Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 13
V f,S IR . Fimmtudagur 15. janúar 1970. 73 .JSV.V.V.VV.V.V. '.V. ' Nokkrar útgáfur af kvöldklæðnaði, sem ætlaður er fyrir miðaldra konuna, frá tízkuhúsunum’* í New York. Takið eftir nýju síddinni, víðu buxnaskálmunum og stórmunstruðu efninu. V Miðsíddin — sídd sumarsinsl OVER — faldurinn á oð ná 75 cm niður fyrir hné Jfjað er Tátt, sem ræður eins úrslitum og síddin á flíkun um, Síddin ákveöur líka hvort og hvernig við getum notazt áfram við gömlu flíkurnar. Þess vegna er síddin alltaf sama brennandi spurningin, þegar fréttist af tízkunýjungum. Hvem ig verður tízkan í sumar og á þessu ári? Verður síddin „mini, maxi eða midi?“ Allt bendir til Skórnir verða með þykkum sóla eins og á áratugnum 1940—50. þess að síddin verði hið síöast nefnda — niður á kálfa, milli- bil „pínu“ pilsanna og síðu pils ana. Þrjú af stærstu og þekktustu tízkuhúsunum í heiminum hafa nú ákveðið síddina á flíkum sín um í sumar, Dior í Frakklandi, Valentino á Ítalíu og Jean Muir f Englandi. Faldurinn er hjá þeim allt aö 15 cm fyrir neöan hné. Yfirleitt má búast við því að faldurinn sé hafður rétt fyr- ir neðan hné eða 15 cm eins og áður var sagt frá. Jgkki verða allar hrifnar af þessum spádómi. en margt bendir til þess að þannig verði einmitt tízkan. Það má búast við að þessi tízkunýjung verði eklq almennt tekin upp hérlend is frekar en aðrar fyrr en eftir alllangan tíma, en samt er ráð legra að hafa þessa frétt f huga, þegar fariö er á útsölurnar. Pínu pilsin eru greinilega á undan- haldi. Tízkuhúsin í New York hafa þegar sýnt sína vortízku og síddin er auðvitað miðsiddin, sú sem nær niður á miðjan kálfa. Annað sem var áberandi á þess um sýningum voru síðbuxumar og litimir svart, hvítt, dökk- blátt, gult og rautt. Indversk áhrif voru greinileg sérstaklega hvað snerti efni, létt alsilkiefnj bæði í síðbuxum og nýju kjólunum. Ckórnir eru með þykkum sóla eins og þeir gerðust á ára- tugnum 1940 — 50. Muna eldri konurnar áreiðanlega þá skó- tízku. Það er hægt að þekkja nýju tízkuna á eftirfarandi atriðum. Hálsmálið á kjólnum er djúpt vafflaga, síddin niður á miðj- an kálfa, langir treflar eða slæð ur, víðar ermar, síðbuxur við með jafnvíðum skálmum og skór með þykkum hæl og sóla. Jþað er meira úrval af fötum fyrir hana, sem er fertug eða eldri í verzlunum í New York en gengur og gerist í verzl unum í Evrópu. Tízkuhúsin höfða einnig meira til þessa ald ursskeiðs. Enda em konur á þessum aldri oft áberandi bet- ur klæddar en kynsystur þeirra annars staðar. Útibú Dior í New York gleym ir heldur ekkj þessum viðskipta vinum sínum og það er sagt að nýja tízkan í kvöldklæðnaði síðbuxur með kjólum, sem ná niður á miðjan kálfa, fari þess um aldursflokki einkar vel. © Notaðir bílar til sölu Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’63 ’64 ’65 ’68 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1600 TL ’67 Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’68 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 ’66 Willys ’62 ’66 ’67 Fíat 124 ’68 Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67 Toyota Crown De Luxe ’67 Toyota Corona ’67 Chevy-van ’66 Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju. Volga 65 Singer Vogue ’63 Benz 220 ’59 Skoda Octavia ’65 ’69 Moskvitch ’68 Renault ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. HEKLA hf Laugavegi 170-172 Simi 21240 T1 Höfum fyrirliggjandi EIK GULLÁLM FINLINE Mjög hagstætt verð. Greiðsluskilmálar ÍE m W'V* y< AXMINSTER býSur fqör við allra hœfi.. Nýja síddin er 15 cm fyrir.; neðan hnéð. !■ GRENSASVEGl 8 SIMI 30676

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.