Vísir - 10.09.1970, Side 3

Vísir - 10.09.1970, Side 3
VlSIR . Fimmtudagur I<0. september 1970. m í MORGUN ÚTL.ÖNDÍ morgun útlönd í morgun útlönd í morgun utlönd Umsjón: Haukur Helgason. Frestur lengdur um 3 sólurhringu — hörmuleg nótt g'islanna, sem ekki vissu, hvað verba mundi / morgun — óryggisráðið krefst frelsis fyrir gisla og flugvélaræningja SKÆRULIÐAR féllust í morgun á að lengja frest sinn um þrjá sólarhringa. Tókst fulltrúum Rauða krossins að semja við þá. Skæruliðar munu taka af lífi gísla sína, ef ekki verð- ur gengið að kröf um þeirra innan þess tíma. Rauöa kross-menn töfðust í morg un, er þeir ætluðu að ræöa við skæruiliða, þar sem mikJir bardagar geisuðu í Amman, höfuðborg Jórd- aníu, og komust þeir ekki úr borg- inni um skeið. Rauði krossinn er að flytja mat- væti og lyf tiil farþega. Leiðtogi skæruliða sagöi í morgun, að leng- ing frestsins væri veitt tbl þess að „aðilar gætu samið af ábyrgð“. FuiM trúar Rauða krossins og skæruliöa munu ræðast við í dag, en Ailþjóða rauði krossinn 'hefur milligöngu í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samiþykkti í gærkvöldi að skora á ala aðiilla að sjá til þess, að gíslun um veröi sleppt tafarlaust. Einnig er lagt ti'l, aö öllum þeim verði FER JAFN VEL FYRIR HINUM? — Myndin sýnir Leonard Shap- iro frá New York fagna konu sinni og tveimur börnum, sem höfðu verið farþegar í E1 A1 flugvélinni, sem var ein þeirra, er skæru- liðar hugðust taka herskildi. Minnstu munaði því, að frú Shapiro og böm hennar lentu í eyðimörkinni f Jórdaníu. — Enn em 50 Gyðingaböm í gjslingu hjá arabískum skæmliðum. sleppt, sem sitja í fangelsi vegna flugrána. Er litið á hið síðarnefnda sem áskorun tli ísraelsmanna, aö þeir sleppi að minnsta kosti tveim- ur Alsirbúum, sem eru í haldi í Tel Aviv fyrir slifkar sakir. Ályktun ráðsins var einróma sam þykkt. Bandaríkin og Bretland sömdu tillöguna 1 fyrstu, en henni var síðan breytt nokkuð vegna á- skoiana frá Sovétnlkjunum, Sýr- landi og Alsír, eftir talsvert þóf. Sæknuliöisamtökin hafa nú 301 gísl eftir þrjú flugvélarán. Bretar höfðu enn í morgun ekki fallizt á kröfur skseruliðanna að sleppt yrði úr haldi stúikunni, sem tók þátt í hinu misheppnaða ráni á flugvél ísraelska flugfélagsins E1 A1 um helgina. Frestur skæmliðanna áttá að renna út kl. 2 í nótt, en frestun fékkst. Svisslendingurinn Andre Roohat, sem er fyrir nefnd Rauða krossins, er í stöðugu sambandi við skæm- liðana. Nefndin hefur tekið á leigu DC- 6 flugvél, sem mun fara frá Zurich til Amman meö tvo lækna og hóp hjúkrunarkvenna. Ástandið fer hrfð versnandi, einkum meðal kvenn- anna. Meirí hluti fólksins hefur verið þama síðan á sunnudag. Skæruliðar bættu einni flugvél við feng sinn í gær, er þeir rændu brezkri flugvél á leið til Beirút og 'létu hana lenda við hlið hinna tveggja í eyöimörkinni. — Rauöi krossinn vonast nú tll að geta hafið stöðuga læknaþjónustu við fólkið. Gíslunum í flugvélunum hefur að því er virðist ekki verið sagt frá því, aö skæmliðamir hafi falíl- izt á lengingu frestsins. Nóttin var þvf érfiö farþegunum, sem vom f algerri óvissu um örlög sfn. Eng- inn gat nálgazt flugvélamar, þar sem skæmliðarnir segjast munu sprengja þær í loft upp, ef einhver komi í námunda við þær. Gfslamir 188 um borð í DC-8 flugvél Svissair og Bœing 702 flug- vél bandaríska félagsins TWA lifðu nú sína fjórðu nótt í ræningjahönd- um. Þeir 113, sem vom í VC-10 farþegavél brezka félagsins BOAC bættust í hópinn f gær og höfðu því aðeins verið í höndum skæru- liða f tæpan sólarhring. Svo sem kunnugt er, hafa skæru- Flugmenn vilja flugbann til ríkja, er hýsa ræningja Alþjóðasamtök flugmanna lýstu í gær vilja sínum um, að sett yrði algert bann á flugi til ríkja, sem geymdu flugvélaræningja án þess að draga þá fyrir dóm. Slíkt bann mundi ná til allra ríkja, sem skyti skjóls húsi yfir flugvélaræningja, en það yrðu nú helzt Ar- abaríkin. Formælandi flugmanna sagði, að þetta væri hið eina, sem gæti kom- ið í veg fyrir óhugnanleg flugvéla- rán f framtíðinni. Með samtökum sínum ættu flugmenn að geta fylgt þessu fram og neita að fljúga flug- vélum til slíkra landa. Slíkt bann mtmdi draga máttinn úr ræningj- unum, og rikin mundu verða að meta fjárhagslegt tjón ef þau hýstu ránsmenn. Formælandi flugfélagsins Pan Am sagði hins vegar, að hann teldi, aö verðir ættu að vera í öll- um flugvélum í millilandaflugi. Yrðu það að vera sérþjálfaðir menn sem sýndu stillingu en þó öryggi og festu. Benti hann á, að það mundi minnka áhuga hugsanlegra ræningj?.. ef þeir vissu af vörðum í flugvélunum. Hann taldi að banni yrði ekki unnt að fyigja fram. Flugmenn sögðust hins vegar vera andvígir vörðum í vélunum, sem mundu trufla farþega og flug- stjóra með nærveru sinni. „Við get- um bara ekki flogið við slfkar að- stæður,“ sagi einn flugmanna. liðar krafizit þess að leystir verði úr haldi sjö arabískir flugvélaræn- ingjar : Sviss, Bretlandi og Vestur- Þýzkailandi. Ríkisstjómir Sviss og Vestur-Þýzkalands hafa í aöalatrið- um gengið að kröfum skæm- liða. — Sagt er, að arabísku skæruliöarnir, sem em í haldi 1 Svlss, hafi veriö fluttir til flug- vallar og þar bíði þota reiðubúin aö flytja þá með skyndingu til Jórdaníu Orörómur kom upp í London i gærkvöldi, að verið væri að flytjs arabísku flugránsstúlkuna til flugvallar meö leynd. Jafnvel þótt samningar kunni að takast á hverri stundu um afhend- ingu arabískra og evrópskra ríkis- borgara í hópi gíslanna, munu skæruliðamir samt, halda áfram borgurum frá ísrael og þeim, sem hafa bæði amerískan og ísraelskan borgararétt. Israel hefur ekki einu orði gefið I skyn, að Israelsmenn taki f mál að ganga að neinum samningum við skæruliöa. Skæm- Mðar hafa krafizt þess, að aliir arabfskir hermdarverkamenn f fang elsum í ísrael verði leystir úr haldi. Hins vegar er talið, aö þeir mundu sætta sig við eitthvað, en stjóm ísraels hefur ekki viljað við þá tala. Einn læknir og ein hjúkmnar- kona frá Rauða krossinum fengu í nótt að annast nokkra farþega. — Bráðabirgða ljósútbúnaði var kom- ið fyrir í flugvélunum, sem áöur höfðu veriö í algem mvrkri um nætur Loftið er mjög skaðlegt heilsu fójksins, og hreinlætisað- staða hin versta. Þó fékkst áð setja nokkum kælibúnað í nótt. Þá urðu farþegarnir fyrir ó- væntri gestrisni skæruliðanna. Þeir færðu gíslum sínum fjóra kassa af whisky, sem þeir fluttu um borö. Börnunum vom gefnir gosdrykkir, en um 50 Gyðingaböm eru meðal gíslanna. Leila Xhaled, „atvinnuflugvéla- ræningi" arabískra skæruliða, er nú í haldi í Bretlandi, en ein aðalkrafa skæruliða er, að henni veröi sleppt. Móðir Shiran Shirans biður gíslunum griða • Móðir Shirans Shirans, morö- ingja Roberts Kenndy, tókst ekki að komast til Jórdaníu í gær. — Bandarísk yfirvö.ld stöðvuöu hana á síðustu stundu. Frúin kvaðst ekki hafa ætlað að ýta undir skærulið- ana sða biðja þá að krefjast frelsis til handa syni sínum. Þvert á móti bæði hún þá að þeir slepptu strax öllum ninum saklausu farþegum, sem væru á valdi þeirra. 0NSK0LI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR tilkynnir: Innritun daglega frá kl. 5—7 síðdegis að Óð- insgötu II. Uppl. í síma 19246 á sama tíma. Kennsla fer fram miðsvæðis í borginni og einnig í Árbæjarhverfi, Breiðholtshverfi og við Ægissíðu. Þessar kennslugreinar verða kenndar í einka- tímum: píanó klarínett harmoníum saxófónn fiðla obo celló fagott gítar horn alt-blokkflauta trompett þverflauta básúna og hljómfræði í hóptímum: Nótnalestur, blokkflautuleikur og auka náms- greinar. Kennsla hefst miðvikudaginn 16. september. Skólastjóri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.