Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 1
„Finnst þetta mjög ranglátt44 — segir framkvæmdastjórinn i Ólafsfirði, sem var dæmdur i mjólkursölumálinu — Okkur finnst þetta mjög ranglátt að öllu leyti, það má víst líta á þetta sem einhvers konar prófmál, sagði Gunnar P. Sigvaldason, framkvæmdastjóri verzlunarinnar Valberg í Ólafs- firði f viðtali við blaðið í morg- un, en Gunnar og stjórnarfor- maður fyrirtækisins hafa verið dæmdir fyrir sakadómi Ólafs- fjarðar í fjársektir og varðhald í stað sektar, verði hún ekki greidd innan tiltekins tíma fyrir að hafa keypt mjólk frá Akur- eyri til að selja viðskiptavinum sínum. Er slíkt talið sakhæft samkvæmt mjólkursölulögun- um. — Við keyptum mjólkina í smá- sölu á Akureyri i tíu lítra um- búðum borguðum fyrir hana flutn ingsgjaldið til Ólafsfjarðar og dreifð um henni á sama verði og hún kost aði á Akureyri, sagði Gunnar enn- fremur. Við höföum mjólkina bara í kæliborði en ekki í verzluninni og seldum mjólkina til fastra við skiptavina og var þetta eiginlega gert að þeirra ósk. Þegar við byrj uðum á þessari sölu var mjólk hér eingöngu seld á flöskum og mjólkur samlagið hér seldi mjólkina frá kaupfélaginu. Nú er það svo að Mjólkursamlagið þarf aö flytja mjólkina frá Akureyri a.m.k. helm- ing ársins og er það látið átölu- laust. Þá sagðj Gunnar að líta mætti á þetta sem prófmál, margir staðir eigi við sömu erfiöleika að etja í sambandi við mjólkursölu. Einnig sagöi Gunnar að málinu yrði áfrýj að til Hæstaréttar. Kaupmannasamtökin héldu fund með blaðamönnum í gær þar sem skýrt var frá þessu máli. Þar skýrðu þeir Pétur Sigurðsson og Sigurður Magnússon frá því að mjög tor- sótt hafi reynzt fyrir einkaverzlm ir að fá heimild til að seija mjólk, því framkvæmd einkasölulaganna sé í öllum meginatriðum á þann veg að mjólk skuli ekki fást keypt nema i þeim verzlunum, sem þóknanlegar séu að áliti þeirra, sem með þessi mál fara í krafti fyrrnefndra laga. Ekki gátu talsmenn Kaupmrana samtakanna gefið neina viðhlít- andi skýringar á því hverjir þeir aóilar séu sem ákveða mjólkuunál in utan stjórna mjólkursclusvæð- anna hvers um sig og Framieiðslu- ráðs landbúnaðarins. Þrátt fyrir það að Kaupmannasamtökin hafi farið þess á ieit við ýmsa aðila, að þeir beittu áhrifum sínum fyrir áiyktun, sem Kaupmannasam- tökin gerðu fyrir þrem árum um sölu mjólkur almennt í matvöru- verzlunum, hefur það engan árang ur borið. Þessir aðilar hafa m. a. 'verið Framleiðsluráð Lanlbúnaðar ins, mjólkursamlögin um land ailt, sveitarstjórnarfulltrúar, landbúnað- arráðuneytið og viðskiptamálaráðu neytið. Sögðust þeir einnig hafa talað við iandbúnaðarráöherra og fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem hefðu tekið vel i málaleitan þeirra en þeim að- ilum ekki tekizt að leysa málin. Öll skipin fá dælur j fyrir loðnuveiðarnar j Flesr síldarskipin eru nú að iast tii loðnuveiða úti fyrir Austfjörðum or> er nú verið að vinna við ?.ð setja upp dælur í skipin, sem notaðar verða bæði við að dæla úr nótunum og eins til að landa. Reiknað er með að flest skipanna sem loðnuveið ina stunda núna verði búin slík- um dælum, en það er allmikið fyrirtæki að koma þeim fyrir í skipunum oo betta eru dýr tæki, kosta ekki undir einni milljón. Ekkert skip er enn komið á miðin austur af Langanesi, þar sem leitarskipið Árni Friðriks- son fann loðnugönguna í fyrra- dag, svo sem skýrt var frá í Vísi i gær, en nokkur skip munu halda þangað austur á bóginn næstu daga. Fáein skip voru enn að huga rð síld úr af Jökli í nótt en ekk ert hafðist upp úr krafsinu. Ás- berg RF var væntanlegur inn í dag með smáslatta af síld, sem veiddist í fyrradag. Skipið verö- ur síðan búið til loðnuveiða. Otrúleg grimmd Lokuðu k'ótt inni i járnkassa — fraus i hel i næturfrostinu Einhverjir illa innrættir ungiing tr unnu illvirki þegar þeir lokuðu hllegan. hvítan heimiliskött inni í ámkassa og settu jámstykki fyrir sp kassans, þannig að kisa kæmist irugglega ekki út. Þarna fraus hún . hel í næturfrosti. Þetta gerðist v'estur við Ánanaust, vestast í Vesturbænum. Sannarlega geta ill- virkjarnir verið upp með sér og talið sig menn með mönnum. Ekki þarf að geta þess hvernig litlu stúlkunni, sem átti kisu, var innanbrjósts, þegar hún komst aö raun um hvemig dýrið hafði verið leikið. Myndin sýnir hvemig kassinn lít ur út, en til vinstri á myndinni er jámfleinn, sem settur var fyrir opið á járnkassanum. Nú verður bönnuð varzla og meðferð eiturlyfja Allt oá 6 ára fangelsi og milljón króna sekt liggur við stórfelldum brotum í núgildandi lögum um lögin taka til. Þess vegna flytur ríkisstjórn- in nú frumvarp um strangari reglur og harð- ari refsingar við brotum. eiturlyf er ekkert á- kvæði um bann við vörzlu eða meðferð þeirra lyfja og efna, sem „Öheimilt er að hafa undir höndum eða varðveita, veita við töku gefa, afhenda, selja eða verzla með hvers konar lyf eða efni, er ákvæði iaga þessara taka til...” Svo segir í 1. grein frumvarpsins. „Brot á lögum þessum og regl um settum samkvæmt þeim, varða sektum allt að 1 milljón króna eða varðhaldi og fangelsi allt að 6 árum, ef um stórfellt brot er að ræða.‘‘ Stórfellt brot er aö dreifa þessum lyfjum til hóps manna eða selja þau gegn verulegu gjaldj eöa stuðla að því að það verði gert. Lög þessi náöu upphaflega til ópíums, heróíns, kókaíns og morfíns, en geta nú með reglu- gerð ráðuneytis náö til hvers kyns eiturlyfja. Gina hætti við, þegar Kaufmann reyndist ekki milljónamæringur Hún Gina Lollobrigida hefur hætt við að ganga í heilagt hjónaband með Bandaríkja- manninum George Kaufmann, sem hún og fleiri hugðu vera milljónam -ing, — í dollurum. Það reyndist ekki rétt og nú hefur Gina ekki áhuga lengur — Sjá bls. 4. Þegar Viggó fjarlægði brezka fónann Viggó Oddsson, íslenzki land- mælingamaðurinn er nú kominn til S-Afriku og í blaðinu í dag segir hann lesendum frá fána- náli, sem hann tók þátt í skömmu eftir komuna til Jó- hannesarborgar. — Sjá bls. 5. Hneyksli: hér og þar Aðsóknin að ýmsu því, sem gagnrýnendur og aðrir telja tii menningarviðburða virðist i slakasta lagi. í Kjallaragrein á bls. S skrifar Ólafur Jónsson grein með nafninu Hneyksli: hér og þar. — Sjá bls. 6. Baldvin og Gunnar næstir? Eftir „einvígið” i sjónvarpssal á þriðjudagskvöld finnst mörg- um tími til kominn að gera hreint í slysavarnamálum þjóð- arinnar. í dálkinum lesendur hafa orðið ræðir einn lesenda um þetta. Lesendur hafa not- fært sér símaþjónustuna mjög vel síðan hún hófst, en þeir sem vilja koma einhverju á framfæri ^eta hringt milli 13 og 15 í síma 11660 og rabbað við þáttinn Lesendur hafa orðið — Sjá bls. 9. Dimmalimm inu ... verið að ljúka æfingum á barnaleikritinu Dimmalimm og litum við inn á ’fiHgu í gær. — Sjá bls. 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.