Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 3
HÍSS" Þriðjudagur 7. desember 1976 FRÉTTIB 3 áherzlu Hann hefur lagt á sameiningu þjóðarinnar Otvarpsávarp forsætisráðherra á 60 ára afmæli forseta Islands Þegar lýðveldi var stofnað fyrir 32 árum og landinu sett stjórnarskrá, voru forseta ís- lands falin i höfuðatriðum sömu verkefni og völd og konungur hafði áður. Þá komu fram efa- semdir um gildi og stöðu inn- lends þjóðhöfðingja og hvernig honum mundi farnast i nábýli við þjóð sina. Á þessum rúmum þremur áratugum hefur, með hléum, endurskoðun stjórnarskráinnar oft verið á dagskrá, og nú er að slikri endurskoðun unniö, eins og kunnugt er. Eðlilegt er, þegar svo stendur á, að rætt sé um stöðu forseta- embættisins i islenzkri stjöm- skipan og hugsanlegar breytingar, sem koma i þeim efnum til könnunar. En ekki leikur vafi á þvi, að forsetaembættið hefur ákveðinn sess og nýtur virðingar i hugum landsmanna. Tekizt hefur að skapa hér starfi sjálfstæðs þjóð- höfðingja grundvöll og umgerð, er hæfa islenzkum þörfum og skilyrðum. Við teljum þetta fyrst og fremst árangur af störfum þeirra þriggja manna, sem gegnt hafa forsetaembættinu siðan lýðveldi var stofnað á ls- landi. Agreiningur hefur að visu verið um val allra þeirra þriggja, sem setið hafa á for- setastóli, i byrjun, en slik eining siðan um þá skapazt, að þeir hafa allir verið sjálfkjörnir eins lengi og þeir hafa gefið kost á þvi. I dag, á sextugsafmæli forseta Islands, dr. Kristjáns Eldjárns, rif jum við þetta upp til þess sér- staklega að láta i ljós þakklæti okkar til hans fyrir þá reisn en látleysi, samvizkusemi og smekkvisi, ásamt óbrigðulíi dómgreind, er einkennt hafa störf hans sem forseta tslands. Ætt og uppruni, menntun og starfsferillhafa reynzt farsælar forsendur fyrir starfi dr. Kristjáns Eldjárns sem forseta. Erlendum mönnum, er hingað koma eða hitt hafa forseta okkar erlendis, þykir vel viö eiga, að söguþjóðin sjálf skuli hafa virtan fornleifafræðing i æðsta virðingarsæti. En slikt væri ekki orð að sönnu, ef dr. Kristján Eldjárn kynni ekki öðrum mönnum betur að tengja nýtt og gamalt, túlka sögu þjóðar sinnar svo að aflgjafi sé henni, til átaka við verkefni samtiðar og framtiðar. Avörp og ræður dr. Kristjáns Eldjárns eru okkur eftirminnilegar, og ekki þarf að hafa mörg orð um visindalegt gildi og vinsældir rita hans. Störf forseta eru margvisleg og sum þeirra aðallega form- legs eðlis en skipta þó miklu máli fyrirþjóðina út á við i sam- skiptum við aðrar þjóðir og inn á við gagnvart landsmönnum sjálfum. Skyldurækni dr. Kristjáns Eldjárns i þessum efnum hefur aldrei brugðizt. Við myndun rikisstjórnar getur forseti haft úrslitaáhrif og völd hans verið örlagarik. Þrjár rikisst jórnir hafa verið myndaðar á forsetaferli dr. Kristjáns Eldjárns, þar af tvær að loknum almennum þing- kosningum, þegar pólitiskar lin- ur voru óljósar. EWii minnist ég þess, að nein gagnrýni hafi komið fram á það hvernig for- setinn hélt þá á málum, enda þekkja menn ekki dr. Kristján Eldjárn að öðru en sanngirni og réttsýni. Hann hefurleitthjá sér flokkspólitisk átök og álitamál og lagt áherzlu á sameiningu þjóðarinnar,eins og forseta ber. Að ýmsum störfum forseta gengur forsetafrúin engu siður en forsetinn sjálfur. Húsfreyjan á Bessastöðum hefur hlutverki að gegna heima og heiman. Frú Halldóra Eldjárn hefur leyst það hlutverk af hendi með þeirri prýði, að Islendingar vilja færa forsetahjónunum báðum þakkir á hátiðisdegi, fyrir mikilvæg og farsæl störf i þágu lands og þjóðar. I nafni islenzku þjóðarinnar vil ég flytja forseta Islands dr. Kristjáni Eldjárn, árnaðaróskir i tilefni afmæiisins og honum og frúHalldóru Eldjárn biður þjóð- in heilla i störfum og hamingju i éinkalifi. Hungurvakan fór út um þúfur — ráðstefna um kjaramál fyrirhuguð næstu helgi Um helgina var fyrirhuguð hungurvaka á vegum Kjarabar- áttu námsmanna i húsakynnum Kennaraháskóla Islands. Var ætlunin að námsmenn létu fyrir Svo sem kunnugt er, hefur nú um nokkurt skeið staðið yfir rannsókn á svokölluðu Grjót- jötunsmáii, en sú rannsókn bein- ist að þvi að upplýsa hvort að kaupendur sanddæluskipsins Grjótjötuns, hafi gefib upp falskt kaupverð, er skipib var á sinum tima keypt til landsins frá Noregi og á þann hátt gerzt brotlegir við gjaUley rislöggjöfina. Var mái þetta i rannsókn hjá Sakadómi sfðast liðið sumar, en að þeirri rannsókn lokinni sent embætti rikissaksóknara. Seint i ágústmánuði var málið sent Sakadómi á nýjan leik með ósk um framhaldsrannsókn. berast innan veggja skólans frá föstudagskvöldi fram á sunnudag og höfðu verið gerðar ráöstafanir til þess að hafa lækni I skólanum á meðan á vökunni stæöi, svo aö Þann 10. nóvember siðast liðinn bárust saksóknaraembættinu gögn þau sem framhaldsrann- sóknin leiddi i ljós og eru þau nú til meðferðar hjá embættinu. Hallvaröur Einvarðsson, vara ríkissaksóknari, sagði i samtali við blaðið I gær, að þetta væri eitt af þeim málum sem hann ynni að þessa dagana, en hann kvaðst ekki geta sagt til um hvenær frek- ari ákvarðanir yrbu teknar um framhald þess. En það er i hönd- um saksóknara rikisins aö ákveða hvort mál verði höfðað i framhaldi af þeim rannsóknum sem farið hafa fram. —GEK hungrið yrði engum aö meini. A föstudagskvöldið mættu hins veg- ar aðeins 20-30 manns á vökuna og var þvi ákveðiö að aflýsa henni. Að þvi er Alþýðublaðið fékk upplýst I gær, eru liklega ýmsar ástæður fyrir þvi að þátt- taka var svo slæm sem raun bar vitni. En þyngst á metunum hefur liklega verið það, að nú fara i hönd jólapróf i mörgum skólum og hafa nemendur ef il vill talið að timanum væri betur varið til lest- urs i kverunum, en að sitja með tómann magann og ræöa kjara- mál sin. Ráðstefna um næstu helgi Kjarabaráttunefnd hefur nú ákveðið að gangast fyrir ráð- stefnu um næstu helgi, þar sem fjallað verður um kjaramálin. Verður hún haldin i húsakynnum Kennaraháskólans og hefst sunnudaginn 12. desember kl. 10.00. 3 starfshópar munu starfa fyrri hluta dags og taka þeir fyrir eftirtalin efni: staða náms- mannsins i þjóöfélaginu, hlutverk menntunar og stefna og baráttu- aðferðir námsmanna. Siöari hluta dagsins verða svo niður- stöður starfshópa kynntar og frjálsar umræður leyfðar. —ARH Grjótjötunsmálið enn í athugun hjá saksóknara í HELZTU KOSTIR: 850 w mótor tryggir nægan sogkraft. Snúruvinda dregur snúruna inn i hjólið á augabragði. Sjólflokandi pokar — hreinlegt að skipta um þá. Rykstillir lætur vita þegar pokinn er fullur. Sjólfvirkur rykhaus lagar sig að fletinum sem ryksuga á. Orðsending frá Raftœkjadeild Heklu h.f. Komið hefur i ljós að um galia gæti verið að ræða i innstunguklóm Kenwood Chef hrærivéla sem seldar voru i nóv. 1976 og eru með framleiðslunúmer frá 2630000 TIL 2702568. Þeir sem keyptu Kenwood Chef hrærivéí- ar i nóvember með þeim framleiðslunúm- erum sem að framan getur, eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við Heklu hf. Raftækjadeild, svo hægt sé að ganga úr skugga um að viðkomandi inn- stungukló sé i lagi. Framleiðendur telja að þessi galli gæti verið í einni innstungukló af hverjum þús- und. HEKLAhf Líugavégi 170—172 — Sirm 21240

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.