Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 18. júlí 1970. Ennþá enginn skriður kominn á síáttinn — sólardagarnir um daginn nýttust illa „Ennþá er varla hægt að segja að sláttur sé hafinn af krafti, og þess vegna varð lítið gagn i sólardögunum um daginn, j nema þar sei í búið var að slá eitthvað að ráði. Vaxtarskilyrði . verið svo óvanalega slrr cg sumar og grasspret* ' er langt fyrir neðan meðallag“, sagði Gísli Kristjánsson hjá Bún aðarfélaginu í viðtali við blað- iö í gær. Ennfremur sagði Gísli. að ástand- ið væri langbezt í Skaftafellssýslu og norðurundir Hérað, en þar er sláttur víða langt kominn. Sums staðar nyrðra og á Vestfjörðum er : sláttur alls ekki hafinn, og er það j einkum vegna mikils kals og mjög | lélegrar sprettu. „Það getur enn rætzt úr þessu hér fyrír sunnan, en þá verðum við lika að fara að fá góðan hlýinda- kafla,“ sagði Gísii að lokum. - f»S. „Nú þurfum við uð furu uð keuuu ungum mönujim uð hfuðu turfbæi" — segir þjóðminjavörður — miklar endurbætur gerðar i sumar á torfbæjum safnsins, sem eru illa farnir eftir vætutiðina „Okkar helzta starf í sumar verður að vinna á endurbótum á gömlum torfbæjum, sem eru orðnir illa farnir eftir vætutíðina í vor og fyrrasumar. I>að verður óvanalega mikið unnið að viðhaldi á torfbæjum safnsins í sumar, og má segja að nær allt okkar fé fari í það“, sagði Þór Magnússon, þjóðminja- vörður í viðtali við blað ið í gær, en ekki er gert ráð fyrir að lagt verði út í neina uppgrefti á þessu sumri. „Margir gömlu torfbæjanna eru mjög illa farnir, en torfið springur í frostunum, ef það er mjög blautt þegar byrjar að frjósa. Suma bæina þarf að hlaða algerlega upp á nýtt.“ „Hverjir sjá um að hlaða þessa gömlu bæi fyrir safn- ið?“ „Það hefur nú gengið heldur illa að fá menn í þaö. Við þurf- um áreiðanlega að fara að kenna þetta ungum mönnum, því það eru ekki nema mjög full orðnir menn sem kunna það f dag.“ „Hvaða bæir verða langfærðir í sumar?“ „Þetta verður unniö í áföng um og hæpið að hægt veröi að ljúka nokkrum þeirra í sumar. Einna mest verður unnið á Keid um á Rangárvöllum, en þar var byrjað í fyrra og í Skaftafelli þar sem selið veröur gert upp, enda mjög gott dæmi um ís- lenzka fjósabaðstofu. Þá verður gert við bæina Þverá í Laxárdal Laufás £ Eyjafirði og gamla bæ- inn á Hólum, auk þess sem Hóla kirkja verður máluð“, sagði Þór að lokum. —ÞS Vilja ekki þjóðfélagsfræði- kennslu í viðskiptadeild — viðskiptafræðinemar mótmæla ■ Þjóðfélagsfræðikennsla inn- an viðskiptadeildar háskólans hefur vakið úlfaþyt, en í gær barst blaðinu yfirlýsing frá Fé- iagi viðskiptafræðinema þar sem segir, að almennur fundur haldinn í félaginu nýlega hafi ályktað að sú ákvörðun háskóla ráðs að stúdentar í þjóðfélags- fræðom skuli innritast í við- skiptafræðideild sé algjörlega óviðunandi. Þá segir ennfremur í yfirlýsing- unni að fundurinn álykti, að það sé i mestu samræmi við núgildandi íyrirkomulag á stjómskipan há- SKólans, að stofnuð verði ný deild, þjóðfélagsfræðideild, svo sem þeg- ar hafa komið fram tillögur um. Viðskiptafræðinemar segja, að það hafi verið álit fundarins, að þrátt fyrir langan undirbúningsfrest og mikið starf nefnda, einkennist öll framkvæmd þessa máls af fumi og fáræði og sé æðstu háskólayfir- völdum og háskólanum í heild til lítils sóma. Sú staðreynd, að mál sem þetta skuli komast í slíka sjálfheldu, bendi greinlega til þess, að stjórnarskipan háskólans sé mjög ábótavant. Vísir snéri sér til menntamála- ráðherra Gylfa Þ. Gíslasonar og hafði hann eftirfarandi að segja í sambandi við yfirlýsingu Félags viðskiptafræöinema: „Ég hef talið mjög nauðsynlegt, að ein af þeim nýju námsleiðum, sem komið yrði á fót við Háskól- ann sé nám í þjóðfélagsfræðum og hófst það nám í raun og veru í fyrravetur en tilætlunin er að 320 sótlu um Breiðholtsíbúðir Hl Úthlutiwamefnd Breiðholts- íbúðanna í Þórufelli er langt kom in með að fara í gegnum 320 umsóknir um Breíðholtsftoúð- ir. Alls verður nú úthlutað 100 i- búðum, 40 tveggja herbergja íbúð um og 60 þriggja herbergja íbúð um. Ibúðrrnar eru ætlaðar lág- launafólki i verkalýðsfélögunum, sem em innan Alþýöusambands ís- lands. Þegar úthlutunarnefnd hefur lok ið störfum verða tillögur hennar lagðar fyrir Húsnæðismálastjórn, sem má vænta að verði innan tíð- ar. —SB koma endanlegri skipan á það nám nú I haust. Hefur málið verið rætt ítarlega innan Háskólans í vetur, en því miður hefur þar orö ið mikill ágreiningur um hvar og hvemig námið skyldi skipulagt. Hafa ýmsar hugmyndir komiö fram en ekki náðst full samstaða inn- an Háskólans um neina þeirra. Þar eð deildir þær, sem rætt hef- ur verið um að önnuðust kennsl- una í þjóðfélagsfræðum hafa tal- ið tormerki á því, bauö ég með samþykki ríkisstjómarinnar að leggja til við forseta íslands að út yrði gefin bráöabirgðalög um stofnun sérstakrar þjóðfélagsfræði deildar. Háskólaráö óskaöi hins vegar eindregið eftir því, að það yrði ekki gert heldur að væntan- legir nemendur í þjóðfélagsfræð- um yrðu innritaðir í viðskiptadeild og vildi ég ekki ganga gegn þeim óskum. I því skyni að reyna aö fá samkomulag um þetta mál hefur ráðuneytið óskað eftir því að við viðskiptadeild, lagadeild, guðfræði- deild, heimspekideild og stúdenta- ráð að þessir aðilar tilnefni fuil- trúa í nefnd til þess að semja drög að reglugerðarákvæðum um nám í þjóðfélagsfræöum, og skip- ar ráðuneytið Jón Sigurðsson hag- fræöing sem formann nefndarinn- ar. Er henni ætlað að ljúka störf- um fyrir 20. ágúst, og er þaö ein- læg von mín, aö henni takist að samræma þau ólíku sjónarmið, ;.em uppi eru innan Háskólans um þetta mál. En eitt er víst, að námi í þjóðfélagsfræðum verður komið í fast form núna í haust." — SB Unnið var að því í gær að treysta festamar í Laxfossi. Á myndinni sjást björgunarskipið Goðinn og flotprammi Reykja víkurhafnar. Reynt að ná Lax- fossi upp í dag Tilraun átti að gera í morgun ' til þess að ná Laxfossi gamla upp af hafsbotni úti á Klepps- vikina þar sem hann hefur legið í átján ár eða frá því 1952. Hinn öflugi kranafleki Reykja- víkurhafnar hefur verið notaður við björgunarstörfin og í gær- kvöldi lónaði dráttarbáturinn . Magni inn á sundin til þess að ) hjáipa til við Iokaátakið. Unnið !var að því í gær, þegar þessi mynd var tekin, að koma vírum á skipið. Laxfoss strandaði sem kunn- ugt er úti á Kjalarnestöngum í iliviðri í janúar 1952. Nokkrir bjartsýnismenn keyptu flakið þar sem það lá þar á hafsbotni framan við tangana, komu þvi á flot með gríðarstórum flotbelgj- um, en aldrei komst það þó til hafnar, heldur sökk bama úti á Kleppsvíkinni, þar sem það er nú orðið til trafala I innsigling- unni í Sundahöfn. — JH. Ófært á ísafjörð í gærmorgun — Breiðadalsheiðin lokaðist vegna snjóa • Það var heldur kuldalegt um að litast þegar ísfirðingar litu út um gluggana hjá sér £ gærmorgun. Fjöllin voru hvít niðurundir miðjar hlíðar og svo mikið hafði snióað í fjöli, að Breiðadalsheiðin, sem er á millj Öund,’rfjaröar og Skutuls- fjarðar lokaðist. Einnig var mikill snjór á Botns- heiði, en hún er á leiðinni niður til Súgandafjarðar en hún lokaðist þó aldrei. Fór síðasti bíll um Breiða- dalsheiðina um miðnætti í fyrri- nótt og tafðist hann nokkuð vegna snjóa. Ekki var vitað til að bílar hefðu farið yfir heiöina um nótt- ina, enda snjóaöi mikiö og heiðin lokaðist algjörlega. í gærmorgun var svo hafizt handa um að moka heiðina og komust áætlunarbílar yfir hana fyrir hidegið, en höfðu þá tafist nokkuð vegna ófærðar- innar. Var gert ráð fyrir að þeir kæmu til Reykjavíkur um mið- nættið í gærkvöldi, en það er um tveimur tímum á eftir áætlun. - ÞS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.