Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 3
VÍSfH. Föstudagur 28. maí 1971. 3 í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Engin miskunn hjá ETNU Eitthvert mesta morðmál sögunnar: Myrti tuttugu menn 37 ára mexíkanskur verkamaður á búgarði er talinn hafa myrt tuttugu manns í Yuba City og margt bendir til, að hann hafi myrt fleiri, öll morð in eru svipuð og líklegt að sami maður hafi framið þau. Þetta er eitthvert mesta morðmál í sögu Bandaríkjanna. Juan Corona er lýst sem hæglát um manni og ströngum heimilis- ’föður. Hann á fjórar dætur. Öíl fómardýrin voru stungin margsinn is með hnífi og loks i hjartastað. Lögreglan útilokar ekki, að fleiri lík kunni að finnast. Hið síðasta fannst í garði, og vfða f grennd- inni hafði verið rótað í jörðu. Hinir myrtu munu allir hafa vef- ið verkamenn um fertugt. Lögregl an telur, að morðin hafi verið fram in nokkra síðustu mánuði. Lögregl an átti örðugt með að bera kennsl á sum líkanna þar sem engin skil- ríki fundust. Talið er, að þsð hafi gert Cor- ona geðbilaðan, þegar hann og bróð ir hans voru dæmdir til að greiða skaðabætur fyrir skö'mmu, sem námu yfir 20 mil'ljónum króna. — Bróðir hans liefur rekið veitinga- stað í Yuba-héraði. Hann er horf- inn og talinn vera farinn til Mexíkó. Lögreglan f þessum Kalifornfubæ fann mörg lík f gærkvöldi. Fimm fundust seint í gærkvöldi við bakka árinnar Feather norðan Yuba. Lýst var með Ijóskösturum á svæðið, og niikill fjöldi manna vann við gröft- inn. Corona hefur í bili einungis ver ið ákærður fvrir 10 morðanna. — Hann var handtekinn snemma f gær morgun, en síðan hefur tala lík- anna, sem fundizt hafa, tvöfaldazt. Margir landbúnaðarverkam. á þess- um slóðum höfðu horfið að undan förnu, og var fyrst tal’ð að þeir hefðu hlaupið úr vinnu, án þess að skilja eftir sig nein boð. í gær. Slökkvilið og herbifreiðar hafa í marga daga verið reiðubúin. v Mesta slys í Vestur- Þýzka- landi — 47 fórust, flest skólabörn Að minnsta kosti 47, flest ir skólabörn, fórtist í gær- kvöldi, þegar bifreið með 70 bömum ög mörgum kennurum lenti í árekstri við vöruflutningalest skammt frá Wuppertal í V- Þýzkalandi. Börnin vorii á aldrinum 10—14 ára. >au höfðu verið í ferðalagi og meðal annars heimsótt Bremen. Bílstjórinn beið bana og iestar- stjórinn er slasaður. Ekki er vítað hvernig á árekstfinum stóð, en talið er að aðvörunarkerfi hafi bilaö. Að minnsta kosti fékk lestin grænt I jós á stöðinni í Dahlerau, þar sem hefði átt að vera rautt ljós og hún hefði átt að bíða eftir bílnum. Þetta er mesta jámbrautarslys í Vestur-Þýzkalandi fró lokum seinni heimsstyrjaldar. Þingmeirihluti Heats minnkar Brezki Verkamannaflokkurinn vann í gær þingsæti af íhaldsflokkn um f mikilvægum aukakosningum i bænum Bromsgrove í Mið-Englandi. Ihaldsmenn hafa löngum haft þetta þingsæti. Verkamannaf'Iokkurinn fékk 1868 atkvæða meirihluta, og táknaði þetta tilfærslur á atkvæðum, sem náðu 10,1 prósenti miðað við sein- ustu þingkosningar. Verkamannaflokkurinn sigraði einnig í tveimur öðrum aukakosn- ingum í kjördæmum, en þar komu úrslitin ekki á óvart. 1 Goole jók Verkamannaflokkurinn forskot sitt um 8,7% frá fyrri kosningum. Eftir þessar kosningar hefur meirihluti ríkisstjórnar Edward Heaths minnkað niður í 28 þing- menn. Uhlmann sækir á Bent Larsen Austur-Þjóðverjinn Uhlmann sigraði Danann Bent Larsen óvænt í áttundu skákinni f ; tíu skáka ein vígi stórmeistaranna i Las Palmas í gær. Með því hefur forskot Lars- ens minnkað. Hann hefur nú fjór- ann og hálfan vinning en Uhlmann þrjá og hálfan vinning. . . . ej svo ungfrú „hot pants“ Miriam Paul 21 árs tveggja barna móðir saumaði sjálf þennan silf- urklæðnað sem færði henni titilinn „ungfrú hot pants 1971“ í London. Ungfrúin mun vr '’ erskum ættum. Rauðglóandi hraunstraum- urinn rann í morgun hægt én stöðugt inn í smáþorp- ið Fornazzo við rætur Etnu og braut niður hús í útjaðri þorpsins. Þær vonir rættust ekki, sem fól'k hafði haft í gærmorgun þegar hraun ið svéigði um tíma burt frá þorpinu, þá höfðu menn vonað að það hefði verið bænheyrt, en íbúarnir höfðu beðið þess, að guð bægði hrauninu frá og borið stvttur af Maríu mey að hrauninu að kaþólskum sið. Margir af hinum 290 íbúum þorps ins hafa verið fluttir burt ti'l bæja í grenndinni. En er þó óvfst, að hraun ið ryðji sér braut gegnum miðbik þorpsins, og getur verið, að það taki aðra stefnu. Stjórnvöld í bænum Milo skammt frá byrjuðu hjálparstarf, þegar fyrsta húsið varð hrauninu að bráð Þegar hrauniö rann inn í þorpið, var fariö að flytja fólk burt. Fölkið hefur fengið húsaskjól í bænum Milo. Aðalstraumurinn er kominn í þorpið, og auk þess hafa tveir smærri hraunstraumar skilizt frá hraunflóðinu skammt frá þorpinu og tekið stefnu til Fornazzo. Gosið í Etnu heldur áfram af fuH um krafti. Heath Fegurðardísin hrifnust af föður sínum og Nixon Ungfrú Ameríka 1971 hefur verið kjörin Michele McDonaM frá Pennsylvan'’-" lki. Þegar hún fyl'lti út eyðublað sð spurningum fyrir keppinauta sagöist hún dást mest að föður sínum af öllum mönnum i einhverja persónu í veröldinni, sem hún mætti rabba við, þá múndi hún kjósa Nixon forseta. Má ætlla, að Nixon taki vel í það að spjalla við disina, sem greinilega er fulltrúi „góðu barnanna". Sigurvegarinn í fyrra Debbie Shelton krýnir Michele McDonald.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.