Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 13
V í S IR . Laugardagur 18. júlí 1970. 13 TfZKUVIKA I NEW YORK: Klaufar á síðu pils- unum létta ganginn rT'ízkuvikur eru alltaf haldnar annað veifið úti í hinum stóru löndum. Nú er kominn sá tími, að framleiðendur byrja á að kynna vetrartízkuna. Einni slíkri tízkuviku er nýlokið í New York og þykir sumt af því sem þar kom fram muni gefa vísbendingu um það, sem tízkuhúsin í París munu sýna á tízkuvikunni þar, sem hefst á mánudag. Eitt af útibúum fyrirtækisins Christian Dior er i New York og það voru fötin frá því fyrir- tæki sem ekki sízt vöktu at- hygli. Auðvitað var midi og maxitízkan ráðandi, en helzta nýjungin voru mismunandi háar Diortízkan eins og hún var sýnd í New York. Kvöld- klæðnaður, sítt pils, stuttur jakki, klauf á pilsinu og takið eftir skónum. klaufar, sem settu mikinn svip á fötin. Það má kannski kalla þetta þægilega nýjung á óþægi- legum fatnaði, sem andstæðing- um maxitízkunnar finnst hún vera. Síddin hjá Dior var fyrir dag- kjóla frá 5—10 sm. neðan hnés, en á kvöldklæðnaði frá ökla og niður úr. Klaufar á næstum öll- um fötunum. Aðrar nýjungar, sem mest bar á voru þær, að Dior aðhyllist kjóla háa í háls- inn og með víðum ermum til þess að bera aö degi til en hins vegar flegnar kjóla, svo að sést vel niður á bak, að kvöldlagi. Nýja síddin eins og hún var kynnt í New York bar heitið „Longuette“, sem táknar bæði midi og maxisídd. Bandarískir tízkufrömuöir spá því að nýja síddin muni breiðast út á næstu þrem til fjórum mánuðum og marki tímamót í tízku þessa áratugar. Hjá ýmsum tízkufrömuðum í New York voru helztu línurn- ar í nýju tízkunni þær að stuttu jakkarnir við síð pils eru komnir ■ aftur. Alls staðar eru belti mikið notuð og y-firleitt vottar fyrir mittinu á flestum flíkum. Kvöldklæðnaður einn, sem var sýndur gæti orðið vin- sæll hér ekki síður en erlendis, an það er sítt pils meö hettu- peysu við. Þeir litir, sem voru mest á- berandi voru gráir litatónar og svart. Ein nýjungin enn eru hálf- sokkar eða sportsokkar sem notaðir eru við síðbuxur og nýju tízkuna í nýju síddinni með klauf eða klaufum. Því er spáð, að þessi kvöld- klæðnaður verði vinsæll, en hann samanstendur af síðu pilsi og hettupeysu og getur varla orðið einfaldari. VISIR i VIKULOKIN VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. vís:r í vikulokin er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) VÍS!R í VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1300 króna virði, 300 síðna litprentuð bók í fallegri möppu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.