Alþýðublaðið - 21.12.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Side 3
Þriðjudagur 21. desember 1976 VETtVAMGUR 3 I „Hagtölum mánaðarins", riti sem gefið er út af hagfræði- deild Seðlabankans, er nú að finna yfirlitsgrein um efnahagsþróunina i heiminum — þegar hinn vestræni heimur er að sigla upp úr öldudal mestu efnahagskreppu, sem hann hefur átt við síðan heimskreppan mikla skall á í lok þriðja áratugs þessarar aldar. Grein þessi er rituð að afloknum ársfundi Al- þjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Menn eru ekki á eitt sáttir um hversu varanlegur efna hagsbatinn kann að verða Að undanförnu hafa alþjóðleg efnahagsmál verið nokkuð til um- ræðu, ekki sist vegna nýafstað- inna ársfunda Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og út- komu nýjustu ársskýrslna stofn- ananna, en á þeim er það sem hér fer á eftir i aðalatriðum byggt. A siðari helmingi ársins 1975 tók nokkuð að rofa til i efnahags- lifi þjóða heims eftir þá verstu kreppu, sem skollið hafði á frá kreppuárunum á fjórða tug aldarinnar. Merki batans voru helst greinanleg i vaxandi fram- leiðslu og minni verðbólgu. Eftir sem áður var verðbólgan þó mikil og miklu meiri en dæmi eru til um áður á þessum hluta efnahags- sveiflunnar. Ennfremur var at- vinnuleysi enn mikið viða um lönd og stafaði það einkum af ónógri eftirspurn og fremleiðslu. Vegna hinna sterku verðbólgu- afla, sem enn eru til staðar i heiminum, hafa stjórnvöld farið einkar varlega að þvi að gera ráðstafanir, sem áhrif hefðu til vaxandi eftirspurnar, þvi ella væri hætta á mögnun verðbólg- unnar á nýjan leik. Efnahagsbat- inn hefur þvi að vissu leyti komið hægar en ætla hefði mátt, og ekki eru menn á eitt sáttir um hversu varanlegur hann er eða kann að verða. Þa'ð sem öðru fremur einkenndi þessi erfiðleikaár var að saman fóru mikil verðbólga og atvinnu- leysi en sliks voru ekki dæmi áð- ur. Undanfari verðbólgunnar var að miklu leyti mjög hækkandi hráefnaverð á heimsmörkuðun- um. Viðast hvar var með stjórnun heildareftirspurnar reynt að draga úr verðbólgu, en samhliða eerÍA” neningamálavfirvöld ráð- stafanir til þess að draga úr út- lánum bankastofnana. útbreiðsla kreppunnar Verðbólgan og deyfð efnahags- lifsins i iðnrikjunum höfðu mikil áhrif á heimsverslunina og kreppan breiddist út til vanþró- uðu rikjanna, sem mörg hver lentu i miklum erfiðleikum þar eð efnahagskerfi þeirra eru mjög viðkvæm fyrir utanaðkomandi sveiflum. Verðlækkanir og minnkandi eftirspurn eftir út- flutningi frumframleiðslurikj- anna höfðu fljótlega áhrif á 'fram- leiðslu, tekjur og fjárfestingu i þeim. Mótvirkandi aðgerðum var siðan beitt til að draga úr inn- flutningi. 1 vanþróuþu rikjunum i heild minnkaði þjóðarframleiðsl- an þó ekki á neinu áranna frá 1973 til 1975 eins mikið og hún gerði i iðnrikjunum. Þrátt fyrir það urðu áhrif samdráttar efnahagslifsins miklu afdrifarikari fyrir vanþró- uðu rikin. Iðnrikin eru miklu bet- ur undir það búin að mæta áföll- um heldur en vanþróuðu rikin. Þau eiga alla jafnan auðveldar með að lagfæra erlenda stöðu sina með þvi að beita aðgerðum, sem draga úr innlendri eftir spurn. Þrátt fyrir þá staðreynd að vöxtur þjóðarframleiðslu i frum- framleiðslurikjunum væri mun meiri en i iðnrikjunum, eða um 4% á ári frá 1974 til 1975 saman- borið við 1 1/2% minnkun i iðn- rikjunum, var hann samt litill i samanburði t.d. við fólksfjölgun i viðkomandi löndum og stóð nokk- uð i vegi þróunar i mörgum þeirra. Frá 1974 til 1975 dróst milli- rikjaverslun saman um 4 til 5% i heiminum, en um mitt ár 1975 snerist þróunin við og eftirspurn eftir innflutningi i iðnrikjunum jókst. A fyrri helmingi ársins i ár jukust millirikjaviðskipti um ná- lægt 10% á ársgrundvelli auk þess sem verðlag hefur hækkað nokk- uð. Afleiðingar þessarar þróunar hafa siðan orðið þær að útflutn- ingstekjur frumframleiðslurikj- anna hafa tekið að aukast á nv. Ef oliurikin eru undanskilin, þá urðu flest þessara landa að taka mikil lán á erlendum mörkuðum á árunum 1974 og 1975 til þess að ekki þyrfti að rhæta hækkandi innflutningsverðlagi og lækkandi útflutningstekjum með stórfelld- um niðurskurði vöruinnflutnings. Áþreifanlegur bati Sem fyrr segir var um áþreifanlegan bata að ræða á fyrri hluta yfirstandandi árs. Efnahagskreppan hafði að sjálf- sögðu áhrif á verðbólguna þannig að úr henni dró mjög i fyrra og i ár. Mest varð verðbólgan i iðn- rikjunum á síðari hluta ársins 1974 en þá var hún að meðaltali 13 1/2% á ársgrundvelli. Á fyrri hluta ársins i ár var hún komin niður i 7% á ársgrundvelli. Slikt verður þó að teljast mikil verð- bólga ekki sist i ljósi þess að á áratugnum frá 1961-1970 var verðbólgan i sömu rikjum ekki nema 3 1/2% að meðaltali. Af stærri iðnrikjunum var verðbólg- an á fyrri helmingi yfirstandandi árs minnst i Vestur-Þýskalandi (3% á ársgrunni), Bandarikjun- um (4 1/2%) og Japan (7 1/2%). 1 þessum sömu löndum var vöxtur þjóðarframleiðslunnar einnig mestur. A sama tima var verð- bólga hins vegar mest i Bretlandi (13%) og á ttaliu ((17%) og i þessum löndum var framleiðslu- aukningin minnst. Vanþróuðu rikin fóru siður en svo varhluta af veröbólgunni, sem reið yfir iðnrikin. Verðlag hækkaði mikið á árunum 1973, 1974 og á fyrrihluta árs 1975 en úr þvi tók nokkuð að draga úr hækkununum. Ef oliurikin eru undanskilin var verðbólga i van- þróuðu rikjunum að meðaltali 15% 1973, 26% 1974 og 18% 1975. A árinu 1975 höfðu aðeins örfá iðnrikjanna, t.d. Vestur-Þýska- land og Bandarikin, hagstæöan viðskiptajöfnuð, en önnur, og þá einkanlega Bretland og Kanada, áttu við mikinn halla að striða. Viðast hvar var viðskiptahallan- um mætt með opinberum fjár- MEÐALVÖXTUR RAUNGILDIS VERGRAR ÞJÓÐARFRAM LEIÐSLU Ársmeðaltöl (%) Breyting frá fyrra ári (%) 1960-65 1965-70 1971 1972 1973 1971 1975 Iðnríki 5,1 4,5 3,7 5,7 6,0 — 4-1,5 Frumframleiðsluríki 5,3 5,8 5,4 5,5 6,8 5,6 3,5 Þróaðri 5,9 5,8 5,7 5,6 6,2 4,0 1,6 Vanþróaðri 5,1 5,8 5,3 5,4 7,1 6,2 4,2 Öll aðildarríki Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (128 að tölu) 5,1 4,8 4,1 5,7 6,1 1,1 4-0,5 VERÐBÓLGA Árleg hxkkun verðlags (%) Ársmeðaltal Hækkun frá fyrra ári 1965-70 1971 1972 1973 1971 1975 Iðnríki 4,2 5,4 4,8 7,3 11,8 10,8 Þróaðri frumframleiðsluríki Vanþróuð ríki önnur en 4,9 8,4 8,2 11,8 16,7 16,7 olíuframleiðsluríki 11,0 10,0 14,0 22,0 32,0 30,0 Olíuframleiðsluríki 10,0 6,0 5,0 11,0 17,0 18,0 VIÐSKIPTAJÖFNUÐURINN 1973-1975 í milljörðum Banda/rikjadala 1973 1971 1975 Iðnríki 11,8 -j-9,6 19,4 Frumframleiðsluríki •4-8,7 -v-42,9 -r-51,3 Þróaðri 1,3 -v-14,3 -t-14,3 Vanþróaðri -r-10,0 -í-28,6 -t-37,0 Olíuframleiðsluríki 6,2 66,7 35,0 Öll aðildarríki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (128 að tölu). 9,3 14,2 3,1 magnshreyfingum þannig að forða tókst þrýstingi á gengi hinna ýmsu gjaldmiðla og alvar- legri rýrnun gjaldeyrisforða. Undantekningar eru þó Bretland þar sem gengi pundsins lækkaði og ítalia, en gjaldeyrisstaða hennar stórversnaði. Sveiflur gjaldmiðla 1 upphafi árs 1976 urðu slæm greiðslujafnaðarstaða og mikil innlend verðbólga á ítaliu og Bretlandi enn ljósari en áður og var hraðlækkandi gengi gjald- miðla þeirra helsta einkenni við- skiptanna á alþjóðagjaldeyris- mörkuðum á þvi timabili. Þá vek- ur það athygli að frá þvi snemma árs 1975 hefur gengi ýmissa gjaldmiðla ekki aðeins hreyfst frá degi til dags heldur hefur einnig verið um að ræða skammtima- sveiflur, sem stundum hafa varað i nokkra mánuði. Þannig hefur t.d. gengi gjaldmiðla orðið enn virkara tæki en áður i þá átt að hafa áhrif á greiðslujöfnuð. Or- sakir þess má rekja aftur til árs- ins 1973 er gengi flestra gjald- miðla heims varð fljótandi. Eins og vikið var að hér að framan er atvinnuleysi enn mjög mikið i iðnrikjunum ekki sist með tilliti til hagsveiflunnar. Þrátt fyrir töluverðan efnahagsbata á undanförnum mánuðum minnkar atvinnuleysi litið enda eru stjórn- völd afar varkár hvað snertir þensluaukandi aðgerðir, sém leiða myndu til minnkandi at- vinnuleysis og stafar það af ótta við að verðbólgan kunni að magn- ast á ný. Eitt helsta einkenni efnahags- batans i iðnrikjunum er sá hvati, sem vaxandi einkaneysla hefur verið. Þessi þróun er fyrst og fremst afleiðing meiri bjartsýni meðal almennra neytenda, en hún lýsir sér t.d. i minni tilhneig- ingu til að spara. Hugarfars- breyting neytenda á rætur sinar að rekja til minnkandi verðbólgu, minnkandi atvinnuleysis og meiri fjárráða heimilanna. Litil almenn eftirspurn á árunum 1974 og 1975 leiddi af sér minnkandi birgða- stöfnun og minnkandi fjárfest- ingu þar af leiðandi minnkandi þjóðarframleiðslu. Atvinnu- ástand og framleiðsla almennt guldu þess mjög á árunum 1974 og 1975 hversu mjög gengið var á birgðir til að mæta efirspurn, en nutu þess siðan á fyrri hluta yfir- standandi árs er birgðir voru auknar viðast hvar. A siðari hluta yfirstandandi árs hefur efnahagsbatinn verið ögn hægari en á fyrri hluta ársins. Veldur það nokkrum áhyggjum ekki sist vegna þess hversu litt hefur miðað i þá átt að draga úr atvinnuléysi. Svo virðist sem óvenju mikil verðbólga muni hrjá efnahagslif allt á næstu árum og litið megi út af bera til þess að hún sleppi ekki úr böndunum. Stjórnvöldum er þvi viðast hvar mikill vandi á höndum og ein- ungis framtiðin sker úr um það hvort þau verða honum vaxin. Hér á eftir fara töflur, sem sýna tölur yfir vöxt þjóðarframleiðslu, verðlagsbreytingar og viðskipta- jöfnuð I heiminum á undanförn- um árum. Sérfræðingur á Geðdeild Staða sérfræðings i geðlækningum á Geðdeild Borgarspit- alans erlaus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. aprfl 1977 eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamning- um Læknafélags Reykjavlkur og Reykjavíkurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar fyrir 1. feb. 1977. Reykjavik 20. des. 1976. Stjórn sjúkrastofnanaReykjavikurborgar Stáða yfirlæknis við skurðlækningadeild Borgarspitalans er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. júli 1977. Umsækjendur skulu vera sérfræðingar I almennum skurölækningum. Umsækjendur skuiu láta fylgja umsókn sinni Itarleg gögn varðandi vlsindastörf þau, er þeir hafa unnið.ritsmlðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavik- ur og Reykjavlkurborgar. Umsóknir skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykja- vlkurborgar fyrir 15. febrúar n.k. Deildarljósmæður Stöður 4 deildarljósmæðra viö Fæðingarheimili Reykja- vikur eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. feb. n.k. Umsóknir sendist stjórn sjúkrastofnana fyrir 10. jan. 1977. Lyfjafræðingur Staða iyfjafræöings er veiti forstöðu lyfjabúri Borgar- spitalans, er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamning- um Lyfjafræðingafélags islands. Staðan veitist frá 1. aprn 1977 eöa eftir samkomuiagi. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Borgarspltalans. Umsóknir skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Reykjavik 20. des. 1977 Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.