Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 8
8 VlSIR. Miðvikudagur 13. janúar 1971. VISIR Otgefandi: Reykjaprent bf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsaon Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómsrfailtrúi: Valdúnar H. Jóhannessoa 'íagtysingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sfmi 11660 15 iinur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiöja Vfsis — Edda hf. Erum v/ð alþjóðasinnar? þegar Vísir kannaði fyrst skoðanir íslendinga á þátt- töku í Fríverzlunarsamtökum Evrópu á miðju ári 1968, voru 60% hinna spurðu óákveðnir í afstöðu sinni. Rúmu ári síðar voru hinir óákveðnu komnir nið- ur í 47% og í árslok 1969 voru þeir komnir niður í 31%. Hinum óákveðnu hafði þannig fækkað um helm- ing á því hálfa öðru ári, sem aðdragandinn að þátt- töku okkar í samtökunum náði yfir. Hin einfalda skýring á þessu er auðvitað sú, að hinar víðtæku umræður um samtökin á þessu tímabili hafa leitt til þess, að æ fleiri hafa gert upp hug sinn í málinu. Það sést einnig af því, að bæði stuðnings- mönnum og andstæðingum aðildarinnar fjölgaði á tímabilinu. Stuðningsmönnunum fjölgaði fyrst úr 32% í 34% og síðan í 48% og andstæðingunum fjölgaði fyrst úr 8% í 19% og síðan í 21%. Fríverzlunarsamtökin eru ekki lengur deiluefni hér á landi, svo sjálfsögð þykir aðildin að þeim vera, þeg- ar áhrifin eru farin að koma í Ijós. Nú er hins vegar deilt um Efnahagsbandalag Evrópu. íslendingar hafa nú byrjað viðræður við það og er stefnt að því að ná viðskiptasamningi. Því spurði Vísir fyrir áramótin um afstöðu manna til bandalagsíns. Búast hefði mátt við, að verulegur hluti hinna spurðu yrði óákveðinn í afstöðu sinni, á svipaðan hátt og í afstöðunni til fríverzlunarinnar, þegar viðræðurn- ar um hana voru að hefjast. Einnig hefði mátt búast við, að hinir ákveðnu yrðu annars vegar fylgjandi viðskiptasamningi við Efnahagsbandalagið og hins vegar andvígir bandalaginu. Hvorugt gerðist. Aðeins 29% hinna spurðu voru óákveðnir. Hefur þó bándalagið tiltölulega lítið verið rætt hér á landi. En ef til vill hafa umræðurnar um Fríverzlunarsamtökin haft áhrif á þetta. Menn hafi þá almennt gert upp hug sinn um gildi viðskipta- og efnahagssamstarfs við önnur lönd. Ef þetta er rétt, þá hafa m^^n tekið afstöðu til Efnahagsbandalags- ins um ieio og þoir tóku aí'ctöðu til Fríverzílunarsam- takanna. Þessi skoðun styðst við þá staðreynd, að niður- staðan í könnuninni um bandalagið var svipuð og í síðustu könnuninni um samtökin. 42% voru fylgjandi viðskiptasamningi eða aðild að Efnahagsbandalag- inu, 29% á móti og 29% óákveðnir. Bandalagsmálið er sem sagt næstum því eins vinsælt hér á landi og fríverzlunarmálið var fyrir einu ári. Enn furðulegra er, að stuðningsmenn bandalags- ins voru yfirleitt ekki fylgjandi viðskiptasamningi við það, heldur hreinni og beinni aðild að því. 31% vildu aðild, en aðeins 11% viðskiptasamning. Samt hefur enginn íslenzkur stjómmálamaður mælt með aðild, heldur aðeins með viðskiptasamningi, enda er erfitt að sjá, að full aðild geti verið raunhæf. En tal- an 31% vekur þá spumingu, hvort íslendingar séu þrátt fyrir allt meiri alþjóðasinnar en hingað til hefur verið haf.t fyrir satt. ( Kvikasilfur í túnfiski er válegur fyrirboði Mengun og ofveiði — fiskafli minnkar — hversu mikið kvikasilfur er í þorski og makril i úthafinu? hvort vænta megi hnignunar úr því. Samtímis hafa komiö fram ýmsir vísindamenn og boðaö stórfelldan fiskdauða næstu ára- tugi af völdum mengunar. Venjulega valda aflaíeysisár þvf, að þær raddir verða há- værari, sem vara við ofveiði og hættu á eyðingu fisfestofna. Svo hefur lengi verið. Sjávarútvegur hefur hins vegar jafnan rétit úr kútnum innan skamms. Þannig var það í Perú, sem veiðir mest af fiski af ölilum ríkjum. Afli hrapaði í hittiðfyrra, og margir boðuðu, að hann ætti sér ekki viðreisnar von. Alfli Perúmanna hefur síðan aftur glæðzt veru- lega. Verðlag á sjávarafurðum Eitrun í túnfiski varð til þess fyrir skömmu, að bönnuð var sala á miílj- ón dósum af niðursoðn- um túnfiski í Bandaríkj unum. í Bretlandi hefur nú fundizt sama kvika- silfurmagnið (einn og hálfur hluti á móti millj- ón), sem olli banninu í Bandaríkjunum. Þó var salan ekki bönnuð í Bret landi, mest megnis Margir fiskarnir verða menguninni að bráð. vegna þess að Bretar eta ekki mikið af túnfiski. Margar verzlanir hættu samt sölunni, þegar skýrt var frá niðurstöðu rannsóknar. Frétzt hef- ur frá Japan, að þar hafi margir látið lífið undan farin ár vegna hættulegs kvikasilfurs í fiski. Túnfiskur heldur sig 1 út- höfunum, langt frá verksmiðj- um í landi. Þetta er þvl fremur óhugnanlegt dæmi um það, hvemig maðurinn hefur eitrað hafið, sjö tíundu hluta yfir- borðs jarðar, sem hann hefur a'lla tfð notað sem ruslahaug sinn. Nú er víða farið að rann- saka eitrun í öðrum fisktegund- um, svo sem þorski og makril. Segja mætti, að sjávarútvegur standi ekki svo traust um þess- ar mundir aö hann geti þolað á- föll vegna eitrunar í fiskinum, þótt I lit'lum mæli kynni að vera. Fiskafli minni í fyrsta sinn í 25 ár. Fiskveiði minnkaði i heimin- um í fyrra, í fyrsta sinn í aldar- fjóröung. í fyrra veiddu t 63 milljón tonn, Búizt hafði verið við áframhaldandi aukningu veiðinnar. Afli hefur þrefaldazt sfðan 1945, og reiknað hafði verið með. að hann yröi 107 milljónir tonna árið 1985. Stöðn- un sú, sem nú hefur komið fram, vekur fyrst þá spurningu, hvort hámarksveiði liafi verið náð og er einnig hátt, eins og við bezt þekkjum. Hættan á ofveiöi og eyðingu stofna sjávardýra er þó alltaf á næsta leiti. Rússar og Japanir eyða hvalategundum Þannig hafa Rússar og Jap- anir á nokkrum áratugum nán- ast gjöreytt ýmsum hvalateg- undum. Við íslendingar höfum horft á sfldaraflann hverfa, þar sem áður var gnótt síldar. Skip- in sækja æ lengra eftir rýrari afla. Menn" hafa bent á, að hin mitola sókn f ýmsar fisktegundir hefur á skömmum tiíma nærri eytt með öllu sumum þeirra. Tiil dæmis varð að vernda túníisk í Indlandshafi aðeins nokkrum ár- um eftir að stór floti veiði- skipa úr öllum áttum réöst ti*l atlögu við, fiskinn. Danir setja kvóta um laxinn Þá er efst á baugi atlaga danskra veiðiskipa við úthafs- iaxinn við Grænland. Danir urðu fyrir aðkasti frá ýmsum ríkjum, sem hagsmuna eiga að gæta við laxveiði, etoki sízt frá Bretum. Meðal annars kom sums staðar í Bandarfkjunum til þess, að menn hættu að kaupa danska vöru í mótmælaskyni. Danir hafa síðan látið undan síga. Þeir héldu því fram í fyrstu, að veiði þeirra í hafinu gæti ekki haft nein áfarif á iaxveiði í ám og vötnum. Nú hafa þeir sett tovóta, þannig að veiöin má etoki fara fram úr ákveönu hámarki Bretar segja þó enn, að dönsku tovótamir tryggi etoki, að iax- Umsjón: Haukur Helgason: stofninn muni varðveitast. Það er fleira en ofveiðin, sem hrjáir sjávarútveg um þe'ssar mundir. Æ fleiri dæmi finnast um óhugnanleg áhrif mengunar á fisk. Fréttir bárust fyrir skömmu um þúsundir dauðra fiska í Noröursjó. Þeir höfðu orðið bráð mengunar frá iðju- verum á meginlandinu. Allt bendir til þess, að áhrifa meng- unar gæti langt úti í höfunum. 15% eggjahvítu úr fiski Fiskur veitir jarðarbúum nú 15 af hundraði þeirra eggja- hvítuefna, sem menn neyta. Meðal Vesturlandabúa, þar sem offita er eitt stærsta vandamál- ið. er fiskur holl fæða og góð og langum fremri ýmsum öðr- um fæöutegundum. Ekki aðeins Islendingar heldur margar þjóð- ir aðrar sækja nú í veiði ým- issa tegunda fisks, sem áður var 'llítið eöa ekki veiddur. Fréttimar af kvikasiilifri í tún- fiski undirstrika enn einu sinni þá hættu, sem er fyrir dyrum í sjávarútvegi og matvælafram- leiðsilu. mm ' 4 • Skopteiknarinn lýsir því ástandi, að mengun hefur heltekið stórborgirnar og sjórinn er orðinn Mforarpyttur“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.