Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 2
Verstu ökumenn í heimi? Blað eitt í Bretlandi, sem Ford-verksmiðjurnar gefa út, heitir „Ford Tim es“. Nýlega fór blaðið á stúfana og spurði nokkra þekkta Breta að því, hverja þeir teldu verstu ökumenn í heimi. Svörin bbtast hér á eftir: Roger Clark: „Góðir og slæmir ökumenn eru um allan heim. I er efeki hægt að slá fram neinum fullyrðingum um akstursvenjur fólks. Ég geri samt ráð fyrir, að þeir verstu ökumenn sem orðið hafa á leið minni, séu annaðhvort búsettir handan járntjaldsins, eða þá fyr ir austan Istanbul. Þeir virðast líka búa I heimi, næsta ólíkum okkar. Ég geri ekki ráð fyrir að menningin hafi enn náð til þess- ara staða. Þeir aka eftir ein- hverjum allt öðrum reglum en við, ef þeir hafa þá einhverjar reglur. Ég verð talsvert vondur, þegar ég sé fólk á undan mér aka heimskulega. Verið getur að ég bölvi þessum ökumannabjálfum í hljóði — og stundum upphátt. Ég gleymi þeim samt mjög fljót lega. Slys hefur aldrei hent mig f umferð, og ég ætla mér ekki að lenda í slysi. Það er víst ekki hægt að setja umferðarreglur, sem væru við hæfi hinna beztu ökumanna. Það verður að reikna aillt út frá neðsta stiginu". Möltubúar voðalegir Stratford Jones. „Ég get ekki sleppt því að segja nokkur vel valin orð um Möltubúa. Ungir ökumenn á Möltu aka um með útvarpiö stillt svo hátt sem hægt er og blaðra meðan þeir aka, við laglegan stelpukjána, sem er einhvern veginn vafinn utan um ökumanninn. Þannig þjóta þau áfram eftir miðjum veginum — og það er sjón, sem ég vil helzt ekki sjá aftur. Og hvað um Frakkana? Eins og allir þeir sem einhvem tíma hafa ekið bifreið í París vita, þá ekur maður þar ,,meö lífið í lúkun- um“. En það fólk sem ég álít verstu ökumennina, eru þeir sem aka undir járnbrautarbrúna, sem er rétt við heimili mitt. Hvað eftir annað, þegar ég kem að þessari brú, stoppa ég, og held þar fyrir aftan mig bílaröð á meðan ég hleypi þeim sem til vesturs fara fram hjá — það er aðeinsein ak- ori thlov Þar sem pilian er bönnuð.. ...verfe Konur að grípa til ör- brifaráða. Þessar kvinnur eru frskar, en Irar eru á sumum svið um kaþólskari en páfinn. Og þeg ar páfanum er illa við að konur noti handhægar getnaðarvarnir, þá kemur írskuS.i stjórnvöldum ekki til hugar að levfa það. Þess- ar konur eru írskar rauðsokkur, og þær eru fastákveðnar í aö neyða ríkisstjórnina meö einhverj uni ráöum til að leyfa innflutn- ing á piliunni. Þær bregða sér því til Belfast í Norður-írlandi, fá þar pillur í apóteki og smygla þeim til írlands — án þess að láta það smygl fara sérlega hljótt. rein og ekki hægt að mætast undir brúnni. Á meðan ég geri þetta til þess að vera viss um að halda lífi og limum, liggja þeir fyrir aftan mig á flautum sínum, þar til þeir þola ekki leng ur við og æða af stað undir brúna. Verða þá óaðgætnir sem koma hinum megin að henni, oft lega að stanza með hávaða og íra fári. Um leið og þessir óþolin- móðu ökuþórar þjóta fram hjá mér, heyri ég oft miður fa-lleg orð — eða öllu heldur upphróp- anir og athugasemdir um minn silagang. Og þá á eftir! Þá ætt- uð þið að sjá aksturslag mitt!“ Blaðurskjóður í búðar- ferð Marjorie Proops: „Þegar ég gef konum mitt at- kvæði sem verstu ökumenn í heimi, þá reikna ég meö að hætta á að ekið verði á mig, næst þeg ar ég ek eftir Kings Road í Chelsea! En þar sem skorað hefur verið á mig að nefna verstu ökumenn í heimi, verð ég að vera heiðarleg og játa, að konur vinna þennan óæskilega titil hjá mér. Auðvitað ekki allar konur. — En það er því miður til sá hópur kvenkyns ökumanna, sem fær ekkert annað en svarta krossa hjá mér: Konan sem klæðir sig upp, tekur fjölskyldubílinn og ek ur til borgarinnar til að líta i búð ir. Hún býöur vinkonu sinni með sér, og sú vinkona lítur á bílinn sem eins konar útibú frá kaffihús inu í núðborainni. hárgreiðslu- stofunni þar sem hún bætir á si’g eða'lo89r's'iTf'við slúðursögur coa gangstéttinni sem hún reikar eft ir meðfram búðargluggum og horf ir á vörur. Þessar konur eru yfirleitt á miðjum aldri og dæmigerð hegð un þeirra er aldeilis stórhættu- leg. Þær aka hægt og að því er virðist fyrirhafnarlítið á miðjum umferðargötum, þar sem búðar- gluggar varpa freistandi glampa til þeirra. Sú sem ekur Htur stöku sinn um fram á veginn, en þó ekki of oft, til þess að missa nú ekki af neinu. sem fyrir augu kann að bera í búðargluggum, eða til að heyra nákvæmlega allan vaðalinn úr vinkonunni. Milli þess sem ökumaðurinn hlustar á sögur farþegans, rekur upp upphrópanir og segir sína meiningu, sveigir hún bílinn upp að gangstétt, komist hún svo „... sjáiö þið hvemig skepnan keyrir!“ nærri. til þess að líta á dásemd ir verzlanaglugga — og svo þarf hún að benda farþeganum á eitt hvað „gasalega smart“ í gluggan um! Báðar horfa þær þá í glugg- ann, og ökumaðurinn fyrir aft- an þeytir hornið af krafti, tramp ar á bremsustigið — en er samt ekki viss um að hann þurfi að bremsa, því aö bíllinn kvennanna mjakast jú áfram. Hávaðinn úr horni bílsins fyr ir aftan. hrekur konuna inn á veginn aftur, og hún lítur sár- móðguð í baksýnisspegilinn. — Þegar hún lítur í spegilinn sér hún fáein hár á höfði sér, sem farið hafg aflaga, og hún lítur aftur í spegilinn til að lagfæra þau, jafnframt sem hún lítur vel yfir annað það í andlitssnyrting unni, sem hugsanlega hefur rask azt. Svo heldur hún áfram á nokkuð jöfnum. kannski sæmi- legum hraöa, voðalega móðguð við það freka svín fyrir aftan sem svo mikið liggur á. Og hún segir vinkonu sinni nokkrar hræðilegar sögur af þessum verzl unarmönnum sem alltaf eru að flýta sér, og lenda fyrir vikið í slysum. Eru þetta ýkjur? Ég hef eytt mínum beztu ár- um í að bera blak af kvenkyns- ökumönnum. Ósvffnir og ýknir karlmenn hafa farið niðrandi orð- um um kvenfólk við stýrið, en það er ekki hin minnsta afsökun eða vörn, sem hægt er að bera fyrir þessar blaðrandi konur í innkaupaleiðöngrum". / Með blaktandi eyru . Svokallaðar „plastfskar aðgerð ir“ á fólki, þ.e. þegar t.d. nefi, eyrum eða öðrum líkamshlutum er breytt eöa þeir lagaðir til — eru yfirleitt nokkuð við- kvæmt mál fyrir þá, sem í þeim eiga, og fáir breiða það út um borg og bæ, að nefið á þeim hafi nú loksins veriö lagað. Brezka leikkonan Sarah Miles var samt ófeimin viö að koma fram í sjónvarpsþætti og sýna á að gizka 7.200.000 áhorfendum hvernig frábærum lækni hefði tek izt að laga á sér eyrun: ,,Það varð að gera það“, sagði hún, ,,því að þau stóöu ekki bara út í loftið. Þau blökuðu ef eitthvað hvessti". Aðspurð um það hvaða ka-rl- mann hún kys) til að vera ein meö í sex mánuði svaraöi hún: „Hitler. Ef ég heföi sex mánuöi með honum, gæti ég kannski „spillt“ honum yfir í gæðablóð“. Sarah Miles.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.