Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 10
1U íGötw Vinna og verkleysa Það er hægara sagt en gert að fá menn til vinnu, ef um tímabunJin verkefni er að ræða, eins og vinnu í hálfan sða heilan dag. Þetta kann að virðast ótrúlegt á tímum, þeg- ar rætt er um atvinnuleysi á sumum sviðum og reglulega eru birtar tölur um fjölda atvinnu- leysingja frá mánuði til mánað- ar. Útvarpið ti dæmis birtir tölur um fjölda atVinnuleys- ingja á sömu klukkustund og 'esnar eru fjöldi auglýsinga um 5 menn vanti til starfa. En ',:ð er ekki svona einfalt. Nú eru skráðum atvinnuleys- ingjum greiddar háar atvinnu- leysisbætur, ef þeir hafa ekki vinnu. Ef atvinnulaus maður vinnur í hálfan eða heilan dag, þá missir hann bótarétt sinn, svo hann vill heldur halda á- fram að vera atvinnulaus og sækja sínar. þrjú þúsund krón- ur vikulega, en fara í stutt verk -’fni. Þess vegna getur verið erfitt að fá menn til að sinna styttri verkefnum eins og upp- skipunarvinnu eð~ byggingar- verkefnum, sem eru í möraum tilfellum mjög tímabundin. Jafnvel eru til þeir aðilar, '•"•n ekkert kæra sig um að nú- verandi ástandi létti, því þó heimilisfeður geti vart skrimt til lengdar af atvinnuleysisbót- um, þá geta einstaklingar látið sig hafa það, og þá þykir þeim það jafnvel ágætt þar sem þeir þurfa ekki að láta í té neitt erfiöi á móti. Það hefur sem sagt komið í Ijós að núve-andi fyrirkomulag á skráningu atvinnulausra og ■reiðslu á atvinnuleysisbótum hefur marga stórgalla, sem væri æskilegt að sníða af. Það á ekki að geta borgað sig fyrir neinn að ganga heldur um atvinnulaus en grípa þá vinnu sem býðst, vort sem hún er til langs eða stutts tíma. Aftur á móti eiga til dæmis verkamenn og iðnað- armenn ekki að glata of miklu af rétti sínum þó þeir taki að sér styttri verkefni sem bjóð- ast og þarf að sinna. Skráning gtvinnulausra' er heldur ekki einhlít, þar eð marg ir aðilar Vilja ekki sinna verk- efnum, nema þeim sem tilheyra skilyrðislaust undir sömu starfs grein og þeir voru í áður. Einn- ig orkar það tvímælis að sömu aðilar skrái atvinnuleysingja og greiða þeim atvinnuleysisbætur, þvi það eru einmitt þeir sömu aðilar sem virðast hlakka yfir atvinnuleysi fjölda atvinnu- leysingjanna margir hverjir, og virðast því telja sér rðlitískan hagnað f því að geta birt sem hæstar tölur um fjölda atvinnu- leysingja. Svo stórgölluðu fyrir- komulagi þarf að breyta eða að 'nnsta kosti sníða af mestu agnúana. m iuíi! T 111IU r SBEVSB i ANDLÁT V í S IR . Fimmtudagur 15. janúar 1970. \\ l DAG I Í KVÖLdI Þórunn Björnsdóttir, Þórunnar- stræti 113, Akureyri, andaðist 9. janúar s.l. 84 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju á morgun kl. 1.30. VÍSIR Vinningar í 1. Ieikviku — leikir 10. janúar. Úrslitarööin: 221 — 111— 222—-11X Fram komu 2 seðlar með 11 réttum: nr. 25.268 Reykjavík kr. 148.600.00 nr. 28.756 Reykjavík kr. 148.600.00 Kærufrestur er til 2. febrúar. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 1. leikviku veröa greiddir út 3. febrúar. GETRAUNIR íþróttamiðstöðin REVKJAVÍK ð O o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o SKEMMTISTAÐIR $ Þórscafé. Gömlu dansarnir í' kvöld. Hljómsveit Ásgeirs Sverr' issonar söngkona Sigga Maggý. Röðull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, söngvarar Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson og Einar Hólm. Hótel Loftleiðir. Finnsk kynn- ing. Hljómsveit Kössi Hármá og Metanpedot leikur ásamt finnsku sjónvarpsstjörnunni Ann Christ- ine Nyström, Finnskur matur. Sigtún. H.B. kvintettinn ásamt Ilelgu Sigurþórs og Erlendi Svav arssyni. Dansmærin Sascha Del- amere. Glaumbær. Diskótek í kvöld. „Þú skalt bara tala kurteislega um mitt kvef... Þetta er nú það einasta eina, sem mér hefur nokk urn tíma tekizt að hafa út úr Hjálmari.‘‘ ALÞINGI Þrándur í Götu. I DAG: Efri deild: 1. Eftirlaun aldraðra í stéttarfé- lögum, stjórnarfrumvarp, 1. umræöa. 2. Fjárhagur Rafmagnsveitna ríkisins, stjórnarfrumvarp, 1. umr. Komið úr Neöri deild. 3. Heimild til aö selja Akureyr arkaupstað Ytra-Krossanes. 1. umræöa. Komið úr Neöri deild. Neöri deild: 1. Meðferð opinberra mála, — stjórnarfrumvarp 1. umræða. 2. Dómsstörf, lögreglustjórn, gjaldheimta. Stjórnarfrumv. 1. umræða. 3. Stækkun lögsagnarumdæmis Seyðisfjaröarkaupstaðar, Stjórnarfrumvarp. 1. umræða. Komið úr Efri deild. 4. Aflatryggingasjóður sjávarút- vegsins. Stjómarfrumvarp 1. umræöa. I GÆR: Sameinað Alþingi: Ræddar voru fyrirspurnir: Að- gerðir gegn kali og notkun deyfi- og vanalyfja. Einnig þrjár þingsályktunartillögur: Fjár- magn til rannsókna, flutningur afla að miðum og samvinna yf- irstjórnar fræðslumála og sjón varps. — Atkvæðagreiðsium var frestað. líEÐRIÐ i ÐAG Austan gola, skýjað. Hiti 4 — 5 stig. Tapað fundið. Budda með fimm krónum í hef- ir tapast frá Laugaveg 25 aö Laugaveg 10 (Mjó!kur!úsiðl. Skilist gegn fundarlaunum á Laugaveg 25. Vísir 15. janúar 1920. FllNDIR I KVÖLD • Kvenfélag Laugarnessóknar. — Konur munið föndurfundinn f kvöld kl. 8.30. K.F.U.M. - A.D. Aðaldeildar- fundur í húsi félagsins við Amt- mannsstíg í kvöld kl. 8.30. Bene- dikt Arnkelsson, guðfræðingur heldur erindi: „Frá baráttu kirkj- unnar í Afriku“. Allir karlmenn velkomnir. Heimatrúboðið. Almenn sam- koma i kvöld að Óðinsgötu 6a kl. 20.30. Fíladelfía í Reykjavík. Bæna- samkomur öll kvöld vikunnar kl 8.30. Hjálpræðisherinn. Almenn sam koma í kvöld kl. 20.30. Hollenzkt hveiti í 50 og 25 kg sekkjum fyrirliggjandi. MJÖLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Heildsala . Sími 11125 FINNSK KVNNING FRÁIiJANTIL LFEBR. MATSEÐILL HOTEL KARJALANPIIRAKKA, MUNAVOI Carelia kaka m/eggjasnijöri — eða or — SELJANKAKEITTO Selyanka á la Russe Selyanka á la Russe KARHUNKYLJYS SALAATTIA Bjarndýrakótiletta m/salati Wild bear steak w/salad SUOMUURAIMIA, KERMAA Finnsk fjallaber m/rjóma eða ís Finish cloudberries w/cream or ice cream Matsveinninn Alf Blom frá veitingastaðn- um Fennia, Helsinki, matreiðir. HÍjómsveit Kössi Hámá & Metánpedot leikur ásamt finnsku sjónvarpsstjörnunni Ann Christine Nyström.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.