Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 7
sœr Þriðjudagur 7. desember 1976 OTL0ND 7 Höfundur: Claire Brisset, blaðamaður hjá Le Figaro EVROPURAÐIÐ OG RÉTTURINN TIL AÐ DEYJA í Belgiu eignast ung kona stúlku- barn, sem á vantar handleggina. Nokkrum dögum siðar ákveður hin unga móðir i samráði við eiginmann sinn, lækni og fjölskyldu að barninu sé ekki best að lifa. Þvi er gefin sprauta og lifi þess er lokið. Réttar- haldi i máli móðurinnar og hinna „samseku” er tekið með miklum til- finningahita um alla álfuna. Hin ákærðu eru sýknuð. Faðir nokkur tekur byssu sina og aflifar fimm ára dóttur sina, sem er svo vonlaust sjúkdómstilfelli að hún getur aldrei talað, gengið eða etið án aðstoðar. Hann hlýtur málamynda- dóm. í ofangreindum tilfellum var hinni ströngu löggjöf ekki beitt. Eru lögin þá ónóg? Geta þau ekki viöurkennt réttindi sjúkra til að vera leystir frá þrautum og hljóta góðan dauðdaga ef þeir óska þess? EVRÓPURÁÐIÐ og rétturinn til að deyja Hinn 29. janúar 1976 samþykkti þing EVROPURAÐSINS tillögu um líknardauða. Þótt þing- fulltrúar töluðu varlega um réttindi sjúkra var þingheimi fyllilega ljóst að verið var að efna til byltingarkenndra breytinga á sviði löggjafar og félagsmála i aðildarrikjunum átján. Tillagan var samþykkt með 64 atkvæðum gegn 12, en 13 fulltrúar sátu hjá. í henni felst beiðni til allra aðildar- rikjanna um að breyta löggjöf þannig að læknar yrðu ekki taldir ábyrgir að lögum þótt þeir hafi neitað að framlengja lif manna, sem eru að dauða komnir, eða gefiðstóra skammta deyfilyfja til að lina þjáningar og það jafnvel þótt lyfin hafi leitt til dauða. Auðvelt er að gera sér i hugar- lund hversu erfitt hefur verið að samþykkja slika tillögu og hverjar umræður hljóta að hafa farið fram um hana. Og hver er þá staðan á sviði löggjafar um þetta efni I hinum ýmsu aðildar- rlkjum. Eflaust er einna erfiðast um vik að þvi er löggjöf I Frakk- landi varðar, en þar I landi gera lögin engan greinarmun á hreinu morði og lfknardauöa, sem fram- kvæmdur er I þvl skyni að lina þjáningar eða flýta fyrir dauða manns,sem rétt tórir. Þannig eru lögin, en framkvæmdin er önnur þvl I fjölmörgum réttarhöldum kveður kviðdómur á um þetta efni og tekur á sig ábyrgðina að greina á milli með þvl að telja að ákærðir aðilar séu ekki sekir þannig að þeir verði sýknaðir eða hljóti mjög milda málamynda- dóma. Þannig hefur það verið I einu þeirra landa, sem ströngustu löggjöf hefur, að aðgerðir hafa verið aðrar en lög mæla fyrir. Hvernig er þá staðan I öðrum löndum? í Sviss er þessu á allt annan veg farið, en þar I landi gera lög greinarmun á llknardauða og morði. Rikislöggjöfin I Sviss kveður á um hámarksdóm á ein- stakling, sem orsakað hefur dauða manns að þrábeiðni hans. Er þar um þriggja ára fangelsis- dóm að ræða. Löggjöf annarra landa er á bilinu milli þess, er að ofan greinir. Hegningarlög Hollands, Italíu, Noregs og Danmerkur kveða t.d. á um vægari dóma vegna manndráps, sem framið er af meðaumkun. Það er staðreynd að umræður þessar um löggjöfina mega ekki Verksmiðjustúlka i Frakklandi aflífar móður sina, sem þjáist af ólæknandi krabbameini og hefur þrá- beðið dóttur sina að binda endi á óskaplegar þjáningar sinar. Dóttirin er dæmd sýkn sakar. í styrjöldinni i Indó-Kina kom yfir- maður að einum hermanna sinna, sem búið var að limlesta hræðilega með pyntingum. Hermaðurinn má ekki mæla, en ljóst er á augnaráði hans hvers hann óskar. Yfirmaðurinn bindur endi á þjáningar hermannsins og hernaðaryyfirvöldin loká augunum. Karen Ann Quinlan. Foreldrar hennar sóttu það fyrir dómi aö mega láta slökkva á súrefnistæki þvi semátti aö halda Iffinu i henni. Læknar telja stúlkuna aldrei munu ná meðvitund — og foreldrarnir álita aö dauðinn muni veröa henni likn. villa mönnum sýn varðandi grundvallarvandann, sem er langt frá þvl að vera einvörðungu lögfræðilegs eðlis. Ef til vill er þetta öllu öðru fremur siðferði- legt og trúarlegt atriði eins og Elchinger Strassborgarbiskup leitaðist við að benda á I bréfi, sem hann sendi frönsku fulltrúunum fáeinum dögum áður en þing EVRÓPURAÐSINS hófst. Þar segir að menn megi ekki láta stela dauðanum af sér og minnt er á að útrýmingardráp tilheyra ekki forsögunni. Hvað er það þá að stela dauðanum af fólki? Margir vand- látir og kirkjunnar menn afneita á þeim grundvelli hvers kyns aðgerðum til að stytta llf manna. Og máli þeirra til stuðnings visaði biskupinn til dæmisins um Henrik III Frakklandskonung, sem kominn var að falli vegna trúar- bragðastyrjalda og drambláts lífernis. Þegar munkur einn hafði veitt honum banasár I kastala konungs kallaði hann rikisráðið saman, stýrði þvi af banabeði og lagði hart að mönnum að viðurkenna þann, sem slðar varð Henrik IV, konung þótt hann væri mótmælandi, en sagðist ella mundi fá hann til að taka kaþólska trú. Þetta siðasta verk konungs var eflaust afdrifarikt fyrir framtlð Frakklands. önnur tegund virðingar okkar fyrir manninum að fá okkur til að neita að vera aðgerðarlaus meðan hann er pyntaður? Hversu fullkomin sem löggjöf framtlðar- innar kann að verða I kjölfar til- lögu þingfulltrúa EVROPU- RAÐSINS mun hún hvergi svara spurningu þessari endanlega. Claire Brisset A grundvelli þesssarar megin- reglu eða því trúaratriði að lifið tilheyri Guði einum hafa kaþól- ikkar og fjölmargir aðrir fram til þessa haldið því ákveðið til streitu að líknardauði jafngildi morði. Hins vegar hefur fjöldi manna allt frá þvl I fornöld látiö I ljós stuðning við hið gagnstæða. Epicurus skrifaði að viö réðum við þjáningar þannig að við réðum við að umbera þær ef þær væru þolanlegar og ef svo væri ekki réðum við brottför okkar með rólyndi þegar við vildum ekki lifa lengur. Seneca sagði einnig að ef elliglöp heföu áhrif á hug hans og llf hans yrði tilvera ein, mundi hann flýta sér að komast úr ónýtri skel sinni. Montaigne, Montesquieu og Voltaire voru allir fylgjandi liknardauða, en enginn þeirra gat túlkað þetta vandamál betur en þýskur málsháttur, sem er á þá leið að betri sé voðalegur endir en endalaus voði. Það eru nákvæmlega þessar tvær kenningar, sem berjast um hug okkar allra. Verðum við að hlíta æðri lögum með þvl að llða þjáningar og vonast eftir ein- hvers konar huggun, hvort sem hún er meinlætalifnaður, paradls eða væntanleg hetjudáð? Eða ætti Opið bréf frá námsmönnum í Osló: JAFN RÉTTUR TIL NÁMS Fjárhagslegt öryggi er undirstaða þess Nú hefur rikisvaldið gert sendingu nokkra til höfuðs námsmönnum og magnað hana með úthlutunarreglum. Svo ill- vig er sending þessi, að hún set- ur þá á bekk með Hólasveinum til forna, sem áttu allt sitt undir „velunnurum” sinum. Takist námsmönnum ekki að snúa sendingunni aftur, eru mestar likur á að sá hluti þeirra sem ekki á fjársterka foreldra eða aðra „velunnara” að neyðist til þess að hrökklast frá námi. Sendingin er i formi nýrra laga um , námslán og náms- styrki. Þar er LIN (Lánasjóði isl.námsmanna) tryggð full visitölubundin endurgreiðsla námslána. Þau verða að öllum likindum næstverstu lán á Is- landi. Aðeins það að fara til ok- urlánara gefur verri kjör. At- hugum svo hvað úthlutunar- reglurnar segja. 1 grein 5. 1 stendur: „Lánahlutfall af fram- færslukostnaði er ákveðin sam- kvæmt endurskoðaðri fjárhags- áætlun, fjölda umsókna, bráða- birgðaútreikningi þeirra og samkvæmt fenginni reynslu um breytingar vegna breyttra for- senda og um fjárþörf vegna haustlána”. Ófullnægjandi framfærslumat Framfærslukostnaður ein- staklings I Noregi er áætlaður 66.500 + 2.500 kr. vegna „beins” námskostnaðar á mánuði sam- kvæmt mati LÍN. Fyrir nokkru var námsmönnum svo tilkynnt, aö þeir fengju 85% af fram- færslukostnaði i haustlán þ.e. stls. 58.650 á mánuði. Til saman- burðar má geta að framfærslu- kostnaður norsks námsmanns er 77.500 kr. mánaöarlega sam- kvæmt könnun Statistisk Sentralbyrá i ósló. Jafnframt var ákveðið i úthlutunarreglun- um, að allar tekjur námsmanns umfram sumartekjurnar drag- ist beint frá lánsupphæðinni. Sumarvinnutekjur Islendings i Noregi eru áætlaðar234.000 kr. eða 78.000 kr. mánaðarlega I þriggja mánaða sumarleyfi. Honum er ætlað að lifa af 85% framfærslukostnaðar ásamt 234 . 000 kr„ ef hann getur unnið 13 mánuði. Þvi er ósvarað hvað- an þau 15% sem á vantar eiga að koma. Fýrir hendi er sá möguleiki, að vinna með náminu. Hann er óviðunandi þar sem það kemur meðal annars niður á námsár- angrinum. Reyni fólk þennan möguleika verður upphæðin dregin beint frá láninu. (Aður voru sumartekjur fyrst lækkað- arum 1/3 og siðan dregnarfrá.) Um leið höfum við vitahringinn. Námsmaður leitar sér að vinnu, lánið lækkar. Námsmaður fær sér meiri vinnu, lánið lækkar enn meir. Námsmaður hættir námi. Þess má geta, að lánshæft nám telst fullt starf samkvæmt úthlutunarreglum LIN. I grein 1.0 segir: „Sjóðurinn veitir námsaðstoð til náms sem telst full starf.” Fjárhagslegt óöryggi I grein 2.4 stendur: „Þessar forsendur geta breytt tilkynntri ákvörðun sjóðsins um upphæð námsaðstoðar á námstimabil- inu. a) Breyttur fjárhagur sjóðsins, og skal þá eitt yfir alla ganga.” Og í grein 4.0 segir svo: „Akvörðun um upphæð náms- lána er tekin þegar endurskoðuð fjárhagsáætlun hefur verið gerð.” Námsmaður getur þvi I upp- hafi námsárs ekki vitað hvort honum sé tryggt nægilegt fjár- magn til lifsviðurværis yfir vet- urinn. Allar ákvarðanir og til- kynningar LIN hvað varðar lánsupphæðina geta breyst allt eftir f járhag sjóðsins. A fjárlög- unum 1977 er LIN áætlaður 1 milljarðurkróna en þörfin er 2,7 miljarðar króna til þess að halda sömu lánahlutföllum og siðastliðið ár. Óöryggi þetta er ekki mönnum bjóðandi,eða gæti hinn almenni launþegi sætt sig við slika óvissu um sin kjör? „Eðlilegt tillit til fjöl- skyldustærðar’ ’ ? Auk þessarar stórfelldu skerðingar námslána, sem bitn- ar á öllum námsmönnum, er börnum þeirra ekki ætlað að lifa. Lánin miðast eingöngu við einstaklinga, ekkert er veitt fyr- ir börnin. Skerðingin kemur þvi verstniður á fjölskyldufólki. 1 3. grein laga um námslán segir, að námslán eigi að standa straum af eðlilegum náms- og fram- færslukostnaði þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til fjöl- skyldustærðar námsmanns. Kannanir LÍN I úthlutunarreglunum, grein 2,5, stendur: - „Framfærslu- kostnaður er byggður á könnun- um sem sjóöurinn lætur gera svo oft sem ástæða þykir til.” 1 fyrri reglum hefur verið tek- ið tillit til hækkunar fram- færslukostnaðar I hverju landi samkvæmt opinberum tölum þaðan. Það er iskyggilegt, að LIN taki sér vald til þess að á- kveða sjálfur hvenær þörf sé á endurskoðun. Vantreystir LIN tölum hagstofnanna erlendis? Er hugmyndin, að sjóðurinn taki við hlutverki Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, (O.E.C.D.) og haldi reiður á efnahagsþróun um viða veröld? Upphæð ferðastyrkja I grein 3.0 kveður á um upp- hæð ferðastyrkja: „Upphæð ferðastyrkja er ákveðin þegar endurskoðuð fjárhagsáætlun hefur verið gerð. Upphæðin er ákveðin með tilliti til fjárhags sjóðsins.” Hér er enn um ‘Framhald á bls. io.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.