætist í verzlanahóp Glæsibæjar Raftækjaverzlunin Ljós og raf- tæki er nýstofnuö verzlun, sem bæzt hefur i hóp þeirra verzlana, sem eru undir einu þaki i verzl- anamiöstöðinni Glæsibæ við Suð- urlandsbraut. Eigandi verzlunarinnar er Jón Bjarnason, en hann hefur rekið rafverkstæði i Hafnarfirði ásamt raftækjaverzlun við Strandgötu frá árinu 1962. Jón kveðst munu bjóða við- Athugasemd Framkvæmdastofnunar ríkisins vegna skrifa um atvinnuástandið á Bíldudal skiptavinum sinum allar upplýs- ingar og leiðbeiningar um með- ferð rafmagnsáhalda, sem menn óska. 1 verzluninni Ljós og raftæki verður hægt að fá flestallar raf- magnsvörur og það sem viðkem- ur heimilistækjum, en samt verð- ur i verzluninni fyrst og fremst að finna úrval ljósabúnaðar, lampa og ljósakróna. Eigendaskipti hjá Gardínubrautum hf. brauta og stanga fyrir glugga- tjöld. Hjá Gardinubrautum h.f. er nú boðið upp á einnar, tveggja, þriggja og fjögurra rása brautir i öllum hugsanlegum lengdum og tvenns konar kappa, annars vegar sþónlagða viðarkappa og hins vegar kappa, sem gerðir eru úr krossviði með álimdri plastþynnu með margs konar viðarliki. Yfirleitt hafa ekki fengist hér- lendis eins fjölbreytilegar brautir og boðið er upp á hjá þessu fyrirtæki og ýmsir þvi orðið að kaupa gardinubrautir með fleiri rásum, en þeir hafa þurft á að halda og þvi fjárfest óþarflega mikið i brautunum. Það má einnig benda á, að lít- ið sem ekkert hefur verið á markaðinum af viðarköppum á gardlnubrautir og fólk þvi yfir- leitt þurft að láta sérsmiða þá, ef það hefur haft áhuga á að fá sér slika kappa. Þess má einnig geta, að hjá gardinubrautum h.f. eru á boð- stólum margs konar gardinu- stengur úr tré, plasti og málm- um, þar á meöal sérstæðar stengur úr smiðajárni, sem eru nú mjög i tisku viða á megin- landi Evrópu. Þessar siðast- nefndu stengur og margar hinna tegundanna fást einungis hjá Gardinubrautum. Verslunin er að Langholtsvegi 128 og er sim- inn þar 85605. Nýir eigendur hafa nú tekið við fyrirtækinu Gardinubrautir h.f. að Langholtsvegi 128 og aukið mjög fjölbreytni þess varnings, sem þar er á boðstól- um. Það eru hjónin Jóhannes Jó- hannesson og Auður Guðmunds- dóttir, sem nú eiga og reka Gardinubrautir og hafa um leið tekið við einkaumboði hér á landi fyrir hið heimskunna þýska fyrirtæki Gardinia, sem framleiðir fjölbreytt úrval Jóhannes Jóhannesson setur saman gardínustöng ilr tré, en stengur af þessari gerö hafa gengið undir nafninu ömmu- stengur. Mjög fjölbreytt úrval er af margs konar stöngum, brautum og köppum hjá Gardinubrautum h.f. Að undanförnu hafa málefni Bildudals verið allmikið til um- ræðu i fjölmiðlum. Það er ekki ætlun Framkvæmdastofnunar rikisins að blanda sér i þær um- ræður. Hins vegar eru gefin til- efni til, að stofnunin taki fram, að hún hefir lagt sig i framkróka um að reisa við atvinnulíf byggðar- lagsins. Vonir standa til, að nú verði breyting á til batnaöar, en til þess að svo mætti verða hefir Byggðasjóður þurft að veita að- stoð umfram það, sem venjulegt getur talizt. Framkvæmdastofnunin leitast við að veita aðstoð bæði beint og i samvinnu við aðra opinbera aðila þegar erfiöleikar steðja að i atvinnumálum byggðarlega eftir þvi sem tök eru á, en til of mikils væri ætlazt, að vænta þess, að lausnar hvers byggðavanda sé að leita hjá Framkvæmdastofnun- inni. Við það er að sjálfsögðu ekkert að athuga, að verk Fram- kvæmdastofnunarinnar séu rædd á opinberum vettvangi. Fram- kvæmdastofnunin kostar kapps um að skýra sem skilmerkilegast frá starfsemfsinni i ársskýrslum stofnunarinnar, og á ári hverju er flutt á Alþingi skýrsla um starf- semi hennar. Málefnalegar um- ræður eru vissuiega góðra gjalda verðar. öðru máli gegnir þegar verk stofnunarinnar og starfsmanna hennar eru stórlega afflutt eins og gerzt hefir i málefnum Bildudals. Á þetta alveg sérstaklega við um þann starfsmann Framkvæmda- stofnunarinnar, Karl Bjarnason, sem mest og bezt hefir unnið að uppbyggingarmálum Bildudals að undanförnu. Hans verk og hag- sýni eiga veigamikinn þátt i að ný ogfullkomin fiskvinnslustöð hefir verið byggð á Bildudal. Fram- kvæmdastofnunin telur mikils virði að hafa i störfum mann með þá hæfni og reynslu, sem Karl Bjarnason hefir, enda nýtur hann fyllsta trausts stofnunarinnar. Von manna er, að nú megi Bild- dælingar horfa fram til bjartari tima i atvinnumálum og upp- byggingu allri. Og um leið og þeir fá nú i hendur ný tæki að starfa með, og skip að sækja sjó, þá ættu þeir að senda út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann. Breytingar í Glæsibæ Miklar breytingar hafa átt sér stað eftir að húsgagnaverzlunin Dúna flutti úr Glæsibæ, þvi flest- ar þær verzlanir sem voru þá I kjallara hússins hafa siðan fært sig um set og eru komnar þar sem Dúna var áður. Þessar verzlanir eru Vogue, Hannyrðabúðin Lilja, Barnafataverzlunin Rut, Undra- land, og svo nýjasta verzlunin: Ljós og raftæki. í Glæsibæ er opið til klukkan 22 á föstudagskvöld- um. —BS. Sunnlenzkir bændur bjóða gagnrýni velkomna en fordæma sleggjudóma BÆNDA ÞRENGJAST • • Fyrir skemmstu (þriðjudag 30. nóv.) var haldinn almennur bændafundur að Hvoli á Hvols- velli að frumkvæði nokkurra bænda i Rangárþingi. 1 forystu fyrir þeim hópi var Magnús Finnbogason, bóndi á Lágafelli. A fundinn mættu töluvert á þriðja hundrað manns, aðallega bændur úr Rangárþingi. Fund- arstjöri var skipaður Jón Egils- son á Selalæk, en fundarritari Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ. Gestir fundarins voru þeir Arni Jónasson, erindreki Stétt- arsambands bænda, Gisli Andrésson, formaður stjórnar Sláturfélags Suðurlands, Egg- ert Ólafsson, formaður stjórnar mjólkurbús Flóamanna og Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna. Magnús Finnbogason bauð fundarmenn velkomna og lýsti tilgangi fundarins, en það væri að treysta samstöðu bænda i kjaramálum, en á stéttina hefði verið hallað með sifellt þrengri kjörum varðandi greiðslur fyrir i. afurðir þeirra. Þegar svo væri komið, að bændur þyrftu að biða töluvert á annað ár eftir fullnað- aruppgjöri fyrir sláturafurðir, þá væri ekki lengur hægt að sitja hjá. Bændur fá ekki um- samið verð fyrir afurðir sinar, og það þýðir tugþúsunda kjara- skerðingu á hvern bónda. Magnús lagði áherzluá,að þessi fundur væri aðeins upphaf að öflugri mótmælaöldu um allt land gegn kjaraskerðingar- stefnu rikisstjórnarinnar. Árni Jónasson skýrði frá greiðslu afurðalána og ræddi al- mennt um verðlagsmálin. Þeir Gisli Andrésson og Eggert Ólafsson ræddu um stöðu sölu- samtakanna á Suðurlandi og þá greiðsluerfiðleika, sem þau ættu við að striða i dag. Fundurinn stóð yfir i 7 klst. og haldnar voru um 30 ræður. Eftirtaldar ályktanir voru samþykktar á fundinum: „Fundur sunnlenzkra bænda, haldinn að Hvoli 30. nóv. 1976, átelur mjög þær árásir á stefnu og starfshætti landbún- aðarins, sem birzt hafa i fjöl- miðlum. Atelur og mjög þá mistúlkun og rangfærslur, sem virðast settar fram i þeim tilgangi einuni að sanna neytendum, að landbúnaðar- framleiðslan sé baggi á þjóðarbúinu. Jafnframt lýsir fundurinn þvi yfir, að heilbrigö gagnrýni, byggð á þekkingu en án for- dóma, getur aldrei skaðað neinn atvinnuveg og fagnar hverjum þeim, sem bent get- ur á leiðir til farsællar lausn- ar á þeim vanda, sem við er að glima hverju sinni. Hún verður ætið til framdráttar þjóðinni i heild.” 2. „Almennur fundur bænda, haldinn i Hvoli 30/11 1976 skorar á fulltrúa sina i Fram- leiðsluráði að vinna að þvi, að afurðalán til bænda verði hækkuð þannig, að sláturleyf- ishöfum verði gert kleift að greiða minnst 80% af skila- verði á haustnóttum og mjólkurbúum á neyzlumjólk- ursvæðum að greiða 90% á framleiðsluárinu.” 3. „Almennur fundur bænda, haldinn i Hvoli 30/11 1976 telur óviðunandi ástand að ekki skuli nú þegar lokiö uppgjöri liðins árs á sauðfjárafurðir. Fundurinn krefst þess að úr þessu verði bætt fyrir 20. des. n.k.” 4. „Almennur fundur bænda, haldinn i Hvoli 30/11 1976 beinir þvi til fulltrúa sinna hjá Sexmannanefnd, að þeir vinni að þvi, að fjármagnsliður visitölubúsins verði réttilegar metinn en nú er og vaxtapró- senta færð i eðlilegt horf.” 5. „Almennur fundur bænda, haldinn á Hvoli 30.11 1976 tel- ur, að i ljós sé leitt, að verð- lagskerfi það, sem bændur búa við, tryggi þeim ekki þá afkomu, að við verði unað og hætta sé á, að landbúnaðar- framleiðslan dragist saman að óbreyttu skipulagi. Fund- urinn telur þvi koma til álita, að Stéttarsambandið taki upp beina samninga við rikis- stjómina um verðlagsmálin.” 6. „Almennur bændafundur i Rangárvallasýslu, haldinn að Hvolsvelli 30/11 1976, sam- þykkir að beina þeirri áskor- un til stjórnar Mjólkurbús Flóamanna og Sláturfélags Suðurlands að myndaðar verði 20 bænda trúnaðar- nefndir, sem starfi stjórnun- um til halds og trausts og séu boðnar til funda, þegar á- stæða þykir til og ekki sjaldn- ar en 2svar á ári.” 7. „Almennur fundur sunn- lenzkra bænda, haldinn af Hvoli 30. nóv. 1976, skorar eindregið á rikisstjórnina aö semja ekki við neina þjóð um heimild til fiskveiða innan 200 milna efnahagslögsögu.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.