Vísir - 28.05.1971, Side 9

Vísir - 28.05.1971, Side 9
Vrí SIR. Föstudagur 28. maí 1971. strætin líkt og í sjúkrabYl vær nema kerra hans er svartu lúxuslímúsín, einn af þremu saman til þess að enginn vit fyrir vist f hvaða bíl foringinn er. Fyrir framan og aftan far (ögv-egiubílar með sírenum og vélbyssuvopnum. Það er ekk nóg með það, aö vegfarendu viti ekki í hvaða bíl höfðinginn er, heldur eru tjöldin dregin fyrir gluggana, menn vita ekk hver hann er þessi Breshnev og menn sjá hann aldrei, nema við hátíðlegustu tækifæri hát uppi á þaki Lenín-grafhýsisins Hann lifir eins og öll forustu stéttin bak við gluggatjöld. 'C’orystustétt og kontórista Rússlands lifa einangraði frá landi og þjóð. Þeir búa sérstökum lokuðum hverfum þeir hafa sérstakar verzlanir sérstaka skemmtistaði, sérstök veitingahús, sérstök sjúkrahús sérstaka skóla. Þeir hafa marg föld laun á við almúgamann inn. Þvílíkur launamismunur þekkist ekki ’i nokkru öðru landi. Og þeir hafa óteljand sérréttindi. Þar er að vísu engin þörf fyrir að merkja sér bíla stæði til eignar, því bílaeign almúgans er engin. En allt Rúss land og einkum nágrenn Moskvu er morandi af lokuðum löndum, sveitasetrum, bað ströndum, veiðilendum sem eru umkringd af lögregluvörðum Þar eru forréttindasvæði yfir ráðastéttarinnar. Þeir hitta helzt aldrej almúgann, hvorki götunni, i veitingahúsinu, né flugvélinni. Almenningur veit heldur ekk- ert um fjölskyldulíf höfðingj- anna. Fólk hefur varla hug- mynd um, hvort Breshnev og Kosygin eiga börn, eða hvaö þau starfa innan starfsvett- vangs höfðingjabamanna. Það var rétt af tilviljun nú í mai- byrjun, að upplýst var aö kona Kosygins hefði verið að deyja. Það hefði eins getað veriö út- lend kona, sem enginn þekkti utan innsta hringsins. Tjeir lifa eins og gamlir rúss- neskir aðalsmenn á keisara- timunum. 1 stað glæsilegra hestvagna koma bílar, sem þurfa allir að vera svartir á lit- inn, af þvi að þaö þykir virðu- legast og tákn um háttsetta stöðu. Innan sjálfrar forystu- sveitarinnar skiptast menn svo í stéttir. Það eru aðeins þeir allra æðstu sem fá 15 álna bíla, svo kemur næsta þrep 12 álna bílar og siðan niður Ý stétt 10 álna bíla. En allir hafa þeir sinn einkasjofför, ef þeir kjósa, allt á kostnað ríkisins eða stjóm arskrifstofu eða verksmiðju. Það þykja miklar mannvirðingar að taka stökkið upp úr 10 álna bíium upp I 12 álna bíla, þá er maður að lfkindum orðinn forstjóri skriffinnskuvers eða direktör fyrir stálverksmiðju. Svo geta þeir allir átt s’ina einkasundlaug, kannski mismun andi stóra, sinn tennisvöll og allir sækja þeir í klúbba fina fólksins. í lokuöum sumarhúsahverfum hittast fjölskyldur höföingjanna, þar er skipzt á eiiífum heim- boðum við svignandi veizluborð og þar skýtur upp kollinum ó- trúlegur aragrúi af sonum og dætrum, frændum og frænkum, skylduliðj og skjólstæðingum höföingjanna. Þar er saman komið menntað samfélag, sem getur slett frönsku, ensfcu, og þýzku. Þar eru vestræn tízku- blöð og þar er talað um heim- speki og listir. Blómleg mennta- stétt. Þar er ljúft líf undir gervi- grfmu siðgæðislegs strangleika. Segir svo einbver, að Sovét- ’-oön séu ekki forysturíki sós'i- alismans. Þorsteinn Thorarensen. Sædýrascsfnið: Gangverð á dýrum er víst æðimisjafnt, en sam kvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk — ekki hjá búnaðarmálastjóra, heldur hjá Sædýrasafn- inu — er hægt að fá tígrisdýr í skiptum fyr- ir ferhyrndan hrút, og hægt er» að gera góð kaup í fleiri dýrategund- um. Krókódílar eru til dæmis í lágu verði á markaðinum eins og stendur, því að þeir eru seldir í fetatali, og hvert fet kostar einn dal. Ennfremur ku vera hægt að f á f íl í sæmilegu EkkJ vitum við, hvað fengist fyrir þennan myndarlega ferhyrnda hrút í sláturhúsi, en sænskir eru fúsir til að Iáta tígrisdýr í skiptum fyrir hann. Við vitum heldur ekki, hvað fæst fyrir tígrisdýr í sláturhúsi. Tígrisdýr má fá fyrsr ferhymdan hrút og fetið í krókódíi kostar einn dal standi fyrir um tvö hundruð og fjörutíu þús und krónur. JPkki er þetta mál tekið upp hér í blaðinu vegna þess að fyrir dyrum standi bylting í íslenzkum iandbúnaði — svo að vitað sé — heldur vegna þess að forráðamenn Sædýrasafns- ins hafa opin augun fyrir mögu leikum ti! að bæta dýrategund- um í safnið, og fylgjast því vel með verðlagi á hinum ýmsu dýrategundum. Dýrainnflutningur er þó ýms um takmörkunum háður, og ekki þar með sagt, að hver sem á í fórum sínum bandarískan da! geti keypt sér eitt fet af krókódíl til að leika sér við í baðinu, né heldur ffl til að aðstoöa sig við húsbyggingu, eða tígrisdýr til að gæta eigna sinna fyrir innbrotsþjófum. Áður en dýr fá að koma til landsins verða þau aö undir- gangast afar nákvæma skoöun til að fyrirbyggja, að þau geti flutt hingað meö sér hættulegar pestir. Ýmsar tegundir er því erfitt aö flytja til landsins, trl dæmis segja fróðir menn, að ýmsar vinsælar apategundir séu svo stútfullar af vírusum, að bið geti brðið á þvi, aö þeir Tarzans l bræöur .. fái Jandvistajieyfi^á íslandi. I^orstöðumaður Sædýrasafns- ins, Jón Kr. Gunnarsson, lét vel yfir aðsókninni, þegar blm. Vísis hafði ta'l af honum. Jón sagði, að mikill áhugi væri ríkjandi á því, að fjölga dýra- tegundtmum í safninu eftir því, sem getan leyfði. „En dýrainnflutningur er að sjálfsögðu háður ýmsum tak- mörkunum,“ sagöi Jón. „Nú sem stendur er í athugun að fá hingað tígrisdýr og við von- umst til að fá leyfi tffl þess. Okk ur stendur til boða að fá tvö tígrisdýr frá Svíþjóð að láni í einhvem tlma í skiptum fyrir tvo férhyrnda hrúta.“ Þetta vingjarnlega tígrisdýr á kannskl eftir að koma hingað tU lands í skiptum fyrir hrút, en líklegt er, að meira en venjulega fjárhússkró þurfi til að hemja það inni. „Hafa fleiri dýrategundir komið til greina?" „Við vorum búnir að bvggja mannvirki fyrir á þriðja hundr að þúsund krónur tffl að geyma gaupur, þegar okkur var bannað að flytja þær til landsins á >þeim,fer^»feff,{# Þpfif kynnu j að sleþpa ut óg verða ný minka- s; plága.“-‘iOg. það'er . að heyra á Jóni, að honum þyki forsendur bannsins ekki skynsamlegar. „Sömuleiðis stóð okkur til boða aö kaupa ungan ffl í góðu ásigkomulagi fyrir 240 þús. kr., en bæði er kaupverðið hátt, og svo er það dýr munaöur aö eiga fffl, því að það þarf að sjá honum fyrir góðu húsnæði og miklu æti.“ ”Á ^lva^a dýrum hafið þið mestan áhuga?“ „Þaö er mikið upp úr því leggjandi að fá dýr, sem eign- ast afkvæmi meö vissu milli- bili. Fólki finnst ákaflega gam- an aö koma í safnið til aö skoöa ungviði, eins og hreinkálfinn núna og lömbin og kiðlingana.“ „Tíðkast dýrasfcipti mikið, samanber að ‘hægt er að fá tígr isdýr fyrir ferhvmdan hrút?“ „Jú, við fengum sæljónin okk ar í skiptum fyrir útselskópa í fyrrahaust, og eflaust er hægt að haida slíkum skiptum áfram.“ „Hvað er að segja um aðsókn að safninu?“ „Hún er frábær, það er ekki hægt að segja annað, þegar árs aðsókn er rétt um 100 þúsund manns.“ „Eiga sbó>lar mikinn þátt í þeirri tölu?“ „Margir skólar hafa sýnt safn inu mjög mikinn á'huga, og frá sumum þeirra hafa allir nemend urnir komið einhvern tíma. Aðr- ir skólar eru þó til, sem ekki hafa sýnt jafnmikinn áhuga á að kynna nemendum sínum lif andi dýr, og það er raunar skrýtið, þegar skólamenn eru sffefflt að tala um aö auka líf- ræna fræðslu. Það er höfuðmarkmið okkar að auka áhuga á umhverfi og náttúruverpd með því að sýna lifandi dýr, að visu í búrum, en það ætti að geta orðið til þess, að böm og fullorðnir sýndu þessum sömu dýrum meiri áhuga og umhyggju, þar sem þau eru villt f náttúrunni." „Hvað er að segja um dag- legan rekstur safnsins?“ „Það er mikið starf að hugsa um dýrin. fóöra þau og hreinsa til hjá þeim. Fastir starfsmenn era þrír, þar af eipn næturvörð- úr.“ - . iG „Hvers vegna næturvörður?“ „Það eru ýmsir á ferli, þegar aðrir sofa, og við höfum ekki áhuga á að fá óboðna nætur- gesti f safnið — bæði vegna dýranna og svo vegna gestanna sjá'lfra." „TTafa menn sýnt dýrunum einhverja áreitni?" „Nei. Ekki er hægt að segja það, nema þá helzt einhverjir góðglaðir menn, sem bjóðast tffl að temja hvítabirnina. jEn Þeir missa venjulega áhugann á þvf, þegar rennur af þeim. Það hefur að vísu komið fyrir, að fðlk hefur fyrir óaðgæzlu verið að fóðra þau dýr, sem gestum er bannaö að gefa, og það hefur meira að segja haft alvarlegar afleiðingar. Til dæmis drápust hjá okkur selir út af því.“ „Er heilsufarið ekki annars gott hjá dýranum?" „Jú, yfirleitt má segja, að hefflsufarið sé mjög gott, enda höfum við góðan heúnilislækni, þar sem er Brynjólfur Sand- holt, dýralæknir.“ En nú er kominn matartlmi hjá mörgæsunum, og Jón 6- kvrrist. „Að Iokum: Er ekki erfitt að afla þeirra fjölbreyttu fæðuteg- unda, sem dýrin þurfa?“ „Það kostar marga snúninga, sérstaklesa að útvega fæðu handa dýrum sem hafa við- kv^ma mel+:nr>’i eins os snæ uglan, sem þarf alveg sérstakt fæði.“ „Hvaða fæði?“ „Rottur og fugla. Við verðum að veiða rottur handa snæugl- unni og fugla, pví að hún þarf að fá bæði.hært og fiðrað kjöt. En hún gengur vel að mat sín- um. Af rottum leifir hún engu nema halanum — hvers vegna sem það nú er.“ —-ÞÐ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.