Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 6
 < < < < 6 Hofsjökull á leið niður fljótið Göta til sjávar og heim til tslands. „ÍSLENZKU SKIPIN TIL FYRIRMYNDAR' „íslenzku skípin eru sannar- lega f hópi þeirra, sem bera af varðandi allt útlit“, sagði Kjell Svensson fulltrúi Gautaborgar- hafnar við undirritaðan á könn- unarsiglingu um þessa stóru höfn. sem er 18 km löng og hefur upp á að bjóða allar helztu nýjungar varðandi tönd- unartaakni og skipasmfðar. Við sigldum um höfnina laug- ardagsmorgun einn f blfðskapar- veðri á eftirlitsbáti Gauta'txjrgar hafnar. í heiðursskyni við fs- lenzka blaðamenn blakti fe- frá Líberíu, hitt frá Griklklandi, en þau rétt aðeins báru vott um að hafa komizt í kynni við málningu einhvern tima fyrir langa löngu. Á leiðinni til balka upp að Pakfchúsbryggjunni svokölluðu hittum við landa okkar á leið niður ána í átt til sjávar, — um í htoum glæsilega og hrað- skreiða hafnarbát. Eflaust hafia Hofsjökulsmenn ékki haft hugmynd um hverjir þama fóru eða hvers vegna ís- lenzki fáninn blakti á bátnum, — e. t. v. hafa veðmál verið uppi. En svarið er sem sagt hér á undan. - JBP segir einn forráðamanna Gautaborgarhafnar lenzki fáninn í siglutré. Við eina bryggjuna var unnið að lestim í Hofsjökul, leiguskip Eimskipafélags Islands. Fallegt skip og stakk sannarlega í stúf við tvö nærliggjandi skip, annað og hehn. Það var greinilega uppi fótur og fit í „jöklinum“, þegar þeir sáu íslenzkan fána við hún i gæzlubátnum. Sjón- aukar voru á lofti og veifað í grfð og erg. Þessu var vitanlega svarað af fslenzku fréttamönnun < < < < < < < < < ( Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna, gegn mænusóff Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt fara fram í Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur júnímánuð, alla virka daga frá kl. 14—18, nema laugardaga. Þeir, sem eiga ónæmisskírteini, em vinsamlega beðnir að framvisa þeim. — Inngangur frá baklóð. Bólusetningin kostar 50 kr. Heilsuvemdarstöö Reykjavfkur Auglýsing Með skírskotun til laga um lax- og sflungs- veiði nr. 76, 25. júní 1970, og samkvæmt til- lögum Fisksjúkdómanefndar, er hér með vak- in athygli á því, að óheimilt er að nota veiði- tæki eða veiðibúnað við véiðar í ám og vötn- um hér á landi, sem notaður hefur verið er- lendis, nema hann sé sótthreinsaður áður. Því er hér með skorað á veiðieigendur, leigu- taka veiðivatna og aðra þá, er greiða för erlendra veiðimanna til íslands, að þeir veki athygli á þessum ákvæðum, ella geta hlotizt af óþarfa tafir, kostnaður og óþægindi. 3000000' iíiMt hefur lykilin betri afkomu fyrirtœkisins.. vísm Auglýsingadeild Símar: 11660, 15610. .... og viS munum aSstoSa þig viS aS opna dyrnar aS auknum viSskiptum. Landbúnaðarráðuneytið, 27. maí 1971. vís Okkar beztu skemmtikraftar G. E. skrifar: „Loksins, loksins sér maður fram á bjargarúrræði fyrir sjón- varpið í viðleitni þess til að skemmta fólki á gamlárskvöld. — Nú þurfa þeir ekki lengur að eiga allt sitt imdir Flosa (og sitja með sárt ennið, ef hann skyldi forfallast), þvi að fleiri jám hafa nú bætzt í eldinn. Ég mælist til þess, að þeir bæti kynningarþætti Framboðs- flokksins inn í næstu gamlárs- kvöldsdagskrá, og ráði núll- listann allan eins og hann leggur sig til skemmtideildar sjónvarpsins. Þessa skemmtikrafta verður, absalútt verður að nýta til htos ýtrasta. Þeir hafa þegar sannað ágæti sitt, því að betri skemmtun hefur manni ekki boðizt f langan tíma, heldur en þegar þeir komu fram þama um kvöldið.“ Upp með stóðlíf og iðjuleysi!! Guðm. Guðmundsson skrifar: „Dæmalaust var ég óheppinn að missa af Hárinu. Hárin risu á höfði mér, þegar ég las ritdóm- ana. Ég sagði við sjálfan mig: . Þetta verð ég að sjá, hér er kallað á unga fólkið og því rétt gullepli menningarinnar Þær hljóta að vera afgaml- ar þessar norsfeu kvinnur í Bergen eða hvar það var, sem fylktu liði og mótmæltu því, að þetta djarfa nútímaverk yrði sýnt i borg þeirra. Þá er munur á O'kkur. Hér máttu jafnvel ung- böm og æskufólk, drengir og telpur á viðkvæmasta mótunar skeiði, koma í Glaumbæ og gefa sig girndunum á vald — í hug anum. Nú naga ég mig i handarbök- in og rifja upp þau aðskiljanlegu ummæli blaðanna um Kópavogs framlagið til uppeldis og menn- ingar. Hugsið ykkur t. d. þetta: „Fyrsta nektarsýningin stóð í 15 sek.“ Ég fæ enn fiðring um allan kroppinn, þegar ég les þetta. Eða þessi: „Alllöng ... sýning á samförum ungs fólks". Hér er eittlhvað fyrir æskuna, sem er að búa sig undir lífsbar- IR. FöstudagUr 28. mal 1971. áttuna. Og þessi: „Hár fjallar um og vegsamar samfélag hipp- anna, hjarð- eða stóJ.tlF þeirra. Allir eðla sig í einni kös. Gróft orðbragð er ekki sparað né klúr- ir kynferðislegir tilburðir og Iát- bragð“. Ég sé fyrir mér einlæga innlifun hinna ungu og óreyndu leikara. Einn ritdómari sagði: „Það er fjör á fjölum og losti í limum leikendanna ungu sem stíga yfir þröskuld þvingana og hiks, hlédrægni og siðprýði eins léttilega og að totta hamp“. Er furða þótt leikstjóranum hafi verið sungið lof og prís? Æskan fær ófáa steina í kjölfestuna, þegar hún drekkur í sig anda og hold sýningar eins og Hársins. Síðastnefndur gagnrýnandi dregur þó dálítið I land: „Nú er mér spum, hvort tilbúin víma (eiturlyfjaneytenda) sé ekki, þeg ar öllu er á botninn hvolft, öllu stórtækari sikaðvaldur heldur en tilbúnar þarfir auðginntra neyzluþegna. Það er einmitt þetta, sem Hári hlýtur að vera fundið til foráttu, þ. e. a. s. þessi fsmeygilegi áróður og við- leitni til að gylla fiknilyf fyrir almenningi og reyndar ekki að- eins ffknilyf, heldur Ifka iðju- leysi. Mér er ennfremur til efs, að menn sigrist á einmanakennd og finni hamingju f fjölsikrúð- ugri hópeðlun eða stóðförum, sem geta hvoifci kallazt sléttar né felldar". Óttalega er maðurinn aftur úr. Hann fylgist ekki með tím- anum. Líklega er hann einn af þeim, sem lesa Kærlighedeng billedbog í laumi, en leikriflí er þó að verulegu leyti byggt á þeirri stórfínu bók. Nei, hefjum stóðlíf til vegs, fram með klám- ið. eiturlyfin á markaðinn, upp með iðjuleysið! Leiðum æskuna að nægtabrunnunum, þó sumir segi, að vökvinn sé göróttur og fnykurinn mengaður. Úti f heimi er talað um „sænsku syndina". Eftir Hárið og svo aldeilis einstætt klám- framlag kvikmyndahúsanna f seinni tíð finnst mér hæpið. að Svfar eigi neinn einkarétt f þess um málum. Ætli við förum efcki að slaga hátt upp í þá — miðað við fólksfjölda? PÆ. Blöðin segja, að þeir f Kópavoginum eigi sumir í erfið- leikum með bamauppeldið (eins og við fleiri). Þeir ættu að leita til leikfélagsins síns. Næsta verk gæti t. d. verið um kyn- villu. G. G. HRINGIÐ í SfMA 1-16-60 KL13-15 Rösk og áreiðanleg stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í mat- vöruverzlun. Ekki yngri en 20 ára. — Upplýsinfefi í síma 32904, eftir kl. 19. Cortina árg '70 Vel með farinn bíll til sölu og sýnis ? Ford- skálanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.