Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 5
ÍTf SI R. Föstudagur 28. maí 197i. Nú verður það f j ölskyldutrimm í Laugardalnum í júlí-mánuði í júnímánuði getur öll fjöl- skyldan farið í trimm f Laugar- da] í Reykjavík, þvi þá gangast iþróttakennararnir Guðmundur Þorsteinsson og Höskuldur Goði Karlsson fyrir námskeið- um þar i samvinnu við ÍSÍ og verða þar einnig fleiri íþrqtta- kennarar m.a, stúlkur, sem taka að sér að sjá fyrir ungu börn- unum meðan foreldrarnir trimma. Þetta kom fram á blaða- mannafundi í gær, sem Sigurður Magnússon, útbreiðslustjóri ’ ÍSÍ, stóð fyrir. Hann sagði, að allir Reykvíkingar, sem vilja gætu tekið þátt í þe^sum trimm- námskeiðum, konur, karlar, börn og fullorðnir Fimm námskeið eru á dag þrisvar í viku — mánudaga, miðvikudaga og föstudaga — og geta þátttak- endur verið í Laugardalnum eins lengi og þeir vilja — en hvert námskeið stendur í 50 mín. undir leiðsögn kennara. Ef þátt- takendur vilja svo trimma á- fram, hlaupa, synda svo eitt- hvað sé nefnt, þá geta þeir það. Aðalkosturinn er, að þarna getur öll fjölskyldan verið sam- an 'i trimmirtu — barnanna verð ur gætt og þau látin leika sér — og eins er sérstakur tími eftir hádegi, aðallega liugsaður fyrir mæður, sem þá gsétu komið með börn sín með sér og tekið þátt í hollum æfingum. Námskeiðin verða í Sundlaug- unum í Laugardalnum og næsta nágrenni. Fyrsti tíminn hefst kl. 7.50 að morgni — sá næsti 8.40. Þriðji tíminn er kl. tvö eftir hádegi — sn'ðan 5.10 og kl. sex. Þarna er sem sagt hægt að trimma áður en fólk fer f vinnu — eða þá, þegar það hef- ur lokið störfum sínum. Innritun á námskeiðin verður á skrifstofu ÍSÍ f Laugardaln- um — símar 30955 og 83377, og einnig í Sportvöruverzlun Ing- ólfs Óskarssonar að Klapparstfg 44 — simi 11783. Sérstök skír- teini eru gefin út. Námskeiöin, sem standa allar júnímánuð kosta 550 kr. fyrir fullorðna — 275 kr., fyrir börn á aldrinum 8—14 ára, en ókeypis fyrir börn yngi en átta ára, sem eru ’i fylgd með foreldrum sínum. Skírteinin gilda jafnframt sem aðgöngumiði að sundlaugunum. Helztu verkefni á þessum trimm-námskeiðum verða próf un á þreki og þoli, sem Jón Ás- geirsson mun annast, leikfimi- æfingar, skokk, knattleikir, sund og svo fjallganga á Esju í námskeiðislok. Nauðsynlegt er fyrir þátttak- endur að hafa létt og þægileg föt með sér f trimmið og góða skó. Æfingabúningar eru æski- legir, en þó ekki nauösynlegir. Og svo að lokum: Trimm fyrir alla í Laugardal í júnímánuði. — hsím. Floyd er enn seigur Cleveland, Ohio. — Hinn 36 ára gamli Floyd Patterson, fyrrum hejmsmeistari í þungavigt V hnefa- lei'kum, vann í gær sinn fjórða sigur í röð, þegar hann sigraði hinn tíu árum yngrj Terry Daniels á stlgum hér í Cleveland í keppni, sem var tiu lotur. Fyrir nokkrum mánuðum hóf Floyd „gentleman" Patterson keppni á ný eftir tveggja ára hlé. Síðustu árin héfur hann verið búsettur í Svíþjöð og er kvæntur sænskri stúlku. Hann fékk ofurást á Svíum, þegar Inge- mar Johnnsson vann af honum heimsmeistaratitilinn hér á árum áður, en Floyd vann hann svo aftur af Ingemar — eina heimsmeistar- anum í þungavigt, .sem það hefur tekizt; Gamla slagorðið „þeir koma aldrej aftur“ féll þá dault og ó- merkt. Leika aftur í kvöld Fyrri úrslitaleikurinn i borga- keppni Evrópu milli Juventus frá Torinó á Ítalíu og Leeds United verður háður í kvöld f Torinó. Ejns ■. g skýrt var frá hér á sfðunni í gær léku liðin 51 m'ín. á mið- vikudag, én dómarinn varð þá að stöðva leikinn vegna úrhellisrign- ingar. Einn leikmaður Leeds, Eddie Gray, meiddist þá á öxl það alvar- lega, að hann getur ekki leikið V kvöld ' Walskf ’Taridsliðsmaðurinn Yorath tekur stöðW/tians f liði Leeds eins og á miðvikudaginn. Að öðru leyti eru allir beztu leikmenn Leeds með og einnig Juventus, en þar eru þekktastir Þjóðverjinn Helmut Haller, sem lék hér á Laugardals- velli 1960 — 18 ára að aldrj — og Anastasia, sem Juventus keypti fyrir 440 þúsund sterlingspund fyrir nokkrum árum eða 920 milljónir fslenzkra króna,' Von, að ftlösku liðin séu „á hausnum", þegar þau standa í slíkum kaupum. Þessar myndir tók ljósmyndari Vísis BB í gærkvöldi, þegar í fyr sta skipti var keppt í 25 km hlaupi á móti hér á landi. Þátttak- endur voru tveir, HalldórGuðbjörnsson, KR, sem sigraði í hlaupinu og setti þar með íslandsmet, en tími hans var ein kist. 29 mín. 58,2 sek. og GunnarSnoiTason úr Kópavogi á 1:35,43,2. Tími Halldórs er nokkuð góöur, en hlaupið var eftir ýmsum götum í borginni. Bjarni hljóp 100 m. á 10.8 sek. Ágætur árangur náðist í hlaupum á fimmtudags- mótinu á Melavellinum í gærkvöldi. Bjarni Stefáns- son, Á, hljóp 100 m á 10,8 sek-.-Æg Valbjörn Þorláks- son, Á, náði 14,9 sek. í 110 metra grindahl. en þessi tími er þó ekki löglegur, þar sem vindur var aðeins of mikiB, þegar hlaupin fóru fram — en sýnir þó vel, að við ýmsu má búast af þessum köppum í sum- ar. Bjarni náði slæmu viðbragöi í 100 m. hlaupinu og var lengi vel á eftir Valbirni, en reif sig svo fram úr honum á siðustu metrun- um Valbjörn hljóp á 11.0 sek. 1 110 m. grindahlaupinu varð Borg- þór Magnússon annar á 15.3 sek. Guðmundur Hermannsson varp- aði kúlnnni pnn vfir 1 v trwnlra — náðj bezt löglegu kasti upp á 17.19 metra. í spjótkastinu sigraði Páll Eiríksson og kastaði hann lengst 54.82 m., en Valbjör„ varð annar með 53.81 m. Fimmti f greininni varð Óskar Jakobsson, ÍR. sem setti nýtt sveinamet — kastaði 51.28 m., en Óskar er aðeins 16 ára, svo þarna er von að við eign- umst loks spjótkastara. Nú, í öðrum greinum er helzt aö minnast á 400 m. hlaupið. Þar sigraði Siguröur Jónsson, HSK, á 51.5 sek., en tveir næstu menn hlupu á frægum tíma 52.6 sek. — pn ha* '/í,r lan/ri fcúandsrnpt Sveins Ingvarssonar — þeir Lárus Guð- mundsson, USAH, og Trausti Sveinbjörnsson, USK. EVias Sveins- son. I'R, sigraði í hástökki, stökk nú 1.85 m.,'en sömu hæð stökk einnig S.tefán Hallgrímsson. I 1500 m. hlaupinu varð Ágúst Ásgeirsson, ÍR, fyrstur á 4:18.4 mín. en Einar Óskarsson varð annar á 4:21.0 mín. Kar] Stefánsson var eini keppandinn í þrístökki og stökk hann lengst 14.21 m. 1 100 m. hlaupi kvenna náöi Sigrún Sveins- dóttir ágætum tima 13.0 sek., en Lilja Guðmundsdóttir varð önnur a .13 * selr — hcím Tvö íslnndsmet í nýjum boðhluupum Frjálsíþróttadeild ÍR gekkst fyrir innanfélagsrhóti á Laugardalsvelli á miðvikudag og var þá keppt í fyrsta sinn hér á landi í 3x800 m. og 4x400 boðhlaupi kvenna. Verða því tímar KR-sveitarinnar í þessum hlaupum skráð sem Islands- met. I 3x800 m. hlupu þær Anna Haraldsdóttir, Katrín ísleifsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir á 9:07.2 mfn' Lilja náði beztum tíma 3:00.5 mfn. Timinn í 4x400 metrum var 5:15.5 rhín. og þar hlupu Björk Eiríksóttir, sem náði beztum tíma, Bjarney Árnadóttir, Katrín ísleifs- dóttir og Lilja Guðmundsdóttir, en tvær þær'síðasttöldu komu næst um beint úr fyrra boðhlaupinu, en stutt var á milfi boðh’aupanna.' Bezt í Noregi Torolf Krueger hljóp 400 m grindahlaup á S*-8 sek. f gær á móti í Þrándheimi og er það bezti tími í greininni t ár í Noregi, og norðurnorskt met. Á sama móti | hljóp sveit Ranheim 4x100 m I boðhlaup á 42.8 sek. þrátt fyrir miöo clípm»r cVintinapr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.