Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 9
VfSIR* Miðvíkudagur 13. janúar Iít/i. i ~iii iiimiMiniowiiiiii ..... 55 Stúlknrnar meiri land kynning en fiskurinn“ — segir i viðtali við forstöðufólk Fegurðar- samkeppni Islands Óvenju mikið heí'ur verið rætt um fegurðarsam- keppnir að undanförnu, enda kannski ekki að undra þar eð nýlokið er við að velja eitthvað á milli 30 og 40 stúlkur til að taka þátt í slíkum sam- keppnum. Því hefur að sjálfsögðu fylgt umfangs- mikil vinna og margt verið um dýrðir, þó að aðal- hátíðuhöldin séu enn ekki afstaðin. f»ar eð Vísir hefur ekki látið sitt eftir liggja við fréttaflutning frá fegurðarsamkeppnum þessum án þess þó, að nokkurn tíma hafi að ráði verið vikið að þeim, er standa að baki keppnum þessum, tókum við í gærdag tali 2 forsvarsmenn fegurðarsamkeppna. | " \ \ s' ' |||j| Fyrst höföum við tal af Ein- ari Jónssyni bankagjaidkera, sem fyrstur manna fór af stað með fegurðarsamkeppni hérlend is og fengum hann til að segja oikkur í stuttu máli frá hans af- skiptum af keppninni. — Um það leyti er ég var framfcvæmdasitjóri fyrir Tívolí- inu ofckar gamla, hóf Einar máls var ég félagi i Fegrunarféilagi Reykjavíkur, sem sett var á lagg imar til að vinna að fegrun bæjarins. Sá félagsskapur þurfti að sjélfsögðu töluvert fé tii að standa straum ajf kostn aðinum við fegrunarframkvæmd imar. Eiftir miklar vangave'ltur kom okkur Einari nafna minum og vini Magnúss. það ráð í hug að halda fegurðarsamkeppni í Tívolí og færa okkur ágóöann í nyt viö fegmn bæjarins — þetta var árið 1947. — Gafst þessi fjáröflunarleið svo vel, að _ árleg feguröarsamkeppni varð úr. Verðlaunin, sagði Einar enn- fremur vom fyrst í stað þau, að sú er varð númer eitt Waut ferð til Kaupmannahafnar með uppi haidi. Það varð ekki fyrr en árið 1957 sem við gátum boðið hlut skörpustu stúilkunum að taka þátt í a'lþjóðlegum fegurðarsam keppnum. Aðild að þeim sam- keppnum tófest mér að fá til handa minni fegurðarsamkeppni í utanl andsferðum mínum sem famar voru í þeim erindagjörð um að ráða skemmtikraifta til skemmtana þeirra, sem ég stóö fyrir hér heima. Með árangurinn af þátttöku íslenzku stúlfcnanna í allþjóða- fegurðarsamfeeppnum get ég ekki veriö annað en ánægður. Vestanhafs hefur þeim tekizt að komast í öll fimm efstu sætin, tvisvar í efsta sæti Miss Skandi navíukeppninnar og auk þess tví vegis í úrs'litasæti í öðrum keppnum. Hins vegar hefur ís- lenzk stúlka áldrei náð svo langt í keppnum um titlana Miss Europe og Miss World. — Hver eru afskipti þín af Fegurðarsamkeppni Islands nú? — í einu orði sagt engin. Ég lét af öHum afskiptum af henni árið 1964 og hef sfðan aöeins haft það með höndum, að senda sigurvegarana til þátttöku í beim fegurðarsamkeppnum. sem eg hef mín gömlu umboð fyrir, þ. e. a. s. Miss Universe, Miss World, Miss Europe og Miss Scandinavia. Þessar fjór ar fegurðarsamkeppnir hafa með sér nokkra samvinnu, Miss Int- ernational-keponin var einnig i þeirri samvinnu fyrst, en lenti utangarðs er keppnin komst í hendur aðila. sem svifcið höföu titilinn í sínar hendur. Því er það, sem mér er meinað, af samtökum hinna feguröarsam- keppnanna, aö ejg@, viðskiþf,if:ii við þá aðila, sem standa að Internationalkeppninni. , — En hvenær og hvers yegna hættir þú afskiptuni af Fegurð- arsamkeppni íslands? — Áriö 1964 gaf ég hana al- veg frá mér. Þá tók frú Sigríður ' Gunnarsdóttir, forstöðukona. Tízkuskólans við. Hún hafði áð- ur þjálfaö stúlkurnar fyrir mig til keppni og mátti því heita „Falli rauðsokkum ekki feg- urðarsamkeppnir í geð, geta þær bara iokað augunum fyr- ir þeim, rétt eins og því sjón varpsefni, sem þeim fellur ekki,“ segir Einar Jónsson. vel kunnug öllum hnútum. Fáar eða engar tel ég lfka betur til þess færar en hana. —• En hvað viltu segja um aðferð hennar við aS velja „Þó fiskurinn okkar sé góð ur, er samt ekkert jafngóð iandkynning og stúlkurnar okkar, sem hafa r.áð larigt er- lenfn^'. Wgir Sigríður Gunn- arsdóttir. stúlkurnar til úrslitakeppnanna. þ.e.a.s. sýslukeppnirnar? — Það tel ég ekki vera raun- hæfustu aðferðina. Ég á erfitt með að trúa því, að hægt sé að kynnast til hliítar á dansleik og það á kannski nofckrum mínút- um. Á dansleiki er Ifka ungt fódk komið til að skemmta sér, en ekki í neinum öðrum tilgangi. Þegar ég hafði með keppnina að gera, hafði ég þann háttinn á, að hafa samiband við aðila úti á landi, sem ég taldi að gætu bent mér á stúlfcur, sem höfðu það til að bera sem til fegurðar- samikeppni þarf. Kæmu ábend- ingar, sem mér þóttu gefa góða von, setti ég mig strax í sam- band ,við stúlikuna, auk fjöl- skyldu hennar og unnusta, ef hann var einhver. Sparaði ég mér ekki sporin við þetta starf og flaug þá landshomanna á milli, ef því var að skipta. Þetta tel ég hafa gefið bezta raun. — En hvað um mótmæli rauðsokkaliða? spurðum við Einar að lokum. — Ég hlusta ekki á þá, mér felilur nefnilega ekki tal þeirra, rétt eins og mér fellur ekki allt efni sjónvarpsins. Falli manni ekki einhverjir dagskrár- liðir sjónvarpsins slekkur maður bara á tækinu, og eins má loka eyrunum fyrir tali rauðsokka. Þær gætu líka alveg eins lokað augunum, þegar fegurðarsam- keppni fer fram, falli þeim hún ekki í geð. Ég tel það efeki þurfa að vera neitt spursmál, hvað það er, sem réttmætir til- veru fegurðarsamkeDpna. Þær gefa stúlkunum oft atvinnu- möguleika á ýmsutn sviðum og oft góðan skilding í aðra hönd — aö maöur ekki tali um öll þau ferðalög, sem þeim standa tiil boða sem bezt vegnar í keppnum. Erfiðleika er vitan- lega oft við að glíma, en enga stúlfcu þekki ég, sem tekið hefur þátt í fegurðarsamkeppnum á mínum vegum og beðið tjón af á nofckurn hátt. Fyrsta spurningin, sem við lögðum fyrir Sigríði Gunnars- dóttur, var varðandi einkarétt þann, sem hún hefur opinberlega lýst yfir, að hún hafi á notkun titilsins Ungfrú ísland. — Þann einkarétt hef ég ó- vefengjanlega, svaraði Sigríður. Ég hef einnig látið skrá á firma- skrá nafngiftina Fegurðardrottn- ing íslands, Ungfrú Reykjavík og Fegurðardrottning Reykja- víkur. Fegurðarsamikeppni ís- lands og Fegurðarsamkeppni Reykjavikur er svo til þar einn- ig skráð á mitt nafn. Það eru raunar aðeins liðnir nokkrir dagar, síðan ég lét verða af skráningunni, en hún hefur staðið fyrir dyrum undanfarin ár — við drifum bara í málinu núna af ótta við að það ylli vandræðum ef það fréttist meðal fegurðarsamfceppnanna erlendis. að við hefðum ekki tryggt okk- ur löglegan yfirráðarétt yfir þessum titlum. — Úvað segir þú um sam- keppnina, sem þú hefur hlotið? — Eina áhyggjuefnið, sem ég tel vera í sambandi við tilkomu hinnar fegurðarsamfeeppninnar er það, að erfiðleikar gætu hlot- izt af því, að tveir aðilar séu að velja svona margar stúlkur til fegurðarsamkeppna. Annars held ég, aö ekkert annað en gott geti hlotizt af — því, sem þú vilt kalla samkeppni. Þeir sem standa að baki nýju feguröar- samkeppninni eru mér lika að góðu kunnir, ég t.d. þjálfaði á sínum tíma frú Unni ArWgríms- dóttur, eina aðalforstöðukonu þeirrar keppni. Guðrúnu Bjarna- dóttur þekki ég llíka vel. Hún var hjá mér f Tízkusikólanum í tvö ár og hana þjálfaði ég svo líka er hún fór á vegum Fegurð- arsamkeppninnar tiil þátttöku í „Miss Internationaíl-keppninni", sem hún lenti I fyrsta sseti I. — Hverju viltu svara þeirri spumingu rauðsokka, hverjir græði á fegurðarsamkeppnlnni. — Um gróða hefur aldrei ver- ið að ræða. Okkur hefur rétt tekizt að hafa upp f kostnaðinn við fegurðarsamkeppnina með dansleikjahaldi. Oft er lf'ka tap á dansleikjunum, eða þá að beir standa sléttir. En í það heila jafnar þetta sig alltaf upp. Bf hins vegar er um tap af feg- urðarsamkeppninni að ræða, er það ökkar, sem að henni stöndum, að borga brúsann. Ég hugsa, að ég megi segja, að ég hafi varla lágmarks tímakaup fyrir alla þá vlnnu sem ég legg f keppnina. — En hvað um tilgang keppn- innar? Hann ætti að vera aug'ljós. Einn aðaltilgan-g hennar tel ég vera landkynninguna, því þótt fiskurinn ofckar sé góður er samt ekkert landinu eins góð land'kynning og stúlkumar okk- ar, sem komast langt erlendis. — ÞJM vlsiBsrai Hvert er álit yðar á feg- urðarsamkermnum? —-- Magnús Sigurðsson, fisksali: Þessar fegurðarsamkeppnir finnst mér bara vera tóm vit- leysa, sem þjónar engum til- gangi. Það mætti þess vegna leggja þær niður. Svavar Guðmundsson, jámiðn- aðarmaður: — Ég fæ ekki ann- að séð, en að það sé allt í lagi með þær. Ég fór sjálfur til að fylgjast með þessum kappleikj um, þegar þær voru aö byrja. Þeir eldri geta líka haft gaman af fegurðarsamkeppnum, þær geta gefiö þeim góða hugmynd um það, hvemig ungdómurinn er hverju sinni. Garðar Ólafsson, verkamaöur: — Þær eru sjálfsagt ágætar út af fyrir sig. Ég bara veit ekkert um þær, — hef ekkert fylgzt með þeim. Jóhann Jóhannsson, bifvélav.: — Ég er nú frekar mótfallinn þeim, og þá vegna kvenþjóðar- innar. Hitt er svo annað mál, að fegurðardísir geta verið góð landkynning. Kolbrún Skarphéðinsdóttir, hús- móðir: — Þær finnst mér eiga rétt á sér sökum þess, hve þær geta veitt mörgum stúlkum ým- iss konar framtlðarmöguleika, sem þeim ellegar hefðu ekki staðið til boða. Kristín Andrésdóttir, fram- reiöslustúlka: — Ég barasta er ekki klár á þvi. Mundl segja svona í fljótu bragði, að þeim ætti að halda áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.