Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 7
VÍSTR . Fimmtudagur 15. janúar 1970. í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND LíbBuflugmenn læru í Grikklundi 3 Grikkir kenna nú flugmönnum peim frá Libíu, sem munu fljúga Mirage-þotunum, sem Frakkar selja Líbía. 2su nú meira en 100 flugmenn í þjálfun í grískum skóla. ' 0 Frakkar selja Líbíu 50 Mirage- þotur, og hefur sú ákvöröun vakið mikla gremju meðal ísra- elsmanna, sem eru á bannlista hjá Frökkum um vopnasölu. Nígería þiggur loks aðstoé frá Bretum Norræna Rauða-krossinum og kirkju- samt'ókum hafnað Eftir mikið þóf náðist loks í morgun samkomulag milli Breta og Nígeríu- OJUKWU FER HULDU HÖFÐI. — Ríkisstjórn Portúgals neitaði í gær, að vita til þess, að leiðtogi Bíaframanna, Ojukwu, hershöfðingi, dveldist þar í landi. Var ekki í morgun vitað um dvalarstað hans. Mynd þessi var tekin fyrir fjórum dögum, nokkru áður en Ojukwu flýði úr landi. manna um hjálparstarfið. Nígeríustjórn lét Breta hafa lista yfir það, sem nauðsynlegt er talið. Vill hún fá 15 lækna, 20 hjúkr- unarkonur, 50 fjögurra tonna vörubíla, 30 tíu tonna vörubíla og flutn- ingaskip 800 tonna. Hjálp- in má ekki vera í tengslum við herinn. Þannig hafnaði Nígeríustjórn tilboði Breta að senda flugvél flughers- ins með matvæli og lyf. Nú verða þessar birgðir flutt- ar í venjulegri flugvél og er beðið eftir grænu ljósi. Útvarpið í Lagos vísaði í gær- kvöldi á bug allri aðstoð frá hjálp- arstofnun kirknanna og Rauða kross-félögum á Norðurlöndum. Tel ur stjórnin, að þessi samtök hafi stutt Bíaframenn í baráttu þeirra. Einnig hafnar stjórnin allri aðstoð frá Frakklandi, Portúgal, Suður-Af- ríku og Rhodesíu og kanadíska flug félaginu Canadair. Hernaðarlegur fulitrúi K-anadau John Drewry, sagði í skýrslu sinni í gær, að flóttafólkið í Bíafra væri ekki eins langt leitt og menn heföu óttazt. Drewry var aö koma úr heimsóknarferð tii Bíafra. Samkvæmt fyrirmælum Nígeríu- stjórnar skal öll aðstoö, sem veitt verður, fara um hendur fulltrúa Rauða kross Nígeríu. Viröist stjórn- in helzt sætta sig viö aðstoð frá Bretlandi, alþjóða-Rauða krossin- um og væntanlega Bandaríkjunum, þótt ekki hafi verið endanlega frá HÆSTIRÉTTUR í AND- STÖÐU VIÐ KIXON Afnám aðskilnaðar i skólum fyrir 1. febrúar □ Hæstiréttur Bandaríkj- anna ákvað í gær, að skóla stjórnir í 14 skólahéruðum í Suðurríkjunum yrðu að hafa afnumið aðskilnað barna eftir kynþáttum í skólum sínum fyrir fyrsta febrúar. í þessum héruðum eru 350 þúsund börn, hvít og svört. Með þessum úrskuröi herti hæsti réttur enn ákvarðanir sínar frá því í október um að flýtt yrði afnámi aðskilnaðarins. Jafnframt hafnaði rétturinn þeim úrskurði lægri dóm- stóls, að skólahéruðin fengju frest tli 1. september. Úrskuröur hæstaréttar nú var felldur. með sex atkvæðum gegn tveimur. í honum segir, að tafir á framkvæmd laganna um jafnrétti kynþátta brjóti í bága við lögin. Þessi úrskurður hæstaréttar er talinn í andstöðu við stefnu Nixons forseta, en ríkisstjórnin hafði ósk- að þess, að frestur yrði veittur til septembermánaöar. Þetta mál er mikið deiluefni í Suðurríkjunum. Hafa margir hvítir foreldrar hótað að taka börn sín úr hinum ,,blönduðu“ skólum, þegar til kemur, og setja þau í einka- skóla. Óttast foreldrar, aö skólarn- ir veröi lakari ef þeir eru blandaðri en nú er. því gengió. Þessir aðilar hwfa í und'&r irbúningi mikiö hjálparstarf. Hins vegar segja fréttamenn í Lagos, höfuðborg Nígeríu, að ógjör- legt sé að greina rétt frá röngu í sögusögnum um, að Gowon hers- höfðingi hafi ætlaö sér að fremja þjóðarmorð í Bíafra með sultinn að vopni. Dnninn Rifbjerg fékk verðlnunin # Danski rithöfundurinn Klaus Rifbjerg fékk í gær bókmenntaverð laun Norðurlandaráðs. Verðlaunin nema um 600 þúsund íslenzkum krónum og verða afhent í Reykja- vík í febrúar. Hann er þekktastur fyrir ljóða- bók sína Amagerdigte. Bandarikjamenn með i 'óryggisráðstefnu • Sovétríkin hafa fallizt á, að Bandaríkin taki þátt í öryggisráð- stefnu Evrópuríkja, sem kommún- istaríkin leggja til að haldin verði fljótlega. Palme — í vanda. 5 vikna verk■ namumanna Vaxandi h'ófuðverkur Olofs Palme Námumenn í Kiruna og Malmberg í Svíþjóð hafa nú verið í verkfalli í fimm vikur. Þeir fóru í mótmæla göngu í gær, þrátt fyrir mikinn kulda og snjó- komu. Sameiginleg verk- fallsnefnd námumanna og annarra verkalýðsfélaga hefur verið leyst upp eftir tveggja vikna starf. Voru námumenn þó ekki sáttir við afstöðu annarra verka- manna í deilunum. Stjórnir annarra verkalýðsfélaga ■ á þessu svæöi skoruöu í gær á, námumenn að koma aftur tfl sam- starfs við sig, en greinilega var af- staða fólks á fundum námumanna í gær ekki i þá átt. Þar vorn um tvö þúsund námumenn saman komnir. Verkfall þetta, sem er nýhmda í Svíþjóð, hefur staöið frá 9. desem- ber. Þarna eru 5 þúsund námumenn I verkfalli og krefjast kjarabóta. Vilja þeir ekki, að verkaíýðsfélög- á staönum séu fulltrúar þeirra í samningum, heldur hafa þeir sett á fót sérstakar verkfallsnefndir. Námufyrirtækið Luossavaara-Kiir- unavaara (LKAB) er ríkisfyrirtæki. Hins vegar hafa ráðherrar sósíal- demókrata ekki þorað að skipta sér af deilunni, sem er þeim erfið, í upphafi stjómartíðar Olof Palmes. Skrifstofustörf Óskum eftir að ráða mann með verzlunarpróf eða hliðstæða menntun, þarf að geta unnið sjálfstætt. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist til augl. Vísis merkt „Sjálfstætt“ fyr- ir hádegi laugardaginn 17. jan. VIÐ UUGA FOLKIÐ Sýning á starfi Æskulýðsráðs og æskulýðsfélaganna í Reykjavík 9.—15. janúar í Tónabæ. SÍÐASTfi DAGIIR í dag: Opið kl. 16—22. — Kl. 20.30 annast skemmti- atriði Taflfélag Reykjavíkur og Svifflugfélag íslands. Æskulýðsráð Reykjavíkur og æskulýðsféiögin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.