Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 13.01.1971, Blaðsíða 16
Ætlunin að reisa við- byggingu við íþróttahöllina j — sýningasamtökin þurfa meira rúm i Laugar- dalsh'óllinni, áætlað að taka nýja skálann i notkun á alþjóðasýningunni i haust ÞriBjudagur 12. fanúar 1971. Saksóknari tekur nauðgunarkæruna til meðferðar Rannsókn hefur staöið yfir und- anfarna daga vegna kæru, sem kona hafði lagt fram á hendur tveim mönnum, og sagt hefur verið frá áður í Vísi. Yfirheyrslum er lokið, en báðir aðilar héldu fast við sinn fyrri framburð, þar sem fram- burður mannanna stangaðist á í mikilvægum atriðum við framburð konunnar. Mennimir höfðu verið úrskurðaðir [ gæzluvaröhald, en beim var sleppt lausum um helgina. Gögn málsins hafa nú verið send saksóknara rikisins til ákvörðunar um, hvort frekari rannsóknar sé börf, áður en ákveðiö verður, hvort höfðað verður mál á hendur mönn- unum. — GP Sýningasamtök atvinnu- veganna munu að öllum líkindum koma upp 1200 fermetra sýningaskála í sumar. — Mun skálinn standa austur af íþrótta- höllinni í Laugardal. — Þegar er búið að gera frumteikningu að skál- anum. Davfð Soheving Thorsteinsson formaður sýningasamtakanna sagði f viðtáli við Vfsi að ekki væri búið að taka endaniega á- kvörðun um byggingu skálans, en það verði gert seinna í mán- uðinum. Ragnar Kjartansson tjáði Vísi í morgun að skálinn yrði iíklega notaður við stóra aiþjóöa vöru sýningu, sem verður haldin seinnipart sumars frá 26. ágúst til 12. september. Sagði Ragnar, að þegar væri ijóst að stækka þurfi sýningarsvæðið, en sýnt verður í Laugardalshöllinni og á töluverðum hluta útisvæðis- ins. Þetta verði stærsta vöru- sýning, sem haildin hefur verið hér, ef nýi skálinn kemst upp til þess að hægt veröi að nota hann í sambandi við sýninguna. Þegar hafa um 60 sýnendur lát- ið skrá sig á sýninguna en um R sóknarfrestur er eikki enn út- runninn. Eru flestir þeirra er- lendir, og má þar nefna fyrir- tæki eins og IBM og John Man- ville, auk þess er þegar ákveð- ið um litla Danmerkursýningu, en Danir munu sýna helzitu og þekktustu gæðavörur sínar, þær sem hafa þótt beztar með tilliti tiil hönnunar. Innan sýningarinn ar verður einnig lítiil sjávarút- vegssýning. Verzlunarráðið í London hefur sýnt áhuga á að taka þátt í sýningunni en bú- ast má við að 10—15 fyrir- tæki muni sýna frá því. —SB | Alþjóðleg fegurðarsam- keppni haldin hér 1972? — ungfrú Gleym mér ei 1971 valin i fegurðarsamkeppninni i kv'óld Itöðugt fjölgar þeim titlum, ;em íslenzkar stúlkur hafa tæki- færi til að næla sér f í feguröar- samkeppnum hérlendis. Samtals munu þeir vera í dag tíu að tölu — sá tíundi, Módel ársins 1971, bættist við f gær, er til landsins kom Japaninn Charlie See. — Hann kom hingað til að sitja í 'ómnefnd þeirri, sem að Sögu f kvöld mun velja fulltrúa Íslands f keppnina um titilinn „Miss International“ og „Miss Young Intemational“. Skýrði See frá því við hingaðkomuna, að hann vildi einnig fá valið f kvöld Módel ársins 1971, limafagra stúlku, sem síðar á þessu ári gæti svo tekið þátt í keppninni Módel módelanna, en það er keppni, sem stúlkur frá 15 lönd- um taka þátt í. í spjalli við Vísi í morgun sagði See, að hann heföi mikinn áhuga á að halda keppnina Model of Mod- els hér á íslandi, vegna þess hve landið er miðsvæðis. Kvaðst hann hafa boðið hlutaðeigandi aðilum þaö nú þegar og orðið var mikils áþuga. Líklegast þykir honum, að keppnin geti farið hér fram strax á næsta ári. „Aðspurðar hafa allar þær stúlkur, sem ég hef haft tal af bls. 10 Auðvelt að skattleggja keðjubréfagróðann — Skattarannsóknadeildin laumaði sér inn i keðjubréfahringinn i haust » „Það er nokkuð auðveldur « leikur fyrir okkur hjá Skatt- • rannsóknadeildinni að koma sem menn hafa haft af keðju- bréfum,“ sagði Ólafur Nils- son skattrannsóknastjóri, er „Þegar þessi keðjubréfafar- aldur gekk yfir í haust, gerðum við ráðstafanir til að afla gagna um gróða — jafnt þeirra, sem stóðu að þessu sem hinna, sem tóku þátt í slíkum keðjum. — Aö vfsu vantar nokkuð inn í hverja keðju, en við getum séð af þeim, hvað vantar — það er auðvelt að rekja slg eftir keðjunni og fylla í eyður eftir eðli málsins. Nú, þá höfum við einnig kraf- izt þess, að okkur verði leyft með dómsúrskurði að fá aðgang að þeim gögnum sem póstmála- stjórnin hefur undir höndum varðandi þessar keðjur — bæði innlendar og erlendar. Sú krafa okkar er nú í athugun hjá saka- dómi“, sagði skattrannsókna- stjóri að lokum. — GG 4 í þessum fornfálegu húsa- kyrwium að Stekk fyrir sunn- an Hafnarfjörð var milljónum velt. Nú telja skattamenn sig hafa öll gögn til að innheimta það, sem þeim ber, — bæði frá forráðamönnum veltunn- ar og eins þeim, sem högn- uðust á henni. „Þið eruð frá blaðinu með bláa hausnum. Það blað sé ég oft i Hollywood,“ sagði Charlie See, er fréttamenn Vísis bar að. Hér sést See ásamt Henný Hermannsdóttur líta í „blaðið með bláa hausnum“. Samtök ferðaskrif- stofanna tvístrast Ný samt'ók, sem berjast fyrir „heiðarlegum sam skiptum" nýlega stofnuð af þrem ferða- skrifstofanna Ferðaskrifstofumenn í Reykja- vík virðast tví- eða þríklofnir um þessar mundir. Fram til þessa hafa þeir haft með sér eitt féiag, Félag íslenzkra ferða- skrifstofa, en formaður þess yf- irstandandi ár er Kjartan Helga- son í Landsýn, en með honum i félaginu eru Guðni Þórðarson í Sunnu. Ferðaskrifstofa Akur- eyrar og Úlfar Jakobsson. í síðasta mánuöi var svo stofnaö annað félag, Samtök islenzkra feröaskrifstofa og er tilgangur þeirra að vinna að og gæta sam- eiginlegra hagsmuna aöilanna, einnig að efla heiðarleg samskipti og vinna að auknu samstarfi og skilningi aðila. Aðilarnir að þessu nýja félagi eru Ferðaskrifstofan Úrval, Ferða- skrifstofa Zoega og Ferðaskrifstof- an Útsýn. Formaður er Tómas Zoega. Tvær ferðaskrifstofur standa ut- an allra samtaka, það er Ferðaskrif stofa ríkisins og hin nýstofnaða ferðaskrifstofa Loftleiða. — JBP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.