Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 6
sögumanns birtist af sjón og skynjun atburða, samhen/?i þeirra fremur en í beinni útlegg- ingu efnisins. í sögu Óskars Aöalsteins viröist hinum íborria og „ljóðræna" stílshætti ætlaö hlutverk slíkrar útleggingar sem raunhlít frásögn, lýsing sögufólks og atburða nægir ekki til að miðla hinu. . Kjallari: Hneyksli: hér og þar T haust bar það til nýluijdu á Akureyri að Leikfélag Akur eyrar réð í sína þjónustu fastan framkvæmdastjóra, ungan leik- húsmann úr Reykjavík, og jafn framt réðust fleiri ungir leikar ar, efnilegt og vehnenntað. fólk til að leika með félaginu. Ætla mátti af þessari ráðabreytni að verið væri að stíga fyrstu skref in til reglubundins leikhúsrekst- urs, marka stefnu í átt til atvihfiu leikhúss á Akureyri. Og þá stefnu hlýtur leikhúsrekstur í þéttbýlustu stööum út um land óhjákvæmilega að taka eigi leik starfið þar framtíð fyrir sér. Fyrsta verkefni hinna nýju forráðamanna ieikfélagsins á Akureyri var íslenzkt leikrit, umtalað fyrir nokkrum árum en aldrei áður flutt á sviði, frum sýningu var sagt að væri prýö isvel tekið. En hvað gerist svo? Næstu sýningum leiksins varö að aflýsa vegna ónógrar — ná- kvæmlega sagt: engrar — aö- sóknar og mun leikurinn hafa lognazt út af við svo búið. Nú skal ég engan dóm leggja á leik rit Jóns Dan, Brönugrasið rauða né verðleika sýningarinnar sem ég hef ekki séð. En þeir sem 1 raun réttri töpuðu þessu máli voru Akureyringar sjálfir. Þeir sátu heima hjá sér yfir ný- fengnu sjónvarpi og virtu ein- skis þá tilraun sem leikfélag þeirra var að gera. Hennar vegna, hinna nýju manna £ fé- laginu, framtiöarinnar vegna hefði þó veriö vert að kynna sér verk þeirr^. Er npkkur á- stæða til aðíiðka léiklist, reyna að halda uppi menningarlegu leikstarfi í sltkil úriihverfi? En fleiri eru daufir og tregir en Akureyringar. Á jólunum frumsýndi Leikfélag Reykjavik ur Antígónu Sófóklesar í Iðnó við sjaldgæfa hrifningu frum- sýningargesta. Hvað gerðist svo? Á sýningar leiksins síðan munu ekki hafa selzt nema svo sem 50—60 aögöngumiðar, og er að svo komnu ekki annað sýnna en Antfgóna falli brátt sjálfdauð niður af leikskrá Leikfélagsins. Ekki veröur vondri gagnrýni kennt um ef svo fer: sýningin hlaut dæmal. og alveg einróma lof í blöðun- um. Og hvað sem líður mati og umsögnum misviturra gagn- rýnenda þarf engum skynibom- um manni sem leið sína leggur í Iðnó að blandast hugur um að þar er að gerast mikilsháttar menningarviðburður — vegna þýðingar Helga Hálfdanarsonar á leiknum og vegna meðferöar hans við stjóm Sveins Einars- sonar, hins fyrsta gríska harm- leiks á íslenzku sviði. Og fom- eskju þarf enginn að óttast: Antígóna er satt að segja tíma- bærara og áhugaverðara leik- verk en þorrinn af árlegum við- fangsefnum leikhúsanna. En meðan kraumar og sýður kringum Fígaró-hneyksli Þjóð- leikhússins leiða reykvískir leik húsgestir þetta verk hjá sér, og vanvirða þar með jafnt sjálfa sig sem leikfélag sitt. Þeir sem eingöngu leita hégómlegustu af- þreyingar £ leikhúsin eiga kann- ski ekki erindi við Antígónu — enda bezt geymdir heima viö imbakassann meðan næsta fiöl- ara er beðið. En falli Antigóna nú i Iðnó er það skömm okkar hinna — allra þeirra sem þykj- ast láta sig svokallað menning- arlff okkar nokkm skipta. — ÓJ BRAUTRYÐJENDUR sanngjarnra IÐGJALDI HAGTRYGGING TRYGGIR BEZTU ÖKUMÖNNUNUM BEZTU KJÖRIN Hagtrygging hf. Eiríksgötu 5 sími 3 85 80 Eplin £ Eden raunar sammerkt með hinni viðfelldnu þorpssögu Jóns Óskars frá i fyrra, Leikj- um í fjörunni, sem einnig lýkur á sama stað f þroskasögu hins unga manns sem söguna segir. jyTeira mein en ófullnægjandi „ytra“ raunsæi, sem sag- an gerir lítið eða ekkert tilkall til, er hitt aö höfundi tekst ekki aö oröa nógu trúveröuglega hug hins unga sögumanns: annan mann fulloröinn ber hvarvetna uppi að baki hans. Þetta kemur þegar fram af því hve ósýnt honum er um að orða samtöl trúlega, en sagan leggur einmitt mikið upp úr samtölum. Við- brögð og orösvör bamanna £ sögunni, Hrings sjálfs, og telpn- anna sem hrffa hug hans, Nínu, Emmu, Lfnu, eru með köflum ó- trúlega fullorðinsleg, alvörugef- in og hátfðleg, með köflum bók- leg og óeðlileg. Sama gildir inn margvísiega ljóðræna ringi og útflúr frásögunnar, skáldlega sundurgerð hennar sem vafa- laust er ætlað að tjá hugarflug, síbreyttan hugblæ drengsins £ sögunni. Stíll hennar er ekki sálfræöilega raunhæfur, of mál- gefinn og skartlegur til að trúað verði á hann. Nú er það auövitað að börn geta talað „fulloröins- lega“ og „óeðlilega" — eins auð- vitað og hitt að höfundur er að hverju verki, saga jafnan sögð af einhverjum. íþrótt góös sögu- manns er einmitt I þvf fólgin að hann er sjálfur samþættur verk- inu, órofa þáttur þess, vitund /%tvfrætt er það söguefni sem Óskar Aðalsteinn fer með í Eplunum í Eden. Og það er alls ekki óhönduglega með það farið, ytri og innri atburðarás sögunnar, fjölskyldusaga drengs ins og þroskasaga sjálfs hans fara, trúlega saman, og einföld lýsing þorpsins og þorpsfólks- ins er henni í sjálfu sér fuli- nægjandi. En Óskari Aöalsteini virðist í þessari eins og fleiri skáldsögum sínum ósýnt um líf- vænlega persónusköpun. Sögu- fólk hans er aö jafnaöi fastar manngerðir, séðar frá einni hlið einungis og taka ekki breyt- ingu með atburðarás sögunnar. Þessi veikleiki höfundarins er líklegast undirrótin að uppgerö og sundurgerð stílsins sem koma á í staö raunhæfrar persónu- sköpunar, vaxtar og þroska sögu manns sem einungis veröur lýst í hans eigin frásögn, eigin orð- um hans. En fábreytni mannlýs- inganna ásamt því hve endur- tekningasöm sagan er, bæði í efnisatriðum og stílfari, gerir hana óneitanlega langdregna og óskemmtilega aflestrar þó hún Ísé sýnilega byggð upp af skyn- samlegu viti og allmikilli fyrir- hyggju og vilji miöla reynslu sem vel má vera sönn og rétt. Það leiöir líka af efni og stefnu sögunnar að fólkið í sögunni er fjarskalega gott fólk, svo raun- gott að stappar nærri ólíkindum. Allir nema Marías kaupmaður, en kaupmenn eru jafnan þrjótar í þorpssögum af þessu tagi. Væri það þarfleg nýbreytni, fyr- ir utan tilbreytinguna, að vfkja einhverntíma frá þeirri gullnu reglu í raunsæislegri sögu. En sjálf atburðarás hennar, frum- drög mannlýsinganna, sú reynsla sem hún vill miðla er allt augljóslega skáldskaparefni — höftmdi sem meira vald hefði á máli sínu og stíl en Óskar Aðal- steinn hefur í þessari sögu. „Hið mikla geymir minningin“ — uppistaöan í þessari sögu er augijóslega af minningatagi. En engu er líkara en höfundur vilji gera úr efnivið sínum smíöi sem hann stendur raunverulega ekki til. Bókin er mjög svo þokkalega útgefin af Skuggsjá nema prent- villur óþarflega margar, en með prentvillum er sjálfsagt að telja óþör-f málfarsiýti á sögunnL Óskar Aöalsteinn: Eplin f Eden Skáldsaga Skuggsjá 1969. 183 bls. Caga þessi gerist f litlu sjávar- þorpi og fyrir alllöngu síð an að því er virðist. lögð í munn ungum dreng sem Hringur heit- ir. Raunar er allt þetta næsta óljóst f sögunni, aldur sögu- manns. tfmi sögunnar og um- hverfið þar sem hún gerist. En þetta kemur að engri sök. Epl- in í Eden er ekki, eða ekki fyrst og fremst, samfélagslýs- ing né samtúnasaga, efni henn ar er í eðlj sínu ótímabundið. Og hvað sem aldursárum Hrings Sverrissonar líöur er fullljóst af sögunni hvar hann er kominn í lífi sínu. Hann er á mótum bernsku og unglingsára, og þeg ar sögunni lýkur er hann ekki lengur bam. „Drengjaárunum er lokið — og koma aldrei til baka.“ Þessum umskiptum lýsir sagan eins og þau gerast í hrifnæmum skáldgefnum huga, stöfuð rómantískum ljóma og giiti. Því að Hringur sögumaður er ekki, eða á minnsta kosti ekki að vera, neinn venjulegur piltur. Það er skáld sem hér er f uppvexti, þó hann teikni og máli en yrki ekki. Og ljóðrænn stíll sögunnar, rómantískur bjarminn sem hann bregður, eöa vill bregða, á daglegan veru leik, fólk og atburði f litlu þorpi, stafar af hug og hjarta- lagi sögumannsins. Þetta eiga V í S IR . Fimmtudagur 15. janúar 1970. cTVlenningarmál Ólatur Jónsson skrifar um bókmenntir: Vilji og verk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.