Alþýðublaðið - 07.12.1976, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.12.1976, Qupperneq 4
4 FBÉTTIR Þriðjudagur 7. desember 1976 Aðstoða rba n kast jóri við Búnaðarbankann Á fundi bankaráfis Búnaðar- banka tslands 2. desember s.l. var Jón Adólf Gufijónsson skipaður aöstoðarbankastjóri við bankann. Jón Adólf er fæddur 17. marz 1939 á Stokkseyri. Hann hóf bankastörf vorið 1961 i Lands- banka Islands og starfaði þar lengst af með námi i Háskóla fslands, en þaðan lauk hann prófi i viðskiptafræðum vorið 1969. 1. júli 1970 var hann ráðinn til starfa i Búnaðarbankanum sem forstöðumaður hagdeildar bankans og hefur hann gegnt þvi starfi siðan. Jón Adólf er kvæntur Ingi- björgu Sigurðardóttur. GoK Mtxk-<nGcnrmiy Ný kirkjubygging í Breiðholti - efnt til samkeppni meðal arkitekta um teikningar af kirkjubyggingu í Breiðholti I. Efnt hefur verið til samkeppni meðal arkitekta um teikningar að kirkjubyggingu i Breiðholti. Kirkjunni hefur verið valinn staður I svonefndri Mjódd, sem er við gatnanfðt Reykjanes- brautar og Breiðholtsbrautar. f þvi- sama hverfi er áætlað að verði þjónustumiðstöð Breið- hyltinga. Lóð til kirkjubyggingar á þessum stað var úthlutað fyrir einu ári siðan en vonir standa til að byggingarframkvæmdir geti hafizt strax næsta vor. Frestur fyrir arkitekta til að skila tillög- um er til 31. marz og skal skila þeim til trúnaðarmanns dóm- nefndar Ólafs Jenssonar Kjart- ansgötu 2, Rvk. Veitir hann all- ar nánari upplýsingar. Fram til þessa hafa allar guðsþjónustur og kirkjulegar athgafnir aðrar farið fram i Breiðholtsskóla og er ekki van- þörf á að Breiðhyltingar fái sína eigin kirkjubyggingu. Byggingin á að rúma um 300 manns i sæti og er þar hóflega farið i sakirnar, en auk venju- legra kirkjulegra athafna skal höfð i huga notkun kirkjunnar til hljómleika og helgileika. Jafn- framt skal vera aðstaða fyrir ýmsa félagslega starfsemi safn- aðarins, undirbúning barna undir fermingu og fleira þess háttar. Rik áherzla verður lögð á sem bezta aðstöðu fyrir gam- alt fólk og hreyfihamlaða og er það vel þv( ekki virðast of margar byggingar byggðar með það i huga. Reynt mun verða að hafa kirkjuna með yfirlætislausu sniði, einfalda i framkvæmd og ekki kostnaðarsamari en hóf- legt má teljast. Stefnt er að þvi að gera kirkjuna fokhelda i einu lagi á sem skemmstum tima. Fjáröflunarnefnd hefur lagt mikið á sig fyrir þetta verk, meðal annars staðið fyrir stóru happdrætti sem byrjaði i haust. Dregið verður um Volvo bifreið 6. janúar og er vonazt til að vel- unnararkirkjunnar láti ekki sitt eftir liggja til styrktar sjóðnum. Verðlaunafé verður veitt fyrir þrjár be^tu tillögurnar og verð- launaféð samtals 1.4 milljónir. 1. verðlaun verða 600.000 en önnur skipting verðlaunanna er i höndum dómnefndar sem einnig er heimilt að kaupa til- lögur fyrir allt að kr. 200.000. Dómnefnd skipa Sigurður E. Guðmundsson framkv.stj. for- maður dómnefndar: Björn Björnsson, prófessor ritari: Kristinn Sveinsson byggingar- meistari og arkitektarnir Helgi Hafliðason og Hilmar ólafsson. Aætlað er að dómnefnd hafi lok- ið störfum i mai næsta ár. — AB Hinn nýi Finnbogi Eyjólfsson, bifreióadeild. Audi. Hjá honum standa — frá vinstri: Sigurður Tómasson, sölustjóri, verzlunarstjóri og Sigurður Sigurðssson, sölumaður í Nýr Audi AB—mynd: GTK allur meiri í sniðum Fyrir skemmstu kynnti Hekla hf. hinn nýja Audi 100 LS með sýningu i húsa- kynnum heildverzlunar- innar að Laugavegi 168. Miklar breytingar hafa verið gerðar á bilnum frá eldri gerðum, bæði i útliti og inn- réttingum. Ber hann nú allur meira yfirbragð viðameira bils. Ný vél er i Audi 100 LS með yfirliggjandi knastás. Styrkleiki hennar er þrenns konar: 85, 115 og 136 hestafla. Er sú aflmesta með fimm strokkum og beinni innspýtingu. Billinn er mjög rúmur fimm manna bill, eyðir 9.6 litrum á hundraðið og vegur 1140 kg. Verðið er 2.7 millj. króna með 115 hestafla vél. Sýningargestir skoöa nýja bilinn. Jón Ármann Jónsson verkstæöis formaður (niðri til hægri) sýnir áhugasömum manni vélina. Hekla selur nú fimm gerðir frá Volkswagen verksm iðjunum : Bjölluna góðu og gömlu, Passat, Golf, Audi 80 og Audi IOO.g.T.K. Yfirlýsing frá aðstandendum Palla Sjónvarpið vill að gefnu tilefni taka fram eftirfarandi: 1. „Palli” eða „Páll Vil- hjálmsson”, sem verið hefur vinsæll i barnatima Sjón- varpsins, „Stundinni okkar”, nú á annað ár, hefur ekki gefið út og ætlar ekki að gefa út neina hljómplötu. 2. Mynd af honum hefur verið tekin i óleyfi til að skreyta plötuumslag, sem honum er alveg óviðkomandi. 3. 1 stórum blaðaauglýsingum hefur verið sagt: „Palli er kominn á plötu... já, og á kasettu.” Þetta er ekki rétt. ..Palli” er i Sjónvarpinu og hvergi annars staðar. 4. Margir aðilar hafa átt þátt i að skapa persónu „Palla”, og sá maður, sem nú vill eigna sér hann, á þar ekkert frumkvæði. Hann er aðeins einn af þremur, sem hafa léð „Palla” rödd sina, og hvorki hinn fyrsti né siðasti þeirra. 5. Sjónvarpið telur það algjör- lega óviðeigandi, að vinsældir „Palla” séu gerðar að féþúfu með þeim hætti, sem fyrrnefnd plötuútgáfa stefnir að. 3. desember 1976 NÝJAR BÆKUR — NÝJAR BÆKUR — NÝJAR BÆKUR Galdrar og brennudómar Hér segir frá einhverri óhugnan- legustu vitfirringu sem yfir Island hefur dunið. Rakinn er uppruni og saga tslenska galdrafársins frá fyrstu galdrabrennunni til hinnar siðustu. Hér er um að ræöa mjög sérstæða bók, sem er i senn sagn- fræðirit og mjög skemmtileg af- lestrar. Japönsk Ijóö Nýtt bókmenntaafrek úr hendi Helga Hálfdánarsonar. Helga er óþarft að kynna landsmönnum, þýðingar hans eru landskunnar. Þessi siðasta bók er enn ein sönnun snilldar hans sem skálds og þýð- anda. 1 þessari bók rikir fegurðin ein. Mál og menning Kerlingarslóðir Sögutimi er frá vori til vetrar sögu- svið Reykjavik nútimans. Vand- fundin mun eins nærfærin mynd af sálarlifi barns eöa jafn ljóslifandi mynd tslenskra nútimahatta og er á þessari litlu bók. Hún er framlag til þeirrar viöfemu umræöu sem hérlendis hefur átt sér staö um stöðu barnsins og konunnar á ts- landi nútimans. Heimskringla

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.