Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 1
BORGIN KAUPIR SLYSAGILDRU Samningar hafa nú lofcs tekizt um kaup á Fossvogsbletti 36, húsi, sem stendur alveg inn á Bústaöa- veg og hefur verið talið valda auk inni slysahættu við götuna. Staðið hefur í þrefi við annan eiganda hússins um kaupin frá 1966, en hann taldi ekki vera nóg boðið í húsið. Hins vegar tókust samningar við hinn eigandann fyr- ir íiáiifu öðru ári. — Upphaflega neffíi átt að rffa húsið 1967, enda staóíð fyrir vegaiframkvæmdum við Bústaðaveg. Nú verður húsið rifið viö fyrsta tækifæri eða f marz n. k. —VJ Póstur úr GULLFOSSI grandskoðaður í morgun — leif að hassi hafði jbó engan árangur borið Póstur, sem kom með Gullfossi til landsins í fyrradag, hefur verið grandskoðaður af tollvörð- um með tilliti til þess að hass eða önnur fíknilyf finnist í póst- inum. í morgun var búið að fara í gegn um allan póstinn og að- eins eftir þrír pokar af „kross- böndum“ eða smápökkum og bréfum samkvæmt því sem Sig- urmundur Gíslason fulltrúi á Tollpóststofunni tjáði blaða- mönnum Vísis niðri á Tollpóst- stofu í morgun. Sagði Sigurmundur að tilkynning yrði send út um þessa pakka og þeir skoðaðir, þegar viðkomandi kæmu til að ná í þá. Ef móttak- andi neitar að láta opna pakkann munu tollverðir krefjast fógetaúr- skurðar til þess að opna pakkana. Þessi könnun tollvarða er sú um fangmesta, sem verið hefur á skipa pósti en sennilegt er að slík könn- un verði framkvæmd við og við í framtíðinni. „Megnið af þessu gefur ekki til- efni til stöövunar", sagði Sigur- mundur og horfði yfir póstinn þar sem hann lá í bingjum, „þetta er mestmegnis dæmigerður póstur, sem enginn vafi leikur á. Það er t. d. heilmikið af almanökum, sem fyrirtæki senda, blaðapóstur frá við urkenndum blöðum og póstur frá opinberum stofnunum. Það er ekki fyrr en kemur að einhverjum Jóni Jönssyni, sem enginn veit deili á og bréfið virðist þykkt og feitt, að það er tekið frá.“ —SB * „Þessi er mjúkur,“ sagði Sigur mundur um einn pakkann í hrú{ unni og virtist dálítið tortrygg inn um ágæti innihaldsins. Stóraukið samstarf Norð- urlanda um menn ingarmál Skátamir hrinda á flot báti sínum inni við Sundahöfn í morgun. Sem betur fer fannst drengurinn tveim tímum síðar á rölti við Kjörgarð á Laugavegi (Ljósm. Vísis, BB). Aöspurður um ferðir sínar gaf drengurinn þá skýringu, að hann hefði lagzt fyrir undir beru lofti í nótt. En nánari skýringu hafði hann ekki gef- ið á þessu uppátæki sfnu, þegar blaðið fór í prentun í morgun. Þess skal getið. að drengur- inn er frá góðu heimili og kenn arar hans gefa honum gott orð fyrir ástundun og nám í skól- anum. — GP Miövtkudagur 13. januar 1971. — 9. tbi. 61. árg. bau ætla að veria 500 millj. til Jbess árið 1972 Menntamálaráðherrar Norður- landa samþykktu á fundi í Kaupmannahöfn í gær sáttmála samstarf. I ráði er að auka mjög samvinnu landanna í þeim efnum. — Nefnd, er ráðherrarn- um norrænt menningarmála- ir skipuðu, hafði gert drög að Dauðaleit að Wáradreng■ fannst á gangi á Laugavegi Hafði skilið skólafóskuna sina eftir á hús- tr'óppunum heima hjá félaga sinum i gær- morgun — Fannst kl. 11 i morgun □ Á meðan f jöldi manna var að leita 10 ára rlrengs í morgun, sem sakn ■ið var síðan í gærmorgun, fann lögregluþjónn á varð- göngu drenginn á Lauga- veginum. — Drengurinn var á gangi hjá Kjörgarði á Laugaveginum um kl. 11 í morgun, þegar hann fannst, heill á húfi og alls ekki illa haldinn. Með birtingu í morgun hóf 30 manna leitarflokkur frá Hjálp arsveit skáta leit að drengnum, sem saknað var síðdegis í gær, þegar hann ekki kom heim. „Við munum byrja á því aö ' leita með fjörum hérna inn með Vogunum, og flokkur frá okkur byrjar um leið að leita á svæð- inu hjá Rauðavatni — umhverf- is bústaðina þar,“ sagði Tryggvi Páll Friðriksson, sveitarforingi, þegar blm. Vísis hitti hann að máli í morgun í þann mund, sem leit var að hefjast. Foreldrar drengsins tilkynntu lögreglunni um hvarf hans í gær kvöldi kl. 23, þegar farið var að óttast um að hann skilaði séf ekki sjálfur af eigin ramm leik. „Drengurinn sást síðast í grennd við miðbæinn ijm kl. 11 í gærmorgun. og eru það síð- ustu spurnir, sem við höfum haft af honum,“ sagði Magnús Eggertsson, aðst. yfirlögreglu- þjónn hjá rannsöknarlögregl- unni, sem stjórnar rannsókn- inni á hvarfi drengsins. Drengurinn hafði ekki komið í skólann í gærmorgun, þar sem hann átti að mæ,ta um morgun- inn. Hefur slíkt aðeins hent hann einu sinni eða tvisvar áð- ur. — Skólataska hans fannst á húsatröppum heima hjá kunn- ingja hans og miði hjá henni með orðsendingu til kunningj- ans um að koma töskunni heim til hans. Lögregluþjónninn, Stefán Tryggvason frá Akureyri, sem ásamt öðrum nemendum úr Lög regluskólanum, er allir fóru til leitar að drengnum, kom auga á hinn týnda á Laugaveginum og bar kennsl á hann af lýs- ingum. Um betta leyti voru tugir leitarmanna að fara af stað í ieitina. sanikomulaginu- — Mikilvægur þáttur í tillögum hennar er, að stofnuð verði norræn ráðherra- nefnd, sem skuli hafa álcvörð- unarvald um framkvæmdir inn- an ramma samningsins um menningarmál. Þá verði haldnir reglulega fundir menntamálaráð herra landanna, þar sem rætt verði um þróun þ'essara mála. Nefndin leggur til, að nefnd em- bættismanna verði komið á fótog fjal'li hún um samvinnu landanna. Ráðherrarnir voru sammála niður- stöðum nefndarinnar og yrði stefnt að því, að þessi samvinna kæmi til framkvæmda árið 1972. Verði sam- tals varið nærri 500 miHjónum ísi króna til norrænnar samvinnu um menningarmál árið 1972. Greinargerð um afstöðu ráð- herranna verður nú send Norður- landaráði, en menningarmálin verða efst á baugi á fundi ráðs- ins í Kaupmannaböfn í næsta mán- uði. Dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra sat fundinn fyrir Is- lands hönd. —HH Eiga hönnuðirnir að fá verðlaunin — eða gripirnir? Þessi spurning kemur upp í blað inu í dag í sambandi við fegurð arkeppnina. Sjá þáttinn Lesend- ur hafa orðiö — Sjá bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.