Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMAL Þriðjudagur 7. desember 1976 aer alþýóu' tltgcfandi: AlþýOiiflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánitði og 60 krónur i láusasölu. r Forseti Islands dr. Kristján Eldjám 60 ára Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn varð sextiu ára í gær. Þess er nú minnzt í leiðara Aiþýðublaðsins í dag, þar eð blaðið kemur ekki út á sunnudögum né mánu- dögum. Þriðja kjörtimabil dr. Kristjáns Eldjárns er ný- hafið. Það segir meira en nokkur orð, að engum datt annað i hug en að dr. Kristján Eldjárn yrði áfram forseti lýð- veldisins. I augum Islendinga er hann forseti fólksins, fulltrúi þess og sameiningartákn. Á þessum tímamótum í ævi hans munu margir hugleiða embættisverk hans á liönum árum, stööu hans sem fulltrúa Islendinga meðal annarra þjóðhöfðingja og sjálft stöðutáknið. Þar munu menn hvorki finna blett né hrukku. Starf hans hefur mótazt af menningarlegri reisn, alþýðlegri framkomu og tilgerðarlausu látleysi. I hugum Islendinga er hann óumdeilanlega sá þjóðhöfðingi og sú manngerð, sem þeir frekast hefðu kosið til að gegna þessu starfi. Dr. Kristján Eldjárn er ekki aðeins tákn þess em- bættis er hann gegnir. Hann er einnig starf- samur fræðimaður, sem nýtur virðingar heima og erlendis af verkum sinum, rannsóknum og ritum. Fræðimanns- störfin hafa tengt hann islenzkri sögu . og menningu og rótfest hann i þeim jarðvegi, sem tryggir betur en nokkuð annað skilning hans og hæfileika til að gegna æðsta embætti hinnar islenzku þjóðar. Ekki leikur vafi á þvi, að dr. Kristján Eldjárn hugsaði sig vandlega um áður en hann ákvað að gefa kost á sér og taka þátt í orrahríð kosninga- baráttunnar fyrir rúmum átta árum. Að hverfa frá fræði- mannsstörfum í kyrrlátu umhverfi til æðsta em- bættis þjóðarinnar hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun, sem ekki snerti hann einan. Sigur hans var mikill. Þjóðin kaus sér forseta, sem á skömmum tíma ávann sér virðingu og hylli hennar allrar. Sem forseti hefur dr. Kristján Eldjárn gert þjóð sinni Ijóst, að embættið er ekki steinrunnið, afmarkað og einangrað. Maðurinn, sem því gegni hljóti að halda áfram að vera maður en ekki dautt embættistákn. I ræðu sinni við síðustu embættistöku sagði hann meðal annars, að sönn virðing við forsetann væri að sínu áliti fólgin í því að leyfa honum að njóta sín sem manneskja, bæði í embættisstörfum og utan þeirra, ákveða ekki fyrir hann hvað skuli vera forsetalegt og hvað ekki, leyfa honum átölu- laust að stunda sín áhugamál og auðvelda honum eftir megni, og umfram allt að leyfa honum að eiga sitt einka- líf og fjölskyldu i friði fyrir hégómlegri hnýsni. Dr. Kristján Eldjárn hefur einnig rætt um það, að forsetaembættið ætti að þróast samkvæmt reynslu og vilja þjóð- arinnar. — Þar mun hann hafa i hug þær umræður, sem orðið hafa hér á landi og erlendis um em- bætti þjóðhöfðing ja almennt. Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, segir í afmælisgrein um forseta islands: „Það er vissu- lega ekki auðvelt að vera forseti svo öllum líki hjá smáþjóð, sem fitnar á nábúakrit og þar sem ná- lægðin gerir mennina smáa. Sumir telja, að forsetinn eigi að vera arftaki ættborinna konunga, nokkuð hátt hafinn yfir lýðinn, sem sýni honum á móti tilbærilega lotningu. En þessir menn gæta þess ekki að slíkur hugsunar- háttur er i andstöðu, bæði við gamlar jafnréttis- hugmyndir Islendinga og lýðræðisstefnu nútímans. i samræmi við slíkar jafnaðarhugsjónir vilja sumír hafa forsetann „alþýðlegan", láta hann vera sem mest „á meðal fólksins", eins og sagt er. En þá er aftur á móti skammt til þess að embættið verði hvers- dagslegt og missi mátt sinn til að styrkja og sameina." Dr. Kristján Eldjárn hefur fetað þann meðalveg, sem væn- legastur er til góðs á- rangurs, ef litið er til þessara tveggja kosta þjóðminjavarðar. I því starfi hefur hann notið stuðnings eiginkonu sinnar, Halldóru Eldjárn. Þeim hefur tekizt að vera fremst á meðal jafningja.— Þjóðin gerir kröfur til forseta síns, en henni ber um leið að hlúa að embætti hans með því að sýna því, manninum og f jölskyldu hans tillits- semi og virðingu. Þannig verður æðsta embætti þjóðarinnar bezt varðveitt. — Alþýðu- blaðið óskar forseta Islands til hamingju með daginn og óskar honum og fjölskyldu hans alls hins bezta á ókomnum árum. ÁG— EIN- DÁLKURINN Steinunn Finnboga- dóttir gerir i nýútkomnu tölublaði Nýrra Þjóð- mála svo- hljóðandi grein fyrir af- stöðu sinni til framtiðar Samtakanna: 1 tilefni samþykktar framkvæmdastjórnar SFV þann 12. október 1976, um aö stjórnin legöi niður störf, óska ég sem framkvæmdastjórnarmaöur að koma eftirfarandi á framfæri til flokksfélaga minna. Astæðan tii þess að ég stóð að þessari samþykkt var sú, að framkvæmdastjórn hafði reynst óvirk og sjálfri sér sundurþykk. Þetta kom fram I samþykktinni, enda ekki lengur neitt augna- gröm. Með þessu var ekki verið að leggja Samtökin niður og allar raddir um þá túlkun mála fjar- stæða, enda er vald tii slflcs ekki I höndum framkvæmdastjórnar. Hér var um einskonar stjórnar- kreppu að ræða, sem vinna þurfti bug á og ég iit samþykktina sem fyrsta skref I þá átt. Næst lá það fyrir að minu mati aö beina málunum til flokks- félaganna um land allt og kanna þeirra hug, en það verður þvi aðeins gert að fiokksstjórn komi saman og siðan iandsfundur. Með þetta i huga tók ég á mig þá ábyrgð að standa að samþykkt fra mk væmdas tjórnar. Þessi ákvörðun min breytir þvi engu um það, að ég er enn fulltrúi þess fólks, sem kaus mig i framkvæmdastjórn og ábyrgð min gagnvart þvi óbreytt. 1 samræmi við þetta mun ég vinna áfram að málefnum Sam- takanna svo sem mér er unnt, þar til flokksmenn hafa fengið tækifæri til ákvarðana um þessi mál. Fréttaskýringar Oft er um það rætt að frétta- menn þurfi að gera meira af þvi að rita fréttaskýringar á inn- lendum viðburöum. Lengi tiðkaðist það helzt að segja inn- lendar fréttir og ekkert annað en það sem taldist vera beint ný tíð- indi af hverju máli. t útvarpi þekktist ekki aö fréttamenn létu I ijósi nokkurt álit, jafnvel ekki þótt þeir væru búnir að „lifa og hrærast með fréttinni” dögum saman og skýra daglega frá hinu nýjasta I hverju máii. Þegar aukin áherzla var lögö á fréttaauka gafst vettvangur slikra skýringa á baksviði inn- iendra viðburða likt og gert hefur verið með erlenda viðburði. En sá vettvangur hefur varla verið notaður nægilega sem slikur. Athygli vakti svo i lok siðustu viku er Vilhelm G. Kristinsson geröi i fréttaauka á eigin spýtur persónulega úttekt á Alþýðu- sambandsþingi, sagði frá ýmsu sem fyrir augu hans hafði borið og lét i ljós álit sitt á ýmsu sem vakið hafði athygli hans á þessu þingi. Þessi skýring var kærkomin viðbót við allar þær daglegu fréttir, sem útvarpiö hafði sagt jafnharöan, og opnaöi augu hlust- enda jafnt sem eyru fyrir þing- starfinu. —BS Hringið til okkar og pantið föst hverfi til að selja blaðið í Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.