Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 8
s VISIR . Föstudagur 28. maí 1971, VISIR Otgefandt: KeyKJaprent Ðt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjóKssoc Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Eréttastjöri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi r Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla ■ Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Slmi 11660 C5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmlðia Vfsls — Edda ht. Vanmetinn jámaður <(1)Jámennimir“ í einræðisríkjunum koma oft á óvart. Hver hefði búizt við því, að Krustjev, hinn auðmjúki þjónn Stalíns, sem dansaði eftir pípu einræðisherr- ans í hvívetna, yrði sá kommúnistaforingi, sem fyrst- ur fletti ofan af harðstjóminni? Fáir bjuggust við því, að Egyptinn Sadat yrði nokkm sinni raunverulegur leiðtogi, og að því er virðist sízt af öllu þeir menn, sem hann hefur nú brotið á bak aftur Valdamestu menn- irnir í Egyptalandi urðu ekki sammála um arftaka Nassers. Því völdu þeir til bráðabirgða og málamiðl- unar þann mann, sem þeir vom fullvissir um að væri „jámaður“ og „pappírstígrisdýr“, Anwar el-Sadat. Nú hefur Sadat sett þessa menn í fangeisi. Jafnframt skákaði hann Sovétríkjunum, sem vom farin að telja sig hafa ráð Egypta í hendi sér. Þannig hefur Sadat forseti reynzt allt annar en hann hafði sýnzt. Undir skikkju jámannsins leyndist bragðarefurinn, sem vann auðveldan sigur á keppi- nautum sínum í fyrstu lotu baráttunnar um arf Nass- ers. Sadat fór sínar eigin leiðir fljótt eftir að hann sett- ist í fórsetastoí! 'Ívívegis framlengdi hann vopnahléið í átökunum við ísrael þrátt fyrir andmæli hinna rót- tækustu. Á sviði innanríkismála hefur hann beitt sér fyrir auknu lýðfrelsi. Flestir pólitískir fangar vom látnir lausir og ritskoðun minnkuð. Egyptar fengu meira skoðanafrelsi en þeir höfðu haft um árabil. Þetta mæltist að vonum vel fyrir hjá almenningi. Þrátt fyrir ýmsar róttækar yfirlýsingar er engum blöðum um það að fletta, að Sadat vill ganga lengra til sátta í deilunum við ísraelsmenn en fyrri leiðtogar Egypta. Með sáttfýsi hefur honum jafnframt heppn- azt í fyrsta sinn í þessum deilum að setja ísraelsmenn í varnarstöðu í keppninni um almenningsálit í heim- inum. Það hefur greinilega komið í ljós að málstaður Arabarík;ar.nn ’æfur eflzt. Einstrengingsháttur ísra- elsmanna í ýmsum cfnum hrfur vcrið afhjúpaóur. Áður gátu ísraelsmenn yfirlcitt reiknað með algerum stuðningi vestrænna manna. Nú hika jafnvel traust- ustu bandamenn þeirra, Bandaríkjamenn, við opinn stuðning við þá. í fyrsta sinn í nærri tvo áratugi heim- sótti bandarískur utanrikisráðherra Kaíró á dögunum. Valdabaráttan í Kaíró mun halda áfram. Tafl Sadats er örðugt. Síðustu ár Nassers komu þúsundir sovézkra hemaðarráðgjafa til Egyptalands, og sovézkar eld- flaugar og herflugvélar em meginuppistaða í vörnum Egyptalands. Með þessari aðstoð Sovétríkjanna hafði Nasser tekizt að koma á hernaðarlegu jafn- vægi og eyða yfirburðum ísraelsmanna. Nasser ætlaði sér þó aldrei að verða leikbrúða Sovét- ríkjanna. Kommúnistaflokkurinn er enn sem fyrr bannaður í Egyptalandi. En Sadat verður að sigla mflli skers og báru. Hvort honum tekst það verður komið undir skilningí vestrænna ríkja, einkum stjóm- arinnar í Washington. // F0R YSTU'Rm „Það skipulag, sem nú ríkir í Sovétríkjufium, er ekki sósíal- isml?“ Með þessum orðum afneita nú jafnvel liöþægustu, áratuga- iöngu Rússadindlarnir því and- lega föðurlandi, sem þeir sóru trúnað. Og þó er ekki nema örstutt síðan þeir héldu há- tíðlegt 50 ára afmæli rússnesku sósíalistabyltingarinnar, gáfu út heljarmikil aukablöð til að dá- sama alla dýrðina í forysturíki sósíalismans. Hefur eitthvað breytzt? Sá grunur læöist kann- ski að manni að aðeins sé afneit að fyrir kosningar, en því berari sem afneitunin verður, því undarlegra verður það, þeg- ar hópurinn í kringum „hlutaifélögin" á Skólavörðu- voru einkar ánægðir með á- standið, eins og þaö er. Og þar er mönnum nokkurn veginn sama um, hvernig flokka eigi niður innihald þess, hvort það heitir sósíalismi eða eitthvað annað. Aöalatriðið er, að fé- iagsskipunin tryggi óbreytt þjóðfélagsástand. Hin gullna regla er — óbreytt ástand eða Status quo, eins og þeir orða það líka á alþjóðlegan hátt austur þar. Þetta virðist líka ætla að takast mætavel. Það eru nú engar sérlegar hættur sem ógna þessu óbreytta, staðn- aða sovézka þjóðskipulagi. Fyrir nokkrum árum reis þar upp gagnrýnisalda, einkum meðal stúdenta og rithöfunda. Svartir bflar höfðingjanna bíða utan við skrautlegt anddyri utanríkisráðuneytisins í Moskvu. stíg tekur aftur upp sömu vináttusamskiptin og áöur við stofnanir þess stórveldis, sem hefur að núverandi sögn svikið sósialismann, alþjóölegar stofn- anir eins og Intourist, Aeroflot og Novosty og hvað þær nú heita allar þessar hyglinga og hringamyndanir, sem hjálpa gömlum vinum til að lifa ljúfu lffi. allt suður á baðstrendur Svartahafsins. „Það rfkir ekkert jafnréttí, það er skortur á frelsi, það er vanmetið hið mannlega í Sovétrfkjuntnn“. Þannig kveður nú við són í bili. „Þvi miður hafa Sovétrfkin brugðizt réttlætishugsjón sósfalismans!" Hér verður nú aðeins vikið að þessu imdarlega fyrirbæri og tvískinnungi. Það hefur löng- um verið yfirlýst lögmál, að Sovétrikin séu forysturíki só.síal ismans. En hvernig getur bað farið saman, að f sjálfu forystu- ríki sósValismans sé enginn sósíalismi, að þetta leiðandi ljós hinnar háleitu hugsjónar hafi vikið út af réttri braut og ekkert sé lengur að reiöa sig á það? TWu er nýlega lokið 24. flokks- ^ þingi kommúnistaflokks Sovétríkjanna og þar austur frá virðist vera litið á það sem eitt allra bezta, s'amheldnasta og hátíðlegasta flokksþing, sem haldið hefur verið. Þar hittist allt forystulið f forysturíki sósí- alismans undir styrkri forystu Leonids Breshnevs og allir sem þar voru saman komnir voru svo Ijómandi ánægðir rneð þjóð- skipulagið og þau kjör sem forystustéttin nýtur í Sovét- rtkjunum. Undanfarin ár hafa heyrzt fregnir frá Rússlandi af einstaka gagnrýnisröddum, sem vilja breyta og bylta öllu, en þeirra gætti ekki á hinu glaða flokksþingi. Allir sem þar sátu Þá héldu menn, að þessi nýju straumar ætluðu að hafa áhrif og endurnýja hið sovézka þjóð- félag með nýjum hugsjónum, æskan væri að sækja fram og svo framvegis. En nú hefur sú uppreisn smámsaman hjaðn- að niður, uppreisnarmennimir ungu hafg hægt og rólega verið sveigðir niöur, bugaðir, útilok- aðir, fyrirlitnir sem sérvitring- ar og settir á vitlausraspítala. Völd forystustéttarinnar hafa engan hnekki beðið og meðal- aldur æðsta forystuliösins er ennþá í kringum 65 ára aldur- inn. Jjað var líka talað um það fyrir nokkrum árum, að nauðsyn væri að dreifa stjórn- arvaldinu frá Moskvu-mið- stjóminni út til héraðanna og jafnvel gera einstakar verk- smiðjur sjálfstæðari. Aö vísu var fyrirfram vitað, að þessar breytingar myndu ekki hafa djúptækar félagslegar breyting- ar í för með sér, því að afleið- ingin yrði aðeins að nýr for- ystuaðall myndi rt'sa upp úti í héruðunum. Verksmiðjustjór- arnir og héraðsstjórarnir myndu verða hátignarlegri fylkiskóng- ár en áöur. En jafnvel þessar hugmyndir hafa nú að mestu veriö gefnar upp á bátinn og fengið útfpr í kyrrþey. Stað- reyndin var sú, að það mátti engu breyta, kontórveldið f Moskvu sabóteraði jafnóðum allar tilraunir til breytinga. Þeir sögðn sem líka rétt er, að það væri svo kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúskapinn að fara að efla óteljandi lítil kontór- veldi úti f héruðunum. Miklu hagkvæmara væri að stjórna landinu með einu sterku og samhentu kontórveldi f Moskvu, sem líka er stöðugt að eflast og fjölga og safna utan um sig vaxandi borgarastétt, sem líka eignast smámsaman klósett oj baðker. Svo allt situr við P-iO sama og það var auðvelt fyrir kontórveldið að standa af sér þessar smáu brotabylgjur, J£annski rámar okkur lfka í það, að fyrir nokkrum ár- um var rætt um þaö, að færa stjórn verksmiðja og annarra vinnufyrirtækja f hendur starfs- fólksins. Þetta var kannski hættulegasta atlagan að kontór- veldinu. Það var sama bylgj- an og gekk yfir Tékkóslóvakíu. Það kölluðu kontór-mennirnir meiri fjandans delluna, að láta verkalýðinn fara að stjórna verksmiðjum. Slíkt var fjar- stætt, að nokkrir aðrir en kont- órdelar kynnu til slíkra hluta. Þá var brugðið hart við, stjórn- vitringar og marskálkar í gyllt- um búningum kallaðir til að skakka leikinn. Slíkar kenningar um vald verkalýðsins voru kall- aðar villukenningar og fráhvarf frá réttri braut sósfalismans og skriðdrekarnir sendir inn í Tékkóslóvakíu. Eftir það vissu menn, hvað klukkan sló og kontórdelar og fúnktsjónerar þykjast síðan öruggir um, að völdin i verksmiðjunum verða ekki frá þeim tekin. Það er nú orðið berlega ljóst f Sovétríkjunum, að kontórveld- ið ætlar sér ekki að afsala sér neinum hluta af valdi sínu. Það er ekki einu sinni svo, að það megi hagga við augljósum minnstu smáatriðum, sem gætu verið til bóta. Nei, stopp, status quo, þetta smáatriði skiptir kannski engu máli, en hv'erri smábreytingu fylgir sú hætta, að hún kynni að raska kerfinu í heild. Til að viðhalda jafnvæginu og öbreyttu ástandi er enn við lýði sama gamla rit- skoðunin og áður. Og eins og allt gamalt rótgróið og innan- fúið einveldi, þá leggur kont- órveldið alveg sérstaka áherzlu á siðgæöislegan strengileika. Nektarmyndir eru bannaðar, það sem kallað er klám er refsi- vert. Hin svokallaða sósfalíska þjóð skal vera vammlaus. Það er bannað að segja opinberlega frá afbrotum. í vetur var framið stórkostlegt bankarán f Moskvu, en ekkert rússneskt blað hefur leyft sér að segja frá því. Og eins og venjulega er þessi sið- gæðislegi strengileiki hræsnis- full skán og froða yfir lauslátu og léttúðarfullu fi'femi yfirstétt- arinnar. TZ'rúsjeff gamli var, þegar hann sat að völdum, alveg óvenjulega alþýðlegur karl. Hann var mannlegur og hafði yndi af því að umgangast sem flest fólk, en fyrir þetta hafði kontórveldið horn í sfðu hans, þeim fannst ekkj viðeigandi að æðsti forustumaðurinn færi út á götur og torg, eins og einhver plebeii. Nú hefur Breshnev tek- ið upp aðra siði. Hann hegðar sér eins og hann á að gera, eins og hreinræktaður patrisii. Hann hefur nú t.d. tekið upp sama sið óg Stalín, að láta loka allri umferð eftir strætum með víðtæku merkjakerfi og lög- reglueftirliti, hvar sem hann er á ferð. Svo þeysir hann um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.