Vísir


Vísir - 17.07.1969, Qupperneq 6

Vísir - 17.07.1969, Qupperneq 6
6 V I S I R . Fimmtudagur 17. júlí 1969. |vERKTAKAK! — HÚSBYGGJENDUR:| FRAMKVÆMUM ALLS- KONAR. J A RÐÝTU VINNU UTANBORGAR SEM INNAN 82005-82972 MAGNÚS &MARINÓ SF © Notaðir bílar til sölu ® Höfum kaupendur að Volkswagen og Land- Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Volkswagen ’53 Volkswagen ’55 Volkswagen ’57 Volkswagen ’61 Volkswagen ’62 stærri gerð Volkswagen 1200 ’64 Volkswagen 1500 ‘67 Volkswagen microbus árg. ’65 Land-r<over ’62 dísi! og bensín Land-Rover ’63 dísil Land-Rover ’64 bensín Land-Rover ’65 bensín Land-Rover ’66, bensín Land-Rover ’68, bensín Volvo Amazon ’58 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust af- not ai rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: ' Pí 1 f7" —Listir -Bækur -Menningarmáí ,Litli leikklúbburinn" — Isafirði: Afbrýðisöm eiginkona eftir: Gay Paxton & Edward Hoile Þýðing: Sverrir Haraldsson — Leikstjóri: Jóhann Ögmundsson „T itli leikklúbburinn“ á ísa- firöi brá sér hingaö til Reykjavíkur um sl. helgi og sýndi gamanleikinn „Afbrýöi- söm eiginkona“ í Iönö á láugar- dagskvöld ög sunnudág. „Litli Ieikklúbburinn" er arftaki Leik- félags ísafjarðar, stofnaöur ár- ið 1965, fjórum árum eftir aö Leibfélagið hætti starfsemi sinni, en það mun hafa verið stofnaö á fyrsta tug aldarinnar og lét oft mikið aö sér kveöa. Tuttugu áhugamenn og konur stóðu að endurreisn þess undir núverandi nafni, en alls munu meðlimir „Litla leikklúbbsins" nú vera um áttatíu talsins, „en varla mikið yfir tuttugu virkir", að sögn þeirra sem til Reykja- víkur komu aö þessu sinni. „Afbrýöisöm eiginkona" er sjö- unda viðfangsefni Leikklúbbsins. Leikstjórinn er frá Akureyri, Jóhann Ögmundsson, en hann stjórnaöi einnig næstsíðasta við- fangsefni hans, „Billy lygara", fyrr á þessu leikári. Húsnæði til leikstarfsemi er mjög óhentugt á ísafirði; húsið tekur að vísu allmarga áhorf- endur en sviðið ákaflega þröngt og erfitt að koma þar við nokkr- um sviðsbúnaði, að því er for- maöur Leikklúbbsins, Emir Ingason, sagði. En leiksýningar em vel sóttar, að minnsta kosti gamanleikir, til dæmis mun láta nærri að þriðji hver íbúi hafi sött sýningar á þessu leikriti. Auk þess hefur Litli leikklúbb- urinn jafnan sýnt viðfangsefni sín víðsvegar á Vestfjörðum við góða aðsókn. Þrátt fyrir örðuga aðstöðu er mikill áhugi ríkjandi innan leikklúbbsins, og helzta áhugamálið að fá hæfan kennara í undirstöðuatriðum leiklistar- innar til starfa vestur þar. Tón- listarlífið á ísafirði stendur með ótrúlega miklum blóma, og þaö er fyrst og fremst því að þakka að bæjarbúar voru svo lánsamir að þangað réðist jafnfjölhæfur og mikilhæfur maður og Ragnar H. Ragnar. Þótt varla megi reikna með að þeir sem leggja þar stund á leiklistina, veröi svo heppnir að viðlíka kennari á þvi sviði seíjist að á Isafirði, yrði þeim mikill fengur að nokkurri dvöl leiklistarkennara þar i kaupstaðnum. Jafnvel þótt góö- ir leikstjórar starfi þar við og við, kemur það ekki að sömu nótUm, eins og gefur að skilja. Leiksýningin í Iðnó bar þess og nokkur merki, að hina ungu og áhugasömu leikara skorti raddþjálfun, til dæmis. Annars varð það ekki fyllilega dæmt af fyrri sýningunni; leikararnir höfðu ekki haft tækifæri til að átta sig á hljómburðinum, og eins gætti þess nokkuð, aö þeir voru ekki vanir svo stóru sviði, og áttu þess vegna erfitt með að ná viðhlítandi samleik fyrst í stað, en það lagaðist er á leið. Viðfangsefnið var af léttasta taginu, eitt af-hinum ótal mörgu afbrigðum af hinum sígilda gamanleik, „Frænka Charleys“, sem stöðugt skjóta upp kollin- um, bæði á leiksviði og kvik- myndatjaldi, sum allsnjöll en ná þó yfirleitt hvergi nærri hinni sígildu fyrirmynd. Leik- sagan og atburðafléttan er að vísu með ýmsu móti í slíkum skopleikjum, en þeir eiga það allir sammerkt, allt er miðaö við að koma því þannig fyrir að einhver af karleikurunum sé til- neyddur að taka á sig gervi roskinnar konu, og skapa þann- ig hlægilegan misskilning og árekstra. Þessi hamskiptj njóta jáfnan mikilla vinsælda, bæði leikara og áhorfenda — og minna má á það til dæmis, að margir af frægustu gamanleik- urum austan hafs og vestan hafa glfmt við „frænkuna", bæði á leiksviði og í kvikmyndum. Hamskiptaleikur þessi er brezkur, saminn af tveim höfund um, Gay Paxton og Edward Hoile, og hvork; betri né lakari en önnur slík afbrigði „frænk- unnar“. Að sjálfsögöu veltur mest á því að góður skopleikari fari með hamskiptahlutverkið. og þar reyndist Litli leikklúbb- urinn hafa liðtækum manni á að skipa, Lúðvík Jóelssyni — sem að vísu náöi ólíkt betri tökum á hlutverk:nu, eftir að hann hafði tekið á sig kvengervið, og sýndi þá ósvikna skophæfileika, sem áreiðanlega gætu nýtzt vel með aukinni kunnáttu og tækni. Annaö skopverk var þama líka um að ræöa, sem vel var af hendi leyst, Mole skátaforingja, forkostulega brezkan sérvitring, leikinn af Finni Magnússyni. Önnur hlutverk eru fremur lit- dauf af höfundanna hálfu, enda einungis við það miðuð að skapa „hamskiptunum" sennilega um- gerð. Charles Pentwick er eins konar eftirprentun á skopper- sónum Woodehouse, leikinn af Guöna Ásmundssyni, en að mínum dómi hefur leikstjórinn ekki lagt þann skilning í hlut- verkið. sem meö þarf til þess að það njóti sín. Margaret kona hans er leikin af Guðrúnu Ey- þórsdóttur, sem gædd er sviðs- þokka og öryggi í framkomu, en hlutverkið veitir ekki tækifæri tilneinna átaka. Sama er að segja um hlutverk Dicks og ráðskon- unnar, leikin þokkalega af Erni Ingasyni og Sigrúnu Vernharðs- dóttur, en öllu meira reynir á Sigurborgu Benediktsdóttur í hlutverki Mollyar og Helgu Sveinbjarnardóttur í hlutverki Fritzy Willers leikkonu, þótt ekki sé þar um nein átök að ræöa; leikur beggja var geð- þekkur og útúrdúralaus, og eink um er Helga gædd þrótti og svipbrigðum, sem vekja grun um hæfileika til skapgerðar- leiks, ef hún fengi tækifæri til að þjálfa þá og aga. Leikendum var vel tekið og vel þakkað að lokum, en áhorfendur hefðu gjarna mátt vera fleiri. ísfirðingar hafa löngum fengiö orð fyrir að láta sér.ekki allt fyrir brjósti brenna, og sannar- lega þarf nokkurt áræði til þess af fámennum leiksamtökum í afskekktu dreifbýli aö sækja höfuðstaðarbúa þannig heim. Og þakka ber „Litla leikklúbbnum“ það raunsæi og hreinskilni gagn- vart sjálfum sér og öðrum, aö velja til sýningar í slíkri ferö viðfangsefni, sem þeir vissu sér viöráðanlegt, en láta hins vegar lönd og leið þótt reykvískum leikhússgestum kynrii aö finnast slíkt léttmeti naumast samboð- ið sínum hábróaða smekk. Hafið því þökk fyrir komuna, Isfirð- ingar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.