Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Side 15
Félag Handverks-
fólks í Mosfellsbæ
Geur Birgisson í baráttu uin boltann, en hann hefur verið besti leikmaður liðsins í sumar.
Afturelding í
toppbaráttunn!
Meistaraflokkur Aftureldingar í
knattspymu hefur staðið sig vonum
framar í sumar og á liðið núna mikla
möguleika á því að komast upp í fyrstu
deildina. Lengst af sumri var Aftureld-
ing í 2.sæti en er nú í þriðja þegar þrjár
umferðir em eftir. Þór frá Akureyri er
þegar komið upp en baráttan um ann-
að sætið virðist vera á milli Aftureld-
ingar og KS.
KS er með tveggja stiga forskot á
Aftureldingu en á erfiða leiki framund-
an, þar á meðal leik við Þór sem hefur
enn ekki tapað leik í sumar. Aftureld-
ing á eftir að spila við Selfoss, Létti og
KS en sá leikur gæti orðið úrslitaleikur
um sæti í l.deildinni að ári.
I byrjun ágúst missti Afturelding tvo
af sínum sterkustu leikmönnum er þeir
Davíð Hreiðar Stefánsson og Þorvald-
ur Amason fór erlendis til náms en
þeir hafa verið fastamenn í byrjunar-
liðinu.
Síðasti leikur liðsins var við KÍB
fyrir vestan og var sá leikur sennilega
einn sá mikilvægasti í sumar. Aftureld-
ing hafði tapað tveimur leikjum í röð
áður en kom að þessum, leikurinn end-
aði 2-1 okkar mönnum í hag og því
spennandi leikir framundan.
Hópur handverksfólks úr Mosfells-
bæ tók þátt í sýningu á Handverki í
Laugardalshöll 1999 og aftur vorið
2000. Hópurinn og handverk hans
vakti mikla athygli og var mikið spurt
hvort handverkshópurinn úr Mosfells-
bæ liefði Handverkshús í bænum eða
samastað. Þetta leiddi til þess að stofn-
fundur félags Handverksfólks í Mos-
fellsbæ var haldinn 30. maí s.l. og vom
fimm kosnir í undirbúningsnefnd.
Em það Ásgerður Pálsdóttir Skeljat-
anga 42 s. 5667763, Hallur Guð-
mundsson Lindarbyggð 22 s.
5667652, Hulda Guðmundsdóttir
Lindarbyggð 11 s. 5668313, Tove
Bech Barrholti 35 s. 5666593 og Ólína
Margeirsdóttir Hrafnshöfða 14 s.
5668852.
25. júlí fóm fulltrúamir í kynnisferð
til Sandgerðis þar sem upplýsingar um
stofnun og starfsemi félagsins Ný
Vídd voru fúslega veittar og hefur fé-
lagið afrekað mikið á tveimur ámnt frá
stofnun félagsins. - Með tilkomu fé-
lags handverksfólks í Mosfellsbæ er
stefnt að opnun Handverkshúss í bæn-
um. Leikur enginn vafi á að það verði
bænum til framdráttar og heilla. Er það
von félagsmanna að bæjarstjóm og
bæjarbúar taki þessu vel. Þeir sem
gætu vísað á leiguhúsnæði vinsamlega
hafí samband við einhvem úr undir-
búningsnefnd. Aðalfundur auglýstur
síðar.
Undirbúningsnefnd.
Fulltrúar undirbúningsnefndar íSandgerði 25. júlí. F. u Ólina, Asgerður, Þóra, Hulda, Ámý og
Kolbrún.
laugardag
GiWran2sePt200°
og Eiríkur Hauks
Miðaverð kr. 1.500
Risatjald í Álafosskvos
Dagurinn hefst með hinum margrómaða flóamarkaði þruma og eldinga
kl. 14.00 Hægt verður að gera reyfarakaup af ýmsu tagi. Margir góðir
gestir koma. Kynningar á mat og drykk. Hárgreiðslumeistarar Pflus
verða með skærin á lofti. Valdi koppasali sýnir ómetanlega antikhjól-
koppa og verður mmeð útsölu á öðrum góðum. Margt fleira spennandi
verður í boði. Endum svo daginn með dansleik sem sló bókstaflega öll
met þegar hann var haldinn síðast í risatjaldinu. Eftir þá uppákomu
sögðu stærstu fjölmiðlar landsins eftirfarandi: Mbl.: Tvö mögnuðustu
rokkelement íslands. Rás 2: Þetta var eins og á góðri þjóðhátíð.
Minnum alla þá sem ætla að styrkja okkur með góðum gjöfum að koma
með þær í Álafosskvosins milli kl. 10 og 13 laugardaginn 2. sept.
þökkum Gildrunni og Eiríki Haukssyni ómetanlegan stuðning - UMFA
lHosfellsblaðið ©