Vísir - 16.04.1969, Síða 1
17 ára verknámsstúlka kjörin
,fulltrúi ungu kynslóðarinnar'
Sautján ára Reykjavík-
urmær, Þorbjörg Magn-
úsdóttir, Bugðulæk 11,
var í nótt valin „fulltrúi
ungu kynslóðarinnar
1969“ af sérstakri dóm-
nefnd. Fullt hús var í
Austurbæjarbíói og var
ÍSLENZK STÚLKA SEND UTAN Á
BETRUNARHEIMILI í DANMÖRKU
Afplánar 8 mán. dóm fyrir ávisanafals — eigin-
maður hennar situr af sér dóm hér heima
STÚLKAN, sem lagði
fyrir sig ávísanafals,
vegna þess að hún hélt,
að hún slyppi við refs-
ingu, hefur verið send til
vistunar á betrunarheim
ili í Danmörku. Að und-
anfömu hefur hún af-
plánað 8 mánaða fang-
elsisdóm í hegningarhús
inu við Skólavörðustíg.
Maður hennar, sem margsinn-
is hefur hlotið dóma fyrri afbrot,
hefur einnig setið inni í Hegn-
ingarhúsinu, en það var hann,
sem £ fyrra taldi stúlkuna á að
leggja sér lið við að svíkja fé út
úr bönkum með fölsuðum ávís-
unum. Þau gengu í hjónaband
nokkru áður en fangelsisdyrnar
lokuðust að baki þeim, en áður
höfðu þau búið saman um langt
skeið og áttu saman bam.
Nýlega var kveðinn upp dóm-
ur yfir þeim báðum fyrir að hafa
falsað 54 ávísanir og svikið út
235 þúsund kr. Hlaut maðurinn
tveggja og hálfs árs fangelsi, en
stúlkan eins árs fangelsi, Lítiö
sem ekkert af þessum 235 þús-
undum króna komst til skila
aftur.
Ekkert kvennafangelsi er til
hér á landi og í trausti þess, aö
stúlkunni yrði þar af leiðandi
ekki refsað, fékk maðurinn hana
í fyrra til að veita honum lið í
afbrotum hans.
Hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg þykir á ýmsan hátt
ekki hentugt fangahús, og ekki
þykir bæta úr skák, aö þurfa
að greina sundur á milli karla
og kvenna, þótt til þess hafi
verið gripið í þessu tilfelli.
Vegna barns þeirra tveggja
hefur barnaverndarnefnd látið
sig mál þetta skipta og sál-
fræðingar nefndarinnar hafa
lagt til, að frekar yrði gripið til
þess aö koma stúlkunni fyrir
á einhverju betrunarheimili
(sem ekki er til hérlendis), því
að með réttri meðhöndlun væru
frekar vonir til þess að leiöa
hana á rétta braut aftur, en
flestu.n sýnist, sem hún hafi ver-
ið undir óhollum áhrifum manns
síns.
Var þetta ráö tekiö og geng-
ust félagasamtökin Vernd fyrir
því að stúlkunni var útveguð
vist á betrunarheimili í Dan-
mörku og fór stúlkan þangaö til
dvalar fyrir tveim dögum.
Þorbjörgu vel fagnað af
áhorfendum.
„Ég er svo hissa, ég er svo
hissa ...“ hrópaði Þorbjörg upp
yfir sig af fögnuði og undrun
eftir aö hún var krýnd. Þorbjörg
kvað þetta hafa komið sér mjög
á óvart. Hún tjáði blaðamanni
Vísis, að hugur hennar stefndi
ekki til starfs sýningadömu og
auk þess væri hún ekki ákveðin
í að notfæra sér verðlaunin í
• Kynning stúlknanna í
fegurðarsamkeppninni
’69 heldur áfram á morgun
í blaðinu.
þessari keppni, en þau eru dvöl
á sumarskóla í Englandi. Móðir
hennar var sama sinnis og
kvaöst búast við að hún færi
fremur til Bandaríkjanna sem
skiptinemandi á vegum æsku-
lýðsstarfs þjóðkirkjunnar.
Foreldrar Þorbjargar eru þau
hjónin Anna Gestsdóttir og
Magnús Thorvaldsson, blikk-
smíðameistari. Þorbjörg er nem-
andi í Gagnfræðaskóla verk-
náms. Dansaöi hún ungverskan
dans, en allar þurfa stúlkurnar
að koma fram með eitthvert
skemmtiatriði. Var hún greini-
lega mjög örugg með sig í fram-
komu á sviðinu. Dansaði hún í
ungverskum þjóðbúningi fjörug-
an dans.
»-*- 10. síða.
SMABATAR AFLA VEL
UPPI I LANDSTEINUM
• Minni netabátar frá Suður-1 hafa haldiö sig á grunnmiöum að
nesjahöfnum og úr Reykjavik I undanfömu og fengið dágóöan afla
Stúdentar ætla að
kjósa sér rektor
Almennar kosningar þeirra og allra starfandi
manna i trássi við lög og venjur — Búizt við
einhverri þátttóku háskólakennara
HÁSKÓLASTÚDENTAR hafa nú
gripið til sinna ráða til að fylgja
eftir kröfu um þátttöku þeirra f
kiöri rektors Háskólans. — Þeir
efna til almennra kosninga allra
starfandi manna í Háskólanum,
stúdenta. háskólakennara og
beirra, sem vinna að rannsókn-
arstörfum, á morgun og föstu-
dag, en skoðanir munu skiptar,
hvort litið yrði á sigurvegarann
í kosningunum sem réttkjörinn
háskólarektor. Hluti stúdenta
ætlar sér ekki að viðurkenna
annan rektor, en aðrir vona að-
-'ins að þessar kosningar hafi á-
hrif á „löglegt“ kjör rektors í
maí.
Efnt er til þessara kosninga að
"ndangenginni samþykkt á fjöl-
nennum fundi Stúdentafélags Há-
rkólafélags Islands. Fundurinn leit
svo á, að ekki hefði verið gengið
nægjanlega að kröfum Stúdenta-
ráðs Háskólans um þátttöku stúd-
enta í rektorskjöri. Sú krafa var
gerð, að stúdentar fengju að ráða
yfir 25% atkvæða við rektorskjör.
Háskólaráð hafnaöi þessum kröf-
um stúdenta en bauð, að fulltrúar
stúdenta á deildarfundum eða 10
-stúdentar fengju að taka þátt I
kjörinu, en menntamálaráðherra
hefur gengið frá frumvarpi þar að
lútandi. Samkvæmt frumvarpinu
hefðu 44 prófessorar, 1 dósent, 6
lektorar og 10 stúdentar rétt til
þátttöku í rektorskjöri, þ. e. stúd-
entar réðu yfir 16% atkvæðamagns
ins.
Það er alls ekki víst, að búið verði
að samþykkja þetta frumvarp áður
en ti! löglegs rektorskjörs kemur,
sagði Ólafur Guðmundsson, for-
maður Stúdentafélagsins, í viðtali
við Vísi um þetta mál £ morgun.
Frumvarpið gerir heldur ekki ráð
fyrir nema mjög Iítilli sárabót eftir
að kröfum stúdenta var hafnað. —
Þessir 10 stúdentar yrðu t. d. ekki
fulltrúar stúdenta allra, heldur að-
eins fulltrúar sjálfra sín, því að
stúdentar almennt munu ekki geta
haft á það áhrif, hvernig þeir kjósa.
Það er því lágmarkskrafa, aö stúd-
entar fái að kjósa sérstaka kjör-
menn.
Ólafur kvaðst sjálfur ekki lita
svo á, að nauðsynlegt væri fyrir
stúdenta, að viðurkenna aðeins
þann sem hlyti kosningu nú,
»->■ 10. slða.
'alveg uppi i landsteinum, þetta upp
i 20 tonn. Hér er um að ræöa
tuttugu til fjörutíu tonna báta.
• Afli hefur veriö misjafn hjá
Suðumesjabátum, frá tveimur
og upp i 20 tonn. Stærri bátarnir
eru flestallir komnir suður á Sel-
vogsbanka. Afli hefur verið mjög
góður, yfir 40 tonn það bezta. —
Bátarnir landa allir í Grindavik eða
Þoriákshöfn. Hins vegar er dauft
yfir allri fisklöndun hér í flóanum.
.Til Hafnarfjarðar kemur varla
nokkur kæna og i Reykjavík landa
einungis smærri bátar.
77 tonna
bátur fór
heila veltu
Sautján tonna skakbátur, Rán
RE. fékk á sig brotsjó, þegar hann
var á leið inn til Sandgerðis laust
eftir hádegi í gær Báturinn valt
heilan hring, en skipverjana þrjá,
sem allir voru staddir uppi í stýris
húsi bátsins, sakaði ekki —
Skömmu eftir veltuna drapst á
vél bátsins og sendu skipverjar þá
upp neyðarblys. — Þeir voru þá
staddir skammt undan landi. Vél
báturinn Gunnar Hámundarson frá
Keflavik kom þar að og dró Rán
inn til Keflavikur.
Dæmi eru til þess að bátum hafi
áöur hvolft þannig á sundinu viö
Sandgerði, fariö heilan hring, án
þess að nokkum sakaði. Það er hins
vegar mesta mildi að ekki skyldi
hljótast slys af. Báturinn skemmd
ist nokkuð við veltuna, rúður brotn
uðu, vatn fór í lest og öllu laus-
legu skolaöi útbyrðis.