Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 5
VÍSIR. Föstudagur 23. apríí ¥SM Sfaukurnir komu á óvurt í Kefluvík Lið Hauka mætti til leiks fyrir Hafnfirðinga í Litlu bikarkeppninni í Keflavík á sumardaginn fyrsta og tókst að ná jafntefli við ÍBK. Ekkert mark var skor að í leiknum. Framlina Keflvíkinga var bitlaus :' leiknum og átti ekkert einasta 'hættulegt upphlaup í leiknum. Það var rétt undír lokin að liðinu skild ist, að ekki sé faægt að vinna leik nema skora mörk og si'ðasta stund asGfförðung sóttu Keflvíkingar tals wert, en áttn þó ekki eitt einasta sfeot á mark — en hins vegar nokk ur Æramfajá. ASeður \»r faið bezta meðan leik urian Éösr fxam og malarvöllurinn var skínandi góður. Lið KRH (KnattspyxnuEáðs Hafnaríjarðar, en HEC og Hauikar skiptast á um að leika í keppnimni) kom talsvert á ó- vart og hefði faæglega getað sigr- að. Miðherja liðsins, Lofti Eyjólfs syni, tókst í fyrri bálfleik að kom ast innfyrir tÞorstein markvörð ÍBK en í stað þess að senda knöttinn í autt markið. skeði eitt af þessum óskiljanlegu atvikum í knattspyrn unni — Lotfur stöðvaöi knöttinn og slíkt tækifæri lét Þorsteinn ekki ganga sér úr greipum. Vörn og markvörður ÍBK var sterk að venju og tveir ungir piltar Gísli Ttorfason og Ingimundur Hilmarsson, bakvörður, virðast á góðri leið meö að tryggja sér fastar stöður í liöinu. Lið Hauka kom á óvart og það er sýnilegt aö Sverrir Kjærnested er á réttri leið með lið — það var taktískara en lið ÍBK. Þétta eru mest ungir strákar, þótt Jóhann Larsen og Sigurður Jóa- kimsson séu enn helztu máttarstólp amir. Pálmi Sveinbjörnsson virð ist efnilegur svo og Loftur „hinn óheppni" — það býr margt í hon- um. Mjög góður dómari í leiknum var Kristbjörn Albertsson. —emm Eitglund vunn Grikklundí Á miðvikudag léku England og Grikiiand á Wembley-leikvangin- um í Lundúnum í Evrópukeppni lartdslíða. Aðeins 55 þúsund áhorf endur-sáu leikinn og nrðu þeir fyrir miklum vonbrigðum með enska liðið, þótt það sigraði með 3—0, en tvð síðustu mörkin voru skoruð rétt fyrir lok leiksins. ©ríska Kðið, sem lék án sex leik maana úr liði Ferenc Puskas, en það leikur síðari leik sinn í Evrópu keppnimii á miðvikudag, kom tals vert á óvart og vörn þess var sterk, lengi vel. Enska Kðið hafði þó tögl og hagld ir í leiknum og strax á 22 mín. tókst Martin Chivers aö skora. En liðið fór illa með góð tækifæri og það var ekki fyrr en síðasta stund arfjórðunginn, sem það sýndi veru- lega góðan leik. Alan Ball var þá kippt út af og Ralph Coates, Burn ley, kom í faans stað. Það voru góð skipti og Goates sýndi ágætan leik. Og þá loks fór vörn Grikkja að riðlast. Þegar 10 min. voru eftir til leikslolsa skoraðj Geoff Hurst og nokkru síðar Francis Lée með skalla eftir góðan undirbúning ný- liðans í liðinu, Peter Storey, Arsen al, en hann var einn bezti maður liðsins. Bobby Moore lék aö venju vel og f framlínunni var það eink um Ssee, sem lét að sér kveða. Þátttakendur í Víóavangshlaupi IR leggja af staA í hlaupiA. Hörð keppni í Víðavangs- hlaupi ÍR og metþátttaka Halldór Guðbjörnsson, hinn kunni hlaupari úr KR, sigraði í 57. Víða- vangshlaupi ÍR á sumar- daginn fyrsta eftir mjög harða keppni við ungan ÍR-ing, Ágúst Ásgeirs- son og þar var ekki fyrr en 20—30 m. frá loka- markinu, sem Halldóri tókst að sigra annað ár- ið í röð í hlaupinu. — í fyrra vann hann Sigfús Jónsson, ÍR, á niarklín- unni, en báðir fengu sama tíma. Sigfús gat nú ekki keppt vegna meiðsla. Metþátttaka var nú i hlaup inu 61 og þar á meðal voru 3 stúlkur og nokkrir trimmarar og tveir norskir stúdentar við Há- skóla íslands, sem kepptu sem gestir. Það voru fimm menn í hóp, sem komu saman út úr Hljómskálagarðinum og börku- keppni var Frikirkjuveginn að lokamarkinu við gamla barna- skólann. Ágúst var fyrstur meg inhluta — Halldór komst aðeins framúr honum um tíma — en Ágúst náðj svo aftur forustu og það var ekki fyrrr en á loka- metrunum, sem Halldóri tókst að tryggja sér sigur. Norski stúdentinn Karj Olov Idiand kom svo örfáum metrum á eft- ir hinum tveimur fyrstu í mark ið. Vegalengdrn er um 3250 m og tími sigurvegarans var 10,52,2 mín. Ágúst, fainn ungi ÍR-ingur, hljóp á 10:53,6 og íd- land á 10.-55.6 roín. Fjórði varö Sigvaldi Júiíusson, hinn efni- legi hlaupari ór Eyjafirði á 10:56,2 mVn, Fimmti Jón H. Sig urðsson, HSé.'á' 10:57.6 mín. og sjötti hinn 16 ára hlaupari úr Kópavogi, Einar Óskarsson á 11:06,0 mín. Ungu stúlkurnar voru léttar í spori, þegar þær komu í markið og fyrst þeirrá var Lilja Guðmundsdóttir — nokkru á uhdan trimmiirunum Gunnlaugi Þórðarsyni og Leifi Sveinssyni. í 3ja manna sveitakeppni bar sveit Breiðabliks úr býtum sig- ur, falaut 23 stig. I öðru sæti varð UMSE með 23 stig. Þriðja* sveit HSK með 25 stig og sveitl KR fjórða með 26 stig, svo aðl keppni var þar mjög jöfn. I 5| manna sveitakeppni sigraöi KR,, hlaut 45 stig, önnur varðs sveit OBK með 47 stig ogl þriðja sveit HSK með 54 stig.j í 10 manna sveitakeppni sigr- aði UMK með 100 stig, en HSK var með 110 stig. Óknyttastrákar fóru illa með starfsmenn falaupsins. Brautin var merkt veifum kl. 11.30 fyrir hádegi, en kl. 12 var búið að vstela þeim.öllurp.— svo að segja að baki starfsmánna. Nú, þeir fóru af stað aftur og merktu brautina, en þegar þeir komu úr mat kl. eitt voru flestar veifurnar horfnar. Og í þriðja. sinn varð því að merkja braut- ina. Af 22 veifum og stöngum sem útbúnar voru daginn áöur voru aðeins átta eftir, þegar hlaupinu lauk loks. Jafntefli Akranesi a Halldór Guðbjörnsson, KR, kemur í mark sem sigurvegari, en margir fylgja fas>t á eftir. Ljósm. BB. Akranes og Breiðablik mætt ust á malarvellinum á Akranesi á sumardaginn fyrsta í Litlu bikar- keppninni og lauk leiknum með jafntefi 1—1. Talsverð gola var, pegar leikurinn var háður, sém stóð beint á annað markið. Lið Breiða- bliks lék undan vindinum í fyrri hálfleik og strax á 4 mín. tókst Þór Hreiðarssyni að skalla knöttinn í mark eftir fyrirgjöf Magnúsar Steinþórssonar. Liðið sótti mun meira ailan fyrri hálfleikinn, en tókst ekki að skora fleiri mörk og Skagamenn áttu ekki einu sinni hættulegt upp hlaup þá. í s'iðari hálfleiknum snerist þetta við, nú voru það Skagamenn, sem sóttu og Eyleifur Hafsteinsson fékk þá nokkur góð tækifæri, sem hann misnotaði. Það var ekki fyrr en 10 mín. voru eftir að 'heimamenn jöfnuðu. Þá var tek in hornspyrna — Andrés náði knettinum og gaf strax til Har- alds Sturlaugssonar, sem skoraði viðstöðulaust með þrumuskoti. 1 lið Akraness vantaði Teit, Benedikt og .Matthías en hjá Breiðabliki vantaði Guðmund Þórðarson og Harald Ellertsson. Staðan í keppn inni er nú þannig: Akranes 2 1 1 0 6:1 3 Keflavík 2 1 1 0 3:2 3 Kópavogur 2 0 1 1 3:4 1 Hafnarfjörour 2 0 1 1 0Æ 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.