Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1970, Blaðsíða 8
8 Ctgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarntstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sirni 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. nm—i n—————— Engin sjálfsgagnrýni gkortur á sjálfsgagnrýni er mjög útbreiddur á íslandi, ekki hvað sízt í menningarlífinu. Listamenn og rit- höfundar geta sumir hverjir alls ekki sætt sig við þá tilhugsun, að þeir séu ekki neinir andans meistarar. Gagnrýni heiðarlegra en strangra listdómara bítúr alls ekki á þá. Þeim dettur ekki í hug að læra af henni og gera betur næst. Þeir nota gagnrýnina ekki sem ögrun og hvatningu. Þeir stimpla hana í þess stað sem ofsókn, gjarna skipulagða ofsókn. Dæmi um þetta eru alltaf að koma fram í dagblöð- unum, oftast út af dómum um bækúr. En enginn hefur samt náð lengra á þessu sviði en þjóðleikhússtjóri. Af skrifum hans mætti ætla, að hann væri sífellt of- sóttur af skipulögðum glæpahringum gagnrýnenda. Þeir eru í aúgum hans sí og æ að hefna sín á honum fyrir einhver óskjalfest prívatsamtöl, sem hann segir þá hafa átt við sig í gamla daga. Allt hefur þetta þó slampazt fram til þessa, enda hefur leikhússtjóranum stundum tekizt að gera gagn- rýnendur sína dálítið hlægilega, — með því að láta það takast, sem flestir voru sannfærðir um, að væri óframkvæmanlegt. Dæmi um það eru uppfærslurnar á My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu. Það er fyrst nú, að þjóðleikhússtjórinn lendir í þeirri ógæfu að rugla saman einkalífi sínu og opin- berri embættismennsku. Val hans á eiginkonu sinni í hlutverk primadonnu var ein þessara óskiljanlegu ákvarðana, sem eru til þess eins fallnar að skemmta skrattanum í skammdeginu. Hann hefði getað látið hana hafa sem frambærilega söngkonu eitthvert minni háttar hlutverk í óperunni um brúðkaup Figaros. En það, sem hann gerði, hefði ekki getað gerzt í neinu alvöruleikhúsi. Slíkt hefði ekki heldur getað gerzt á öðrum sviðum þjóðlífsins. Menn geta séð fyrir sér menntamálaráðherra skipa konu sína sem þjóðleikhússtjóra eða formann Fram- sóknarflokksins skHa konu sína sem aðalforstjóra SÍS. Það eru til atnöi, sem allir menn með óbrengl- aða dómgreind og siðferðisskynjun sjá, að ekki er hægt að gera. Þetta er sagt án tillits til þess, hvort frúin skilar sínu hlutverki vel eða illa. Ef svo til viðbótar er tekið tillit til þess, að enginn gagnrýneridanna hefur treystst til að gefa frúnni nauðsynlega lágmarksein- kunn og að þessi skrípaleikur leikhússtjórans kostar milljónir af almannafé, má öllum vera ljóst, að hér er á ferðinni sá mesti skortur á sjálfsgagnrýni, sem íslendingar hafa orðið vitni að um langt skeið. Þjóðleikhúsráð er vissulega samábyrgt í máli þessu. Ráðið hefur það eitt sér til afsökunar, að hefð sé komin á afskiptaleysi þess. En menntamála- ráðuneytinu ber að grípa í taumana. Þjóðleikhússtjóri hefur gert marga góða hluti á starfsferli sínum, sem ber að virða, en nú virðist honum sannarlega hafa brugðizt dómgreindin. if \ i 'i í il \\ t V1SIR . Fimmtudagur 15. janúar 1970. MUNDI LENIN SNÚA SÉR VIÐ í GRÖFINNI? — hinn 22. apr'il eru 100 ár frá fæðingu byltingarleiðtogans „Lenin barðist með oddi °g egg gegn öllum til- raunum til að gera kenn ingar Marx og Engels að kreddu.“ Þannig byrja fræðimenn kommúnista samantekt sína á kenn- ingum Lenins, sem nú er birt af því tilefni, að 100 ár verða liðin frá fæð- ingu hans hinn 22. apríl. Mikill annar viðbúnaður er í öllum ríkjum, sem kommúnistar stjórna. „Kommúnistaflokkur- inn hefur aldrei brugð- izt“. Um svipað leyti kemur „Saga kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna" aftur í bókaverzlanir í Moskvu. Bók þessi hefur ekki verið í umferð í nokkra tnán- uði, meðan breytt var fyrri köfl- um um Kína. Vegur Maos í Sovétríkjunum hefur enn minnk að í seinni tíð, og fátt gott má um hann segja í slíku grundvall- arverki, sem bók þessi er. „Kommúnistaflokkurinn hef- ur alltaf haft á réttu aö standa". Þannig mætti ef til vill taka saman efni verksins. Kommún- istaflokkurinn brást ekki fyrir stríðiö eða í viðskiptum viö Trotsky gamla. Á sama hátt bregzt hann ekki nú, þegar hann á í höggi við „svikara til hægri og vinstri". 1 Glæpir Stalínstímans fá þá af- greiðslu, að varað er við því aö notfæra sér andúð á Stalín til „aö sverta framfaramenn í Sovétríkjunum“. „Smáborgaralegir þjóðernissinnar“. Mao fær þennan dóm: „Smá- borgaralegir þjóðemissinnar reyna að slá dýrðarljóma um einstök lönd“ og slá ryki í augu fjöldans með landvinninga stefnu og heiftúðugu hatri á Sovétríkjunum. Um Tékkóslóv- akíu er sá kafli þegar rætt er um „hætturnar við að leyfa frá- vik frá marx-lenínismanum“. Samt má einmitt í verkum Len- íns sjálfs finna setningar um, Þeir segja... „Bandaríkin verða að velja á milli olíulind- anna og ísrael“. „Bandaríkin hafa fest hundr- uð og aftur hundruð milljóna dala í olíulindunum í Austur- löndum nær (Saudi-Arabíu og Líbíu) og það er eðlilegt, að þeir vilji ekki missa þær. Þeir hefðu þó átt að hugsa um þetta atriði Karl Marx skegglaus. Þannig mundi Karl Marx, höf undur kommúnismans, hafa litið út sviptur slteggi sínu, að dðmi erlends teiknara. — Efri myndin sýnir hann, eins og hann er í hugum flestra. Illlllllllll M) HJÍFM Búlgarir munu njóta nýrrar höggmyndar af Lenín fyrir afmælið. fyrst. Ef þeir kusu að styrkja Israel áttu þeir að gefa olíuna upp á bátinn. Ef þeir hins vegar vildu halda olíunni, þá heföu þeir ekki átt að fylgja ísrael aö málum. I staöinn hafa þeir gert hvort tveggja. Fest gífur- legt fjármagn í olíulindum og sa-mtimis stutt ísrael. í Bandaríkjunum eru sex milljónir Gyðinga, sem eru á- hrifameiri en sú tala gefur til að „sérhvert riki muni finna, sitt eigið lýðræöisskipulag". , Höfundar draga svo sínar á- lyktanir af kenningum Leníns í öðrum efnum. Kommúnistar' eiga í höggi við heimsvalda-1 stefnu, segja þeir. Helztu full-' trúar heimsvaldastefnunnar eru' Bandaríkin með Vestur-Þjóð-. verja sem helzta bandamanninn. í Evrópu. Meö einhuga átaki, kommúnista eiga þeir sigurinn, visan. Kommúnisminn hefur frumkvæöið í heimsmálunum og 1 mun sigra að lokum. Svo segja fræöimennirnir. Enn fjarlægarí en fyrir. 50 árum. Lítið er minnzt á kenningar, lærimeistarans um jafnrétti, launajöfnuö, hættuna af skrif- stofubákni og nauðsyn þess, að' „ríkið hjaðni og hverfi að lok-1 um“. Hin síðastnefnda mun' koma sérstaklega illa viö Sovét-, leiötogana, sem margir kalla, „ríkiskapítalista", sem byggi á( gífurlegu skrifstofubákni og ein- ráðu ríkisvaldi, ásamt miklum' mismun á launum. Sumir segja, < aö „framkvæmd sósíalismans". sé enn fjarlægari i dag í Sovét-, ríkjunum en hún var fyrir fimm tíu árum í upphafi valdatíma kommúnista. „Lenín okkar tíma“. • Kommúnistar tilbiöja nafn' Leníns. Stalín vildi láta kalla1 sig „Lenín okkar tíma“., Bresnjev og Kosygin nota sjálf-, ir kenningar Leníns sem rök- stuöning fyrir öllu því, sem þeir ' gera, án undantekninga. Öfgafullir kirkjunnar menn , hafa heldur ekki hikaö viö aö nota tilvitnanir úr Biblíunni til ' að rökstyðja verk sín, góð og 1 ill, eins og mannkynssagan vitn- , ar um. Hver svo sem skoöun manna kann að vera á Lenín gamla og kenningum hans, þá 1 virðist sýnt, að hann hefði aldr- , ei rennt grun í, að ástandið í j Sovétríkjunum yröi með þeim ' hætti, sem nú er. Ef til vill fékk t hann heldur ekki að njóta vald- , anna nógu lengi til að gera sér Ijósa erfiðleikana við fram- ‘ kvæmd kenninganna, og hversu • freistandi það var að kasta fyr- , ir róða því, sem þjónaði ekki stórveldisstefnu Sovétríkjanna 1 hverju sinni. kynna og kjósa demókrataflokk inn langflestir. í þessu felst skýringin á því, aö Kennedy og Johnson studdu ísrael. Hins veg ar hefur Nixon, sem er repúblí kani lítiö að þakka atkvæðum Gyðinga. Þetta er skýringin t þvf aö Bandá/íkjamenn hallast nú í vaxandi mæli að hlutleysi í þessum átökum." Corriere della Serra (Mílanó).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.