Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 1
VISIR 61. árg. — Laugardagur 29. maí 1971. — 119. tbl. Bjóða tjaldstæði fyr- ir helming þjóðarinnar „Það ættj að láta nærri, að um 5000 manns komi hingað í Það þótti ekki góður fyrirboði helgarinnar, þegar 9 ára drengur á hjóli varð fyrir bíl við gatnamót Langholts- og Holtavegar um kl. 17 í gær, því að um leið var eins og stífla brysti í á — skriða af árekstrum fylgdi eftir i umferðinni. — 1 margra eyrum glumdu því áminningar um fulla aðgæzlu við aksturinn í helgarferðinni, þegar þeir lögðu af stað í gærkvöldi. Saltvík í kvöld eftir því að dæma, hve mikill fjöldi hefur streymt að síðustu klukkutím- ana,“ sagði Hinrik Bjarnason framkvæmdastjöri Saltvikur J71 í viðtali við Vísi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þá þegar höfðu verið sett niður um 300 tjöld, en í allt kvað Hinrik nálægt 3000 manns vera mætta til há- tíðarinnar. „Það er allt útlit fyrir að þegar í kvöld muni koma hing að sá fjöldi, sem upphaflega var gizkað á, að mundi sækja hát'iðina í allt“, sagði Hinrik ennfremur. Kvað hann því á gizkanir þeirra sem bjartsýn- astir höföu verið um aðsóknina eiga að geta rætzt, en 15 til 18 þúsund manns voru hæstu tölurnár, sem hann hafði heyrt nefndar. Engin vandkvæði kvað Hinrik eiga að þurfa að verða á því, að taka á móti slíkum fjölda. „Hér í Saltvík væri jafnvel tjaldstæði fyrir 50 prósent þjóð arinnar, ef út í það væri far- ið. Engin vandamál kvað Hinrik hafa komið upp enn sem komið væri. Öllum framkvæmdum á hát'iðarsvæðinu hefði tekist að ljúka áður en hátíðargestirnir tóku að streyma að. Miðasölurn ar við hliðið hefðu átt fuillt i fangi með að seljp., inn á svæð- ið, svo ört hefði streymt að, en allt gengi þó ijómandi vel og lofaði góðu. Frá Umferðarmiðstöðinni voru tfðar ferðir upp f Saltvík frá því klukkan fjögur til tólf á miðnætti í gær, og er Vísir hafði ta1 af einum farmiðasal- anna um kvöldmatarleytið fékk hann þær upplýsingar, að rúm - Lagt upp með „sex-ferðum“ f lega 300 unglingar heföu þegar tekið sér' far uppeftir frá stöð inni og væri gizkaö á, að helm ingí fleiri til viöbótar legðu það- an upp eftir kvöldmat. —ÞJM Flugfélagið og Loftleiðir 7970: FÍ hagnaðist 20 sinnum meira fívað gera þeir seai verða hesma? □ Hvað á að gera um hvítasunn- una? Þeytast yfir hálft landið í bílnum? Aka upp í Borgarfjörð og tjalda? Aka Þingvallahringinn og koma við í Þrastarskógi, eða á Laugarvatni? Allt er þetta hægt, og vegir ku víöast hvar komnir í gott ástand, Kannski ekkj enn mjög yndislegt að tjalda úti í guðsgrænni náttúr- unni, Gróður skammt á veg kom- inn enn, nema þá hér syðra og eitthvað 1 vesturátt. En hvers vegna endilega að storma út úr bænum? Þeir eru margir sem ekki hafa ráð yfir bifreið — líka margir bíleigendur sem uppgefnir eru á hristingi eftir misgóðum malarvegum, sem ann <),ðhvort eru rykmekkir eða forar- yilpur — allt eftir veðri. Mærgt hlýtur að vera hægt að gera ser til dundurs hér í Reykja '•'ík, 8vo störu plássi. Veðreiðar Fáks fara fram á Víðivöllum, nýja skeiðvellinum. Þær hefjast klukkan 14 á annan í hvítasunnu og standa þann dag fram til kvölds. Þar verður margt að sjá, aö sögn Fáksmanna, , keppt í skeiði og stökki, gæðingakeppni og sýnd ar ýmsar tamningaþrautir. Einnig verður sýndur kerruakstur, ein gein hestamennskunnar, sem æ meiri vinsælda nýtur erlendis. Að V'iðivöllum mun bezt að kom ast með því að taka strætisvagn upp í Árbæ, og ganga þaöan og er ekki langt aö ganga. Fáks- menn selja aðgang að svæðinu, kr. 100, og innj á vellinum veröur hægt að fá pylsur, gos og kaffi. Söfn? Já, safn Einars Jónssonar hefur verið opnað aftur, og þang að fer sá ævinlega aftur, sem þar hefur verið einu sinni, og svo er það auðvitað Þjóðminjasafniö, Ár* bæjarsafnið og ekki má gleyma Náttúrugripasafninu. Þar er geir fuglinn og hann er hægt að skoða frá klukkan 13.30 til 16, laugardag og sunnudag. Og fyrst geirfuglinn kom upp í hugann, þá fer ekki hjá því að maður muni eftir því að í Handritastofnuninni eru þeir að sýna Sæmundar-Eddu og Flateyj- arbók. Kannski óskynsamlegt að eyða góðviörisdegi inni í safni? Hvernig væri þá að hirða eitthvað um garö inn sinn, kasta ruslinu út úr bak garðinum, setja kannski niður kart öflur? Svo eru 3 sundlaugar í Reykja- v'ik. Ekkert jafnast á við sund- sprett þegar sólin skín, og hægt er að spóka sig fáklæddur á laug arbakkanum eða á grasbölunum kringum útilaugarnar tvær. Þannig má sjálfsagt telja áfram: Hvernig væri að láta verða af þvi að fara upp í Hallgrímskirkjuturn- inn? Hvernig væri að fá sér göngu eða ökuferð í Heiðmörk eða úti á Álftanesi, þangað gengur nú stræt isvagn? Allir þessir möguleikar eru athugandi, og fjölmargir aðrir, nú er bara að beita hugmyndafluginu og vona að góða veðrið haldist. —GG Loftleiðir högnuðust aðeins um 1/20 hluta þess, er keppinautarnir 'Flugfélag ísland-s, hagnaðist á sínu flugi á síðasta ári. Bæði félögin hafa nú haldið aðalfundi sina, og kom þar í ljós að hreinn hagnaður FÍ var 40.1 milljón króna. — Loftleiðir komu í ár út með óvenju lélega útkomu, hagnaðurinn reynd- ist aðeins 2.1 milljón. í fyrra var hagnaður Loftleiða 68.7 millj. kr., en hjá Flugfélaginu var um rekstr- artap að ræða, alls 5.7 millj. króna. Hins vegar afskrifuðu Loftleiðir eignir á síðasta ári fyrir 337.7 miillj. króna en Flugfélagið fyrir 85.7 mill'jónir. Mikil aukning varð á flutaiing- um beggja flugfélaganna á síðasta ári, og hjá Flugfélaginu varð auten- ingin miklu meiri en nokkum hafði órað fyrir. Sama var um LoftMSir að segja. Farþegafjöldinn: Hugféílagið flutti 190 þúsund manns, — Loft- leiðir ferjuðu 282.546 farþega og var félagiö 9, 1 röðinni þeirra ftag- félaga sem eru á Atlantshafsleið- inni. —JB'P AÐSTOÐA ÞA, SEM STRANDA Helztu áhyggjur manna, þegar þeir leggja upp í ferðalög á bíl- um sínum út á þjóðvegina lúta að því, að þeir standi uppi bjarg arlausir, ef eitthvað bilar í bíln- um þeirra á leiðinni. Að venju gerir Félag ísienzkra bifreiðaeigenda út vegaþjónustu- bifreiðir, sem verða til taks á veg unum, þar sem mestur verður um ferðarþunginn. Að þessu síhbí verða 7 FÍB-bílar á vegunum um hvítasunnuna. — Til þeirra geta ökumenn náð með þv'i að stöðva talstöðvarbíla og láta senda skila Á VEGUM boð í gegnum loftskeytastöðvam- ar, svo sem Gufunes og Akureyrar radíó. FÍB rekur sérstaka upplýs- ingamiðlun í síma 33614 í Reykja vík. Lögregian og umferðarráð teka að venju upplýsingamiöstöð ferða mála um hvítasunnuna, þar sem safnað verður á hendur einum að- ila öllum upplýsingum um um- ferðina, ásamt ástandi ve.ganna og fólksfjðlda á einstökum stóðum, þar sem ferðafólk safnast saman. — Hjá upplýsingamiðstöðimji get ur fólk aflað frétta í símum 25200 og 14465. —GiP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.