Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 11
aær Þriðjudag ur 7. desember 1976 ÚTLÖND 11 Miðstöð sölumanna dauðans er í Grikklandi Síðan að borgarastyrjöldin í Líbanon brauzt út, fyrir um það bil 18 mánuðum, hef ur Aþena í Grikklandi tek- ið yfir stóran hluta þess fyrra hlutverks Líbanons, að vera miðstöð verzlunar og viðskipta í Miðausturlönd- um. Fréttaritari bandaríska fréttaritsins Time, Dean Brelis, segir frá þvi í grein sem hann ritar nýlega, að Aþena hafi nú einnig yfirtekið hlutverk Beirút í Líbanon sem aðal-vopnasölumiðstöð heimsins. Hér má sjá hluta af farmi sem gerður var upptækur í Grikklandi, náunginn á litlu myndinni er hinn dæmdi Savvouras. Þau koma i flutningabilum frá öllum hornum Evrópu. Sum eru falin i frosnum kinda- skrokkum frá Belgiu. önnur eru falin undir vélarhlif nýrra gljá- andi bila frá Vestur-Þýzkalandi. Enn önnur eru falin undir fölsk- um botni i vörugámum sem fylltir eru af tékkneskum vekjaraklukkum. Varningurinn sem hér um ræðir er allur af sama toga: skammbyssur, vélbyssur, eld- vörpur, rifflar og jafnvel eld- flaugar. Þvi hefur stundum verið haldið fram, að einn af hverjum tiu flutningabilum sem ekur inn yfir grisku landamær- in, hafi að geyma smygluð vopn. Griskur ráðherra, Alexandros Papadogonas, hefur látið svo um mælt: „Grisku hafsvæðin eru flutningaleið fyrir stærsta hlutann af þeim vopnum sem seld eru i Miðausturlöndum um þessar mundir.” Yfirvöld i Grikklandi hafa gert upptæk um 10.000 ólögleg vopn, það sem af er yfirstandandi ári. Samt er vitað að það er aðeins brot af heildarfjölda þeirra vopna sem fara um hendur vopnakaup- manna, þvi gizkað hefur verið á að fjöldi vopna sem fara um Grikkland i hverjum mánuði hlaupi á tugum þúsunda. Frihafnir ákjósanlegar Vopnasalar hafa fundið fri- hafnir Grikklands sem ákjósan- legan vettvang fyrir starfsemi sina. Til dæmis er hægt að skipa á land vörum i höfnum i borgun- um Salóniki eða Pireus og setja þær i innsiglaðar vöruskemmur sem óleyfilegt er að rannsaka. Sumt af varningnum sem ætlaður er Palestinumönnum i Libanon er upprunninn i araba- löndunum. Honum er þá gjarn- an pakkað i umbúðir ásamt varningi af allt öðrum toga, jafnvel með fiski eða öðrum meinlausum vörum og siðan er flutningurinn sendur eftir krókaleiðum á áfangastað. Þannig er ekki óalgengt að senda flutning frá borginni Benghazi i Libýu til Hamborgar og þaðan til Aþenu.Þetta ergert til þess að forðast israelska fall- byssubáta. önnur vopn koma svo frá vopnakaupmönnum sem selja vopn til hæstbjóðenda, hvar sem þá er að finna. Þriðji stærsti aðilinn i þessari grein, er Austur-Evrópuþjóðirnar sem sjá sovéthollum aðilum i Mið- austurlöndum fyrir vopna- búnaði. Er þar um að ræða sam- ■ tökin PLO i Palestinu, Frelsis- samtök Eritreu, SWAPO og 'fleiri frelsisfylkingar i Afriku og baráttuhópa i Pakistan. Við- skiptin ná alla leið til Thailands og Burma. Hins vegar eru við- skiptavinirnir ekki eingöngu róttæk samtök og hópar, þvi til dæmis hafa margar af stærstu sendingunum farið til hvita minnihlutans i Ródesiu. Vopnabúr fundin Fyrstu merki þess að Grikk- land var orðin miðstöð vopna- sölu komu i ljós snemma á þessu ári, en þá fannst heilt vopnabúr á heimili fulltrúa hins konungholla Nýlýðræðisflokks i Grikklandi, Hippocrates Savvouras að nafni. Savvouras var þegar rekinn úr flokknum, en i Grikklandi eru i gildi afar ströng lög hvað varð- ar vopnahald og vopnaeign. Tveir þekktir meðlimir i sósial- istasamtökum Andreas Papandreous voru einnig hand- teknirfyrir ólöglega vopnaeign. Allir voru þessir menn dregnir fyrir rétt og hlutu dóma fyrir brot sin. Vegna hinnar nýju stöðu Grikklands i vopnasölu heims- ins, hafa njósnarar frá ótal löndum lagt leið sina þangað upp á siðkastið og dreift sér um landið. Þeir koma frá V-Evrópu Sovétrikjunum, tsrael og Arabalöndunum. Sagan segir að ýmsar aðstæður hafi leitt til þess, að margir spióbar sem áður hafa unnið hvor gegn öðrum, vinni nú saman að verk- um sinum. A þetta einkum við Sýrlendinga og Israelsmenn, sem leita i sameiningu að vopnaförmum ætluðum til hafn- anna Tripoli og Sidon, en þær eru báðar á valdi Palestinu- manna. Árangur þessa sam- starfs hefur verið sá, að mikið magn þessara vopna hefur komizt i hendur tsraelsmanna. Vopnasalan hefur fært höfn- inni Pireus óvæntar tekjur, en höfnin sú er þekkt úr kvikmynd- inni Never on Sunday. Margir njósnarar hafa i örvæntingu ausið fé i konur staðarins i þvi skyni að reyna að fá einhverjar upplýsingar sem andstæðingur- inn kynni að hafa látið falla i eyru þeirra. „Viðskiptin hafa aldrei gengið betur”, sagði gleðikona ein, ,,og peningurinn er mjög auðtekinn. Margir Jónar borgar vel — bara fyrir það eitt að tala.” —ARH „Dauðir” upp Verður að borga fyrir málsvörn sonar síns Móðir Christian Ranucci, sem tekin var af lifi i Frakklandi i júli siðastliðinn hefur fengið reikning frá hinu opinbera vegna kostnað- ar við réttarhöld yfir syni hennar. Reikningur sá sem frúnni er gert að greiða nemur um 240000 islenzkum krónum. Ranucci varhálshöggvinn i júli siðastliðnum. Dýr myndi Brezku neytendasam- tökin telja Elisabetu hirðin öll Englandsdrottningu sér mikils virði. Samtökin hafa nýlega tryggt siggegnþvióhappi að drottningin deyi i ótima. Tryggingarupphæð- inerumþaðbil 30millj.islenzkra króna. Ástæðan fyrir umhyggju neyt- endasamtakanna er sú að á næsta ári ráðgera samtökin mikla her- ferð og herferð þessi verður tengd 25 ára afmæli Elisabetar sem þjóðhöfðingja Breta. Samtökin hafa lagt i mikinn kostnað vegna herferðarinnar og vilja þvi tryggja sig gegn þvi að illa fari þótt Elisabet haldi á fund feðra sinna. rísa Fyrir um það bil 40 ár- um siðan geysaði borgarastyrjöld á Spáni. Eitt af fórnarlömbum styrjaldarinnar var Pio Fernandes. Kona hans bar kennsl á likið og það var grafið með viðhöfn. En nú gerist það 40 árum siðar að Fernandes karlinn gengur sprelllifandi inn i hús konu sinnar kastar á hana kveðju og er hinn huppulegasti. Það var þá alls ekki hann sem hin syrgjandi ekkja hafði grafið, heldur einhver allt annar maður. Nú skyldi maður ætla að það hefðu orðið fagnaðarfundir i kot- inu og tappa slegið úr rauðvinskút i tilefni heimkomunnar. En þá kom nú babb i bátinn þvi frúin hafði, eftir að hafa syrgt mann sinn i eitt ár, gifzt öörum og hafði hann getið við henni tiu börn. Pio varð þvi að hafa sig á braut. Það fylgdi ekki sögunni hvað hann hafði haft fyrir stafni i þessi fjörutiu ár sem hann var „dauð- ur”. KOSTABOÐ á kjarápöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Siini 7 1200 — 7 1201 P0STSENDUM TRULOFUNARHRINGfl Joli.uuics Hrusson TL.iuqoUcsi 30 á&uni 10 200 i huli N DUflA Síðumúla 23 /ími 84900 Heimiliseldavélar. 6 litir 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðmstoig Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — uti og inni — gerum upp gomul husgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.