Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 16
Ftmmtudagur 27. ] Skólafólkið í atvinnuleit: 63 piltar og 73 stúlkur enn atvinnulaus 63 skólapiltar og 73 skólastúlkur eru nú á skrá hjá Ráóningastofu Reykjavíkurborgar. Þetta er svipað og var á sama tíma í fyrra, en þá tókst aö fá vinnu fyrir nær alla skólanemendur. Allur þorri skóla- fólks er að koma á vinnumarkað inn þessa dagana, og segja þeir hjá ráðningastofunni, að stór hópur sé ráðinn á þeirra vegum dag hvern. Alis hafa rúmlega 300 skóla- piltar látið skrá sig óformlega hjá ráðningastofunni, en flestir þeirra eru enn ekki búnir í skólunum. Annars voru á skrá í gærkvöldi 37 vörubflstjórar, sem sækja um borgarvinnuna, en að þeim frá- gengnum voru aðeins skráðir at- vinnulausir þrír karlmenn, sem all ir eru komnir yfir sjötugt. —HH Kolbeinn Finnsson í Blómavali og Richard Valtingojer, sem sér um uppsetningu sýningarinnar, virða fyrir sér líkan af sýningarsalnum. „Ekki sóðaskapur heldur öílufremur Borgarstarfsmenn á þönum i hreinsunarab- gerðum — Hafa m.a. fjarlægt um 500 bilhræ „Maðyr verður var mikillar hreyfingar á mönnum, sem rokið hafa upp til handa og fðta til þess að keyra burt ruslið af lóðum sínum, áður en ljósmynda^.jVísis kemur til að taka mýnd af ðsóman- um“, sagði Sveinbjörn Hann- esson, verkstjðri hjá hreins- unardeild borgarverkfræfi- ings. „Það sést á ö1lu, að hjá mörg um er þessi óhirða ekki vegna sóðaskapar, heldur fremur vegna gáleysis og andvaraleys is. — Um leið og þeim hefur ver ið bent á ruslið, láta þeir hend- ur standa fram úr ermum. Og margir hafa verið á ferðinni að undamförnu f flutningum á rusli“, sagði Sveinbjörn verk- stjóri. Jafnframt hafa starfsmenn hreinsunardeildarinnar haft mik ið annríki af því að fylgja í fót- sr>or eftirlitsmanna, sem búnir eru að sjá út og merkja við lóðir, er hreinsunar þurfa við — þar sem lóðareigendur hafa, þrátt fyrir öll tilmæii hliðrað sér hjá því að hreinsa burt ruslið. Slíkt rusl er fjarlægt af borg- inni á kostnað eigenda lóð- anna. „Það er meö ailra mesta móti að gera núna hjá hreinsunar- deildinni“, sagði Sveinbjörn verkstjóri. „Það er um leið unn iö við það þessa dagana að flytja á ruslahaugana uppi í Gufunesi bílhræ af geymslusvæðinu á Ár túnshöfða. — Við erum búnir að flytja burt hátt á fimmta hundrað bílhræ tii þess að rýmka til. Bkki mun” veita af plássinu, því að sjá má víöa f borginni bílskrjóða, sem eftir öMum sólarmerkjum hafa farið sínar síðustu ökuferöir. Eftir er bara að fjarlægja þá. Menn draga það svo lengi að fleygja þessum druslum, þótt þær hafi ekki verið á skrá ökutækja í kannski mörg ár. Eins og j>eir vilji ekki viðurkenna með sjálf um sér, að þarfasti þjónninn þeirra gamli sé nú allur og ekk- ert hægt upp á hann að lappa. — En á meðan er þetta drasl að eins til óþrifa." —GP Ferðamannaupp- lýsingar um jarð- hita og eldf jöll • „Jarðhiti og eldfjöll á ís-, landi“ heitir sýning, sem' opnuð verður í Blómavali, gróð-1 urhúsinu við Sigtún,. á þriðju-1 daginn kemur. • Það eru Blómaval sf. og Hitaveita Reykjavikur, sem að sýningunni standa, en hún er einkum ætluð erlendum ferða mönnum og sett upp með tilliti til þeirra, þótt hún sé að sjátf- sögðu opin öðrum þeim, sem áhuga hafa. • lijósmyndir, teikningar og uppdrættir verða á sýning- unni, sem eins og nafnið bendir trl á að gefa heildarmynd af fs- Ienzkum jarðhita- og eldfjalla svæðum, og beizlun og nýtingu jarðhita. — ÞB SNJÓBÍLL KOM TIL BJARGAR — en jboð var um seinan Þetta er ekki fátækrahverfið í Ríð de Janeró heldur geymsluport Rafmagnsveitna ríkisins við Elliðaárvog. Spurull lesandi vildi fá að vita, hvað væri í kössunum, og Vísir aflaði sér upplýsinga um það. „Hvað er 1 kössunum? Visir svarar spurningu forvitins lesanda „Hvað er f kössunum?" Einn af lesendum Vísis hringdi f blaðið og bar upp bessa spurningu. „Hvaða kössum?" „Jú kössunum \ geymsluporti Rafmagnsveita ríkisins við Ell- iðaárvog." Blaðamaður Vfsis fór á stúf- ana og leit á þessa merkilegu kassa, sem forvitni maðurinn kvaðst hafa haft fyrir augunum árum, ef ékki áratugum, saman. Þeir stóðu þarna í stöflum, gráir og veðraðir, af ýmsum stærðum og gerðum. Og þá lá næst fyrir að grafa upp einhvern, sem vissi hvað er f kössunum. Það vissi Bent Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri hjá Rafmagnsveitunum. ,,í kössunum eru allir mögu- legir og ómögulegir varahlutir, sem vlð erum svo heppnir að hafa ekki haft not fyrir ennþá Þegar við fáum not fyrir þá þýðir það, að eitthvað hefur bilað, og það viljum við, að komi sem sjaldnast fyrir.‘‘ Bent sagði, að Rafmagns- veiturnar yrðu að liggja með óhemju af varahlutum til að geta brugðist fljótt og vel við, ef bilun verður. „Ég held það sé skömminni ti! skárra að hafa kassana þarna, heldur en þurfa að bíða raf- magnslaus í langan tíma, með- an verið er að fá varahluti er- lendis frá.“ — ÞB Rannsðkn fór fram í gær vegna dauðaslyssins austur á Fjarðarheifii, þar sem þrír menn fórust f fyrrinótt. Hinir látnu voru Guðni Gíslason, Norðurbrún 4, ReykjaVik, 31 árs og ókvæntúr, Valgeir Davíðsson, Eskifirði, 53 ára og kvæntur, Þorsteinn Sigurjónsson, Keidulandi 15 Reykjavík, 36 ára og kvæntur. Þeir höfðu lagt af stað um kl. 18 í fyrrakvöld frá Seyðisfirði á- leiðis til Egiisstaða, og óku fram á annan jeppa á leiðinni og urðu honum samferða, þar til báðir jepparnir festust. Ökumaður hins jeppans og farþegar hans gátu lýst atburðunum á heiðinni um nóttina, en þar var skafrenningur um kvöldið og veður illt. Tókst farþega úr hinum jeppan- um að ganga að sæluhúsinu á heiðinni og ná símasambandi það- an til byggöa. Var snjóbíll sendur upp á heiði, en þegar komið var að jeppa mannanna þriggja, var allt um seinan — GP Framleiddu fyrir 200 milli. Framleiðsluhæsta frystihús lands- ins á síðustu vetrarvertíð, var Fiskiðjan h.f. f Vestmannaeyjum, framleiddi hraöfrystar siávarafurðir sem námu 1600 smálestum. 1970 framleiddj Fiskiðjan 4.253 smálestir hraðfrystra sjávarafurða og varð einnig fram'eiðsluhæsta frvstihúsið á því ári. | Fiskiðjan hefur frá fyrstu tíö ■ haft útgerð með höndum jafnhliða |fiskverkun, og núna á Fiskiðjan h.t. 16 báta Auk þeirra 6 báta, hafði I fvrirtækið 12 báta i viðskipfum þannig að ævinleea tögðu 18 tVta^ upn afla sinn hjá Fiskiðjunni. 1970 framleiddi Fiskiðjan aul: hraðfrysts fisks, 700 smáiestir at saltfiski og eitthvað af skreið Þá voru og sa'taðar 3000 tunnur af- síld. Söluverðmæti úbfluttra af- urða var 200 milljónir GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.