Vísir - 16.04.1969, Side 5
U 1 S I R . Miðvikudagur 16. apríl 1969.
5
VORSÝNINGIN
— fremur bragðdauf / samanburði við
baustsýninguna
'E'irEtivem vegmn varó þaö svö
^ að minna varð úr íslenzku
fatasýningunni, sem fór fram í
Laugardalshöllinni á mánudag
cn vonir stööu til að okkar
mati.
Ems og lesendur Kvennasíð-
unnar muna var efnt til sams
konar tizkusýningar á fatakaup
stefnunni i haust er leiö og
tókst hún vel. f>ess vegna hefði
mátt búast við því, aö þessi sýn-
ing stæðí henni ekki að baki
og skaraði jafnvel fram úr.
Á sýningunni á mánudag var
sumart.ízkan kynnt og tóku þátt •
i henni 11 fyrirtæki af 17, sem
að fatakaupstefnunni standa.
Þarna átti semsagt að kynna
nýjungar i íslenzkri sumartízku.
Einn helzti galli sýningarinnár
Sjóklæöagerðinni.
Axel í grænbláum Teddy-nælon-
galla frá Solido.
kom þá þegar í ljós i þvi að
ekki skyldu öll fyrirtækin sýna,
og að samtök eins og Kjóla-
meistarafélag íslands skyldi
vanta að þessu sinni meö sum-
arkjöla, en kjólar þeirra settu
mikinn svip á síðustu haustsýn-
ingu.
í einum sýningarbásnum voru
sýnd fyrstu íslenzku „bikini-
baðfötin“, sem við minnumst að
hafa séð. Þessi baðföt, sem
reyndar eru kölluð sólföt i sýn-
ingarskránni eru sýnd á gínum
í sýningarbásnum, en hefði skil-
yrðislaust átt að sýna á tízku-
sýningunni sjálfri á spreHlifandi
sýningarstúlkum.
Þegar þetta er skrifað, hefur
verið gerð bragarbót, og voru
sólfötin íslenzku sýnd á tízku-
sýningunni í gær.
Vikjum þá að því, sem sýnt
var. Fyrst á dagskrá var undir-
fatnaöur kvenna og náttklæðn-
aöur. íslenzk framleiðsla á
þessu sviði stendur sig vel og
svo vel að stórlega hefur dreg-
ið úr innflutningi erlends fatn-
aðar á þessu sviði og er ekki
nema gott eitt um það að segja.
Sérstaka athygli okkar yöktu
framleiðsluvörur Verksmiðjunn-
ar Max, sem eru fyllilega sam-
keppnisfærar við erlendar vör-
ur. í heildina má segja, að undir
fötin hafi verið skemmtileg þótt
okkur kunni að hafa fundizt
nokkurs ofhlæðis gæta i sumum
pifuskreytingunum.
Tjá var röðin komin aó barna-
og unglingafötum frá
Solido öll seld undir vöruheit-
inu „Teddy“. Þetta var skemmti
legur klæðnaður og vandaöur
að sjá.
Og þá voru það „poplin“káp-
urnar svonefndu, eftirlætisflik-
ur íslenzkra kvenna að sumar-
lagi gæti maður haldið, því fátt
annað var sýnt af kápum. Hins
vegar gæti maður halÖið þeirri
skoðun fram að ósekju, að yfir-
leitt séu þessar „jK>plin“kápur
(sem eru reyndar oft úr terri-
lini, og öðrum gerviefnum) æti-
aðar til þess aðallega að klæð-
ast þeim í rigningu eða rigning-
arlegu veðri, en dragtimar og
léttar sumarkápur úr ullarefn-
um séu meir til þess ætlaöar
að ,vera í á sólrikum sumardög-
um. Um þær kápur, sem sýndar
voru má segja, að þær hafi
að mestu fylgt erlendum tízku-
stefnum hvað snertir snið. Hins
vegnar var hneppingin ekki eins
. fjölbreytt og maður hefur séð
á erlendum fatnaði, það voru
t. d. ekki notaðar sylgjur, sem
eru mikið i tízku og rennilás
sást ekki á einni einustu kápu.
En látum það vera, og að allt
hafi verið í iagi með hnappana.
Hins vegár kom áberandi galli
í Ijós á mörgum þessum káp-
um, en hann var sá, að þær
revndust vera missíðar. Það
hefur alltaf þótt fara vel á því
aö kápufaldurinn næði jafnhátt
frá gólfi allt um kring nema,
þegar tizkan hefur sagt annað,
en okkur vitanlega segir tízkan
ekkert' um missíðan kápufald
um þessar mundir. Þar sem
sumar af kápunum voru með
belti er kannski ástæða til að
ætla, að kannski haíi sýningar-
stúlkunum i flýtinum við að
skipta um föt ekki tekizt að
jafna fellingarnar undir beltið.
Framleiðendurnir ættu þó að
athuga sinn gang. Ástæða er til
að nefna eina nýjung en þaö
er vinylregnkápa frá Sjóklæða-
gerðinni með tilheyrandi hatti.
Mikið var sýnt af alla vega
peysum og voru þær margar
hverjar mjög sumarlegar og
skemmtilegar. Gerviefnin voru
óspart notuð og framleiðendum
til mikils hróss, þá láta þeir
leiðbeiningar um þvott fylgia
framleiðsluvörunum.
Sérstaka athygli okkar vöktu
sportpeysur frá Prjónastofunni
Peysunni. Þessar sportpeysur
voru eins konar peysusett. þann
ig að skilja að peysurnar voru
gerðar í tveim gerðum. önnur
fyrir herrann og hin fyrir döm-
una. Var lítill munur á þeim.
Er þetta fyrsta, „unisex" tízkan
eða „samkyns“ tízkan, s*«m ríð
höfum séð frá íslenzkum frarri-
leiðanda. Einnig vöktu sumar-
peysurnar frá Prjónastofunni
Iðunni athygli okkar, léttar, Ijós
ar og sumarlegar með fallegum
munstrum.
Þá voru sýnd karlmannaföt
frá Föt hf. þar sem nýju Iínunni
„dálítið aðskorinn jakki með
hárri klauf að aftan“, er fyigt.
Einnig síðbuxur frá Slimma með
nýja srilðinti, buxnaskálmum,
sem vikka að neöan.
í heild má segja, að ýmisleg-
ur skemmtilegur fatnaöur hafi
komið fram á þessari sýningu,
en mikið skorti á fjölbreytnina,
sem stafar kannski af því, að
íslenzka sumarið er stutt og
veður misjöfn og leggja fram-
leiðendur þvi meiri áherzlu á
föt, sem gangi árið um kring
eða miðist við kaldari mánuö-
ina. Við fáum kannski úr því
skorið á næstu vorsýningu.
Einfaldur og fallegur náttkjóll,
sem stenzt fyllilega samkcppni
við erlenda vöru.