Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 3
iVfSIR . Fimmtudagur 15. janúar 1970. Hvað gerist a KSI þinginu Hvað gerist á KSl-þingi eftir ein hverja stormasömustu og annasöm ustu 14 mánuöi í sambandinu frá upphafi? Heldur Albert áfram eöa hættir hann? Þessarar spurningar spyrja menn hvem annan þessa dagana en um næstu helgi, dagana 17. og 18. jan. verður KSl-þing haldið í Sigtúni og hefst þaö kl. 14 á laugardaginn. Enginn vafi er á því aö Albert Guðmundsson hefur á þessu rúma ári í valdastóli gert stórkostlega hluti, bæöj íþróttalega og fjárhags- lega séö, og er þar einkum haft í huga vetrarknattspyma og get- raunir, sem hvort tveggja spratt upp fyrir hans forgöngu. Hins vegar dylst engum að Al- bert er oröinn umdeildastur allra íþróttaleiötoga okkar, og þarf aö leita langt aftur til að finna annan sem stenzt þar nokkum samjöfnuö. Albert hefur ömgglega hlotið óvin sældir margra ,kollega‘ sinna í öör um íþróttagreinum fyrir ýmis um- mæli sín, enda alls ómyrkur í máli. Margir telja að Albert muni ekki gefa kost á sér, en enn aðrir aö hann muni sízt af öllu stökkva burtu frá hálfnuðu verki, slíkt sé ekki skaplyndi hans. Þá hafa Heyrzt raddir um að margir séu reiðubún ir til að taka upp merki hans, m.a. hefur heyrzt minnst á Hafstein „einvald" Guðmundsson í því efni. Ekki skal hér lagður neinn dómur á þær bollaleggingar, en örugglega munu knattspymumenn óska þess að Albert sitji áfram og haldi áfram stórmerkum umbótum sínum á knattspymusviðinu. — jbp— Þannig lýsir „leik- maour mikilvægu marki I knattspyrnu Lýsingar á íþróttum eru mis- jafnlega góðar. Dagblöðin geta rúmsins vegna ekki leyft sér að verja mjög miklu rúmi undir lýs ingar af einstökum atvikum á íþróttavellinum, nema eitthvað alveg sérlega stórkostlegt gerist. Það er gaman fyrir íþróttafrétta- ritara aö lesa hvemig leikmaöur rit- ar um mikilvægt mark í leik. I blaöi sem KA á Akureyri gaf út fyrir jól- in um félagsstarfsemi sína ritar Rafn Hjaltalín innlegg 1 grein um það þegar Akureyringar urðu bikar- meistarar í knattspyrnu. Er þetta vel gert hjá Rafni eins og hans var von og vísa og leyfum við okkur að birta iýsingu hans á þessu marki, sem margir munu minnast af vell- inum: „Þar fór hjá augum eitt það feg ursta mark og samofin snilli liös- manna. — Innherji leikur upp vinstri jaðar vallarins, upp undir horngeira, svell er sleipt undir fót um, frá hægri kemur vamarmaöur aðvífandi og lokar innherjann af, að kalla. Reynslan hefir kennt, að hér veröur eigi lagt til einvígis um knöttinn, leiftursnöggt lítur inn herjinn til baka, sér útherja, félaga sinn, fylgja sér eftir og bjóða aðstoð, ef með þarf, sem eldingu bregði, þá spyrnir innherjinn knett- inum með hælnum til samherja síns og þrautin er leyst um sinn. Útherjinn leitar að svelllausu svæði finnur smá spildu, sendir ná- kvæma sendingu á samherja, sem er inni á vítateigi andstæðinganna, 30—35 m í burtu. Þama er kominn yngsti leikmaður liðsins (Eyjólfur). Hér kemur nákvæmlega eins send ing og þjálfari minn hefir varað mig við. Hversu oft hefir hann ekki bent mér á hvað gera skuli. Nú má ég ekki bregðast ráðum hans, og fer á móti stefnu knattarins, koll- spymi, knötturinn klýfur loftið og föst sending hafnar ofarlega f and stætt markhorn. Hér vann saman leiknin kunnáttan og reynslan og árangurinn varð eftir þvf. Nú varð baráttan hörð, venjulegum leiktíma var lokið, framlengja varð.“ Vantar húsgagnasmið eða húsasmið vanan innréttingum. HúsgagnaverkstæSi Þóris og Eiríks Súðarvogi 44. Sími 31360. AUGLYSING UM INNKOLLUN NOKKURRA ELDRI PENINGASEÐLA. Samkvæmt reglugerð nr. 286 frá 24. nóvember 1969, sem sett er með heimild í lögum nr. 22 frá 23. apríl 1968, hefur viðskiptaráðuneytið að tillögu Seðlabanka íslands ákveðið innköllun nokkurra eldri peningaseðla. Þessir peningaseðlar eru: a. Allir 5, 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar Landsbanka fslands, sem gefn- ir voru út samkvæmt heimild í lög- um nr. 10 frá 15. apríl 1928, og settir í umferð frá ársbyrjun 1948. Myndir (forhlið) og lýsing aðalein- kenna seðlanna: STÆRÐ: 121 X71 mm. MYNDIR: Jón Eiríksson (forhlið), Landsbankahúsið, Reykjavík (bakhlið). AÐALLITUR: Grænn. STÆRÐ: 136x85 mm. MYNDIR: Jón Eiríksson (forhlið), Vestmannaeyja- höfn (bakhlið). AÐALLITUR: Grænn. STÆRÐ: 150x100 mm. MYNDIR: Jón Sigurðsson (forhlið), Gaukshöfði í Þjórsárdal (bakhlið). AÐALLITUR: STÆRÐ: 151x100 mm. MYNDIR: Jón Sigurðsson (forhlið), frá Þing- völlum (bakhlið). AÐALLITUR: Ljós- brúnn. b. Allir 5 og 10 krónu seðlar Lands- banka fslands, Seðlabankans, sem gefnir voru út samkvæmt heimild í lögum nr. 63 frá 21. júní 1957 Myndir (forhlið) og lýsing aðalein- kenna seðlanna: ■ ÍANOSBSNHf: ÍSLmS § STÆRÐ: 110x70 mm. MYNDIR: Stytta Ingólfs Arnarsonar (forhlið), Bessastaðir (bakhlið). AÐALLITIR: Rauðbrúnn (forhlið), grór (bakhlið), fjöllitalvaf bóðum megin. STÆRÐ: 130x70 mm. MYNDIR: Jón Eiriksson (forhlið), Reykjavíkurhöfn (bakhlið). AÐALLITIR: Brúnn (for- hlið), gró-grænn (bakhlið), fjöllitaívaf báðum megin. c.10 krónu-seðill S^ðlabanka fslands, sem gefinn var út samkvæmt heimild í lögum nr. 10 frá 29. marz 1961 Mynd (forhlið) og lýsing aðalein- kenna seðilsins: STÆRÐ: 130x70 mm. MYNDIR: Jón Eiríksson (forhlið), Reykjavíkurhöfn (bakhlið). AÐALLITIR: Brúnn (for- hlið), grá-grænn (bakhlið), fjöllitaívaf bóðum megin. Frestur til að afhenda ofangreinda peningaseðla til innlausnar er 12 mán- uðir frá birtingu auglýsingar þessarar. Allir bankar og sparisjóðir eru skyld- ugir að taka við peningaseðlunum og láta í staðinn peninga, sem ekki á að innkalla, til loka frestsins, sem er hinn 15. janúar 1971. Peningaseðlarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna til loka innköllunarfrestsins, en hætta að vera það hinn 15. janúar 1971. Seðlabanka fslands er þó skylt að inn- leysa ofangreinda peningaseðia eigi skemur en í 12 mánuði eftir lok frestsins. Reykjavík, 15. janúar 1970. SEÐLABANKI ÍSLANDS Vísir vísar á viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.