Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudegur 15. janúar 1970. 9 I □ Burt með rokið og.. Þessi sífelldu hrakviðri hér á Reykjavíkursvæðinu eru alveg að fara meö taugarnar mínar. Annaðhvort er rok og rigning eða frost og fjúk. Það er til lít ils, að borgin skuli hafa föig ur hús, breiðar götur og hrein torg, þegar veöurguöimir leika lausum hala 365 daga í ári. Ég legg til að keyptur verði plast himinn yfir Reykjavík eins og nú er farið að framleiða í Amer- íku. Að vísu munu þeir ekki ná yfir nema tvo hektara eins og er. En eftir nokkur ár munu áreiöanlega fást nógu stórir plasthimnar fyrir Reykjavík. Þá skulum við endilega fá okkur einn og búa svo í friði æ síðan. Lognhattur. □ Tvær tillögur í mesta bróðerni. Mætti ekki bæta spænsku f skólasjónvarpið til viðbótar við enskuna og þýzkuna? Einnig vil ég ráöleggja sjávar- útvegsmálaráöherra að fara á Dale Camegie-námskeið, áður en hann kemur næst fram f sjón- varpinu. Til hvers? Jú, hann gæti þá kannski lært, hvemig hann á að snúa sig út úr sínum miklu vandamálum, a. m. k. í orðum. Einn velviljaður. □ Og nú eru það Baldvin og Gunnar. Slysavarnamaður hringdi í gær og sagðj 1 gærkvöldi fengu áhugamenn um ópemr að skegg- ræða < sjónvarpssal um óupp- gerðar sakir sínar og að vonum vakti þátturinn landsathygli. En hvernig stendur á því að út- varpsráð neitar áhugamönnum um umferðaröryggi um svipaða fyrirgreiðslu? Einvígi þeirra Gunnars Friðrikssonar og Bald- vins Þ. Kristjánssonar er enn ó- útkljáð. Fjölmargir áhugamenn eru mjög í vafa um ágæti SVFl i sambandi við þetta þjóðarböl, sem ég vil leyfa mér aö kalla umferöarslysin hér á landi. Þaö hlýtur aö vera krafa okkar að útvarpsráð endurskoöi afstöðu sína — eöa er mönnum líka þar mismunað gróflega? „Efins“. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Þetta var svo fyrirferðar- lítið í stílabókinni minni Litið inn á æfingu á Dimmalimm og spjallað við h'ófundinn, Helgu Egilson Það er heldur betur líf- legt um að Iitast á sviði Þjðð- leikhússins, þar sem verið er að æfa barnaleikinn Dimma- limm. Að tjaldabaki bíður fjöldi ungra leikenda. Pínu- Iítill órói í hópnum af því þetta er nærri því eins og alvörusýning. AHir komnir í fínasta púss til þess að líta þokkalega út í afmælisboð- inu hans Péturs prins. Orátt heyrist fjörugt spilað í hljómlistargryfjunni, þar sem Atli Heimir Sveinsson stend ur meö stjómsprotann og allur skarinn fylkir sér inn á sviðiö, dansar, syngur og fer í leiki eins og gengur f slíkum veizlum. Ballettmeistari hússins Colin Russel er á þönum að leiðbeina og minna þá sem gleyma, á sínar stellingar. — Brosa! segir hljómsveitarstjórinn. Brosa! seg- ir kórstjórinn, Þorgerður Ing- ólfsdóttir, og allir gera sitt bezta til þess að brosa. Þetta unga. fólk er úr listdansskóla Þjóðleikhúss- ins og ungir nemendur úr Tón- listarskólanum. Stærstu barná- hlutverkin i leiknum, Dimma- limm og Pétur prins, fara þau með Júlíana Kjartansdóttir og Ólafur Flosason. Stærri hlut- verkin í leiknum eru hins vegar leikin af leikurum Þjóðleikhúss- ins — Þessi leikur um Dimma- limm er sprottinn upp úr ævin- týrj Guðmundar Thorsteinsson- ar, Muggs sem flestir þekkja. Höfundurinn er frændkona Muggs, Helga Egilson, en henni sagði Muggur ævintýrið upohaf- lega og kallaði hana gjarna Dimmalimm. — Ég hef setiö flestar æf- ingar síðan þetta kom á sviðið, segir hún þegar Visismenn hittu hana þar f áhorfendasætunum. Þaö er stórkostlegt að sjá þetta lifna svona á sviðinu. — Þetta var svo ósköp fvrirferðarlítið f m • mmm mmmnrnmH-wiawMMÁ stflabókinni minhi. Svo þegar ég sé allt þetta fólk vera að vinna aö þessu og allt sem í þetta er lagt, þá er ekki laust við að ég skelfist. — Er þetta allt öðruvísi á sviðinu heldur en þú sást það fyrir þér, þegar þú varst að semja leikinn? — Þetta er miklu svipmeira á sviðinu heldur en ég hugsaöi mér það. Ég hafði ekki dirfsku til þess að setja í þetta margt af því sem leikstjórinn, Gíslj Al- freðsson, hefur síðan látið ger- ast. — Þótt maður fari sem gest- ur í leikhús og hafi yndi af, hef- ur maður ekki hugmynd um alla þessa vinnu, sem á bak við sýningarnar liggur og ég þekkti ekkert til leikhúss, nema sem áhorfandi — Er langt síðan þú laukst við þetta, eöa ertu kannski enn- þá aö snurfusa það? — Nei, það hefur ekki verið átt við sjálft leikritið eftir að það var prentaö í handrit, En þaö er um það bil ár síðan ég sendi leikinn til Þj.óðleikhússins. Þetta hefur verið lengi í smfð- um. Ég var dálítiö hikandi við þetta, því ekki hefur það komiö yfir mig áður að skrifa, nema sendibréf op illa ;Ég var dá- lítiðfög viðþetfa og þoTði iíaum- ■ ast i að kotna- þvl á framfæri. Lfkléga hefði ég aldrei gert þaö Helga Egilson. Engin er eins þæg og góð og Dimma-limma-Iimm, og engin er eins hýr og rjóð og Dimma-limma-limm. hefði ég ekki búið i næsta húsi við Bryndísi Schram. Hún stapp- aöi I mig stálinu og taldi i mig nægilegan kjark til þess að koma jpessu á framfæri. Leík'éndumir eru að tínast inn úr hléi í þann mund sem við slítum talinu og sviðið lifnar á ný. — Það er svo einkennilegt með hann Mugg, segir Helga. Hann sem var nú svona mikið erlendis og hefur sjálfsagt kynnzt vel skógum, aö í teikn- ingunum hans veröur skógurinn alltaf ævintýraskógur. Þar er þessi íslenzka víðátta, fjöll I baksýn eins og sjá má af svið- inu. — En sviðið er reyndar að miklu leyti sniðið eftir teikning- um Muggs. Sviðsmyndin er verk Birgis Engilberts. Við skjótum þeirrf spurningu að Helgu að lokum, hvort hún ætli sér að halda áfram að skrifa ...? — Nei, alls ekki aö svo miklu leyti, sem ég get fullyrt núna. — Ef eitthvað fer að spila í mér þá veit ég altént hvað það kost- ar. ----Og svo heldur ævintýrið um Dimmalimm og prinsinn hennar, sem varð að svani, á- fram á sviðinu. I hölhnm hjá kóngi og drottningu, Hákoni Waage og Bryndísi Schram, yzt til hægrl er Jón Júlíusson, sem leikur eitt af helztu hlut verkunum. Stutti Jón í Köldukinn hann dansa. átti dætur þrjár... Nemendur Tónlistarskólans og Listdansskóla Þjóðleikhússins syngja og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.