Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 16
VISIR _MU í . 1 Flmmtudagur 15. janúar 1970. en hvað gera Friðrik og Guðmundur? Maður slasast í reynsluferð nýju Heklu Lenti með höndina blókk og missti framan af 3 fingrum CJ Yfirverkstjórinn i slippnum á Akureyri, Þorsteinn Þorsteinsson slasaðist um borð í nýju Heklunni í fyrstu reynsluferð hennar á Eyja- firði í gaerdag. Missti hann framan af þrem fingr um og varð skipið að snúa við til Akureyrar aftur til þess að flytja hánn til læknis, en síðan hélt skipið aftur út. Slysið vildi til, þegar Þorsteinn, verkstjóri, ásamt öðrum, ætlaði að reyna, hvort björgunarútbúnaður skipsins væri í fullkomnu lagi, og átti að „fíra niður“ einum björgun arbátnum Lenti Þorsteinn með höndina í blökk i „davíðunni" með fyrrgreindum afleiðingum. □ JLJGÓSLAVINN Matu- lovic, 34 ára skákmað- ur, er álitinn sigurstrang- legur á alþjóðaskákmótinu sem hefst í Hagaskóla í Reykjavík í kvöld kl. 18.30 en þá mun menntamálaráð herra setja mótið og Geir Hallgrímsson leika fyrsta leikinn. Engin ástæða er þó til að álíta Júgóslavann svo öruggan fyrirfram, ef- laust mun margt óvænt og skemmtilegt gerast næstu 3 vikumar á þessu mikla og erfiða móti. Á mótinu verður teflt frá 18.30 til 23.30 alla daga nema laugar- daga og sunnudaga, þá milli 14 og 19. Biðskákir verða tefldar á þriðjudögum og föstudögum. Eins og fyrr er getið veröa tveir erlendir stórmeistarar með og fjór ir alþjóölegir meistarar, en að auki er Friðrik Ólafsson stórmeistari meðal þátttakenda, en við hann og Guömund Sigurjónsson 0/2 alþjóö- legur meistari) binda íslendingar miklar vonir. Margir álíta reynd- ar aö nú mun; í fyrsta sinn virki- lega koma í ljós hver er sterkasti skákmaðurinn okkar en margir hafa álitið að Guðmundur hafi náð Friðrik, en úr þessu fæst væntan- lega skorið. Þess skal getið að í gærkvöldi bárust fréttir af vali liös Heimsins gegn liði Sovétríkjanna, en áformað er að þessi lið mætist í keppni síð- ar. Er Matulovic þar á 8. borði en 10 skákmenn skipa liðið. Fyrsti varamaður var valinn Friðrik Ólafs son. 1 sambandi viö mótið í Hagaskóla verður komið á getraunum á hverju kvöldi og er ekki aö efa að þær' munu njóta vinsælda. Að lokum:- Þetta verður líklega fyrsta alþjóð-. lega skákmótið þar sem algjört reykingabindindi verður meðal á- horfenda. Það kom upp úr dúrn- um að skólastjóri Hagaskóla sá sér ekki fært að leyfa reykingar í húsa- kynnum sínum. Hins vegar verður keppendum leyft að nota tóbak, — enda talið útilokað aö halda mót. nema slíkt sé leyft. Þátttakendur á alþjóðlega mótinu. Friðrik fremst til vinstri, en Matulovic fremst tu hægri. Guð- mundur Arnlaugsson er fyrir miðju, en hann verður mótsstjóri. Þjóðverjinn Hecht er við hlið Frið- riks, en fyrir ofan Guðmund Arnlaugsson er Guðmundur Sigurjónsson. Fyrir ofan Matulovic er Kanadamaðurinn Bruce Amos, en hann koht hingað beint frá prófborðinu. Hinir þrír útlending- arnir voru ókomnir, en væntanlegir, þegar myndin var tekin. ?Fyrir skömmu4 reyndist vera 24. júní! Bjórn Olafsson gerir athugasemd við ummæli bjóðleikhússtjóra i sjónvarpsumræðunum „Gamlir og góðir44 Reyk- víkingar 30 ára Ný atriði og mótsagnir bætast stöðugt við í „brúðkaupsmáli“ Þjóðleikhússins. Nú er komið í Ijós, að þjóðleikhússtjóra og Birni Ólafssyni ber ekki saman um það, hvenær Björn sagði sig úr tónlistarnefnd Þjóðleikhúss- ins. Eins og kom fram í frétt blaðs- ins af sjón”'-—’sumræðunum I gær sagði þjóðleikhússtjóri í sjónvarp- inu, að Björn hefði sagt si- •'■r nefndinni fyrir skömmu Blaðinu nerur nú borizt yfirlýsing Björns þar sem har segir sig úr tón- lis' -nefndinni og er hún dagsett 24. júní í sumar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Með tilvísun til sam talr sem éa átti við yður, þjóð- leikhússtjé-i, ' heimili dr Fáls *s- ólfssonar í s.l. mánuði, leyfi é” mér hé með að fara þess á leit að verða „stur frá störfur. ! tón- listarnefnd Þjóðleikhússins. Virð- ingarfyllst. Björn Ólafsson. 24. júní 1969.“ í 92.000 manna byggðarlagi eru aðeins 500, sem virkan áhuga hafa á sögu þess, samtíð og framtið og leggja verulega rækt við átthaga sína. En þessir 500 félagar í Reykvík- ingafélaginu hafa hins vegar hver og einn áhuga og eldmóð á við marga, svo að þaö vegur nokkuð upp og með fjörugu félagslífi und anfarin ár, hafa þeir laðað æ fleiri í hópinn. I kvöld halda þessir átthaga- tryggu félagar upp á 30 ára af- mæli Reykvíkingafélagsins í Súlna- salnum á Hótel Sögu með kvnning- ar- og skemmtikvöldi. Þar munu skemmta gestum m.a. ungfrú Sigr- íður Magnúsdóttir söngkona, sem syngur einsöng. Þór Magnússon, þjóöminjavörður sem flytur stutt erindi, Vilhjálmur Þ. Gfslason, for seti félagsins, sem flytur stutt ávarp og Gunnar Hannesson, sem sýnir Datt af hestbaki — skarst illa % Maöur datt af hestbaki hjá Geit hálsi síðdegis í gær og var lögregl an og sjúkralið kvödd til aðstoðar manninum, en í ljós kom, að hann var sem betur fór ekki alvarlega slasaöur, þótt hann hins vegar hefði skorizt nokkuð á þjóhnöppun um við byltuna. litmyndir frá Reykjavík og ná- grenni. Snaran varð Svavari að falli ■ Ekkert fæst staðfest um hina raunverulegu ástæðu fyrir því að þáttur Svavars Gests fór ekki gegnum hreins unareld sjónvarpsins á dög- unum. Hins vegar hefur blað- ið eftir góðum heimildum að ástæðan eða ástæðumar séu þær, að Svavar hafi haft í frammi „brandara“, sem ekki þótti hæfa. Hann hafi minnzt þess að 10 ár væru liðin frá fyrsta útvarps þætti sínum og geislabaugur ætti að vera farinn að leika um höfuð hans. Geislabaugurinn var siðan borinn inn á sviðið af einum sviösmannanna, — snara handa Svavari. Um þessar mundir var þetta talsvert til- 'inningamál að því er virtist vegna auglýsinga frá Thule, og 'iótti ekki hæfa. Þá mun Svavar hafa komið fram með einn af skemmtikröft- ;m SG-hljómplatna, en það er ein'.-afyrirtæki Svavars. Loks þótti auglýsingakeimur af pott- um, sem hafðir voru í "erðlaun. 23 Hjörvar Bjorgvinsson, verkStjón, var etnn þeirra lánsömu, sem hrepptu happdrættisvinning fyrir jólin. Vann hann lúxusgerð af Volvo — Volvo 164, nærri hálfrar milljón kr. virði í Happ- drætti vangefinna, sem dregið var í á Þorláksmessu. Á myndinni er Hjörvar og frú með fjögur myndarleg börn, sem þau elga. Þau eru nýbúin að byggja sér lítið íbúðarhúsnæði í Hraunbæ og þessi barnmarga fjölskylda ætlar að selja bílinn til að hafa upp í útgjöldin af húsnæðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.