Vísir - 17.07.1969, Side 5

Vísir - 17.07.1969, Side 5
5 VI S I R . Fimmtudagur 17. júlí 1969. Hálfdós eða heiUós- hve mikið magn er það: ? — neytandinn verður ennþá að gizka á hve mikiö magn sé innan i umbúbunum 'C'yrir skömmu birtum viö óska lista neytandans um þaö, sem betur mætti fara i þjónustu os v-jöskiptaháttum verzlana. Gáfum viö lesendum kost á því að koma sinum óskum á fram- færi, meö þvi að birta þær á Kvennasiðunni. Loftþéttu umbúð- irnar kosta sitt 24% hærra verð á lifrarkæfu i loftbéttum umbúðum en ópakkaðri Tjhns og kunnugt er, er álegg ^ eitt það dýrasta, sem við í kaupum matarkyns. Núna er !’ siövenjan að pakka áleggi í loftþéttar umbúöir og bætist þá sá aukakostnaður við verðiö. Viö fengum upplýsingar um Verö á lifrarkæfu í loftþétt- um umbúðum er 24% hærra en á ópakkaðri. hámarksverð á ýmsum áleggs- tegundum í smásölu, og ætlum aö gamni aö gera smávegis sam anburö á veröi á ópökkuðu á- leggi og áleggi í loftþéttum um búðum. Lifrarkæfa kostar 233 kr. kílöið í smásölu, þegar búið er að pakka henni í loftþéttar um- búðir er verðið 288 kr. eða 24% hærra. Húsmæður geta þama sparaö sér pening með því að kaupa 'lifrarkæfuna í afgreiöslu verzlunarmnar í stað þess að grípa hana upp úr frystinum, þr sem hún er geymd í loftþéttu' umbúöunum. Annaö dæmi er svínasulta, sem kostar 164 kr. kilóið, — ópökkuö eins og við köllum það, en i loftþéttum umbúðum er kílóið á 219 kr„ sem þýðir 33% hækkun. RúIIupylsa, spikpylsa, svína- pylsa o. fl. kosta ópakkaðar 368 kr. kílóið, en í loftþéttum umbúðum' 419 kr. kílóiö. í þes^u tilfelli kemur þriöja tálan inn í og það er þegar rúllupylsan er seld ópökkuð í stykkjum, þ.e. í bitum, en þá kostar hún 340 kr. kílóiö. I þessu tilfelli er verð á rúllupylsu í loftþéttum um- búðum 23% hærra ef miðað er við lægsta verðið. Skinka kostar 490 kr. kílóið, 440 kr. í stykkjum og 545 kr. í loftþéttum umbúðum. Þarna er verðið 23% hærra, ef miðað er við Iægra verð. \^iö sjáum á þessum dæmum, að hægt er að spara meö þvi að kaupa áleggiö í stykkjum, í staðinn fyrir það, að kaupa bréf af áleggi eða þá álegg í loftþéttum umbúðum. Við fá- um meiri mat, meö þvi að kaupa t.d. bita af skinku og sneiða sjálfar niður, en aö kaupa hana i örþunnum sneiðum í loftþétt- um umbúöum, ef miöaö er við aö keypt sé fyrir sömu upphæð. Eini kostur loftþéttu umbúð- anna er að okkar mati, sá, að gera má ráð fyrir, að maturinn endist lengur innpakkaður og aö minni hætta sé á því að ó- hreinindi berist í hann. Geymsluþol áleggs í loftþétt um umbúðum kemur neytand- anum þó ekki aö gagni, meðan dagstimplun á þessum umbúð- um þekkist ekki — jaörar það við vitavert kæruleysi af fram- leiðendanna hálfu, þar sem mat urinn getur verið orðinn gamall og skemmdur án þess að neyt- andinn hafi hugmynd um. Nú höfum við fengið eina ósk ■frá lesanda, sem við ætlum að gera að umræöuefni. Þessi ósk er ekki ný af nálinni, því hún hefur áður verið til umræðu á Kvennasíðu, en góö vísa er aldrei of oft kveðin. 1 þessu tilfelli hafa óskir neytendanna einnig verið að engu hafðar og ekkert gert til að bæta. Óskin er á þá lund, að fram leiðendur merki innihald, þ.e. þunga innihalds á umbúöir fram leiðsluvara sinna. Það er lág- markskrafa neytandans, aö hann viti hversu mikiö magn af til- tekinni vöru hann er að kaupa. Ekki sízt ber að merkja vöru- magnið r 'ma á verðhækkunar- tímum, þvi framleiðendur hafa oft gripið til þess, þegar nauð- syn hefur krafið að minnka vörumagnið en halda verðinu nokkurn veginn óbreyttu. Þetta viröist beinlínis hafa verið gert í þeim tilgangi að kasta ryki í augu neytandans. l^n þaö er ekki nóg, að inni- hald sé tilgreint í grömm- um. Framleiðandinn verður að greina innihaldið i sundur. Hann verður að tiltaka fast inni hald og vökvainnihald. Öðruvísi getur neytandinn ekki gert sam anburö, svo að neinu nemi. Sem dæmi um merkingu skul urn við taka dósir með niöur- soðnum ávöxtum, Þær koma er lendis frá og á þeim mörgum er tilgreint vökvamagn og svo fast innihald. Með samanburði getur neytandinn séð, hvaða dósategund inniheldur mest fastamagn og minnst vökva- magn. Augljóst er að það er meiri akkur i því fyrir neytand ann að kaupa ávaxtadós með meira fastamagni en vökvainni- haldi. rpölur um innihald veita aðhaid. Þegar merkingin segir t.d.að innihaldið sé 800 gr., á inni- haldið að vera 800 gr. en ekki 780 gr. En í þessum efnum er víða pottur brotinn, og er þá alveg eins hægt að leita út fyrir landsteinana, þar sem •slíkar yfirsjónir þekkjast. Fram leiðandanum er auðvitað í hag, að hafa vörur sínar merktar á- reiðanlegri merkingu, sem neyt- andinn treystir á, þegar hefur gert sínar kannanir. Augu neytendanna eru að opnast fyr- ir ýmsum hlutum — rannsókn ir fyrir neytendur eru aö ast og framleiðandi, sem fær gott orð á sig i byrjun fram- leiðslu, heldur velli. Innihald verður að vera merkt á sem flestum vörutegundum og ekki niðursuðuvörum einum saman. Allar pakkávörur eiga að vera merktar, möndlur, hneí ur i smákappningum, búðingar og búðingsduft, sulta, þvotta- efni, allt, sem er pakkað inn. Hér er okkur oftast boðið upp á hálfdós eöa heildós af tiltekinni vöru — en hversu mikiö magn er það? BORÐKRÖKSHÚSGÖGN ELDAVÉLAR n Einum mm ELDHUSVIFTUR ELDAVELASETT KÆLISKÁPA FRYSTISKÁPA EINUM STAÐ FáiS þér íslenzk gólfteppi frás Ennfremur ódýr EVLAN feppi. Sparið tíma og fyrirhöfn, og verzlið á einum sicð. SUDURLANDSBRAUT10. REVKJAV1K SiM|:83570 PBOX1311 mtima

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.