Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Page 15

Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Page 15
Félag Handverks- fólks í Mosfellsbæ Geur Birgisson í baráttu uin boltann, en hann hefur verið besti leikmaður liðsins í sumar. Afturelding í toppbaráttunn! Meistaraflokkur Aftureldingar í knattspymu hefur staðið sig vonum framar í sumar og á liðið núna mikla möguleika á því að komast upp í fyrstu deildina. Lengst af sumri var Aftureld- ing í 2.sæti en er nú í þriðja þegar þrjár umferðir em eftir. Þór frá Akureyri er þegar komið upp en baráttan um ann- að sætið virðist vera á milli Aftureld- ingar og KS. KS er með tveggja stiga forskot á Aftureldingu en á erfiða leiki framund- an, þar á meðal leik við Þór sem hefur enn ekki tapað leik í sumar. Aftureld- ing á eftir að spila við Selfoss, Létti og KS en sá leikur gæti orðið úrslitaleikur um sæti í l.deildinni að ári. I byrjun ágúst missti Afturelding tvo af sínum sterkustu leikmönnum er þeir Davíð Hreiðar Stefánsson og Þorvald- ur Amason fór erlendis til náms en þeir hafa verið fastamenn í byrjunar- liðinu. Síðasti leikur liðsins var við KÍB fyrir vestan og var sá leikur sennilega einn sá mikilvægasti í sumar. Aftureld- ing hafði tapað tveimur leikjum í röð áður en kom að þessum, leikurinn end- aði 2-1 okkar mönnum í hag og því spennandi leikir framundan. Hópur handverksfólks úr Mosfells- bæ tók þátt í sýningu á Handverki í Laugardalshöll 1999 og aftur vorið 2000. Hópurinn og handverk hans vakti mikla athygli og var mikið spurt hvort handverkshópurinn úr Mosfells- bæ liefði Handverkshús í bænum eða samastað. Þetta leiddi til þess að stofn- fundur félags Handverksfólks í Mos- fellsbæ var haldinn 30. maí s.l. og vom fimm kosnir í undirbúningsnefnd. Em það Ásgerður Pálsdóttir Skeljat- anga 42 s. 5667763, Hallur Guð- mundsson Lindarbyggð 22 s. 5667652, Hulda Guðmundsdóttir Lindarbyggð 11 s. 5668313, Tove Bech Barrholti 35 s. 5666593 og Ólína Margeirsdóttir Hrafnshöfða 14 s. 5668852. 25. júlí fóm fulltrúamir í kynnisferð til Sandgerðis þar sem upplýsingar um stofnun og starfsemi félagsins Ný Vídd voru fúslega veittar og hefur fé- lagið afrekað mikið á tveimur ámnt frá stofnun félagsins. - Með tilkomu fé- lags handverksfólks í Mosfellsbæ er stefnt að opnun Handverkshúss í bæn- um. Leikur enginn vafi á að það verði bænum til framdráttar og heilla. Er það von félagsmanna að bæjarstjóm og bæjarbúar taki þessu vel. Þeir sem gætu vísað á leiguhúsnæði vinsamlega hafí samband við einhvem úr undir- búningsnefnd. Aðalfundur auglýstur síðar. Undirbúningsnefnd. Fulltrúar undirbúningsnefndar íSandgerði 25. júlí. F. u Ólina, Asgerður, Þóra, Hulda, Ámý og Kolbrún. laugardag GiWran2sePt200° og Eiríkur Hauks Miðaverð kr. 1.500 Risatjald í Álafosskvos Dagurinn hefst með hinum margrómaða flóamarkaði þruma og eldinga kl. 14.00 Hægt verður að gera reyfarakaup af ýmsu tagi. Margir góðir gestir koma. Kynningar á mat og drykk. Hárgreiðslumeistarar Pflus verða með skærin á lofti. Valdi koppasali sýnir ómetanlega antikhjól- koppa og verður mmeð útsölu á öðrum góðum. Margt fleira spennandi verður í boði. Endum svo daginn með dansleik sem sló bókstaflega öll met þegar hann var haldinn síðast í risatjaldinu. Eftir þá uppákomu sögðu stærstu fjölmiðlar landsins eftirfarandi: Mbl.: Tvö mögnuðustu rokkelement íslands. Rás 2: Þetta var eins og á góðri þjóðhátíð. Minnum alla þá sem ætla að styrkja okkur með góðum gjöfum að koma með þær í Álafosskvosins milli kl. 10 og 13 laugardaginn 2. sept. þökkum Gildrunni og Eiríki Haukssyni ómetanlegan stuðning - UMFA lHosfellsblaðið ©

x

Mosfellsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link to this issue: 5. Tölublað (01.08.2000)
https://timarit.is/issue/237288

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

5. Tölublað (01.08.2000)

Actions: