Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 28.05.1971, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Föstudaguv 28. maí 197* Sólgleraugu Dömu og herrasólgleraugu í glæsilegu úrvali. Verzlun- in Pöll, Veltusundi 3 (gegnt Hótel ísland bifreiða- stæðinu). Sími 10775. Frá skólagöröum Reykjavíkur Innritun í skólagarða fer fram sem hér segir: Laugardalsgarða miðvikudaginn 2. júní kl. 1—3 fyrir böm búsett austan Kringlumýrar- brautar og norðan Miklubrautar. í Alda- mótagarða við Laufásveg fimmtudaginn 3. júní kl. 1—3 fyrir böm búsett vestan Kringlu mýrarbrautar. í Ásendagarða föstudaginn 4. júní kl. 1—3 fyrir börn búsett sunnan Miklu- brautar og austan Kringlumýrabrautar ásamt Breiðholtshverfi og Blesugróf. j Árbæjar- garða föstudaginn 4. júní kl. 10—12 fyrir börn úr Árbæjarsókn. Innrituð verða börn fædd ’59 til ’62 að báðum árum meðtöldum. — Þátttökugjald kr. 450, greiðist við innritun. Skólagarðar Reykjavíkur AlíGUJVég hvili * !■ JJj, rneó gleraugum frá iWl! F ISLAND 5kr LJfc. A. M. M M. AAA. M . A .* J Austurstræti 20. Sími 14566. Frumlegu frímerkin Enn eitt frfmerki er að koma út, og er þess vart að vænta aö íslenzkir teiknarar hressist mjög við komu þess, en þeir hafa mjög kvartað yfir ófrumleika í frímerkjaútgáfunni. Það eru 5 og 7 króna merki, sem gefin eru út í tilefni af gíróþjónustu pósts og síma. Merkin koma út 22. júní. Fasteignamati enn frestað Ráðgert var, að hið nýja fast- eignamat tæki gildi hinn 1. júní n.k Með því að enn er ekki gengið frá ýmsum formsatrið- um við birtingu matsins, frest- ast löggilding þess enn um sinn. Er þess vænzt, að löggilding getj farið fram í júnímánuði. Tekið skal fram, að Yfirfast- eignamatsnefnd hefir lokið úr- skurðum á kærum. Framtakssamir krakkar Nýlega tóku nokkrir krakkar í Kópavogi sig saman og héldu hlutaveltu. Högnuðust börnin um kr. 3.000.00, sem þau færðu síðan Styrktarféiagj van- gefi'nna að gjöf. Ánægjulegt er að börnin skuli vilja vinna’ góðtí' iíjálcfni ’ jið og þetta framtak þeirra sýn- ir að þau vita að hinir heil- brigðu verða að hjálþa þeim, sem minna mega sín. Börnin, sem ö!l eiga heima við Hiíðarveg og Reynihvamm í Kópavogj heita: Katrín Inga- dóttir, Fjóla Rut Rúnarsdóttir, Dóra Vilhelmsdóttir, Kristján Björnsson, Dan’iel Þ. Magnús- son, Gunnar Már Óskarsson og Ingólfur Vilhelmsson. Styrktarfélaginu berast alltaf góðar gjafir og áheit og er listi yfir gefendur sendur ársfjórð- ungslega til dagblaðanna til birtingar. Dúxar frá Hótel Loftleiðum og Hótel Borg Tólf nemendur luku burt- fararprófi frá Matsveina og veitingaþjónaskólanum að þessu sinni, en skólinn verður í fram- tíðinni hótelskóli, og útskrifar menn sem koma til með að verða mikilvægir í hinni sl- auknu ferðamannamóttöku hér á land. Að þessú sinni urðu þeir efstir á brottfararprófum Georg A. Hauksson á Hótel Loftieiðum með 8.55 í mat- reiðsludeiid, en Sigurður S. Bárðarson á Hótel Borg I fram- reiðsludeild. Sigursælí Magn- ússon (Sælakaffi), gaf' skólanum 50 þús. krónur við skólaslitin, — og eiga peningarnir að veröa vísir að bókasafni við skólann. 219 skólameyjar í Kvennaskólanum í Rvík síðasta vetur Kvennaskóiameyjar kvöddu skóla sinn á laugardaginn var, — sumar aðeins yfir sumarið, en sumar fyrir fullt og aiit. 'Grélhfegrvár þó á þeim fjölda, sem sótti skólann heim við skólaslitin, að böndin milli skólans og gamalla nemenda eru sterk. Skólastjórinn, dr. Guðrún P. Helgadóttir, flutti skólaslitaræðuna og skýrði frá gangi prófa. Alls 219 skóla- meyjar settust í skólann i haust og 32 brautskráöust úr skólan- um ’i vor. Landspróf þreyta 48 stúlkur og ungiingaprófi iauk 61 stúlka. Skólanum bárust gjafir frá mörgum eldri nem- enda, sem héldu upp á afmæli brautskráningar frá skólanum. Hæsta einkunn á burtfarar- prófi hlaut Margrét Theódórs- dóttir 9,23. í 3. bekk hlaut Sig- rún G Arndai hæsta einkunn 8,60, í 2. bekk Dögg Pálsdóttir 9,16, í 1. bekk Ásdís Hildur Runólfsdóttjr 9,15. Nýr skólastjóri Vélskólans Andrés Guðjónsson, tækni- fræðingur, hefur verið skipaður skólastjóri Véiskóla íslands frá 1. sept., í stað Gunnars Bjama- sonar, er þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Andrés hefur verið vélfræði- kennari við Vélskóla Islands s.l. 15 ár. Hann er tæplega 50 ára gamall, fæddur í Hafnarfírði, sonur Guðjóns Þorkelssooar vélstjóra. Myndin er a-f Andrési. VÍSIR í VIKIÍLOKIN er orðin 360 síðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSSR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.