Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 16
Þrátt fyrir örli'til örðugheit... Samtakamenn hvergi smeykir safna nú liði sínu til nýrra átaka Þrátt fyrir talsverö- an blóðmissi undan- farnar vikur, eru fá bognunarmerki sjáan- leg á Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna I Reykjavik, að þvi er marka má af síð- asta tölublaði Nýrra Þjóðmála. Þar er enn blásið i sameiningar- lúðra og greint frá þvi, aðýmislegt sé á döfinni til þess að hressa upp á starf samtakanna á landsmælikvarða. Samtökin i Reykjavik héldu félagsfund þann 24. nóvember, þar sem meöal annars félags- mál SFV voru til umræöu. Einar borsteinn Asgeirsson greindi þar frá þvi, að sérstök nefnd á lýst stuðningi við ályktun SFV i Reykjavik um boðun flokks- stjórnarfundar. bá var fundin- um fluttkveðja frá Sigurði Inga Hillariussyni, bæjarfulltrúa SFV í Kópavogi, en hann dvelur nú erlendis. Kom þar fram það álit Sigurðar, að hann telur Samtökin hafa jafnvel ennþá meira hlutverki að gegna nú en i síðustu kosningum. Einnig var á Samtakafundinum í nóvember rætt um blaðaútgáfu Samtak- anna. Eins og kunnugt er, var starfsfólki Samtakanna sagt upp störfum i haust, og þar á meðal var ritstjóri Nýrra bjóð- mála, Elias Snæland Jónsson. I Hann hefur nú hafið störf sem blaðamaður við dagblaðið Visi. En Samtakamenn i Reykjavik virðast hvergi ætla að gefa sig, þó að móti blási i bráðina. Eða eins og tónninn er i siðasta tölu- blaði Nýrra bjóðmála: „Ekki dugir að gráta þá Möðruvalla- bændur, heldur skulum vér safna liði bræður”. — ARH „Ekki dugir að gráta þá Möðruvallabændur, heldur skulurn vér safna liði bræður”. vegum stjórnarinnar hefði feng- ið i hendur málefni er varða landssamtökin. Hefur þegar verið haft samband við ýmsa samtakamenn út um land og kom í ljós áhugi hjá þeim um að flokksstjórnarfundur Samtak- anna yrði haldinn. 1 sama streng tóku fundarmenn i Reykjavik. bá var skýrt frá bréfiér liðsmenn Samtakanna á Húsavik höfðu sent, en þar var fluglýsingapési fyrir víntegund í matvöruverzlunum: EKKERT MEIRfl EN MATARUPPSKRIFTIR - segir J. P. Guðjónsson umboðsmaður Um helgina hafði kaupmaður nokkur samband við Alþýöu- blaðið, vegna varnings sem hann hefði fengið og var beðinn að dreifa. Hér var um að ræða pésa með uppskriftum af vinblöndum, sem allar voru byggðar upp á Smirnoffvodka. Forsiða pésans er einkennd með merki þessarar vintegundar og inni i honum eru tiu blönduuppskriftir. Kaup- maðurinn tjáði okkur að það hefðu verið útkeyrslumenn frá Sol hf., Tropicana—umboðinu, sem hefðu komið með þessa pésa og beðið hann að dreifa þeim. Vegna þessa sneri blaðið sér i gær til Daviðs Schevings Thorst- einssonar framkvæmdastjóra Sólar hf., og spuröi hann hvernig á þessari dreifingu stæði. — betta er eiginlega ekki á okkar vegum, þótt það hljómi kannski furðulega, sagði Davið. — Umboðsmaður þessarar vin- tegundar hafði samband við mig og spuröi, hvort hann mætti ekki nota vörumerki Tropicana í eina af uppskriftum sem hann ætlaöi að nota i leiðbeiningabækling, þar sem nota skyldi appelsinusafa. Auðvitað leyfði ég honum það. En svo gerðist það, að hann kom hingað einn daginn, meðan ég var fjarverandi, og bað útkeyrslu- strákana að hafa bæklingana meö sér i búðimar og dreifa þeim þar. beir gerðu það en eftir að hafa farið i tvær eða þrjár verzlanir' sáu þeir, að hér var eitthvað vafasamt á ferðinni og hættu við dreifinguna. beir komu með af- ganginn hingað niðureftir aftur og hér er fullur kassi af þessum andskota, og ég veit ekkert hvað ég á að gera við það. Sennilega hendi ég þvi á haugana. En ég held að strákarnir hafi ekki látið i þessar tvær eða þr jár verzlanir meira en 20—30 bæklinga og ég er mjög feginn, að það skyldu vera piltarnir sjálfir sem ákváðu að hætta við þessa dreifingu, enda hafði ég ekki hugmynd um hana fyrr en eftir á. Enda verður ekki dreift meiru ai þessu á okkar vegum, það er alveg öruggt mál, sagði Davið að lokum. Hvað er auglýsing og hvað ekki? — Já, það er rétt, við höfum dreift þessum bæklingum, sagði Július P. Guðjónsson, umboðs- maður fyrir Smirnoff vodka á íslandi. — Ég skal ekkert um það segja, hvort hér er um brot á banni við áfengisauglýsum að ræða, þau mörk eru ákaflega ógreinileg. Hér eru til sölu i verzlunum erlend blöö með áfengisauglýsingum, en þau ætti að banna, ef við værum sam- kvæmir sjálfum okkur i augl- ýsingabanninu. Auk þess er þetta ekkertannað en bætt þjónusta við fólk, á sama hátt og matarupp- skriftir. — En hér er um greinilega auglýsingu að ræða, og slikar eru bannaðar hér á landi. — bað segir i áfengislögunum að bannað sé að auglýsa áfengi hér á landi, það er satt. En þetta er ekkert annaö en þróun á þvi sem við höfum verið að gera undanfarin ár. Við höfum dreift, eins og allir umboðsmenn áfengis, hlutum eins og ösku- bökkum og sliku, eins og þú sérð ef þú kemur i mörg fyrirtæki i borginni. betta er ekkert annað en auglýsing. Hvort þessi útgáfa er brot á lögum frekar en ösku- bakkar, skal ég ekki segja um, þarsem ég er ekki viss um að svo sé. Lét lögregluna vita. Ólafur Walter Stefánsson hjá dómsmálaráðuneytinu hafði ekki heyrt um þessa bæklinga þegar blaðið hafði samband við hann í gær. — Ég held það hljóti að vera um brot aö ræða, ef um eina ákveðna vintegund er að ræða, sagöi hann. — Okkar háttur er sá, að viö látum lögregluna vita af slikum málum, ef við fáum vitneskju um þau, og það er einmitt það sem ég ætla að gera núna. betta verður að athugast. —hm Kuldalegt um alltland Fjallvegir víða ófærir Heldur hefur verið kuldalegt um að litast i höfuðborginni und- anfarna tvo daga, miðað við fremur gott haustveður. Borgar- búar hafa sézt á hlaupum milli húsa dúðaðir i gæruskinn og ullar föt. A Veöurstofunni fengum viö þær upplýsingar hjá Páli Berg- þórssyni að heldur mætti búast við kólnandi veöri um allt land i dag og á morgun. Mikið hefur snjóað fyrir norðan og norö-austan, en á Suðurlandi hefur allt verið bjart yfir og er von á svipuðu ástandi áfram. I Reykjavik var á hádegi i gær tveggja stiga frost og þrjú stig á Akureyri. Kaldast var á Sand- búðum enþar fór frostið upp i tiu stig. Hlýjast var á suö-austur- landi, tveggja stiga hiti, en væntanlega mun kólna hjá þeim eins og öðrum næstu daga. Páll vildi ekki gera mikið úr kuldanum, sem hrjáir margan manninn og sagði þetta norðan- hret vægt. Fjallvegir viða ófærir Sæmilega greiðfært hefur veriö á suð-vesturhorninu. Ófært viðast hvar á Vesturlandi, en þó fært á milli Patreksfjarðar og Bildudals og ráðgert var að ryðja Breið- dalsheiöi og Botnsheiði. Greiöfært var allt austur i Skagafjörð er við töluðum við Arnkel Einarsson vegaeftirlits- mann hjá Vegagerðinni, en ófært i Siglufirði, á öxnadalsheiði og mikill jafnfallinn snjór iEyjafirði ogmá litið hvessa til að ekki komi skafrenningur. Verið var að moka frá Akureyri til Dalvikur og Mývatnsveg. Stórir bilar komust viðast hvar leiðar sinnar á norð- austurlandi, frá Húsavik meö ströndum allt til bórshafnar en ófært var siðan til Raufarhafnar, Möðrudalsöræfi voru ófær og i Fljótsdál var ekki -nnt að moka vegna veðurs. Ófært var frá Egiisstöðum niöur á firði. Stórir bilar komust Lónsheiðina sæmi- lega en ætlunin var að moka hana ef með þyrfti, einnig á Egils- stöðum strax og veður leyfði. Fært flugleiðis. Flest allar leiðir voru færar flugleiðis i gær. bó var ekki farið að fljúga til Akureyrar og Egils- staða klukkan 4.30 og ekki gott út- lit fyrir flug þann daginn. Ófært var niður á firði frá Egilsstöðum og mikill snjór á staðnum. Sama var að segja um Akureyri. Vel fært var til Vest- mannaeyja og Vestfjarða að sögn upplýsinga Innanlandsflugs Flugfélags tslands. —AB ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976 1 alþýóu blaöió íheyrt’ SÉÐ 0G HLERAÐ Lesið: I stúdentablaðinu Vöku: „Háskólaráðs- kosningarnar 24. nóvember sl. voru merkur áfangi i réttindabaráttu stúdenta — fulltrúatala þeirra i Há- skólaráði tvöfaldaðist. En athygli vekur, að einungis 1389 menn, eða tæp 53% háskólastúdenta neyttu atkvæðisréttar sins. bessi dræma kjörsókn er stú- dentum siður en svo til álitsauka sem virkum há- skólamönnum eða til fram- dráttar, ef sækja á rikis- valdið um aukna hlutdeild stúdenta i stjórnum Háskólans. Vaka skorar þess vegna á stúdenta að nota rétt sinn til áhrifa i Háskólanum framvegis betur.” o Frétt: Að helztu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins séu reiðir „verkalýðsleið- togum” sinum fyrir slæ- lega framgöngu á Alþýðu- sambandsþinginu. Niður- staða kosninganna á þing- inu hafi leitt i ljós, að áhrif Sjálfstæðismanna i verka- lýðshreyfingunni hafi farið dvinandi, og að Sjálfstæðis- menn eigi nú erfiðara um vik, þegar þeir tala um „flokk allra stétta”. o Séð: í blaðinu Kópavogi: „að bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að efna til samkeppni um skipulag útivistarsvæðis i Fossvogs- dal á meðan Reykvikingar sýna á Kjarvalsstöðum framtiðarskipan borgar- innar og er þar á öllum kortum gert ráð fyrir hrað- braut um dalinn”. o Tekið eftir: AðNý þjóðmál, blað Samtaka frjálslyndra og vinstri manna er ný- komið út. t blaðhaus er Elias Snæland Jónsson skráður ritstjóri og ábyrgðarmaöur, en hann hefur fyrir nokkru sagt þessu starfi lausu og hefur verið ráðinn sem blaöa- maður til Visis. bað er mikill fengur fyrir Visi að fá Elias Snæland. Hann er þrautreyndur og traustur blaðamaður. o Frétt: Að mikil óánægja sé meðal Alþýðubandalags- manna á Akureyri og viðar úti á landi vegna kjörs Ólafs Ragnars Grimssonar og Baldurs Óskarssonar i miðstjórn flokksins. Vil- borg Harðardóttir, ritstjóri Norðurlands, sendi þeim félögum tóninn i leiðara fyrir skömmu, og notaði um leið tækifærið til að hvetja til meira starfs á grundvelli kenninga Karls Marx.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.