Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 7. desember 1976 ;{}}£!(?* Bjartir dagar - ný barnabók eftir Þorvald Sæmundsson Bjartir dagar heitir ný barnabók eftir Þor- vald Sæmundsson. Bók þessi er að nokkru leyti framhald bókarinnar Bernskunnar strönd, sem rikisútgáfa náms- bóka gaf út árið 1973. Persónur eru hinar sömu og sögusviðið sjávarþorpið við regin- hafið breiða, eins og það var á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. A bókarkápu segir aö frásögn þessi sé alls ekki sjálfsævisaga höfundar, og persónur bókar- innar eiga sér ekki beinar fyrir- myndir i raunveruleikanum, en llta megi á svipmyndir þessar sem tilraun höfundarins til leit- ar aö liðinni æsku. Þá segir að þó bók þessi teljist til svonefndra barna og ung- lingabóka megi ætla að fólk á öllum aldri hafi ánægju af að lesa hana. Bókin er gefin út á kostnað höfundar og prentuð i prent- smiðjunni Eddu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins: Andvari - Almanak Aðalgrein Andvara að þessu sinni er ævisöguþáttur Sigurðar Nordals prófessors eftir dr. Finnboga Guðmundsson lands- bókavörð, en annað efni ritsins eftirfarandi: Páll Þorsteinsson: Bústaður Kára Sölmundarsonar; Arnór Sigurjónsson: Um uppruna íslendingasagna og islendinga- þátta; Eirikur Björnsson: Enn um vígið Vésteins; Sigurður Þórarinsson: Island! ja þvi ekki það?; Andrés Björnsson: Frá Sölva Helgasyni. Ennfremur: Or bréfum Rasmusar Rasks (Finnbogi Guðmundsson tók saman). Þetta er hundraðasti og fyrsti árgangur Andvara.Ritstjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. Almanakið um árið 1977 hefur dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur reiknað og búið til prentunar, en annað efni ritsins er: Árbók íslands 1975 eftir Ölaf Hansson prófessor, rit- gerðin Um ákvörðun timanseftir Þorstein Sæmundsson og smá- sagan Bölvuð ekki-sen þýzkan eftir ameriska rithöfundinn Mark Twain (1835-1910), þýdd af Erni Snorrasyni. Ritstjóri Almanaksins er Þor- steinn Sæmundsson. Skuggsjá: Breiðfirzkir sjómenn - - Farmaður í friði og - Faðir minn skipstjórinn stríði - I moldinni glitrar gullið Alþýðublaðinu hafa borist nokkrar nýút’- komnar bækur frá bóka- útgáfunni Skuggsjá. Þar af eru fjórar eftir ís- lenzka höfunda. Bækur þessar eru: Látravik, Breiðuvik og Kollsvik og stóð fram á Jónsmessu eða lengur. Að heyönnum loknum tóku við haustróðrar i Bjarn- eyjum, Höskuldsey og Odd- bjarnarskeri og stóðu fram á jólaföstu. Aflraunin við Ægi stóð þvi nánast óslitið árið um kring. Hér er á ferðinni bók sem á jafnt erindi til yngri sem eldri lesenda, bók sem fjallar um lifs- baráttu liðinna tima. E4ÐIRÆINN SKIPSTJÖRINN Breiðfirskir sjómenn Jens Hermannsson rekur sögu sjósóknar við Breiðafjörð. A bókar kápu segir að hér sé um aö ræða sannar frásagnir mik- illar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður, sem stundum snerist upp i vörn eöa jafnvel ósigur. A þeim árum, sem bókin greinir frá, byrjuðu Breiðfirð- ingar árið með vetrarvertið undir Jökli, Hellissandi, Gufu- skálum, Dritvik og viðar. Vor- vertíð var siðan stunduð i Faðir minn skipstjórinn Hér er á ferðinni merk bók. Börn nokkurra valinkunnra skipstjóra rita hér um sjó- mennskuferil föður sins. Bók þessi er fróðleg á margan hátt og nokkuð greinargóð heimild um lif og starf islenzkra skip- stjóra um og eftir aldamótin. Ingólfur Arnason bjó bókina til prentunar og i formála segir hann. — Að sjálfsögðu var stærð bókarinnar takmörk sett og var þvi undirrituðum mikill vandi á höndum um val höfunda eða skipstjórnarmanna. Auk þess stóð ekki þannig á að allir þeir, sem til var litiö, gætu lagt i það vandaverk að leggja til efni eða semja ritgerö af þvi tagi, sem hér um ræðir og sakna ég þvi margra, sem ég hefði kosið að bók þessi geymdi minningar um. Vona ég að lesendur taki þessa afsökun, eða skýringu góða og gilda og virði til betri vegar. Siðar segir: ,,Það er von undirritaðs, að þrátt fyrir allar takmarkanir, sem verki þessu voru settar og áður er að vikið, efi þættir þessir nokkra mynd af lifi og starfi og aöal þeirra manna, sem brutust áfram og sigruðust á öllum erfiðleikum. Þessum mönnum eigum við öll mikla þakkarskuld aö gjalda og af þeim má mikiö læra.” Bókin er sett og prentuð hjá Skuggsjá, en bókbindarinn sá um bókband. Farmaöur í friði og stríði 1 þessari bók hefur Jóhannes Helgi tekist það á hendur að færa i letur endurminningar Ölafs Tómassonar stýrimanns. A bókarkápu segir að i bók þessari reki Ólafur sjóferða- minningar sinar. A yngri árum sigldi hann á erlendum skipum á suðurslóðum, skemmtiferða- skipi og nokkrum kaupskipum, þar á meðal þvi kostulega skipi Svegen, öðru nafni SOS-skipinu, og i þeim köflum kynnumst við ýmsum forvitnilegum útlend- FARMAÐUR i FRIÐI OG STRÍÐI ingum eins og Færeyingnum Andreasi Andreassyni, Afanum á hafinu og Mortensen gamla skipstjóra á Emmu Mærsk auk fjölda annara slyngra sjómanna erlendra og innlendra. Jóhannes Helgi er engin ný- græðingur i bókagerð. Hann hefur gefið út 3 skáldsögur, tvö smásagna- og ritgerðasöfn, minningarþætti Jóns Engilberts i tveim bindum auk ritgerða, greina og þýðinga. Fyrir minningarþætti sina um Jón Engilberts málara fékk hann mjög góða dóma gagnrýn- enda og ekki hefur honum tekist ver upp með þessa bók um Ólaf Tómasson. Við lestur hennar kviknar neisti ævintýraþrár i hverjum manni. i moldinni glitrar gullið . Þetta fallega bókarheiti hefur verið valið endurminningar- _____ M kokmXki n , SK.lltOSSON I MOLDINNI GLITRAR GULLIÐ brotum úr fórum Sigurðar Haralz, en samantekt hefur Kormákur Sigurðarson annast. Hér gefur að lita i stór- skemmtilegan endurminn- ingasjóð Sigurðar Haralz, eða eins og segir á bókarkápu „Við ferðumst með Sigurði Haralz frá Hæstarétti til Hrafnistu, með viðkomu á nokkrum stöð- um til sjós og sveita”. 1 bókinni greinir Sigurður frá kynnum sinum af fjölmörgum skemmtilegum mönnum og ger- ir þetta bókina i alla staði miöe skemmtilega aflestrar. Um þetta fólk segir á bókarkápu. „Allt voru þetta vinir Sigurðar Haralz og allt voru þetta óvenjulegir persónuleikar, 'stór- brotnir og skemrritilegir. Og sem krydd eða ábætir fléttast viða magnaðar draugasögur inn i þessar fjörugu frásagnir. HORHID Skrifið eða hringið í síma 81866 Tækni/Vísindi „Frosk augu” til flugleiðsagnar 1. Yfirleitterlitiðá froskinn sem heldur lágþróaða veru ogjiann virðist við fyrstusýn ekki hafa mikið það til brunns aö bera, sem vakiö gæti áhuga visinda- manna. Froskurinn sér einungis það sem getur komið honum að gagni, svo sem flugur og skordýr á hreyfingu, en hann virðistekki lita við þvi sem er honum gagnslaust. Að einu leyti er þó froskurinn nokkuð sérstæður. Hann hefur mjög góö augu, sem að sumu leyti eru fullkomnari augum mannsins. Rafeindasérsfræðingar reyna nú að búa til flugleiðsögu tæki, með svipuðum eigin- leikum og froskaugað, til þess að fækka árekstrum i lofti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.